Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						'*
ÞRIDJUDAGUR 15. JUNI1999
kvikmyndir
31
' # it
Laugarásbíó - Pecker:
Skyndifrægð
iriri. J°hn Waters hefur í gegn-
um tíðina hneykslað hinn al-
menna bíógest með kvikmyndum á
borð við Pink Flamingos og Polyest-
er. í síðustu kvikmyndum sínum,
Cry-Baby og Serial Mom hefur húmor
hans verið að færast nær hefðinni
þótt vissulega hafl hann
enn sinn sérstæða stíl.
Pecker, nýjasta kvik-
mynd Waters, hefur því
sín höfundareinkenni og
eins og allar myndir Waters gerist
hún i Baltimore og segir frá persón-
um sem eru á skjón við hinn hefð-
bundna borgara.
Aðalpersónan er unglingurinn
Pecker (Edward Furlong), sem á
gamla og lúna ljósmyndavél sem
móðir hans, sem rekur forngripa-
verslun, hafði fengið inn á borð til
sin. Pecker er i byrjun myndarinnar
að ljósmynda í gríð og erg, fjölskyldu
sína, sem inniheldur hvern furðufugl-
inn af öðrum, vini og nágranna, yfir-
leitt við iðju sem ekki þolir dagsins
ljós. Ekki hefur Pecker efhi á að
kaupa filmur, heldur stelur hann
þeim með aðstoð vinar síns. Út frá
þessari ljósmyndadellu verður til
sýning    sem
Kvikmynda
GAGNRÝNI
hengd er upp á
vinnustað hans,
skyndibitabúllu
sem ekki myndi
þola að heilbrigðiseftirlitið kæmi í
heimsókn. Inn á þessa sýningu rekst
listaverkasalinn Rorey (Lili Taylor)
og hrífst svo af frumleik Peckers að
hún ákveður að setja sýninguna upp
í New York. Það er eins og við mann-
inn mælt, sýningin slær i gegn og
Pecker verður frægur á einni nóttu.
Hann, ásamt fjölskyldu sinni og vin-
um, kemst þó fljótt að því að New
York er ekki það sama og Baltimore
og þegar peningarnir koma inn í spil-
ið verða til ófyrirsjáanlegir erfiðleik-
ar, hver hendin upp á móti annarri
og það fækkar ört í gömlum vinahópi
Peckers, og þar sem hann kann ekki
að meta þotuliðið í New York, sem
hefur hann upp til skýjanna, myndast
tómarúm í lífi hans.
AUt er þetta kryddað með gráum
húmor þar sem Waters ræðst af mikl-
um krafti gegn tilgerðarlegum lista-
spírum stórborgarinnar þar sem yfir-
borðið skiptir öllu máli um leið og
hann dásamar hinn óheflaða borgara
sem býr í Baltimore. Persónurnar í
myndinni eru skrautlegar og eftir-
minnilegar. Samt er það svo að stund-
um fellur Waters sjálfur i það far sem
hann er að vara við og er tilgerðarleg-
ur í þeirri viðleitni sinni að vera öðru-
vísi. Pecker er því mynd sem inniheld-
ur nokkur góð og skemmtileg atriði en
er, þegar á heildina er litið, fráhindr-
andi. Leikarar eru
yfirleitt góðir. Ed-
ward Furlong er all-
an tímann á tjaldinu
og er glaðvær og
prakkaralegur,
einmitt það sem til
þarf í hlutverkið. Af
öðrum leikurum er
Marfha Plimpton sú
sem stelur hvað eft-
ir annað senunni í
hlutverki eldri syst-
ur Peckers og fer oft
á kostum sem kynn-
ir og barþjónn í
hommaklúbbi.
Leikstjóri og handrits-
höfundur: John Wa-
ters. Kvikmyndataka:
Robert Stevens. Tón-
list Stewart Copeland.
Aðalhlutverk: Edward
Furlong, Christina
Ricci, Martha
Plimpton, Lili Taylor,
Mary Kay Place og
Mark Joy.
Hilmar Karlsson.
Listaspíran Rorey (Lili Taylor) með eina af myndum Peckers.
Háskólabíó - Plunkett & MacLeane:
I fótspor feðranna
++ Merkilegt hvernig sagan
endurtekur sig. Árið 1977 birt-
ist frumraun ungs auglýsingaleik-
stjóra á hvíta tjaldinu. Sagan gerist
undir lok átjándu aldar og er um tvo
hermenn sem lenda í LUdeilum og
verja mörgum árum í að reyna að kála
hvor öðrum. Aðalhlutverkin voru í
höndum tveggja „heitra" leikara á
þeim tíma, Harvey Keitel og Keith
Carradine. Helsti styrkur myndarinn-
ar var þó afar blæbrigðarík og mynd-
ræn framsetning. Myndin hét The
Duellists og leikstjórinn var Ridley
Scott.
