Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 16
16 Nú er rétti tíminn tii að úða garðplöntur: Fjölnota dæla En lítum aðeins betur á kostnaöinn við að úða garðinn sjálfur. Dælur eru af ýmsum gerðum og stærðum og verðið misjafnt. Fá má 4 lítra dælu á um 3.500 krónur en algengast er að garðeigendur noti 5 lítra dælu. Fá má Góðar 5 lítra dælur til úðunar garða má fá á um 5 þúsund krónur. Á 10 árum má reikna með kostnaði vegan viðhalds. DV-mynd Pjetur Hafi menn nennu og áhuga má spara umtalsverðar fjárhæðir með því að gera hlut- ina sjálfur. Hér úðar garðeigandi Permasectblöndu á gljámispil sem maðkur var kominn í. Reyndar skal forðast að úða í sólskini. DV-mynd GVA Grænsápa Gömul húsráð lifa góðu lífi í görð- unum. Grænsápa er þannig talin mjög góð í baráttunni gegn plöntu- skordýrum, lúsum og lirfum. Þá er þykkri grænsápu, um 200 gr, bland- að í 10 lítra af vatni og úðað á plönt- urnar. Hjá garðyrkjufélaginu lum- aði viðmælandi blaðsins á tveimur uppskriftum að grænsápublöndu. Fyrri er svona: 20 g grænsápa 10 g spritt 11 af vatni Öllu er blandað saman og úðað á plönturnar. sigtað, í það bætt 25 g af grænsápu og blöndunni úðað á plönturnar. Meiri vinna 400 g dós af grænsápuþykkni kostar um 185 krónur. Til að fá 10 lítra af úða- blöndu þarf 200 g af grænsápu og 2 kg til að fá 100 lítra af blöndu. Grænsápa í slíka blöndu kostar 925 krónur og er því ódýrasti kosturinn. Grænsápa er talin gera plöntunum gott og er sögð hafa tilætluð áhrif. Reyndar þarf að úða henni oftar en eitrinu þannig að 100 lítramir duga skemur og notkim hennar útheimtir meiri vinnu. Hún er sögð göfga mann- inn. -hlh Hagkvæmast að úða sjálfur Maxicrop er fyrst og fremst áburður en fælir óværu, sérstaklega blaðlús. Lítrabrúsi kostar um 500 kr. Trounce er mjög vistvænt plöntueitur, gert úr jurtum. Seinni er svona: Slatti af rabarbarablöðum 20 g grænsápa 2 1 vatn Blöðin eru skorinn smátt og soðinn í 2 1 af vatni í 30 mínútur. Vatnið er mjög góða dælu af þeirri stærð á um 5.000 krón- ur, t.d. hjá Gróð- urvörum - versl- un Sölufélags garðyrkju- manna. Vegna notkunar verður viðhald óhjá- kvæmilegt, stút- arnir geta brotn- að, slöngurnar rifnað o.s.frv. Á 10 árum reikn- um við því með að viðhaldið kosti 5.000 krón- ur. Sé farið vel með dæluna verður þessi kostnaður sjálf- Maðkétin blöð alaskavíðis. Myndin sagt lægri. er tekin í gær. Hér er þörf á úðun. Því má ekki gleyma að dæluna má nota til að úða illgresiseyði og á veturna má t.d. nota hana til að úða tjöruleysi á bílinn. Notagildið er því fjölþætt, bara að dælan sé þrifin vel milli verka. Nú er rétti tíminn til að úða garð- inn vegna skordýra og annarra kvik- inda sem þar þrífast og valda tjóni á plöntum. Úðað er á um þriggja vikna tímabili og þegar litið er á þann stóra skóg sem mörg þéttbýlissvæði eru orðin er ærðið verk fyrir höndum. Að sögn kunnugra er mjög mikið af maðki á trjám um þesssar mundir og er mildum vetri einkum um að kenna. Vantar frosthörkur til að halda þessum lifverum í skefjum. Garðeigendur hafa margir fengið heimsóknir aðila sem bjóða úðun. Lætur nærri að verð fyrir úðun á venjulegum húsagarði sé um 5.500 krónur. Eru allur garðurinn þá úðað- ur. En það þarf ekki flókna útreikn- inga til að komast að þeirri niður- stöðu að mun