Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						4
34
ÞRIDJUDAGUR 15. JUNI1999
Fréttir
Trillukarl sem veiddi fisk í mótmælaskyni og var dæmdur fyrir
Borga brosandi eða fer
hlæjandi í fangelsi
- segir Garðar H. Björgvinsson
Garðar H. Björgvinsson, 65 ára sjó-
maður sem reri í mótmælaskyni og
veiddi kvótalaust í fyrra, var dæmdur
í 480 þúsund króna sekt til rikissjóðs
í Hæstarétti. Garðar segir að hann
muni á næstu vikum kanna mögu-
leika á að afla fjárins. Hann segist una
glaður við dóm Hæstaréttar sem
lækkaði sektina um 200 þúsund krón-
ur.
í fyrrasumar reri Garðar fimm
sinnum frá Hafnaríirði á bát sínum,
Rakkatindi HF 193, og lagði upp afla
sinn á fiskmarkaði. Fyrir hvern róður
hringdi hann í Fiskistofu og lét vita af
væntanlegu lögbroti. Svo fór að Garð-
ar var ákærður fyrir brot á fiskveiði-
löggjöfinni.
Garðar segir að hann hafi ánafnað
heilbrigðiskerfinu tíu af hundraði af
aflaverðmætinu í róðrum sínum í
fyrra. Inni á sparisjóðsbók í Hvera-

SO
Vinningshafar
í leik Krakkaklúbbs DV
og Kjöríss
3 aðulvinningar!
Dós með 150 Chupa sleikjóura-^C
sem lita tunguna.
Helena Helgadóttir   nr. 3039
PéturH. Sigurðsson  nr. 110996
ArnarÞ. Halldórsson nr. 1514620
Aukavinningar:
Chupa Chups hylki með blýanti, penna.
reglustriku, stækkunargleri, strokleðri og sleikjó.
Ragnar H. Sverrisson         nr. 14962
Jóhannes B. Jónsson          nr. 4811
Freydís Guðjónsdóttir         nr. 8754
Margrét Rúnarsdóttir         nr. 12960
Kristlnn H. Helgason         nr. 14725
Ágúst K. Björnsson          nr. 12895
Sigríður Ósk               nr. 13615
Lovísa L. Vilhjálmsdóttir      nr. 15119
Snorri Gunnarsson           nr. 6631
Dagný F. Elvarsdóttir         nr. 6225
Björgvin Kristjánsson         nr. 15511
Ólafur R. Kristjánsson        nr. 7264
Auður S. Allansdóttir         nr. 14454
Sólveig D. Jónsdóttir         nr. 10057
Stefán Ó. Guðmundss.        nr. 12287
Finnur Jónsson              nr. 5476
Óðinn Ö. Arnþórsson         nr. 9132
RósmundurÖrn             nr. 13027
TómasFreyr               nr. 12371
Bárður Hilmarsson           nr. 11784
Krakkaklúbbur DV oq Kjörís óska vinningshöfum
til hamingju og þakka öllum fyrir þátttökuna.
Vinningarnir verða sendir í pósti nasstu daga.
\
www.kjoris.is
gerði séu 12 þúsund krónur sem heil-
brigðisþjónustan getur gengið að.
Rekistefna Garðars gegn fiskveiði-
stjórnunarkerfinu nær aftur til 1996
þegar hann taldi á sér brotið varðandi
úreldingu á bát. Styrkur sem veita
átti fyrir úreldingu reyndist skatt-
skyldur, þrátt fyrir yfirlýsingar um
annað. Eftir það hefur útgerð hans
sigið hægt og rólega niður á við, hann
segist hafa þurft að selja einbýlishús í
Hveragerði og sumarbústað líka til að
standa í skilum. Garðar hefur sótt mál
sitt fast og skrifað ótal blaðagreinar.
Hann segist aldrei hafa fengið að hitta
Þorstein Pálsson til að kynna honum
hugmyndir sínar um aflatoppskerfi.
Árni Mathiesen, nýi sjávarútvegsráð-
herrann, gaf sér aftur á móti tíma til
að ræða við Garðar í síma og lýsti yfir
áhuga á hugmyndum Garðars.
- En getur Garðar borgað sektina á
tilsettum tíma?
„Ég vona það og vinn að því að
öngla saman peningum. Annað- hvort
borga ég brosandi - eða fer í fangelsið
hlæjandi. Takist mér ekki að borga
mun ég gefa mig fram til fangelsisvist-
ar og fer þangað með lyftingalóðin og
boxpokann minn. Ég segi eins og
Sverrir Hermannsson að orð skulu
standa, ég mun taka út minn dóm en
eftir sem áður á ég auðlindina rétt
eins og aðrir íslendingar. Baráttu
minni er hvergi nærri lokið, kvóta-
keríið er að drepast og stór göt komin
á það," sagði Garðar Björgvinsson.
-JBP
Garðar sjómaður Björgvinsson hef-
ur haldið úti andófi gegn kvótakerf-
inu í meira en þrjú ár. Nú er hann
dæmdur maöur fyrir að hafa veitt
fisk í blóra við lög.
Herbert Leon MacDonell flutti fyrirlestur um gildi efnislegra sönnunargagna nú á dögunum. Hann er mjög þekktur í
helmalandinu fyrir rannsóknir í afbrotafræði.                                          DV-mynd Hilmar Þór
Ríkislögréglustj óri:
Fyrirlestur um sönnunargögn
í gær hélt embætti ríkislögreglu-
stjóra fyrirlestur um gildi efhislegra
sönnunargagna. Var það þekktur
bandarískur prófessor í afbrota-
fræðum, Herbert Leon MacDonell,
sem hélt fyrirlesturinn. Fyrirlestur-
inn hér á landi var um gildi efnis-
legra sannana. MacDonell fjallaði
um mikilvægi þess að vel væri stað-
ið að söfnun sönnunargagna. Hann
þykir mjög virtur á þessu sviði í
Bandaríkjunum og hefur verið kall-
aður til í 34 fylkjum Bandaríkjanna
til þess að vera sérfræðivitni. Hann
hefur kennt flestallt sem tengist af-
brotafræðum.  Fyrsta  rannsóknin
sem hann stýrði var á árunum
1969-1970 en rannsóknaráætlunin
var um flugeinkenni og dreifingu
mannablóðs. MacDonell starfaði
m.a. í réttarhöldunum yfir O.J.
Simpson. Fyrirlesturinn var vel
sóttur og voru fundarmenn mjög
ánægðir með hann.         -EIS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48