Árið  1999 birtist
frumraun ungs aug-
lýsingaleikstjóra   í
kvikmyndahúsum.
Sagan  gerist  undir
lok átjándu aldar og fjallar um her-
mann og ræningja sem i upphafi reyna
að kála hvor öðrum en snúa svo bök-
um saman til að ræna þá ríku. Aðal-
K v i k m y n d a
GAGNRÝNl
f © P P  2 0
í Bandaríkjunum
a&sókn dagana 11. tll 13. Júnf. Tekjur i milljónum dollara og heildartekjur
Mike Myers leikur hinn óborganlega Austin Powers
Austin Powers fór fam fyrir
Stjörnustríðið
Nýja Austin Powers myndin sl6 heldur betur í gegn og setti Stjörnustríöiö í
annað sætið. Helgarútkoman upp á rúmar 57 milljönir er með því allra mesta
sem gerist og víst er að myndin á eftir að verða ein vinsælasta gamanmynd
sem gerö hefur verið. Þá er myndin ein stór rós í hnappagat gamanleikarans
Mikes Myers, sem fyrst sló í gegn í Wayne's World.
-HK
Tekjur  Heildartekjur
1. (-)        Austin Powers 2             54.917   57.442
2.(1)        Star Wars: Episode I          25.632   296.964
3.(2)        NottingHill                 11.259   67.516
4.(3)        Instlnct                   6.186   21.252
5. (4)        The Mummy                5.483   136.213
6.(5)        Entrapment                2.738   79.439
7.(6)        TheMatrix                 1.869    161.367
8.(7)        The Thirteenth Floor          1.232   9.653
9.(14)       Tea with Mussolini            789    7.682
10. (8)       Never Been Kissed            700    51.944
11. (9)       A Midsummers Night's Dream    689    14.283
12. (10)      Electlon                     602    13.248
13.(11)      Life                          569    61.554
14. (13)      The love letter                551    7.184
15.(12)      BlackMask                  438    11.441
16. (16)      Analyze Thls                 416    104.826
17. (15)      Trppln'                     350    8.244
18.(18)      The Wlnslow boy              343    1.847
19. (36)      Besieged                   318    886
20. (17)      10 Things I Hate About You      302    36.195
Ql3
hlutverkin eru í höndum tveggja af
vinsælustu leikurum Breta nú um
stundir; Roberts
Carlyle og Johnnys
Lee Millers. Styrkur
myndarinnar liggur
tvímælalaust i kröft-
ugum myndum og
andrúmslofti. Myndin heitir Plunkett
& MacLeane og leikstjórinn er Jake
Scott, sonur Ridleys og frændi Tonys.
Ef Jake ætlar að reynast föðurbetr-
ungur þarf hann að hysja upp um sig
buxurnar í hvelli því það er ekki nóg
að geta búið til flottar myndir, handrit-
ið þarf líka að vera til staðar. Nokkuð
skortir upp á það hér og mér er til efs
að P&M eigi eftir að hhota sama „cult-
status" og The Duellists vegna þess að
hana vantar þetta aukalega sem skilur
á milli. Hins vegar fer ekki á milli
mála að myndrænu genin hafa flust
frá föður til sonar. Þetta er dýrlega fal-
leg mynd á að líta og ekki er heldur
hægt að efast um hæfileika Jakes til
sviðsetningar átakaatriða og alls kyns
bellibragða.
Þetta er tilraun til að búa til „buddy"-
mynd í anda Butch Cassidys and the
Sundance Kid, en fyrir fólk sem höfund-
ar myndarinnar álíta greinilega bjána,
þ.e. MTV-kynslóðina sem vill flottar um-
búðir fyrst og fremst en er nokk sama
um innihaldið. Ég held reyndar að það
sé misskilningur. Þó að unga kynslóðin
sé vön hröðum klippum vill hún engu
að síður upplifa góða sögu. Höfundun-
um mistekst hins vegar algerlega að
gæða þessa bófa einhverju lífi, alla und-
irbyggingu persóna vantar og því er hol-
ur hljómur í annars ágætum samleik
þessara fínu leikara. Eitfhvað segir mér
samt að Jake eigi eftir að spjara sig
ágætlega í framtíðinni og halda þannig
uppi merki Scott-fjölskyldunnar.
Leikstjóri: Jake Scott. Handrit:
Peter Barnes, Charles McKeown.
Aðalhlutverk: Robert Carlyle,
Johnny Lee Miller, Liv Tyler, Ken
Stott.
Ásgrímur Sverrisson
^^y-   Mf  ~  ¦   f> M  ^ mW     LvJ
/f5erkfa?
doguffl
DlORMSSON  AaasCopco
Lógmúla 8  •  Sími 530 2800
www.ormsson.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48