Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 Sviðsljós DV Leo í Stjörnu- stríð II? Samkvæmt breska kvik- myndablaðinu Cinescope eru blikur á lofti um það að Leon- ardo diCaprio leysi hinn níu ára gamla Jake Scott af sem Anakin Skywalker, síðar Svarthöfði, í öðrum hluta Stjömustríðsævin- týrisins. Stúlkur: krossleggið finguma. Hannibal ennþá svangur Það tók ThomasHarris áratug að skrifa framhald bókarinnar Lömbin þagna en nú er hún komin út og myndarinnar þá skammt að biöa. Bókin heitir á ensku „Morbidiy of the soul“ og má í henni m.a. lesa um þau Clarice og Hannibal gæða sér á mannsheila saman. Rómantískt! Sá danski Lars von Trier: Björk er erfið Björk er engin leikkona. Hún tal- ar sérstakt tungumál og það er mjög erfitt að vinna með henni. Þannig hljóðar úrskurður danska kvikmyndaleikstjórans Lars von Triers um álfakroppinn okkar hana Björk sem leikur í dans- og söngva- mynd Triers, Dancer in the Dark. „Stundum verð ég pirraður. Ég reyni að vera ljónatemjari. Við höf- um rifíst harkalega en í augnablik- inu gengur þetta ágætlega," segir Lars von Trier. Hann er sjálfur ekkert lamb að leika sér við, vel þekktur fyrir fóbí- ur sínar og taugaveiklun. Lars er þó fljótur að bæta við að frammistaða Bjarkar við gerð myndarinnar og framlag hennar sé alveg framúrskarandi. Furðurokkarinn Marilyn Manson hefur gaman af að láta taka af sér myndir og því var auðsótt mál að fá kappann til að stilla sér upp þegar hann kom til upptöku á kvikmyndaverðlaunaþætti MTV sjónvarpsstöðvarinnar. „Eg er ekki daður- drós," segir Driver Leikkonan Minnie Driver hefur fengið það orð á sig í Hollywood að ástarlif hennar sé í meira lagi skrautlegt og hún eigi erfitt með að halda í kærastana. Orðrómur þessi hefur farið fyrir brjóstið á henni (og þarf þó mikið til) og hefur hún svarað honum fullum hálsi: „Þetta er algjört kjaftæði og fer mjög í taugarnar á mér. Ég fór út með einum leikara (Matt Damon) og það gekk ekki upp, kannski vegna of mikillar umfjöllunar. Síðan var ég brennimerkt sem „konan sem klúðrar samböndum". Þetta er fár- anlegt.“ Málið er einfalt, segir Driver: „Fólk fer á stefnumót og ef það gengur ekki upp þá hættir það því.“ Að lokum má minnast þess að núna er Minnie mjög lukkuleg með nýja kærastanum, Josh Brolin. Haldið í fornar hefðir bresku konungsfjölskyldunnar: Sophie lofar að hlýða Játvarði í einu og öllu Nei, hún Soffia ætlar ekki að bregða út af hinum konunglega vana. Tilvonandi eiginkona Ját- varðs Elísabetarsonar Eng- landsprins, almannatengslafulltrú- inn Sophie Rhys-Jones, hefur ákveð- ið að fara með gamaldags hjóna- bandsþulu þegar þau ganga í það heilaga þann 19. júní næstkomandi. Þar lofar Sophie að hlýða Játvarði í einu og öllu. Þessi ákvörðun stúlkunnar kom flatt upp á marga. Flestir áttu von á því að hún myndi fara að dæmi Díönu prinsessu þegar hún gekk að eiga Karl ríkisarfa árið 1981. Díana sleppti hlýðniloforðinu úr sinni þulu. „Það er misskilningur að ganga út frá því að konan verði mannin- um undirgefin þótt hún lofi að hlýða honum,“ segir Peter Nott, biskupinn af Norwich sem mun gefa þau Sophie og Játvarð saman. „Eig- Játvarður prins Elísabetarson og heitmey hans, Sophie Rhys-Jones, ganga í það heilaga 19. júní næstkomandi og við það tækifæri ætlar hún að lofa að hlýða eiginmanninum. Hvort hún verður undirgefin er annað mál. inkona mín lofaði að hlýða mér en hún er sko langt frá því að vera undirgefin." Fína fólkið á Englandi og viðar er nú í óðaönn að búa sig undir brúð- kaupið. Hattar og ballkjólar verða þó ekki leyfilegir að þessu sinni. Það kemur þó ekki i veg fyrir að fina fólkið verði fint. í höllu drottningar hafa siða- meistarar ákveðið að karlarnir verði í því sem þeir kalla morgun- fötum. Ólíklegt er þó að það séu náttföt eða náttsloppur. Konurnar eiga að vera í kvöldkjólum. Þeim er jafnframt ráðlagt að kjólarnir skuli vera trekvartsíðir eða alsíðir, þó ekki ballkjólar. Játvarður verður í síðum lafajakka og röndóttum buxum. Hjónavígslan og veislan verða í Windsorkastala drottningar og mun Sophie og fylgdarlið hennar gista þar nóttina fyrir brúðkaupið. Miðvikudaginn 23rjúní nkr mun veglegt sérblað.um ferðir innanlands fylgjár DV. Blað þetta er annað af tveim sérblöðum um ferðir innanlands sem fylgja DV í sumar, seinna blaðið mun koma út í lok júlí. Ferðir innanlands hafa komið út í tæpa tvo áratugi og eru löngu búnar að festa sig í sessi hjá lesendum DV sem margir hverjir geyma blaðið sér til upplýsingar þegar leggja á land undir fót. Meðal efnis sem fjallað verður um í blaöinu að þessu sinni er: gönguferöir - jöklaferðir- hvalaskoðun - hestaferöir- gisting - River Rafting- búnaður - hundasleðar o.fl. Umsjón efnis er í höndum Höskuldar Magnússonar, blaðam. DV, í síma 550 5000. Auglýsendum er bent á að hafa samband sem fyrst við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, ísíma 550 5720, netfang: srm@ff.is*:ýj^JÍ^ eða Gústaf Kristinsson í sírna 550 5731,‘ netfang: gk@ff.is ’jtMmsm................... - ... —----- “■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.