Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 131. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						24
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999
íþróttir unglinga
Krakkahópur Tae Kwon Do. Aftari röð frá vinstri: Hulda Sólveig þjálfari, Hrólfur, ílfa, Rannveig, Högni,
Bjarni, Guðrún og Linda. Fremri röð frá vinstri: Ómar, Halldór, Benedikt Aron, Bárður, Sigurður og Daníel.

Krakkahópur Tae Kwon Do:
Urvals utrás
- fyrir krakkana sem bera mikla virðingu fyrir greininni
„Vil geta
varið mig"
ílía, Linda og Daníel eru öll
með græna beltið í Tae Kwon Do
en það þýðir að þau séu best í
sínum hópi.
Ilía er rússneskur að uppruna
og kynntist Tae Kwon Do þar í
landi. Hann flutti hingað fyrir
einu ári og tók strax að æfa með
krakkahópnum í Júdó Gym.
„Mér Fmnst bara allt
skemmtilegt við þetta," sagði ílía
og brosti fullur af áhuga. Hann
er aðeins 9 ára og yngsti
iðkandinn með græna beltið í
þessum hópi.
Daníel er 13 ára og fmnst
íþróttin veita sér sjálfstraust.
„Ég er í Tae Kwon Do til þess að
geta varið mig og svo er þetta
skemmtilegt líka. Við æfum
þrisvar í viku og svo keppti ég í
tveimur mótum í vetur og varð i
þriðja sæti í báðum," sagði
Daníel.
Linda er 12 ára og búin að æfa
Tae Kwon Do í tæp tvö ár. Þrátt
fyrir það stendur hún sig vel og
gefur piltunum ekkert eftir. „Ég
fékk græna beltið fyrir þremur
mánuðum. Ég þurfti að taka próf
til að ná því og það var mjög
stressandi," sagði
Linda sem að
sjálfsögðu
stóðst
prófið
með
miklum
Sjálfsvarnaríþróttin Tae Kwon Do hefur verið
stunduð hér á landi í nokkur ár. Fyrir tveimur
árum stofnaði Hulda Sólveig Jóhannsdóttir
iþróttakennari krakkahóp í íþróttinni. Krakkarnir
hittast þrisvar í viku og æfa í Júdó Gym. „Þetta
byrjar yfirleitt þannig hjá krökkunum að þeir
mæta á æfingu því þeim finnst þetta gaman. Siðan
sjá þeir hvað íþróttin veitir þeim gott sjálfsöryggi
og þeir fá góða útrás í þessu," sagði Hulda.
Hulda leggur ekki mikið upp úr keppni heldur
að krakkarnir læri íþróttina vel og þroskist líkam-
lega og andlega við ástundun hennar.
„Hópurinn er alltaf að stækka. Það er mjög mik-
ill áhugi hjá þessum krökkum. Ég hvet þá til að
prófa aðrar íþróttir yfir sumartímann til að fá al-
gjört frí frá Tae Kwon Do," sagði Hulda.
Berjast ekki utan æfinga
Áður en krakkarnir byrja að æfa Tae Kwon Do
þurfa þeir að skrifa undir samning þess eðlis að
þeir muni ekki beita íþróttinni utan salarins nema
í algjörri sjálfsvörn. Ef upp kemst um einhvern
sem beitir Tae Kwon Do er honum meinaður að-
gangur á æfingar í ákveðinn tíma. Hulda sagði
hins vegar að sem betur fer hefðu þau aldrei þurft
að gripa til þess ráðs að refsa krökkunum því
^BHMimniinnO
Tnpíuleikum
2000, verður
w
Stúlkurnar gefa strákunum ekkert eftir og hér eru
þær að æfa spörkin.
krakkarnir bera mikla virðingu fyrir greininni og
það hefur aldrei komið fyrir að þeir hafi notað
hana utan æfinga og keppni.
I fyrsta sinn á 01
Tae Kwon Do hefur verið sýn
ingargrein á tveimur síðustu ólympiuleikum
og á næstu leikum, í Sidney árið 2000,
keppt í fyrsta sinn í þessari skemmtilegu bar-
dagaíþrótt. Það verður spennandi að sjá hvort
Island muni senda ákafa unga keppendur þang-
að.
