Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 29
4 FMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1999 Myndasögur Fyrst honum tókst svo vel til meö Menki ættbálkinn getur hann núna snúiöj sér að þeim næsta! Hvernig var Hrollur þegar hann var yngri? 33 Veiðivon i Þórisvatn: Við viljum leigja vatnið i „Það var samþykkt að bjóða vatn- ið út núna og athuga hvort við fáum ekki einhvern til að taka það á leigu í sumar. Veiðin hefur verið ágæt í vatninu en það er betra að einn aðili sjái um þessi mál,“ sagði Sveinn Tyrfingsson í Lækjartúni við Hellu í gærkvöld, en Þórisvatn á Holtamannaafrétti hefur oft gefið vel af fiski. Meðalveiðin á stöng í vatninu í fyrra voru 4 fiskar. „I fyrra veiddust 443 fiskar sem voru skráðir á um 100 veiðileyfi og það er eingöngu urriöi. Við höfum sleppt um 200 þúsund seiðum í vatnið á síðustu árum. í fyrra Umsjón Gunnar Bender slepptum við 40 þúsund seiðum og jafnmörgum áriö áður. Árin þar áður var sleppt 30 þúsund og aftur 30 þúsund seiðum en vatnið sér lít- ið um klakið sjálft. Þama em veiði- hús fyrir 20 manns til að gista í,“ sagði Sveinn, formaður Veiðifélags Þórisvatns, enn fremur. Það hafa margar skemmtilegar veiðisögur verið sagðar af Þóris- vatni og þá mest tengdar góðri veiði. Menn hafa oft hitt á góða veiði og marga fiska og þegar urrið- inn gefur sig á annað borð getur verið fjör á færinu. Veiðieyrað: Þrátt fyrir að sumar veiðiár verði ekki opnaðar formlega strax hefur fiskur sést í þeim. í Svínafossá á Skógarströnd sást hellingur cif bleikju fyrir skömmu og einn lax sem menn héldu reyndar að væri niðurgöngulax. í Hvolsá og Staðar- hólsá í Dölum hefur verið ágæt bleikjuveiði í vor og sumar. Líklega hafa veiðst um 100 bleikjur sem er í góðu lagi. í Breiðdalsá í Breiðdal hafa veiðst um 200 bleikjur og veiði- menn sem vom við veiðar í ósnum fyrir fáum dögum sáu lax stökkva. Þykir það snemmt þar fyrir austan en laxinn er kannski bara snemma á ferðinni í ár. Árni fer víða til veiða Ámi Baldursson er einn þeirra sem opnuðu Laxá í Kjós í morgun ásamt fleirum en þá veiðiá þekkir hann vel og hafði hana á leigu í nokkur ár. Ámi var að koma af veiðislóðum í Kanada og þar veiddi hann meðal annars 27 punda lax. Nokkuð öruggt er að Ámi fær ekki svo stóran fisk í Kjósinni. Miðfjarðará á lausu MiðQarðará losnar í haust og verða þeir ömgglega margir sem vOja fá hana en bændur og Böövar Sigvaldason á Barði hafa séð um hana síðustu árin. Og svo fer það allt eftir því hvemig veiðin verður -. í ánni í sumar hve margir munu bjóða í hana í haust. 50 þúsund og yfir? Byrjunin í laxveiðinni hefur ver- ið góð og laxinn er líka vænn. Þeg- ar þetta er skrifað er stærsti laxinn úr Þverá í Borgarfirði, 22 punda bolti. Veiðitölurnar sem menn eru famir að tala um eftir sumarið em orðnar nokkuð háar eða, eins og einn sagöi, 50 þúsund laxar og yfir. Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur nefndi 45 þúsund laxa. Hvaða tala kemur næst? ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.