Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 131. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
FIMMTUDAGUR 10. JUNI1999
Afmæli
Jón Haukur Hauksson
Jón Haukur Hauksson hdl, Kala-
stööum, Hvalfjarðarstrandarhreppi,
er fertugur í dag.
Starfsferill
Jón Haukur fæddist í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1979, stundaði nám í dýralækning-
um við Edinborgarháskóla 1979-81,
lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ
1987 og öðlaðist hdl.-réttindi 1990.
Jón Haukur var fulltrúi hjá bæj-
arfógetanum i Kópavogi 1987, full-
trúi á lögmannsstofu Atla Gíslason-
ar hrl. og Magnúsar M. Nordahl hdl.
í Reykjavik 1988-94.
Jón Haukur stofnaði eigin
lögmannsstofu á Akranesi 1994 sem
sér um almenn lögmannsstörf og
hefur starfrækt hana þar síðan.
Jón Haukur var stjórnarmaður í
ferðaklúbbnum 4x4, Vesturlands-
deild, í þrjú ár, var formaður ung-
mennafélagsins Vísis á Hvalfjarðar-
strönd 1995-97, hefur setið í barna-
verndarnefnd Hvalfjarðarhrepps frá
1994 og er formaður bygginganefnd-
ar vegna íðnaðarlóðar
Norðuráls á Grundar-
tanga.
Fjölskylda
Jón Haukur kvæntist
26.3. 1983 Ástu Jenný
Magnúsdóttur, f. 26.12.
1960, húsfreyju. Hún er
dóttir Magnúsar Stefáns-
sonar, f. 3.11. 1920, bónda
á Kalastöðum, og k.h.,
Sigríðar Jensdóttur, f.
8.11. 1922, húsfreyju.
Börn Jóns Hauks og
Ástu Jennýjar eru Elísabet Ósk, f.
23.9. 1983, nemi; Katrín LUja, f. 19.7.
1987; Haukur PáU, f. 28.7.1989, nemi.
Bræður Jóns Hauks eru Heimir
Hauksson, f. 22.8. 1952, kerfisfræð-
ingur í Awali á Bahrain við
Persaflóa; Reynir Hauksson, f. 5.8.
1957, leiðsögumaður og þýðandi, bú-
settur á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Jóns Hauks: Haukur
Jónsson, f. 29.12. 1921, d. 29.6. 1980,
hrl. i Reykjavík, og Guðrún Lilja
Jón Haukur
Hauksson.
Þórólfsdóttir, f. 17.8. 1924,
d. 8.2. 1987, húsmóðir.
Ætt
Haukur var sonur Jóns,
b. á Hafrafelli í Skutuls-
firði og síðar á Ásfelli í
Innri-Akraneshreppi
Guðmundssonar, b. á
Skarði í Bjarnarfirði og á
Gautshamri í Steingríms-
firði Jónssonar, b. á Kleif-
um Pálssonar. Móðir
Guðmundar var Rósa
Andrésdóttir. Móðir Jóns
á Hafrafelli var Halldóra Sigriður
HaUdórsdóttir, vinnumanns I Mið-
húsum í Reykhólasveit Jónssonar.
Móðir Hauks hrl. var Kristín Ele-
onora, systir Sveins á Góustöðum,
föður Ólafs, yfirlæknis á Sauðár-
króki, Guðmundar, framkvæmda-
stjóra Netagerðar Vestfjarða, Gunn-
ars, fyrrv. kaupfélagsstjóra í Kefia-
vík, og Þorsteins, fyrrv. kaupfélags-
stjóra á EgUsstöðum. Kristin var
dóttir Guðmundar Helga, útvegsb.
og sýslunefndarmanns á HafrafeUi
Oddssonar, b. á HafrafeUi Tyrfmgs-
sonar. Móðir Kristínar var Ólöf
Sveinsdóttir, b. á Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði Sölvasonar. Móðir Ólafar
var Ólafía Guðmundsdóttir, b. í
Amardal Pálssonar, af Arnardal-
sætt.
Guðrún LUja var dóttir Þórótfs, b.
í Litlu-Ávík Jónssonar, lausamanns
í Kjós í Víkursveit Björnssonar, b. á
Klúku i Bjarnarfirði Björnssonar, í
Guðlaugsvík Björnssonar. Móðir
Björns í Klúku var Sigríður Gísla-
dóttir. Móðir Jóns var Kristín Jóns-
dóttir, pr. á Prestsbakka Jónssonar.
Móðir Þórótfs í Litlu-Ávik var
Pálína Guðmundsdóttir.
