Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 36
r miðvikudaginn Vin 26.05. 99 3 30 Fjöldi < Vinningar vinninga Vinningóupphœð 80.521.260 2.5 at 6A. 2.066.770 3-5 at 6 111.150 ■ 4at 6 214 2.240 541 HetldarvinningAupphœð 83.828.720 Á íólandi 3.307.460 UTTl i FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 27. MAI 1999 Vel tekið á móti flótta- fólkinu DV, Akureyri: Dalvíkingar tóku vel á móti 23 flóttamönnum sem komu þangað í gær frá Eiðum, en þar hafa þeir dvalið síðan 8. maí þegar þeir komu til landsins. Annar svipaður hópur hélt frá Eiðum til Reyðar- fjarðar í gær. Á Dalvík var efnt til móttökuhá- tíðar í Víkurröst en fólkið hélt síð- an til heimkynna sinna, en fimm íbúðir höfðu verið standsettar og búnar húsgögnum og öllum nauð- synjum fyrir komu fólksins þang- að. í hópnum eru 17 konur og 6 karlar á aldrinum 2-48 ára. Þetta “eru tvær stórfjölskyldur og aðrar minni og strax í dag verður hafist handa við að kynna fólkinu bæinn og næsta nágrenni auk þess sem við tekur íslenskukennsla og ann- að til að undirbúa fólkið fyrir lífið á nýjum stað. -gk Sfokus Góðærið og gervikynfærin I Fókusi sem fylgir DV á morgun leiðir Þór Mýrdal, eigandi Rómeó og Júlíu, lesendur í gegnum frumskóg hrágúmmísins. Helgi Björns spáir í framtíðina og sér sig jafnvel á Wembley eftir tíu ár, Stones hita upp. Fókus fer síðan á fætur með fimm landsþekktum morgunhönum, Sigur- rós talar út um neysluna og Bíbí, fyrr- um Bellatrixa, sleikir sólina. Þá varar Fókus við öllum hættunum sem leyn- ast i góðærinu og birtir ítarlegan leið- arvísi um hvernig halda skuli glór- unni í þessum hræringum. Popp, bíó, ^gleði og glens á sínum stað eins og vanalega. Lífið eftir vinnu er ná- kvæmur leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið. HUN VALTAR YFIR HANN' Á MÓTÓRHJÓLINU! Glaðbeitt á blaöamannafundinum. Selma í sjokki DV, Jerúsalem: Reyðfirðingar og Dalvíkingar tóku á móti flóttamönnunum frá Eiðum í gær. Reyðfirðingar slógu upp grillveislu. DV-mynd ÞH „Viðbrögðin komu mér algerlega í opna skjöldu. Ég er í sjokki,“ sagði Selma Björnsdóttir Eurovision- stúlka eftir frábæran blaðamanna- fund sem hún hélt ásamt fylgdarliði í Jerúsalem siðdegis í gær. Blaða- mannafundur Selmu var sá fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið af þátttakendum í Eurovision í þetta sinn og voru flestir blaða- og fréttamenn á fundinum á einu máli um að Selma mundi bera sigur úr býtum. Á spálistanum á Netinu er Selma fallin úr fyrsta í annað sætið. Kýpur hefur tekið forystuna og H9I- lendingar eru rétt á hælunum á ís- landi. jkp/-EIR Stj órnarmyndunarviöræðurnar: Framsóknarforyst an vill Pál P. út - Siv Friöleifsdóttir hugsanlega á leið í félagsmálaráöuneytið Fomaður og varaformaður Fram- sóknarflokksins gengu síðdegis í gær á fund Páls Péturssonar og tjáðu hon- um að það væru meiri líkur en minni á því að hann yrði ekki í ríkisstjórn- inni. Páll Pétursson sagðist í morgun í samtali við DV ekki hafa hugmynd um það hver viðbrögð við þessu yrðu af hálfu sinni eða samherja sinna í Norðurlandskjördæmi vestra. „Ég hef svo sem enga niðurstöðu séð í þvi máli,“ sagði Páll við DV. Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum, formaður kjördæmisráðs flokksins í kjördæm- inu, sagði í morgun að þetta mál og ríkisstjórnarþátttaka flokksins yrði rædd á miðstjórnarfundi flokksins í kvöld. Hvað þar gerist ætti eftir að koma í ljós. Mikil ólga er meðal fram- sóknarmanna í kjördæminu eftir að málið spurðist út í gærkvöld. Búast má við að allir miðstjórnarmenn flokksins úr kjördæminu mæti á fund- inn i kvöld. I nýju ríkisstjórninni verða tólf ráð- herrar. Yflrgnæfandi likur eru á því að hvor flokkur um sig verði áfram með sömu ráðuneyti og í fyrra stjóm- arsamstarfínu og þeir af núverandi ráðherrum sem áfram sitja í ríkis- stjóm yrðu að mestu með sömu ráðu- neytin áfram að Páli Péturssyni frá- töldum. Davíð Oddsson verður forsæt- isráðherra, Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, Björn Bjamason menntamálaráðherra, Finnur Ingólfs- son viðskipta- og iðnaðarráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra. Þar voru hins vegar blikur á lofti í gær því að Valgerður Sverrisdóttir krafðist þess að fá samgönguráðuneyt- ið. Menn í innsta valdahring Fram- sóknarflokksins sögðu við DV í gær- kvöld og morgun að þær Valgerður og Siv stæðu eindregið saman að því að Siv yrði ráðherra. Krafa Valgerðar um samgönguráðuneytið hefði verið sett fram í því skyni að valda upp- námi. Þegar það hefði gengið eftir hefði Valgerður dregið kröfuna til baka gegn því að Siv yrði ráðherra og í framhaldinu hefði formaður og vara- formaður flokksins séð þann kost vænstan að fórna Páli til að halda friðinn við Halldór Blöndal og öflugan stuðningsmannahóp hans. Tvö ný ráðherraefní Sjálfstæðis- flokks eru Árni M. Mathiesen, sem líklegast verður sjávarútvegsráð- herra, og Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra. Sturla Böðvarsson hef- ur verið nefndur sem ráðherraefni en samkvæmt þessari uppstillingu er hann líklegastur til að verða forseti Alþingis. Hin nýju ráðherraefni Framsóknarflokksins eru Guðni Ágústsson, sem verður landbúnaðar- ráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir sem líklega verður umhverfisráð- herra og Siv Friðleifsdóttir félags- málaráðherra. -SÁ Veðrið á morgun: Bjart um allt land Á morgun veröur fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart veður í öllum landshlutum. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig yflr daginn, hlýjast inn til lands- ms. Veðrið í dag er á bls. 37. -M3 SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI BhH SIMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.