Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 16
Wf ACK CYAN 16 4, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 en veðurdagar „Þetta er herramannsmatur en mér finnst silungur vera besti fiskurinn. Ég tek hann fram yfir lax, sérstak- lega sjógenginn silung." DV-mynd GVA Silungsveiði er ástríða. Fíkn. Hún gleypir huga þeirra sem móttækilegir eru. Margir þeirra munda stöngina í Elliðavatni. arra veiðimanna við Elliðavatn. Umræðuefnið fer eftir þeim sem Er- ling talar við hverju sinni. „Það er misjafnt að tala við menn. Hægt er að tala um allt við suma menn; bæði pólitík og öll heimsins mál. Fuglana. Sumir geta ekki talað um neitt nema flskinn. Ég er í sam- bandi við fjóra veiðimenn yfir vet- urinn.“ Hann segir að ákveðinn spenn- ingur fylgi veiðinni. „Sumir veiða lax einu sinni yfir sumarið bara til þess að hafa farið að veiða. En ég held að margir sem stunda veiði eins og ég fái svo mikið út úr þessu; bæði með því að ná fiskinum, um- hverfíð er fallegt og þótt Elliðavatn sé nálægt borginni er maður kom- inn töluvert út af fyrir sig. Maður heyrir varla i bíl. Maður er að sækj- ast eftir kyrrðinni." -SJ Heltekinn g veiði silung mjög víða, svo sem í Brúará, Hlíðarvatni og Þingvallavatni, en Elliðavatn er einn af mínum uppáhaldsstöðum, “ segir Einar Páll Garðarsson sem byrjaði að veiða niðri við Reykjavík- urhöfn í æsku. „Það hefur lengi ver- ið talið að Elliðavatn sé mjög dyntótt vatn og erfitt að fá fiska til að bíta á. Suma daga veiði ég mjög vel en aðra daga veiði ég ekki neitt. Margir kalla Elliðavatn „háskólann" og segja að ef maður nær tökum á því að veiða í vatninu geti maður nánast veitt hvar sem er.“ Einar Páll segir að umhverflð hafl sitt að segja hvað það varðar að vatnið er hans uppáhaldsstaður. „Vatnið er líka stutt frá Reykjavík en þegar maður er kominn upp eft- ir er maður einn með sjálfum sér. Margt smátt gerir náttúrlega eitt stórt.“ Hann hefur mikla þörf fyrir að veiða og bendir á orð eins veiði- manns sem sagði eitt sinn að þeir sem ekki veiddu væru úrkynjaðir. „Þetta er frumbúinn í okkur.“ Hann segist reyna að veiða allar helgar og fer yfirleitt einn. „Ætli það sé ekki af því að ég er svo heltek- inn. Ég tek þó stundum fjölskyldu meðlimi með en þeir hafa ekki sömu þolinmæði og ég. Ég bara verð að veiða.“ Einar Páll og fjölskylda hans komast ekki yfir að borða allan silunginn sem bitur á hjá honum. „Það eru alltaf margir tilbúnir að þiggja nýjan silung, ættingjar og vinir. Þetta er herramannsmatur en mér finnst silungur vera besti fisk- genginn silung.“ Einar Páll borðar heitreykt- an silung, grillaðan, soðinn, steiktan og hráan. Á diskinum er yfirleitt líka ferskt urinn. Ég tek hann fram grænmeti og kartöflur. -SJ yfir lax, sérstaklega sjó- „Hægt er að tala um allt við suma menn; bæði pólitík og öll heimsins mál. Fuglana. Sumir geta ekki talað um neitt nema fiskinn." DV-mynd GVA aði silung." Hann er iðinn veiði- maður og gefur vinum og ættingj- um meirihluta aflans. „Ég byrjaði að veiða á stöng tæp- lega þrítugur en ég er kominn á sjö- tugsaldur. Ég hef veitt gríðarlega víða.“ Fyrsti fiskurinn sem hann veiddi var 11 punda lax en hann gaf fyrirheit um afiann sem Erling átti eftir að draga í land næstu áratug- ina. Erling veiðir eingöngu á flugu. „Ég hef gert það í mörg herrans ár.“ Hann er spuröur hvort hann sé bú- inn að finna hina einu réttu flugu. „Það fer eftir því hvað maður trúir á. Uppáhaldsflugan er kölluð Tail- or.“ Ásamt þvi að vonast eftir væn- um fiskum á fluguna sæk- ist Erling i og með eft- ir félagsskap ann- Skemmtilegir karakterar Vignir er hættur að veiða í vatninu. „Ég gerði það fyrstu árin. Ég sæki mína afþrey- ingu annað - í golfið." DV-mynd GVA Sækist eftir kyrrðinni jánsson er nýkom- inn heim úr veiðitúr. Þrír silungar liggja á eldhúsborðinu. Hann ætlar hins veg- ar ekki að hafa silung í kvöldmatinn. „Það er svo stutt síð- ég borð- Vignir Sigurðsson hefur verið umsjónarmaður útivistar- svæðisins í Heiðmörk í rúm 22 ár og býr á bænum Elliðavatni. Auk þess sinnir hann veiðivörslu fyrir Veiðifélag Elliöavatns og hefur almennt eftirlit með svæðinu. Jafn- framt því annast hann og kona hans sölu veiðileyfa. í vatninu er staðbundinn stofn urriða og bleikju. Laxinn gengur auk þess upp Elliðaámar og í gegn- um vatnið á göngu sinni til hrygn- ingastöðva seinni hluta sumars og á haustin. Vignir segir vatnið vera mikilvæga uppeldisstöð fyrir laxa- seiði og smálax sem gengur síðan til sjávar. í gegnum árin hefur Vignir kynnst mörgum veiði- manninum og eru fastagestir. Sumir koma oft í kaffi. „Konan mín kynnist þeim á viss- an hátt betur þvi hún er við afgreiðsluna en ég úti að sinna minni vinnu. Ég hef kynnst skemmtilegum og sér- kennilegum karakterum sem hafa sérstaka takta og skýringar á veiðinni. Það eru alls konar skýr- ingar á hvers vegna meira veiddist í dag en í gær.“ Hegðunar- mynstur veiðimann- anna breytist í áranna rás. „Fyrir um 10 árum og fyrir þann tíma sá ég marga veiðimenn sitja á bakkan- um, stöngin stóð upp í loftið í let- ingja og flotholtið fyrir utan. Svo spjölluðu menn saman og biðu eftir að biti á. Nú er þetta að snúast við. Nú er stærsti hlutinn kominn í vöðlur upp að geirvörtum, í flott veiðivesti og með fallegar og góðar fluguveiðistangir. Þeir segja að það sé ekki síður gaman að veiða urriða og bleikju á flugu heldur en lax.“ Vignir er hættur að veiða í vatn- inu. „Ég gerði það fyrstu árin. Ég sæki mína afþreyingu annað núna, en það er golfið." -SJ iij rling Kr ist-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.