Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 116. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
Qðtal
LAUGARDAGUR 22. MAI1999
JL>V
DV, Longyearbyen:
„Þetta er allt mitt líf. Eg kann
ekkert annað og hef aldrei gert
neitt annað," segir námumaður-
inn Jack Thomasen. Það eru þrír
kílómetrar út í dagsljósið frá
vinnustað hans, einn metri og 20
sentímetrar til lofts. Jack hefur á
30 ára starfsferli lært að ganga
hálfboginn. Og þetta er allt hans
líf. Kol, sót og salli í einhverri erf-
iðustu kolanámu heims, námu 7 á
Svalbarða.
Ég vildi vita hvort hann myndi
virkilega sakna þessa lífs þegar
náman er orðin tóm eftir tvö ár.
Nei, þetta er allt hans líf og eini
söknuðurinn er kannski að hafa
ekki valið sér annað starf í upp-
hafi. Jack er Norðmaður - ekki
Bandaríkjamaður eins og nafnið
gæti bent til - og hann er einn 800
námumanna sem enn eru við
störf á Svalbarða.
Hagfræðingar hrista höfuðið
þegar þeir skoða fjárhagslegan
grundvöll þess að grafa kol úr
jörðu á Svalbarða. Vinnslan hefur
verið rekin með 30% tapi í 25 ár.
Náttúruverndarfólk fórnar hönd-
um þegar það heyrir um kolin frá
Svalbarða. Annan eins skít er
ekki hægt að finna til brennslu.
Landslagið á Svalbarða er ekki síður stórbrotið en á Islandi. Utsýnið af heiðinni fyrir ofan Longyearbyen er eins og af venjulegri heiði á Islandi. A fjallinu til
vinstri voru tvær ungar stúlkur á göngu fyrir tveimur árum. ísbjörn át aðra þeirra.
Svalbarði er land ísbjarna, norðurljósa, selkjöts og sótugra námumanna:
ísbirnir vilja ekki fólk
Noröan við mörkin
Samt er haldið áfram að grafa kol
úr jörðu í landi sem liggur drjúgan
spöl fyrir norðan mörk hins byggi-
lega heims. Það er sagt aö þau dýr
sem náð hafa að aðlaga sig aðstæð-
um á Svalbaöa lifi þar góðu lífi. Það
eru ísbirnir, selir, refir og hreindýr.
Maðurinn er fimmta dýrið i þessum
hópi en hann hefur ekki náð að að-
laga sig aðstæðum.
Bara þeir 1350 Norðmenn sem
búa á Svalbarða þurfa 6 milljarða ís-
lenskra króna i ríkisstuðning á ári
til að samfélag þeirra haldi velli.
Þetta er dýrasta byggðastefna í
heimi. Rússar hafa líka reynt að ná
fótfestu á Svalbarða. Um 900 þeirra
verða nú að spjara sig í námunum i
Barentburg án ríkisstuðnings. Það
gengur en enginn hefur séð laun í
tvö ár. Rússarnir halda á sér hita
með kolunum sem þeir grafa upp.
Land harðjaxlanna
Búseta fólks á Svalbarða er ekk-
ert annað en rugl, en samt er byggð-
in þar heillandi. Náttúran er stór-
brotin og karlarnir sterkir og kon-
urnar vaskar eftir baráttu við kol,
heimskautamyrkur, einveru og ís-
birni. Þetta er staðurinn fyrir harð-
jaxla. Og þótt úrvalið af tölvuleikj-
um í búðunum í höfuðstaðnum,
Longyearbyen, bendi ekkí til hað-
neskjulegs lífs á mörkum siðmenn-
ingarinnar þá er það hér sem fólk
getur komist í hann krappan.
Besta hryllingssagan, sem að-
komufólk fær að heyra, er um stúlk-
urnar tvær sem fengu sér kvöld-
^öngu upp á fjallið fyrir norðan
Longyearbyen fyrir tveimur árum.
Þetta er stutt ganga og engin ástæða
til að hafa með sér byssu. Önnur
þeirra varð að kærkomnum kvöld-
verði fyrir lítinn, móðurlausan og
svangan ísbjörn. Æ, æ.
„Að hluta," svarar leiðsögumað-
urinn, Arne Kristoffersen, hefð-
bundinni spurningu aðkomufólks
um hvort björninn hafi étið
stelpuna. Eftir að hafa heyrt söguna
oftar 1 Longyearbyen læðist að
mönnum sá grunur að fátt sé satt í
sumum útgáfum hennar. En sagan
er sönn.
Greinarhöfundur í fullum herklæðum. Hann stekkur aldrei hæð sína, hvorki aftur á bak né áfram, með eða án her-
klæða.
Minna reyndir heim-
skautafarar
Við erum hópur 15 blaðamanna á
ferð á Svalbarða og enginn í hópn-
um einu sinni fjarskyldur Friðþjófi
Nansen eða öðrum heimskautaför-
um. En okkur er hent upp á vélsleða
og virðulegum frönskum frúm sagt
að halda 60 kílómetra meðalhraða
til að dragast ekki aftur úr og verða
ísbjörnum að bráð. Þeir skipta þús-
undum en við sáum engan.
