Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 5
Gunnlaugur Björnsson og Einar H. Guðmundsson ásamt Páli Jakobssyni, samstarfsmanni þeirra á þriðju hæðinni í Tæknigarði, þar sem þeir vinna úr nið- urstöðum mælinga og rannsókna sinna. Á tölvunni fyrir framan Pál er myndin sem sést annars staðar á þessum síðum. íslenskir stjarnfræöingar: Velsæld og vísindi - og mikill vöxtur í greininni Einu sinni orti Ólafur Haukur um stjörnur í skónum og átti við náladofa. Og hver kannast ekki við óska- stjörnur, vonarstjörnur og heilla- stjömur? Talað er um stjömur í ýmsu samhengi, svo sem í róman- tískum tilraunum til þess að lýsa himneskri fegurð augna einhvemar fegurðardísarinnar eða til að heiðra fólk sem skarar fram úr á sínu sviði dum mikla aðdráttarafl risans Júpíters mun síðan koma farinu á braut til Satúmusar en stefnt er á að Cassini fari á braut um Satúrnus 1. júlí 2004. Kannar hringina Geimfarinu er ætlað að kanna tungl reikistjörnunnar, segulafl hennar og geislun og aö sjálfsögðu einnig hina margrómuðu hringi. Einnig mun geimfarið sleppa könn- unartungli frá Evrópsku geimferða- stofnuninni á frægasta tungl Sat- úmusar, Títan. Talið er að Títan hafi að mörgu leyti svipuð einkenni og jörðin, þar á meðal lofthjúp að mestu úr nitri og jafnvel tilvist lífrænna sameinda á yfirborði og í lofthjúp. Einnig er talið að vötn úr etani og metani sé að finna á yfirborði hins framandi tungls. -fin og litið er upp til. Það er engin tilvilj- un að þegar vísað er til stjamanna er undantekningarlaust lýst aðdáun, jafnvel lotningu, og þeir era margir sem hafa gert rannsóknir á þeim og öðrum fyrirbærum himingeimsins sér að ævistarfi. Þeirra á meðal era stjarneðlisfræðingarnir Einar H. Guðmundsson og Gunnlaugur Bjömsson, sem standa ásamt fleirum fyrir áhugaverðum rannsóknum við Raunvísindastofnun Háskólans. Bylting og bætt aðstaða Frá því fsland gerðist aðili að Nor- ræna sjónaukanum á Kanaríeyjum árið 1997 hefur orðiö bylting í að- stöðu íslenskra stjarnvísindamanna til rannsókna, þ.á m. þeima Einars og Gunnlaugs og segjast þeir finna fyrir stigvaxandi áhuga á faginu hér á landi. En út á hvað ganga rann- sóknir þeirra? „Sem stendur era tvö meginverk- efni í gangi,“ segir Einar. „Annars vegar verkefni sem Gunnlaugur stendur fyrir og snýst um rannsókn- ir á gammablossum, hins vegar rannsóknir á þyngdarlinsum sem að koma auk mín Vilhelm Sigfús Sig- mundsson, Páll Jakobsson og Örnólf- ur E. Rögnvaldsson en hann varð í síðustu viku doktor í stjameðlis- fræði við háskólann í Kaupmanna- höfn.“ Þyngdarlinsur era athyglisverö fyrirbæri, nokkurs konar náttúrlegir geimsjónaukar. Einar útskýrir: „All- ir hlutir sveigja ljós meö þyngd sinni. Við vissar kringumstæður, sérstaklega ef massinn er mikill og samþjappaður, t.d. í hópum vetrar- brauta, þá sveigjast geislarnir líkt og um linsu sé að ræða. Þaö veldur bæði mögnun og stækkun á þeim fyrirbærum sem era hinum megin við massann og senda frá sér ljósið. Þannig er hægt að sjá lengra en ella og fleiri smáatriði. Einnig er hægt að nema af þessum áhrifum upplýsing- ar um gerð linsunnar sjálfrar og það er það sem við erum að sækjast eft- ir.“ Gammablossar og bjartsýnismenn Gunnlaugur hefur aðallega notað norræna sjónaukann til að fylgjast með glömpmn sýnilegs ljóss í kjölfar öflugra hrina gammageisla sem dynja á jörðinni, svokölluðum gammablossum. „Hugmyndin er sú að þessar hrinur af gammageislum, sem eru gríðarlega orkumiklar, verði til til dæmis þegar gríðarstór sólstjarna, margfalt stærri en sólin okkar, springur og myndar svarthol. Þá verða bæði til gammageislar og sýnilegt ljós írá eldhnettinum sem þenst út í geiminn. Það sem ég hef aðallega verið að dunda við er að grennslast fýrir um hvernig þetta sýnilega ljós verður til og hvar, það er: að skilja þessar miklu hamfarir og hvað kemur þeim af stað. Bjart- sýnismenn segja að þegar nægilegur skilningur hefur náðst á þessum fyr- irbærum megi jafnvel nota þau sem tól í heimsfræðilegum athugunum.“ Ert þú í hópi þeirra? „Já, ég er alltaf bjartsýnn," segir Gunnlaugur og hlær við. „Það sem ég á við með tól í heimsfræðilegum athugunum er að i framtíðinni þegar menn hafa safnað nægilegum upp- lýsingum um gammablossana má jafnvel nota þær upplýsingar til að negla niðm- fjarlægðastiga alheims- ins með nákvæmari hætti en í dag. En þetta er nú framtíðarmúsík sem er á draumstiginu eins og er.