Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 1
19 ÍBV vann \ Tirana C3D Feðgar á sigurbraut Ólafur Ingason og faðir hans, Ingi Björn Albertsson, gátu leyft sér að brosa breitt eftir 2-1 sigur Valsmanna á Breiðabliki í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Ólafur skoraði fyrra mark Vals og krækti sfðan í vítaspyrnu, og undir stjórn Inga eru Valsmenn ósigraðir í deildinni og komnir í efri hlutann. DV-mynd Hilmar Þór Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, ánægður með framgang síns liðs: Hræðist mest álagið „Það var frábært hjá liðinu að ná þessum úrslitum í Tirana. Ég átti von á því að ef okk- ur tækist að skora á undan myndi vörnin hjá Albönunum opnast. Þeir þurftu þá í kjölfarið að sækja og það var hagur okkar,“ sagði Jó- hannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeild- ar ÍBV, í samtali við DV eftir að úrslitin úr leik Eyjamanna gegn SK Tirana í 1. umferð að forkeppni meistaradeildar Evrópu í knatt- spymu bárust. Jóhann sagði þessi úrslit ekki aðeins mikil- væg fyrir ÍBV heldur einnig fyrir islenska knattspymu á næstum ámm. - Það er ljóst að álagið verður mikið á lið- inu á næstimni? Þrír leikir á einni viku „Já, ég hræðist mest álagið sem verður á mannskapnum á næstum vikum. Liðið leggur af stað frá Tirana til Búdapest og þaðan til London þar sem það þarf að dvelja yfir nótt- ina. Liðið verður ekki komið heim til íslands fyrr en á fóstudagskvöldið. Á sunnudag leikur liðið svo í deildinni gegn Leiftri á Ólafsfirði. Deildin er þétt setin og KSÍ kemur leiknum ekki fyrir á öðrum tíma,“ sagði Jóhannes við DV. Eyjamenn eru komnir í 2. umferð forkeppn- innar og mæta ungverska liðinu MTK Búda- pest í Eyjum á miðvikudaginn kemur. Síðari leikurinn verður svo ytra viku síðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að MTK Búdapest er sterkari mótherji en SK Tirana. Með réttri einbeitingu eru allir möguleikar fyrir hendi," sagði Jóhannes Ólafsson. Stukku hæð sína Við dráttinn í Genf í Sviss fyrir nokkrum vikum stukku menn frá ungverska liðinu, sem voru viðstaddir dráttinn, hæð sína þegar ljóst var að mótherji þeirra í næstu urnferð yrði annaðhvort ÍBV eða SK Tirana. Því mætti halda Ungverjarnir kæmu sigurvissir til leiksins í Eyjum i næstu viku. Sjónvarpað beint til Ungverjalands Ungverska sjónvarpið hefur lýst yfir áhuga að sjónvarpa leiknum beint frá Eyjum. Það kemur hins vegar í ljós um helgina hvort af því verður. -JKS Körfuknattleikslið KR missir sterkan leikmann: Eiríkur til Holbæk Eiríkur Önundarson, bakvörðurinn knái sem lék með KR á síðustu leiktíö og þar áður með ÍR, hefur gert árs samning við danska A- deildarliðið Holbæk. Eirík- ur, sem verður 25 ára í haust, heldur til Danmerk- ur í lok þessa mánaðar. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir þessu og það verður gaman að breyta til og kynnast öðru umhverfi. Ég veit svo sem ekki mikið um þetta lið en ég veit að það var einu sæti frá því að komast I úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Mínar heimildir segja að danskur körfuknattleikur sé sterk- ari en sá íslenski og breidd- in þar er meiri en hér heima," sagði Eiríkur í samtali við DV í gær. Hann lék 22 leiki með KR í úr- valsdeildinni á síðustu leik- tíð og var einn sterkasti leikmaður liðsins. Hann skoraði að meðaltali 16 stig og átti 3 stoðsendingar. Arnar til KR? Þrátt fyrir að KR-ingar missi Eirík úr sinum röð- um verður vesturbæjarlið- ið ekki á flæðiskeri statt varðandi bakverði. Ólafur J. Ormsson er kominn til baka frá KFÍ, Daninn Jesper Sörensen verður áfram en hann kom til KR undir lok síðustu leiktíðar og þá hefur Sauðkræking- urinn Amar Kárason verið sterklega orðaður við KR en þar er á ferðinni einn af efnilegri körfúknattleiks- mönnum landsins. -GH Árangur ÍBV borgar sig: Fimmtán millj- ónir tryggðar Með sigrinum á SK Tirana í gær hafa Eyjamenn tryggt sér 15 milljóna króna greiðslu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evr- ópu. Þeir fá 4 milljónir fyrir hverja umferð sem þeir taka þátt i, og sem landsmeistarar fá þeir sjö milljóna króna uppbótar- greiðslu ef þeir verða slegnir út í annarri umferð forkeppninn- ar. Takist þeim að komast enn lengra fara greiðslumar ört hækkandi. Reikna má með að ferðir ÍBV til Tirana og Búdapest kosti félagið í kringum fjórar milljónir, og þá standa eftir um 11 milljónir i hreinan hagnað af þátttökunni, fyrir utan aðgangs- eyri og auglýsingar. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.