Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 131. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
L/3J2AJJ,
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999
Að elska...
„Er það ekki viss passi í ástinni að það er ævinlega einhver annar sem
maður elskar." Þetta eru orð höfuðskáldsins Laxness, en er einungis mögu-
legt að elska manneskjuna?
Bragi Kristjónsson elskar Fornar ástir eftir Sigurð Nordal.
Elskar fornar ástir
Það var Alfinnur álfakóngur
sem ég las fyrst en hún fjallar
um góöan kóng og vont fólk í
kringum hann. Þá hef ég líklegast
verið svona fimm ára," sagði Bragi
Kristjónsson aðspurður hvaða bók
hann hefði lesið fyrst. Bókina fékk
hann að gjöf frá Ólafi Thoroddsen
sem kenndi Braga litla að lesa á sín-
um tíma. Litli drengurinn hefur síð-
an verið i bókamoði í um fjörutíu ár
og rekið bókabúð á Vesturgötu 17 í
tuttugu og fimm ár. Bragi segist
elska bækur, í það minnsta sumar
þeirra því þær gefi svo mikið, en
tekur fram að margar aðrar gefi
jafnlítið. Hann er ekki hrifinn af
ungu höfundunum án þess að taka
það fram hverjir þeir séu. Sigurður
Nordal er meistari tungunnar að
hans áliti, mál hans er afar vandað
en hann tekur undir það hjá blaða-
manni að Þórbergur Þórðarson hafi
verið einn þeirra allra bestu en
nefnir auk þess Laxness, Jóhann
Sigurjónsson og félaga sinn Guð-
berg Bergsson.
Bragi á myndarlegt bókasafn og
safnar handritum eftir lífs og liðna
og á talsvert af upprunalegum hand-
ritum höfunda og einnig talsvert af
fyrstu skáldskapartilraunum skálda
eins og Hannesar Péturssonar, Guð-
bergs Bergssonar auk annarra.
Bókin sem hann ann heitir Forn-
ar ástir eftir Sigurð Nordal og upp-
áhaldskaflinn í henni er Hel sem er
prósaljóð. „Það er vegna þess að
hún er falleg, blíð og væn og djúp og
góð", sagði bóksalinn blíði að lok-
um.
-þor
Berglind Gunnarsdóttir sá eiginmann sinn fyrst í pósthúsi og þótti hann
strax myndarlegur.
Dönsuðum á
Broadway
Eg sá hann fyrst í pósthúsinu í
Pósthússtræti þar sem ég var
að vinna og hann var sendill
hjá Veröld og kom þess vegna dag-
lega. Mér fannst hann strax mikill
sjarmör og ég kunni vel við hvað
hann var hress og skemmtilegur. Á
Broadway þann 28. nóvember 1987
bauð ég honum svo upp í dans og
það er i fyrsta og síðasta skipti sem
hann hefur dansað við mig. Þá fékk
hann símanúmerið mitt og síðan
höfum við verið saman," segir Berg-
lind Gunnarsdóttir, ástfangin
þriggja barna móðir og eiginkona
Eggerts Stefáns K. Jónssonar.
„Það voru augun, þessi fallegu
bláu augu, sem alltaf einhver neisti
býr    i    og    það
hversu góð
sál hann
er og
Dýrin eru fjölskylda mín
heiðarlegur maður," segir Berglind
þegar hún er spurð að því fyrir
hverju hún féll í fari eiginmanns
síns. Hún segist ekki vita almenni-
lega hvað heillaði Eggert, eigin-
mann hennar „en ætli það hafi ekki
verið rauða hárið sem alltaf er
brúnt í hans augum."
Hún segir að sambandið hafi
vissulega breyst á þeim tólf áram
sem þau hafa verið saman, ástin
hefur þroskast og orðið jafnari. Þá
vonar hún að börn þeirra hjóna:
Gunnar Emil, Sigríður Sunneva og
lítil óskirð dóttir þeirra, upplifi for-
eldra slna sem ástfangin hjón enda
lifi þau í sátt og samlyndi. Skyldi
hin ástfangna trúa á ást við fyrstu
sýn? „Nei, það býr svo miklu meira
undir. Útlitið er ekki allt, fólk getur
verið fallegt án þess að búa yfir
raunverulegum töfrum."
-þor
Agatha segir það ekki
nóg að gefa ungunum
að borða þar sem þeir
hafi sömu þörf fyrir ást
og mannfólkið.
DV-mynd Teitur
Agatha Agnarsdóttir er um
margt sérstakur kvenmaður.
Hún býr með sonum sínum
Bjarti, níu ára, og Hlyni, fimm
ára, og rúmlega þrjátlu gæludýrum
sem mörg hver eru óhefðbundin. „Ég
hef alla tíð verið mikil dýrakerling,
var í sveit og ég elska dýr. Dýrin eru
svo traust og þau eru ekki eins óút-
reiknanleg og menn. Þau eru full ást-
ar og sýna hana," segir dýravinurinn
Agatha.
Agatha segir að dýrunum á heimil-
inu fari fjölgandi og að það sé meðal
annars vegna eldri sonar hennar,
Bjarts. Hann er með Asperger- heil-
kenni sem er tiltölulega óþekktur
sjúkdómur. Veikindi Bjarts gera það
að verkum að hann á erfitt með fé-
lagsleg samskipti og það er flókin fbtl-
un að sögn Agöthu. Bjartur hefur sér-
tæk áhugamál eins og margir sem
með sjúkdóminn greinast og hann er
afar hændur að dýrum. „Drengirnir
elska líka dýr og raunar allt lifríkið,
ég gæti trúað því að hann Bjartur
minn yrði skordýrafræðingur eða
sjávarlíffræöingur. Um daginn lásum
við Einkalif plantnanna eftir David
Attenborough saman rétt eins og bók-
in væri skáldsaga."
Þegar Agatha ræddi um gæludýrin
hljómaði hún líkt og þegar móðir tal-
ar um börn sín og því kom ekki til
greina að biðja hana um að gefa upp
eitt uppáhaldsdýr frekar en að biðja
móður um að gera upp á milli barna
sinna.
En er öðruvísi að elska dýr en
menn? „Mér fmnst ekki vera hægt að
bera það saman en eftir að hafa búið
með dýrunum og kynnst þeim hef ég
komist að því að það er ekkert til sem
heitir skynlaus skepna. Það sem mér
finnst dýrin hafa fram yfir menn er
að þau eru fordómalaus. Dýrin mín
búa i sátt og samlyndi þrátt fyrir að
vera mjög ólík, en það er ekki alltaf
þannig með okkur mennina. Dýrin
eru fjölskyldan min, það er ekki bara
nóg að gefa þeim að éta þvi að þau
hafa sömu þörf fyrir ást og umhyggju
og við. Drengirnir mínir sofa oft með
dýrin í rúmum sinum og þar liggja
þau vært undir sæng og kodda. Þetta
er hálfgert ungbarnauppeldi og þau
líta á mig sem mömmu sina."
-þor
í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40