Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1999
4^JU^.
Ú J 1/3 J'ÍLÍJ
17
flVtfð tekur við hjá skólafólkinu þegar sumarið kemur með glampandi geislum
sólarinnar og björtum nóttum?
Ný dekk á línuskautana
Andrea Sól
notar sumarfríið
til þess að gera
það sem henni
þykir skemmtilegt,
til dæmis að renna sér
á línuskautum.
Andrea Sól Kristjánsdóttir
verður níu ára gömul þann
23. júní og hún lauk fjórða
bekk í Setbergsskóla nú í
vor. „Mér finnst sumrin skemmti-
leg af því þá er frí og við förum í
sumarbústað og til ömmu á Seyðis-
firði. í sumar ætlum við að leigja
tjaldvagn sem er með rúmi og sjón-
varpi." Dagskrá Andreu breytist
lítið yfir sumarið. „Ég æfi hand-
bolta með Haukum og mér finnst
best að vera á miðjunni." Hún seg-
ir að það sé kannski vegna þess að
henni finnist skemmtilegt að
stjórna. En geta Haukarnir eitt-
hvað? „Já, alla vega meira en FH,"
segir hnátan og tekur það skýrt
fram að Haukar séu hennar lið.
Hún á engin sérstök áhugamál fyr-
ir utan handboltann en henni
finnst Evróvisjón-lagið okkar
magnað en gefur ekki mikið fyrir
Kryddpíurnar. „Ég var einu sinni
hrifin af þeim en ég er það ekki
lengur." Um framtíðarstarfið er
hún ekki alveg viss. „Kannski ætla
ég að verða meinatæknir alveg
eins og mamma, þá tekur maður
blóð úr fólki og svoleiðis. Svo lang-
ar mig í stórt og flott hús og fjol-
skyldan mín á að vera alveg eins
og hún er nú." En hver er hennar
heitasti draumur?
„Sko, mig langar að skipta um
dekk á línuskautunum mínum. Ég
er með plastdekk og mig langar i
gúmmldekk í sumar af því að mað-
ur rennur miklu hraðar á þeim og
Manchester er málið
Sumarið er mín
uppáhaldsárstíð
því þá vinn ég og
eignast peninga. Þetta er
annað sumarið sem ég
vinn á Shell-stöð og mín
helstu verk eru að dæla á
bíla, mæla olíu og skipta
um perur. Viðskiptavin-
irnir eru mismunandi,
flestir eru mjög kurteisir
en aðrir þola ekki bið og
flauta finnist þeim hlut-
irnir ekki ganga nógu
fljótt," segir Jón Skafti
Gestsson, átján ára nemi
við Verslunarskólann.
Jóni líkar skólinn vel,
„ég valdi Versló af þvi að
mig langaði í gott stúd-
entspróf og mér fannst
MR ekki alveg i takt við
tímann." Hann stefnir á
háskólanám strax að
loknu stúdentsprófi en er
ekki búinn að marka
stefnu um hvað hann vill
leggja fyrir sig. Áhuga-
mál Jóns eru fótbolti og
körfubolti og uppáhalds-
liðin  eru  Manchester
Jón Skaftl reynir  að vinna sem mest yfir
vetrarnánuðina.
sumartfmann til þess að elga pening yfir
United   og
Lakers.  „Ég
horfi jafnlengi
á United og
þeir  eru  í
sjónvarp
inu"   og
hann seg-
ist    oft
skipta
u  m
h a m
við skjá-
inn þeg-
ar   vel
gengur
hjá     hans
mönnum.  „Ég  væri
mjög til í að komast á leik
með þeim og sjá kóngana en
ég veit ekki hvort úr þvi
verður en draumurinn er
samt að komast í bak-
pokaferðalag og ferð-
ast um S-Evrópu því
að sagan og sólin þar
heilla."
-þor
Umvafinn
kvenmönnum
H
agfræðineminn Daníel Svav-
arsson verður í hópi þeirra
sem útskrifast þann 19. júni
úr Háskóla íslands, á
kvennadaginn. í sumar vinnur
hann hjá Europay í viðskipta-
mannabókhaldi og það segir hann
afar spennandi. Hann segist eini
karlmaðurinn á sinni deild í vinn-
unni og vinnur því eingöngu með
konum, en það hlýtur að teljast
draumur sérhvers karlmanns. Dan-
íel hefur unun af námi og ætlar
strax í haust til Svíþjóöar í masters-
nám. „Ég ætla í fjármálahagfraeði
sem ég held að sé mjög áhugarvert
og akademískt nám." Hann sér fram
á að sumarið fari í það að koma sér
fyrir í nýrri íbúð en hann er í þann
mund að missa þá sem hann hefur
þar sem meðleigjandi hans flutti til
S-Afríku fyrir skömmu. Hann segist
að öðru leyti ekki breyta neinu í lífi
sínu yfir sumartimann og vill
þannig ekki fallast á það að
skemmtanir og drykkja aukist yfir
sumarmánuðina. „Nei, það held ég
ekki. Það er dagsformið sem skiptir
mestu máli. Aftur á móti finnst mér
hin islenska drykkjumenning sér-
stök, án þess að hafa neitt út á hana
að setja, og aðeins í Sviþjóð hef ég
kynnst einhverju þvílíku. Daníel
bjó um tima í Svíþjóð en hefur auk
þess dvalist Prag, i einni rómantísk-
ustu borg Evrópu, um sex mánaða
skeið. Framtíð hagfræðinemans er
að öðru leyti óráðin en hann segist
vel geta hugsað sér að setjast að er-
lendis.                   -þor
Daníel Svavarsson kann því vel að vinna elngöngu með kvenmönnum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48