Móðir Guðrúnar LUju var Jó-
hanna Guðbjörg Jónsdóttir, b. í
Litlu-Ávík Magnússonar, b. í Ing-
ólfsfirði Jónssonar. Móðir Jóns í
Litlu-Ávík var Guðbjörg Jónsdóttir.
Móðir Jóhönnu Guðbjargar var Jó-
hanna Magnúsdóttir, b. á Krossa-
nesi Guðmundssonar.
Fréttir
Ágreiningur um refaveiði hjá ísafjarðarbæ:
Gera refaveiði að
skrifstofustarfi
- segir Finnbogi Jónasson, refaskytta og harðfiskverkandi
DV, Isafirði:
ísafjarðarbær hefur gert samn-
inga við fjóra aðila um eyðingu refa
og minka í sumar og gert er ráð fyr-
ir að samið verði við þrjá menn tU
viðbótar um eyðingu þessara dýra í
landi bæjarins sem liggur að frið-
lýstum svæðum á Hornströndum.
Þá er nú borgað fast gjald fyrir refa-
veiði vestan Isafjarðardjúps í stað
skilagjalds á hvert unnið dýr og er
upphæðin 800 þúsund krónur.
"Það er skítalykt af þessu máli,"
segir Finnbogi Jónasson, harðfisk-
verkandi á ísafirði, sem um árabU
hefur stundað refaveiðar og er mjög
óhress yfir hvernig staðið hefur ver-
ið að ráðningu þessara manna.
„Undanfarin ár hafa verið borgaðar
7 þúsund kr. fyrir hverja skotna
fullorðna tófu og 1600 krónur fyrir
yrðlinga, en minna fyrir mink. Nú
virðast ekki vera neinir hæfir menn
á Vestfjörðum tU að vinna þessi
verk. Bæjaryfirvóld vUja helst nota
aðkomumenn í aUt og væla svo yfir
atvinnuleysi. Það hafa staðið yfir
samningar við tvo menn um refa-
veiði síðan í haust með mlkUli
leynd og enginn hefur mátt vita af
þessu. Það var heldur ekkert aug-
lýst. Minkaveiðin var auglýst og í
hana ráðnir menn úr Kópavogi. Það
virðist þvi ekki vera um annað að
ræða, ef ég ætla að stunda svona
veiði í þessu byggðarlagi, en að
flytja lögheimUi mitt suður."
Gera refaveiðina að skrif-
stofustarfi
„Núna er borgað fast gjald fyrir
refaveiðina og mér skilst að þessir
menn þurfi ekki lengur að skila
skottum, heldur bara skýrslum sem
er þá væntanlega best að gera inni á
einhverrí skrtfstofu. Þessi fasta
upphæð er miklu hærri en greidd
hefur verið undanfarin ár. Senni-
lega þarf svona mikið ef á að gera
refaveiðina að skrifstofustarfi."
Finnbogi segir samt að þeir menn
sem voru ráðnir séu ágætar refa-
skyttur.
.  "Ég-hef ekkert út á.þá að-setja þó
ég sé ósáttur við hvernig staðið er
að hlutunum. Málið er bara það, að
ef menn vUja fá vinnu hjá ísafjarð-
arbæ, verða þeir að vera skráðir í
Hafharfirði, Kópavogi eða Reykja-
vík. Ef maður spyr um þessi mál hjá
bænum verða menn reiðir og ásaka
mann um afskiptasemi og dóna-
skap." Svæðið innan bæjarmarka
ísafjarðarbæjar sem um ræðir er
æöi viðfemt. Það nær frá Langanesi
í Arnarfirði að vestan að landi Bol-
ungarvíkur og Súðavíkurhrepps að
austan. Að auki er SnæfjaUaströnd-
Finnbogi Jónasson, refaskytta og harðfiskverkandi á ísafirði.
...............-...........-j                    DV-mynd Hörður
in austan ísafjarðardjúps, frá landa-
merkjum Hólmavíkurhrepps að
sunnan og að friðlýstu svæði Horn-
stranda að norðan. Að sögn Þorleifs
Pálssonar, starfandi bæjarstjóra, er
auk þess haft samráð um eyðingu
refa og minka við Bolungarvík og
Súðavík og bætist þá við svæðið
vestanvert við ísafjarðardjúp, frá
Skálavik i norðri og að botni ísa-
fjarðar í suðri.