Sólbakaður portúgalskur íþróttaf-
réttamaður hikar ekki við að leggja
berhöfðaður út í ísauðnina. En eftir
árekstur hans við hús tíu metrum
siðar verður leiðsögumönnunum
ljóst að eitthvað er bogið við upplýs-
ingarnar um að hér séu ferðavanir
heimskautafarar á ferð.
En samt er lagt út í auðnina. Það
er ætlunin að heimsækja þær
byggðir sem enn eru á Svalbarða.
Barentsburg, ísafjarðarradíó og að
lokum Nýja-Álasund. Þangað verð-
ur sem betur fer að fljúga.
Þökk sé Lenín
í Barenfburg tekur á móti hópn-
um stæðileg rússnesk kona sem hef-
ur án efa stjórn á öllu þar. Hún seg-
ir að námuvinnslan sé svo hættuleg
að aðeins Úkraínumönnum sé hætt-
andi inn í námurnar. Hún þakkar
þó Lenín og Sovétríkjunum fyrir að
fá að vera á Svalbarða. Þarna er hiti
í húsum og matur á borðum eins og
var í Sovétrikjunum. Paradís í sam-
anburði við Rússland.
Borgarbörnin úr blaðamannastétt
halda áfram för. Nú gengur það
glatt. Franska konan hefur lært að
halda sama meðalhraða og aðrir og
portúgalski íþróttafréttamaðurinn
hefur sett á sig hettuna. Það er svalt
að aka berhöfðaður í 10 stiga gaddi.
í ísafjarðarradíói eru tveir menn
heimilisfastir. Annar vinnur við
fjarskipti en hinn rekur veitinga-
stað, hótel og bar. Það eru fjórar
dagleiðir gangandi til næstu byggð-
ar og samt góður grundvöllur til
veitingarekstrar, segir vertinn.
Hann framreiðir selkjöt fyrir mold-
ríka Kana og Japana, sem þegar
hafa borðað á öllum helstu veitinga-
stöðum heims og langar í eitthvað
nýtt.
Von í ferðamennsku
Þetta er framtíðarvon byggðar-
innar á Svalbarða. Það er hægt að
hafa fé af fólki sem hefur séð allt og
gert allt og á bara eftir að borða á af-
skekktasta veitingastað í heimi.
Framtíð kolavinnslunnar er óviss
og úr henni hefur jafnt og þétt dreg-
ið eftir að kalda stríðinu lauk. Bæði
Norðmenn og Rússar hafa unnið
þarna kol með gríðarlegu tapi til að
staðfesta nærveru sína á nyrsta
byggða bóli í heimi.
Nú þarf helst að finna eitthvað
annað og léttara að gera. Ferða-
mennska er þar kjörin og auk þess
vísindarannsóknir. í þessu er fram-
tið Svalbarða fólgin en hið gamla
námusamfélag harðjaxlanna hverf-
ur.
En áfram er haldið yfir firði og
fjöll til Nýja-Álasunds. Konan í búð-
inni sækir okkur á völlinn, selur
okkur minjagripi, ekur okkur aftur
á völlinn og tekur sér sæti í flug-
turninum. Það er annars bara á ís-
landi sem fólk hefur svo mörgum
hlutverkum að gegna.
Leiðsögumaður okkar reynist
vera kokkur líka en þó fyrst og
fremst atvinnuljósmyndari. Hann
segir að engin hætta stafi af ísbjörn-
unum - meðan þeir hafi eitthvað
annað að éta en fólk. ísbirnir vilja
elst ekki mannakjöt.
Lifað á norðurljósum
í Nýja-Álasundi er sannarlega
hættulegasta kolanáma í heimi. Þar
voru kol unnin af og til á þessari öld.
Kolalagið liggur skáhallt niður í jörð-
ina, gas safnast fyrir i göngunum og
springur reglulega.
Þessi eina náma krafðist 80 manns-
lífa og að lokum einnig lífs norsku
ríkisstjórnarinar. Það var eftir
hörmulegt slys árið 1962 þegar 21
maður fórst. En það er fallegt í Nýja-
Álasundi, og þar liggja tugir Þjóð-
verja, Breta og Japana allan veturinn
og rýna í norðurljós. Bærinn lifir nú á
norðurljósum.
Það er eins og að koma heim þegar
komið er til Longyearbyen á ný. Við
erum komin heim í siðmenninguna
eftir flmm daga í óbyggðum. Endrum
og sinnum éta ísbirnirnir ferðafólk og
heimamenn segja sögur af hálfétnum
stelpum - sennilega til að lokka að
enn fleiri ferðamenn. Öllum er ráðlagt
að öskra og hlaupa ef það er bankað á
bakið á þeim á götu í Longyearbyen.
Gísli Kristjánsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72