íþróttin skiptist í nokkra hluta líkt og karate
Krökkunum er fyrst kennd grunntækni. Siðan
læra þeir poomse eða form þar sem þeir berj-
ast við ímyndaðan andstæðing. Svo kemur að
æfingum þar sem skipulagðar árásir og
vörn eru þjálfuð og að lokum læra þeir
síðan að brjóta spýtur með spörkum
eða höggum.
Uppruna að rekja til Kóreu
íþróttin er kóresk að uppruna
og hefur verið stunduð þar í landi
frá því árið 50 f. kr. Hulda leggur
ríka áherslu á að iþróttin sé ekki
tengd trúarbrögðum. Agi er hins
vegar mikilvægur og börnin
læra ýmis orð á kóresku.
Högni fylgist áhugasamur með þegar Hulda Sólveig
þjálfari gefur Tae Kwon Do-skipanir á kóresku.
Stefnumótun ÍBR og íþróttafélaganna:
Horft til framtíðar
Iþrótttabandalag Reykja-
víkur hefur i samvinnu við
Janus Guðlaugsson sett
fram stefnumótun í íþrótt-
umbarna
og ung-
linga.
„Þarna er
verið að
skapa
ákveðinn
ramma í
íþrótta-
félögun-
um sem
nær til
stjórn-
sýslu fé-
laganna
og starfs
þjálfara.
Um leið á þetta að skila sér
í bættum árangri bæði upp-
eldislega, félagslega og ár-
angurslega," sagði Janus
sem er umsjónarmaður
verkefnisins.
Samin hefur verið náms-
skrá fyrir íþróttafélögin til
þess að starf félaganna
-........,wi.......i * ?»,
verði markvissara og einnig
til að stefnumótun í íþrótt-
um barna og unglinga sé
skýr. Nokkur lið í Reykja-
Forsvarsmenn nýrrar stefnumótunar í íþróttum. Reynir Ragnarsson,
formaður ÍBR, Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBR, Janus
Guðlaugsson íþróttaf ræðingur og Þór Símon Ragnarsson, formaður
Vfkings.
kostlegt fyrir Víking og ÍBR
að vera komin þetta langt á
ekki lengri tíma. Við þurf-
um að gera okkur grein fyr-
ir því að
námsskrá-
in er ein-
göngu
tæki til að
nýta fyrir
starfsem-
ina.
Hvernig
tækið  er
nýtt   er
háð  þeim
sem
stjórna  í
félögun-
um," sagði
Janus  að
vík hafa tekið undir þessa
stefnumótun og var Víking-
ur fyrsta félagið til að panta
námsskrá af Janusi.
„Það er mjög mikilvægt
að foreldrar þekki til starfs
félagsins og að félagið geti
rökstutt það sem þeir eru að
sækjast eftir. Það er stór-
lokum.
Með stefnumótuninni er
miðað að því að sigur skuli
ekki alltaf vera markmið
yngri flokka heldur að börn-
in þroskist og kynnist mörg-
um íþróttagreinum til að
geta síðar valið það sem
hentar þeim best.
..»«..»¦».»«»¦»..,. i
llía
kynntist
Tae Kwon
Do í Rúss-
landi   og
var  feginn
að  komast
að  því  að
greinin  væri
einnig stunduð
hér á landi þeg-
ar  hann  flutti
hingað fyrir einu
ári.
1
Hjálpar
mikið
Þórður Hjörleifsson hefur
starfað sem skíðaþjálfari hjá
Vikingi í 18 ár og honum líst
bara vel á að starfa eftir nýrri
stefnumótunarskrá.
„Mér fmnst þetta bara mjög
gott mál. Það eru skýr markmið
í námsskránni og þetta er vel
sett upp og spennandi," sagði
Þórður. Hann sagðist jafnframt
vera hlynntur því að börnin
prófuðu sem flestar iþróttagrein-
ar meðan þau væru enn ung og
veldu svo þá grein sem hentaði
þeim best.
„Hver deild á að sjálfsögðu eft-
ir að skoða þetta og setja dæmið
upp hjá sér. Það eru t.d. mis-
mundandi áherslur fyrir skíði og
boltagreinar en námsskráin
hjálpar mikið," sagði Þórður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40