Lakur árangur undanfarin ár
ÞorleUur sagði að árangurinn
undanfarin ár hefði ekki verið nógu
góður og því verið farin sú leið að
semja beínt við tvo menn um refa-
veiðina, þá Val Richter frá ísafirði
og Arnfinn A. Jónsson úr Hafnar-
firði, sem er Dýrfirðingur að upp-
runa. Undanfarin ár hefur svæðinu
vestan ísafjarðardjúps að Arnarfirði
verið skipt á mUli nokkurra aðUa,
en verður nú í höndum 2ja manna.
Þá var samið við feðga frá Kópavogi
um eyðingu á mink I landi ísafjarð-
arbæjar og Súðavíkurhrepps, en
þeir hafa yfir 5 minkahundum að
ráða. Sagði Þorleifur að í ísafjarðar-
bæ væru engir sem hefðu slíka
hunda. Það væru 2 menn í Bolung-
arvík með hunda sem sinntu Bol-
ungarvík og þá bæði með eyðingu á
ref og minki.
Varðandi svæðið austan Isafjarð-
ardjúps, sem liggur að friðlandinu á
Hornströndum, sagði Þorleifur að
mælt hefði verið með ráðningu
sömu manna og í fyrra. Þeir yrðu
væntanlega bæði ráðnir tU refa og
minkaveiða. Það eru Sigurjón HaU-
grímsson frá ísafirði, Ragnar Jak-
obsson úr Bolungarvík og Jónas
Helgason úr Æðey. Heimamenn
hafa verið hvattir tU að koma sér
upp minkagUdrum á afmörkuðum
svæðum síðla sumars og yfir vetur-
inn. Gildrur hentuðu ekki yfir sum-
artímann þegar got stendur yfir og
þá yrði að notast við hunda. Hann
sagði að það ætti aUs ekki að þurfa
að koma til neinna árekstra á miUi
þeirra sem væru annaðhvort með
gUdrur eða hunda. Það gæti vel
gengið hlið við hlið. -HKr.
Til hamingju
með afmælið
10 júní
95 ára
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
90ára
Sverrir Sigurðsson,
Bakkavör 28, Seltjarnarnesi.
80ára
Eyrún Normann,
Torfufelli 35, Reykjavík.
75 ára
Helgi Runólfsson,
Borgarbraut 35, Borgarnesi.
Sigríður Gestsdóttir,
Njörvasundi 12, Reykjavík.
Unnur Benedlktsdótrir,
Ásenda 9, Reykjavík.
70ára
Arnbjörg Sæbjörnsdóttir,
Tjarnargötu 31, Keflavík.
Áslaug Sólveig
Stefánsdóttir,
Bjarnarstíg 7, Reykjavík.
Erla Kristjánsdóttir,
HjaUalandi 22, Reykjavík.
60 ára
Auður Ólafsdóttir,
Ekru, Eyjafjarðarsveit.
Erla Guðríður Líndal,
Þinghólsbraut 8, Kópavogi.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Svalbarði,
Svalbarðsstrandarhreppi.
Sólveig Stefánsdóttir,
, Miðsitju, Akrahreppi.
50 ára
Áðalsteinn Jónsson,
VíðivöUum, Hálshreppi.
Anna Stefanía Wolfram,
Melási 3, Garðabæ.
Guðbjartur Ásgeirsson,
Urðarvegi 33, ísafirði.
Ingibjörg Helgadóttir,
Klyfjaseli 11, Reykjavík.
Kristjana Hallgrímsdóttir,
Túngötu 8, Grenivík.
Ragnar Gunnarsson,
Mímisvegi 12, Dalvík.
Sigrún Einarsdóttir,
Hesthömrum 2, Reykjavík.
Þorbjörg B. Gunnarsdóttir,
Breiðvangi 6, Hafnarfirði.
Þóra Emilía Ármannsdóttir,
Nesvegi 55, Reykjavík.
40 ára
Brynhildur Björg
Jónsdóttir,
Einigrund 19, Akranesi.
Daníel Einarsson,
BjarnarvöUum 12, Keflavík.
Einar Arnarson,
Glerá I, Akureyri.
Finnbogi Gunnlaugsson,
Snælandi 8, Reykjavík.
Guðný Bergvinsdóttir,
Víðimýri 12, Akureyri.
Guttormur Bjarnason,
Skálholti,
Biskupstungnahreppi.
Jón Haukur Hauksson,
Kalastöðum I, Akranesi.
Óskar Jafet Hlöðversson,
Dalbraut 1, Reykjavík.
Petrína Helga Ottesen,
Heiðarbraut 47, Akranesi.
Tómas Atli Ponzi,
Bjarnarstíg 3, Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40