Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 131. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						í
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999
5
!
f
I
!
!
Vandi nútíma-
íennmgn
Bók í veganesti
Prentsmiðjan Oddi og Félag íslenskra bókaút-
jj gefenda hafa haldið
til streitu þeim góða
sið að færa 10. bekk-
ingum að gjöf sér-
mannsins?
Menn hafa orðað við mig áhyggjur af Stef-
áni Karli Stefánssyni leikara. Einhver full-
yrti að hann væri að leika þrjátíu hlutverk
um þessar mundir og æddi milli sýningar-
staða eins og vitleysingur frá morgni til
kvölds. Með því að leggja allt þetta á sig svo
stuttu eftir útskrift ætti hann á hættu að
ganga sér hreinlega til húðar.
Þrjátíu hlutverkin eru nú ýkjur og á Stef-
áni er engin þreytumerki að sjá. Þvert á móti
blómstrar hann á sviðinu og fer á kostum í
hlutverki leiðindadurgsins Sigurðar Karls
sem situr i flugvél á leiðinni til útlanda.
Hann hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa
konu sína og börn og tekur það lítið nærri
sér, en styttir sér stundir með því að mala
við óviljugan sætisfélaga sinn. Sigurður Karl
er afskaplega sjálfhverfur maður og þreyt-
andi. Hann æpir þegar honum dettur í hug,
þvaðrar einhverja steypu og talar i farsíma
þó að það sé bannað. Þær fjölmörgu skyldur
sem við hversdagshetjurnar reynum að elt-
ast við á hverjum degi skipta hann litlu máli
lengur.
Sláandi líkindi var að sjá með persónunni
Sigurði Karli og Mr. Bean, öðrum karakter
sem lætur sér í léttu rúmi liggja hvað með-
borgarar hans aðhafast. Grínið byggist á
geiflum og sérkennilegum likamsburði og
þeirri tilhneigingu að fara yfir strikið í sam-
skiptum sinum við fólk með reglulegu milli-
bili. Meira að segja hárgreiðslan var eins.
Látbragð leiðindadurgsins þegar hann er að
gera eitthvað eins nauðaómerkilegt og að
reyna að koma sér fyrir í sætinu verður að
lóngu atriði sem um leið er ferlega fyndið.
Hann grettir sig og segir brandara um örygg-
isútbúnað í flugvélum og það er líka fyndið.
Eða kannski er ég bara vingull.
Kannski er sósan táknræn, eins og höf-
undur hefur raunar látið í veðri vaka. Þetta
er þá sósa sem eiginkonunni þykir góð og
sækist eftir, en Sigurður Karl hefur ekki fyr-
ir því að kaupa. Hann er þó einkennilega
upptekinn af því að reyna að festa sér heiti
sósunnar í minni sem gefur til kynna að
honum sé ekki alls varnað.
Kannski er verið að segja manni hvað sé
erfitt að vera nútímamaður. Fyrirtækið bara
feik, það er logið í konuna og börnin og
skuldirnar yfirgefnar. Áreiðanlega veruleiki
margra nútimakarla, en til þess að vekja
þanka um vanda manneskjunnar og merk-
Stefán Karl Stefánsson leikur eina hlutverkiö í nýju verki Hallgríms Helga
sonar, Þúsund eyja sósu, sem sýnt er í Iðnó.
Leiklist
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttír
ingu lífsins þarf fyrst að vekja samúð. Sig-
urður Karl vekur ekki samúð fremur en per-
sóna Mr. Beans. Mr. Bean er sennilega ein-
hverfur en okkur er alveg sama. Við hlæjum
að honum þó að það sé bannað að hlæja að
veiku   fólki.
Eins  er  með
Þúsund  eyja
sósu. Aðskiln-
aður Sigurðar
Karls frá kon-
unni  snertir
okkur   ekki.
Vandi nútíma-
mannsins   í
fyrirtækja-
rekstri   og
öðru  vafstri
verður  létt-
vægur.
Þó     að
endirinn  sé
einhvers kon-
ar guð úr vél-
inni    sem
kemur til að
bjarga  leik-
riti sem má
ekki  vera  of
langt og mað-
ur   hrökkvi
hálfpartinn
við þegar ljós-
in eru kveikt,
þá skiptir það
eiginlega engu
máli. Brandar-
arnir eru snið-
ugir og hádeg-
isleikhús
skemmtilegt
fyrirbæri. Súp-
an er fin og
stúlkurnar
sem ganga um
beina sérlega
alúðlegar.