“ Hulduefni Einar bætir við: „Eitt af stærstu vandamálum heimsfræðinnar er að kvarða fjarlægðir til mjög fjarlægra hluta. Fjarlægðirnar eru aftur á móti mjög mikilvægar þar sem að af þeim má ráða útþensluhraða alheimsins og einnig hversu gamall hann er. Þetta tengist einnig þyngdarlinsu- verkefninu en ein af megináherslum okkar er að ákarða massa hópa vetr- arbrauta. Stærsti hluti þessa massa er á formi svokallaðs hulduefnis, sem hefur lengi verið ein af helstu ráð- gátum stjömufræðinnar, og við vilj- um komast að hvernig hlutfóllin eru milli hulduefnis og venjulegs efnis. Það hlutfall getur svo aftur á móti sagt okkur sitthvað um stærð og lög- un alheimsins og ekki síður þróun hans, hvort hann er opinn eða lokað- ur, það er hvort útþenslan heldur áfram til eilífðamóns eða hvort hún hætti og heimurinn byrji þá að drag- ast saman. Það yrðu hamfarir í lagi. í víðasta skilningi tengjast sem sagt þessi tvö verkefni bæði heimsfræð- inni, hvort á sinn hátt.“ Stjarnfræöilegir loftkastalar? Fyrir nokkru mátti sjá slagorð á söfnunarbaukum líknarfélags nokk- urs þar sem fundið var að því aö fúlgum fjár væri eytt í rannsóknir á hugsanlegri tilvist vatns á Mars á meðan fjöldi jarðarbúa liði þorsta og sult. Spurt var hvort ekki væri betra að grafa brunna fyrir peningana og sinna aðkallandi vandamálum hér á jörðinni en eyða þeim í stjamfræði- lega loftkastala. Hvað flnnst Einari og Gunnlaugi um þessa röksemd? „Ég tel að eina vonin til þess að lausn fáist nokkurn tímann á þess- um stóru vandamálum, hung- ursneyð og skorti, sé með því að beita aðferðum vísindanna," segir Einar. „Það er deginum ljósara að skammtímalausnir og skriffinnska leysa engan vanda til frambúðar. Sú velsæld sem við búum við á Vestur- löndum í dag byggir á vísindum og tækni fyrst og fremst og því skyldi ekki verða svo áfram?" „Það má líka nefna," segir Gunn- laugur, „að stundum er sagt að grannrannsóknir séu ekki hagnýtar „Eg tel að eina vonin til þess að lausn fáist nokkum tímann á þessum stóru vanda- málum, hungursneyð og skorti, sé með því að beita aðferðum vís- indanna, “ segir Einar. „Það er deginum Ijós- ara að skammtíma- lausnir og skriffinnska leysa engan vanda til frambúðar. Sú velsæld sem við búum við á Vesturiöndum í dag byggir á vísindum og tækni fyrst og fnemst og þvf skyldi ekki verða svo áfram?“ og þar af leiðandi eigi helst ekki að verja miklum fjármunum í svoleiðis. Það er einn helsti misskilningurinn í þessu öllu saman þar sem það er aldrei fyllilega ljóst fyrir fram hvað kemur út úr grunnrannsóknunum. Stór hluti af þeim framforum sem orðið hafa, til dæmis í tæknigeiran- um, er upprunninn í grunnrann- sóknum og hefur verið hagnýttur síðar, stundum löngu síðar, eftir að vísindamenn hafa komist yfir erfið- asta hjallann.“ Þeir Gunnlaugur og Einar segja að það séu ekki bara fjarskipta- og raf- eindaiðnaður sem byggjast á frum- herjastarfi vísindamanna. Almenn- ingur njóti oftar en ekki góðs af ávöxtum starfs þeirra með mun beinni hætti: „Nefna má veraldarvefinn sem dæmi, hann var fyrst spunninn af eðlisfræðingum," segir Einar. „Úr læknisfræði má nefna fjölda dæma. Ákveðin myndgreiningaraðferö, sem þróuð var í stjömufræði, hefur til dæmis nýlega verið tekin í notkun við leit á brjóstakrabbameini og gef- ið, eftir því sem ég best veit, betri ár- angur en áður þekktist. Við sem sinnum vísindaiðkun lítum því þannig á aö hún sé ekki aðeins mik- ilvæg til að slökkva þekkingarþorst- ann, heldur séu vísindin beinlínis nauðsynleg fyrir farsæla framtið mannkynsins." Talandi um framtíð mann- kynsins ... Fyrst talið barst að framtíð mann- kynsins stóðst blaðamaður ekki mát- ið að nýta tækifærið, fyrst sérfróðir menn voru við höndina, og spyrja þá Gunnlaug og Einar um hvort atburð- ir á borö við þá sem lýst er í stór- slysamyndum frá HoÚywood, þar sem risaloftsteinar ógna tilvist lífs á jörðinni, væru i raun mögulegir og hver líkindin séu: „Þau eru ekki núll. Þetta getur gerst og á eftir að gerast einhvern tímann í mjög fjarlægri framtíð," segja þeir Gunnlaugur og Einar að lokum og finnst blaðamanni að vel fari á að setja síðasta punktinn á eft- ir þeim ógnvænlegu tíðindum. - fln Eitt rannsóknarefna íslenskra stjarnfræðinga: Þyngdarlinsuhrif í vetrar- brautaþyrpingunni MS 1621.5+2640. Myndin ertekin með norræna sjónauk- anum á La Palma af íslenskum stjarnfræðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.