Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 Vika í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Hverjir fara með Selmu? Daníel Traustason er dansari og nemi við Fjölbraut í Breiðholti. Dan- íel á langan dansferil að baki. Hann hefur heilmikla reynslu í samkvæm- isdönsum og er margfaldur íslands- meistari. Hann lék í vetur indíána og sjóræningja í uppfærslu Borgarleik- hússins á Pétri Pan. Hann vann með Selmu í Grease og dansaði einnig í myndbandi við lag Ný danskrar, Biómarósahafið, þar sem Selma sá um dansinn. Einnig vann hann með Páli Óskari á tónleikaför hans um landið. Sannkallaður dansari af Guðs náð. Brynjar Örn Þorleifsson er einnig dansari. Hann er nemi f Borgar- holtsskóla í Grafarvogi. Brynjar, \ eins og Daníel, hefur áraianga " reynslu í samkvæmisdönsum að baki og er margfaldur íslandsmeist- ari í þeim. Brynjar lék í Grease og dansaði einnig undir stjórn Selmu í myndbandinu við lag Ný danskrar, Blómarósahafið. Þá dansaði hann Ifka með Páli Óskari á tónleikaför hans um landið. Hópurinn á góðri stund eftir æfingu. Þau hafa unnið hörðum höndum upp á síðkastið við að slípa atriðið. F.v. Brynj- ar Örn Þorleifsson dansari, Rúna G. Stefánsdóttir bakraddasöngvari, Stefán Hilmarsson bakraddasöngvari, Selma Björnsdóttir söngvari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir bakraddasöngvari, Daníel Traustason dansari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson lagahöfundur. Nú þegar vika er þangað til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram er ekki seinna vænna en að kynna sér hverjir það eru sem halda utan með Selmu og lagi hennar All out of Luck. í hinu fríða föruneyti eru dansarar, bakraddasöngvarar, förðunarmeistari og fleiri aðstoðarmenn. Hópurinn hefur unnið mikla undirbúningsvinnu upp á síðkastið. Vinnan hefur einkum legið í því að slípa atriðið og er það orðið mjög kraftmikið og glaðlegt, hlaðið lífi. Ken Oldfield samdi dansana. Hann leikstýrði Selmu og hinum einmitt í hinum geysivinsæla söngleik Grease. Systir Selmu, Guðfinna, hjálpaði einnig við gerð dansanna og verður með í för. Hún lék einnig með Selmu í Grease. Rúnar Freyr Gíslason, kærasti Selmu, fer með sem sérlegur aðstoðarmaður kærustunnar og verður hann henni til halds og trausts. Ragna Fossberg förðunarmeistari sér um að allir verði farðaðir eins vel og völ er á. Umboðsmaður Selmu, Steinar Berg ísleifsson, fer einnig með og þarf hann eflaust að hafa sig allan við til að grípa tækifærin sem skapast á slíkri stórhátíð. Þá má einnig nefna Gísla Martein Baldursson, útsendara Sjónvarps- ins, sem fer með hópnum og mun lýsa keppninni í beinni útsendingu. Rúna G. Stefánsdóttir syngur eina af bakröddunum. Hana þekkja gest- ir Brodway eflaust vel en hún syng- ur i Prímadonnum og hefur sungið í Abba-sýningunni í rúmt ár. Rúna hefur sungið að staðaldri f tíu ár, í hinum ýmsu hljómsveitum og verk- efnum. Hún vann fyrst með Selmu og Þorvaldi í Rocky Horror þar sem hún söng í kór. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa, syngur eina af bakröddunum. Hún er nýútskrifuð úr Leiklistarskóla ís- lands og leikur í lokaverkefni ár- gangsins, Krákuhöllinni. Hún lék einnig stórt hlutverk í sjónvarps- mynd útskriftarhópsins, Guð er til og ástin. Leiðir Jóhönnu og Selmu lágu saman í söngleiknum Grease en þar lék Jóhanna Rizzo, vondu stelpuna, andstæðu góðu stelpunn- ar Sandy sem Selma lék. Stefán Hilmarsson, popparinn góð- kunni, er án efa reyndasti förunaut- urinn til Jerúsalem. Þetta er hvorki meira né minna en í sjötta skiptið sem hann fer fyrir hönd íslands í keppnina. Fyrst tók hann þátt árið 1988 með Sverri Stormsker og söng lag hans Sókrates. Hann mætti aftur galvaskur til leiks árið 1991 með Eyjólfi Kristjánssyni þegar þeir sungu lagið Draumur um Nínu. Stef- án hefur einnig samið textann við tvö af íslensku framlögunum: Nei eða já árið 1992, sem þær stöllur Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir sungu og Nætur sem Sigríður Beinteinsdóttir söng. Stefán lét ekki staðar numið þar, hann söng einnig bakrödd hjá Björgvini Halldórssyni árið 1995. Stefán hittir væntanlega marga vini og kunningja þar ytra og kennir hin- um í föruneytinu eflaust hvernig á að haga sér innan um Eurovision-el- ítuna. Selma Björnsdóttir, óskabarn þjóð- arinnar, er vel æfð og til í slaginn. DV-myndir Hilmar Þör Þorvald Bjarna Þorvaldsson þarf ekki að kynna. Hann á litríkan feril að baki. Hann var aðallagasmiður og gítarleikari Todmobile og hlaut til að mynda íslensku tónlistarverð- launin fyrir lagasmíðar árin 1994 og 1995. Þorvaldur er einmitt lagahöf- undur All out of Luck. Þorvaldur hefur einnig starfað við upptöku- stjórn með helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum íslands og verið tónlistarstjóri í fjöida söngleikja, t.d. Rocky Horror Show, þar sem leiðir hans og Selmu lágu fyrst saman, Evita, Cats, Tommy, The Wall, Jesus Christ Superstar o.fl. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og ýmsar uppfærslur, þ.á m. í íslensku Óperunni, Borgarleikhúsinu, Þjóð- leikhúsinu og Sjónvarpinu. -hvs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.