Og svo er það náttúrlega Stefán Karl, sem
ég ætla að biðja þess lengstra orða að ganga
sér ekki til húðar.
Leikfélag íslands sýnir:
1000 eyja sósa
eftir Hallgrím Helgason
Leikari: Stefán Karl Stefánsson
Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilm-
arsson.
Frumsýnt í Iðnó 9. júní 1999.
Orgeltónlist í einrúmi
Út er kominn geisladiskur með Marteini
H. Friðrikssyni orgelleikara. Diskurinn ber
heitið Kvöldstund við orgelið og í bæklingn-
um sem fylgir honum segir að verkin á disk-
inum kalli „á næði og sennilega er best að
hlusta að kveldi dags þegar friður gefst frá
amstri dagsins. Þá má njóta kvöldstundar
við orgelið."
Hér er ekkert léttmeti á ferðinni heldur öll
verkin svo alvarleg og andleg að mann lang-
ar mest til að fara á hnéskeljarnar og spenna
greipar. Á svona geisladisk hlustar maður
ekki með öðru eyranu heldur er best að láta
fara vel um sig í sófanum, senda börnin og
makann í pössun og setja upp heyrnartól til
að styggja ekki geðvonda nágrannana. Þá
fyrst er hægt aö hafa ánægju af tónlistinni.
Marteinn byrjar áprelúdíu ogfúgu íD-dúr
eftir Dietrich Buxtehude, en fyrir þá sem
ekki vita var Buxtehude danskur orgelleik-
ari sem var uppi á árunum 1637 til 1707 og
starfaði í Lýbíku í Þýskalandi. Prelúdía og
fúga Buxtehudes er fallegt og tignarlegt verk
sem Marteinn leikur einstaklega vel, hann
slær aldrei feilnótu og er túlkunin markviss
og kraftmikil.
Sömu sögu er að segja um næstu þrjár tón-
smíðarnar, aríuna Vakna, Síons veróir kalla
eftir Bach, prelúdíu og fúgu í Es-dúr eftir
sama tónskáld, og sónötu í A-dúr eftir
Mendelssohn. Prelúdían ogfúgan í Es-dúr er
eitt stærsta verk sem Bach samdi fyrir orgel,
margbreytileg og litrík tónsmíð sem Mart-
einn hefur fullkomlega á valdi sínu. Einnig
er sónatan eftir Mendelssohn samin af mik-
illi andakt og Marteinn meðhóndlar hana
þannig að hún upphefur örugglega sál hlust-
andans og allt hans geð.
Marteinn H. Friðrlksson við útkomu á geisla-
plötu sinnl
Geislaplötur
Jónas Sen
Endalok tímans
Á geisladiskinum má finna nokkur íslensk
verk, og er hið fyrsta Chaconne eftir Pál ís-
ólfsson. Undirritaður er ekki
hrifinn af tónsmíðum Páls sem
eru ekki sérstaklega frumlegar
en leikur Marteins er þó svo
hnitmiðaður og úthugsaður að
tónlistin hljómar hér bara nokk-
uð vel. TokkataJóns Nordals er
aftur á móti mun magnaðri. Hún
er vel samin, formið er allt að því
áþreifanlegt en stemningin svo
kuldaleg að maður vefur ullar-
teppinu fastar að sér í sófanum.
Jón Þórarinsson hefur samið
afar fallegan sálm, Jesús, mín
morgunstjarna, sem er innblásin
og lýrískur, og að mínu mati áhrifamesta
verkið á diskinum. Tónsmíð Hjálmars H.
Ragnarssonar, Um endalok tímans er reynd-
ar áhrifarík líka, en hún dálítið tormelt og
ekki fyrir hvern sem er. Upphafið minnir
ögn á orgelkonsert Jóns Leifs, kraftmikill
hljómur sem pákukenndur bassinn svarar
með þjósti, en síðan byrjar fantasía, sem er
fyrst veikróma en magnast smám saman upp
í mikinn trylling.
Geisladiskurinn með Marteini er hinn
eigulegasti, orgelleikurinn frábær og efnis-
skráin fjölbreytt. Þeir sem á annað borð hafa
gaman af orgeltónlist ættu ekki að láta hann
fram hjá sér fara. En þetta er ekki diskur
sem hægt er að hafa í bakgrunni á meðan
maður er eitthvað að dútla, það þarf að
hlusta á hann með báðum eyrum.