ódýrara er að úða garð- inn sjálfur. Hafi menn nennu og áhuga má spara umtalsverðar fjár- hæðir með þvi að gera hlutina sjálfur. Ef við höldum okkur við að það kosti 5.500 krónur að úða húsagarð, hann sé úðaður á hverju ári og verð- ið breytist ekki í 10 ár er heildar- kostnaðurinn kominn í 55.000 krónur. En kaupi menn 5 lítra dælu og eit- ur til blöndunar í vatni þarf kostnað- urinn á 10 árum ekki að verða meiri en 6.540 krónur. Ráðlegt er þó að bæta um 5.000 krónum við vegna viðhalds á dælunni og þannig er heildarkostn- aðurinn við að bretta upp ermarnar á 10 árum og úða sjáifur kominn í 11.540 krónur. Mismunurinn er að meðaltali 4.346 krónur á ári eða 43.460 krónur á 10 árum. Eiturefnin Ýmis eiturefni má kaupa til að nota í garðinum og ráðlegt að leita ráðgjafar um val á þeim, t.d. hjá söluaðilum. í dæminu hér að ofan er miðað við Permasect, breiðvirkt plöntulyf og útrýmingarefni í 100 ml brúsum. Það hefur reynst vel, fæst víða og kostar um 1.540 krónur í Gróðurvörum. Einungis 10 ml af þessu eitri þarf i 10 lítra af vatni. Það magn á að nægja til úðunar í öUum venjulegum húsagöröum. Hér er mikilvægt að hafa í huga að ekki er ráðlegt að blanda í dælu, æða Mjög lítið þarf af Permasect, aðeins 2,5 ml í 5 lítra brúsa. Permasect er breiðvirkt plöntulyf og útrýmingarefni í 100 ml brúsum. út í garð og úða á allt sem fyrir er. Sérfræðingar sem DV hefur rætt við mæla með því að að skoða garðinn fyrst og úða einungis þar sem skor- dýra verður vart. Engin ástæða sé tU að úða á tré sem eru langt frá „sýkt- um“ plöntum og litlar líkur er á að „smitist". Að spara eitrið sé alltaf af hinu góða. VUji garðeigendur vera mjög um- hverfisvænir geta þeir keypt vistvæn úðunarefni sem búin eru til úr plönt- um. Slíkur brúsi kostar t.d. 690 krón- ur og dugir þá í 10 lítra úðnarblöndu. 100 lítrar kosta þá um 5.500 krónur. Úðum sjálf og spörum 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 Keypt úðun, miðaö við 5.500 kr. á ári Úöað sjálf, miðaö viö kaup á 5.000 kr. dælu og eitri fyrir 1.540 kr. + 5.000 kr. viðhaldi á 5 ára fresti Krónur u 50.000 45.000 Er nauðsynlegt að úða? Áður en ákvörðun er tekin um að úða garðinn er sjálfsagt að velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að úða. Ekki er endUega nauð- synlegt að úða aUan garðinn, ein- ungis „sýkt“ svæði. Best er að fara sparlega með eiturefni. En sé ákveðið að úða er rétt að velja viðeigandi eitur og leita leiðbeininga. Áríðandi er að lesa leiðbeiningcU' og varnaðarorð um notkun. Efnið má ekki berast á húð eða í augu. Ef svo óheppUega viU til skal fara eftir leiðbeining- um, sem ráðleggja yfirleitt skol- un, og leita læknis. Ekki í sól Ekki skal úðað í vindi þar sem efnið getur borist á aðrar plöntur og fólk. Haldið bömum og hús- dýrum frá. Ekki má úða í sól- skini þar sem blöð plantnanna geta þá brunnið. Best er að úða í þurru og svölu veðri. Ef rignir strax á eftir minnka eða hverfa áhrif úðunarinar. Fylgist því með veöurspám. Á vísum stað Áríðandi er að geyma öU eitur- efhi og ílát á vísum stað þar sem börn og og húsdýr ná ekki tU. Best er að geyma efhin í læstri hirslu. Þá er áríðandi að geyma efnin í upprunalegu umbúðunum svo réttar leiðbeiningar séu ætíð við höndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.