Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 40
 * Vinnmgstölur Iaugardaginn: 29. 05 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 0 2.032.360 2. 4 af 5+rrÍ5‘r 2 325.760 3. 4 af 5 42 10.230 4. 3 af 5 1.652 600 Jókertölur vikuntiar: FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 31. MAÍ1999 Pitsustaður á Akureyri: Evróvisjón varð rafkerf- inu ofviða DV, Akureyri: „Þaö var alveg kolbrjálað að gera og á mesta álagstímanum sprengdi bakarofninn af sér rafmagnið svo kalla varð til menn utan úr bæ til að gera við inntakið í húsið,“ segir Helgi Sigurösson en hann á og rek- ur pitsustaðinn Jón Sprett á Akur- eyri. Helgi segir að oft hafi álagið ver- ið mikið á ofninn, en erillinn hafi verið slíkur á laugardagskvöldið þegar Evróvisjónkeppnin stóð yflr Helgi Sigurðsson við pitsuofninn sem „gekk af göflunum" á laugar- dagskvöldið. DV-mynd gk að það hafi ekki verið neinu líkt. Akureyringar hafl greinilega viljað hafa pitsur við höndina á meðan keppnin stóð yfir og pantanimar hlaðist upp. Ofninn hafi verið keyrður á fullu þar til hann „sprengdi af sér rafmagnið“ og tók um klukkustund að koma þeim málum í samt lag. -gk Líkamsárás DV, Akureyri: Lögreglunni á Akureyri var á sunnudagsmorgun tilkynnt um að maður væri að sparka í höfuðið á öðrum fyrir utan Fosshótel KEA á Akureyri. ^ Þegar að var komið fann lögregl- an mann liggjandi i götunni með talsverða höfuðáverka, og var hann fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og fluttur í fangageymslur. Bæjarstjóri ráðinn Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti í gærkvöld að ráða Stefán Kalmansson í starf bæjarstjóra. Gengið verður frá ráðningarsamn- ingi við hann á næstu dögmn. Hann er viðskiptafræðingur frá viðskipta- háskólanum í Árósum og hefur gegnt starfi forstöðumanns fjárhags- ”5» deildar Eimskips hf. -DVÓ Gríðarleg vonbrigði og depurð breyttust skyndilega í ofsafögnuð og hamingju í iþróttahúsinu í Kaplakrika þegar íslensku hand- boltastrákarnir fengu óvæntar fréttir um að þeir kæmust áfram í Evrópukeppninni. Þeir unnu Sviss, 32-23, í gærkvöld en töp- uðu 20-29 ytra. í leikslok héldu allir að Sviss kæmist áfram á fieiri mörkum á útivelii. Eftir mikla rekistefnu kom svo á daginn að ekki er stuðst við þá reglu heldur líka tekið mið af leikjum liðanna við Kýpur. Þar kemur ísland betur út. Myndin er tekin talsvert löngu eftir leikinn þegar fréttirnar bárust. DV-mynd Hilmar Þór Arnar glímir við „tröllið" „Ja, héma. Þetta er nú það geggjað- asta sem maður hefur heyrt og sýnir að það er líf eftir dauðann í þessum Iþróttum," sagði Arnar Bjömsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, þegar DV færði honum tíðindi í gærkvöld um að ísland komist áfram en Sviss detti út í Evrópukeppninni í handbolta - löngu eftir að ahir reiknuðu með i leikslok að ísland dytti út á færri mörkum á útivelli gegn Sviss, þrátt fyrir að hafa unnið upp 9 marka mun. Arnar sagði fyrir leikinn í gær að hann myndi skora á Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfara í glímu ef ísland ynni upp þennan 9 marka mun og kæmist áfram. Ætlar hann að efna það? „Ég reiknaði ekki með að þurfa að gera þetta þegar leiknum lauk. En jú, núna þarf maður að rifja upp glímu- tökin, hælkrókana og mjaðmahnykk- ina til að beita á stóra tröllið.“ Að- spurður hvort hann telji að spennandi glíma sé fram undan, sagði Amar: „Að minnsta kosti munu nú mætast tveir menn sem eru komnir vel á ann- að hundrað kíló,“ sagði Arnar. -Ótt Smásaga dregur dilk á eftir sér: Erni Bárði vikið frá kristnihátíðarnefnd „Ég get staðfest að biskupinn tilkynnti mér á fimmtudaginn að ég væri ekki lengur ritari kristni- hátíðarnefndar en því starfi hef ég gegnt undanfarin ár. Annað kýs ég ekki að segja um þetta mál,“ sagði séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri Þjóðkirkj- unnar, í gær en séra Öm skrifaði sem kunnugt er smásöguna „ís- lensk fjallasala hf.“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skemmstu. Olli sagan bréfaskrift- um á milli forsætisráðherra og biskups en á myndskreytingu með smásögimni mátti gjört þekkja Davíð Oddsson meðal annarra. í bréfi sem forsætisráð- herra skrifaði biskupi taldi hann ekki við hæfi að fræðslustjóri kirkjunnar fengist við skáldskap sem þennan. í kristnihátíðamefnd sitja for- seti íslands, forsætisráðherra, forseti Alþingis, forseti Hæsta- réttar og biskup íslands. Spurður um brottvikningu séra Arnar Bárðar sagði Karl Sigurbjörns- son biskup í gær: „Séra Erni var ekki vikið úr starfi ritara nefndarinnar. Á biskupsstofu er kominn maður til starfa sem hefur umsjón með öllu sem viðkemur kristnihátíðinni. Þessi maður er séra Bernharður Guð- mimdsson og það er eðlilegt að hann sé einnig ritari kristni- hátiðamefndar. Þó tek ég fram að ekki hefur verið gengið formlega frá þessu,“ sagði Karl Sigurbjömsson biskup. - Hafðir þú ekkert samráð við forsætisráðherra varðandi þessar breytingar? „Þetta mál hefur ekki verið rætt í kristnihátíðarnefnd.“ - En hafið þið Davíð Odds- son rætt málið einslega? „Ég ræði ekki við þig um það sem ég ræði við forsætis- ráðherra eða aðra,“ sagði Karl Sigurbjörnsson biskup. Séra Örn Bárður Jónsson með smásöguna í Lesbók Moggans. DV-mynd HH -EIR Veðrið á morgun: Skúrir og milt Á morgun verður norðaustlæg átt, kaldi á Vestfjörðum en annars fremur hæg. Skúrir og hiti 2 til 8 stig, mildast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 43 SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ FINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐWR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.