Marteinn H. Friðriksson - Orgelverk eftir
Buxtehude, Bach, Jón Nordal, Pál ísólfsson
og Hjálmar H. Ragnarsson, Útgefin 1999
prentaða bók við út-
skrift, til að „hverja
þá til aframhaldandi
afreka í framtíð-
inni". í þetta sinn völdu Valhúsaskóli og Víði-
staðaskóli (á mynd) margar af þekktustu þjóð-
sögum okkar, Gilitrutt, Sálina hans Jóns míns,
Djáknann á Myrká, Átján barna föður í Álfheim-
um og nokkrar fleiri, 27 þjóðsögur alls. Bókin,
sem hlaut nafnið Nú skyldi ég hlœja... var síðan
afhent 4300 nemendum.
Þjóðsagnamyndir Kristins í
Norska húsinu
Kristinn Pétursson listmálari (á mynd) setti
mikinn svip á Reykjavík meðan hann lifði.
Framlag hans til íslenskrar myndlistar á þessari
öld er umtalsvert, því hann var frumkvöðull í
grafíklistum og þrívíddarlist,
auk þess sem landslagsmyndir
hans og afstraktmyndir eru
merkileg fyrirbæri í myndlistar-
sögu okkar. En Kristinn var ein-
fari, a.m.k. síðari hluta ævi
sinnar og var á skjön við samfé-
lag listamanna sem er e.tv.
ástæða þess að verk hans hafa
ekki hlotið þann sess sem þau
verðskulda. í Norska húsinu í
Stykkishólmi hefur nú verið
efnt til sýningar á þjóðsagnamyndum Kristins
en þær eru ólíkar flestum slíkum myndum sem
íslenskir listamenn hafa gert, opnar í formi,
óræðar og þrunguar sérkennilegri dulúö. Því
ættu ferðalangar um Snæfellsnes að gera stans í
Norska húsinu í Hólminum, þiggja góðar veit-
ingar og berja augum þessar myndir. Þjóðsagna-
myndir Kristins verða uppihangandi í Norska
húsinu tO ágústloka.
Kammerverk tilnefhd til tón-
listarverðlauna í fyrsta sinn
Hingað til hafa einungis stærri hhómsveitar-
verk eða óperur norrænna tónskálda verið til-
nefndar til Tónskáldaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Nýlega var tekin ákvörðun
um að tilnefha einnig verk fyrir
færri flytjendur til verðlaun-
anna, þ.e.a.s. kammerverk af
ýmsum gerðum. Tvö verk af því
tagi hafa nú verið tilnemd af ís-
lands hönd til þessara verð-
launa, Konsert fyrir fiólu og
kammersveit eftir Hauk Tómas-
son (á mynd) og strengjakvar-
tettinn Frá draumi til draums
eftir Jón Nordal en í honum er vísað til ljóðs Jó-
hanns Jónssonar, Söknuöar. Dómnefndin tekur
ákvörðun um verðlaunaverkið í september nk.,
en Selma Guðmundsdóttir píanóleikari situr í
henni fyrir íslands hönd.
Jakinn fær sitfurverðlaun
Jakinn, stðll Erlu Sólveigar Óskarsdóttur hús-
gagnahönnuöar hlaut í fyrradag silfur-
verðlaun á húsgagnasýningunni Neo Con í
Bandaríkjunum. Er þetta stærsta hús-
gagnasýning fyrir verktakamarkaðinn,
það er arkitekta og stóra innkaupaaðila,
sem haldin er þar í landi og því hefur
þessi viðurkenning sjálfkrafa í för með sér
mikla auglýsingu og sölu eða söluaukn-
ingu - fyrir þann sem verður hennar að-
njótandi. Stóll Erlu, sem Bandaríkjamenn
nefna Etro, var þarna á vegum umboðsað-
Oa hennar, Bernhards, sem kynntist hon-
um á húsgagnasýningu í Þýskalandi. Hafa
þegar verið gerðar áætlanir um að fram-
leiða um 6000 stykki af stólnum á árs-
grundvelli fyrir bandarískan markað.
Allt ónnur Edda
Fyrir sambland af hand-
vömm og misskOningi varð
umsjónarmanni á að birta
mynd af rangri Eddu á menn-
ingarsíðu þriðjudagsins. Hér
er hins vegar komin sú Edda
Jónsdóttir (á mynd) sem fjaU-
að var um á síðunni í tengsl-
um við blómlegan gallerí-
rekstur hennar. Menningarsíðan biður báðar
Eddur forláts á þessum mistökum.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40