Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999
Sport
Tilhlokkun
Mikil tilhlökkun hefur ríkt i
herbúðum golfara fyrir lands-
mótið í golfi sem hófst í morgun
í meistarafiokki.
„Þetta leggst bara mjög vel í
mig. Mitt markmið er náttúrlega
að sigra. Ég hlakka mikið til
þannig að þetta verður mjög
gaman.
Það er
skemmti-
legt að
spila í
svona
góðu
veðri  og
golfið
verður
þeim mun
betra,"
sagði
Björgvin
Þorsteins-
son,   til
hægri,
sem    6
sinnum
hefur orðið Islandsmeistari.
Völlurinn erfióur
„Völlurinn er mjög góður en
líka mjög erfiður núna. Vallar-
stjórinn er búirm að vera að
þróa völlinn til hins betra. Þessi
völlur er í bestu ásigkomulagi
sem sést hefur á landsmóti og er
einn af bestu fimm völlum lands-
ins," sagði Björgvin sem var at-
vinnumaður í fyrra en er nýbú-
inn að endurheimta áhuga-
mannaréttindi sín og hefur því
aðeins spilað á einu stigamóti i
sumar.
„Ég er í ágætisformi. Ég ætla
að hafa gaman af því að spila og
njóta þess. Ég veit að ég get
þetta, það er bara að kreista það
fram," sagði Björgvin að lokum
en hann keppir á sínu 33. lands-
móti, tók fyrst þátt í Grafarholti
árið 1965.              -ÍBE
Landsmotið
í golfi hafið
rbergsson, GK varð
ri f golfi á Hellu 1995
en nú er aö sjá hvaö hann gertr á
heimavelli sínum í Havleyrinni.
Landsmótið í golfi er hafið:
Betra veður, betra golf
Landsmótið i golfi hófst í gær í
keppni i öðrum og þriðja flokki á
golfvelli Odds í Hafnarfirði. í morg-
un hófst síðan keppni í meistara-
flokki á velli Keilis á Hvaleyrar-
velli.
Mótið fer nú fram í 57. sinn og
stendur yfir frá fimmtudegi til
sunnudags hjá meistaraflokkum
karla og kvenna. Sýn mun vera með
útsendingar frá mótinu á laugardag
kl. 17-19 og á sunnudag frá kl. 17 til
loka mótsins.
Veðrið á landsmóti undanfarin ár
hefur verið afieitt, yfirleitt hraust-
leg rigning og rok. Að þessu sinni er
annað upp á teningnum. Spáð er
bliðskaparveðri fram á sunnudag
með sól og hlýju.
Besta veður frá upphafi?
„Ég held að við höfum aldrei haft
svona gott veður og það ætti að
skila sér í einhverju, tvímælalaust
ætti að nást betri árangur," sagði
Ágúst Húbertsson úr mótsstjórn.
Völlurinn hjá Keili er afar góður
um þessar mundir og stöðugt er ver-
ið að þróa hann til betri vegar. Að-
stæður voru því allar hinar bestu
þegar Gunnar Bragason, formaður
golfsambandsins, setti mótið klukk-
an sex í morgun. Það var síðan Ei-
ríkur Smith sem sló upphafshögg
mótsins.
Aldrei stærra mót en nú
„Þetta er stærsta landsmót sem
haldið hefur verið, yfir 400 keppend-
ur, 213 hérna hjá okkur (í Keili) og
200 hjá Oddi," sagði Ágúst sem býst
við hörkuspennandi keppni.
í fyrra sigraði í karlaflokki Sigur-
páll Geir Sveinsson, GA, og i
kvennaflokki Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, GR. Búist er við einvígi í
kvennaflokki þar sem Ragnhildur
og Ólöf María Jónsdóttir eru í
nokkrum sérflokki. Þó gætu þær
Herborg Arnarsdóttir og Kristín
Elsa Erlendsdóttir blandað sér í
toppbaráttuna.
Hjá körlunum eru margir sem
gætu blandað sér í toppbaráttuna og
erfitt að nefna einhvern einn likleg-
an til sigurs.              -ÍBE
Hlatur og grátur
DV, Þýskaland:
Fyrsti     keppnisdagur     íslenskra
íþróttaknapa á heimsmeistaramótinu í
Kreuth í Þýskalandi var röð vonbrigða.
Þegar lesnar voru upp einkunnir Auðuns
Kristjánssonar eftir að sýningu hans lauk í
slaktaumatöltinu á stóðhestinum Baldri frá
Bakka brutust út mikil fagnaðarlæti meðal
íslendinga því hann var langhæstur.
Mél beislisins of þunn
Skömmu síðar breyttust fagnaðarlætin í
vonbrigði því reiðtygjadómarar sögðu mél
beislisins of þunn. íslendingar mældu mél-
in í bak og fyrir og vissulega voru þau of
þunn en hvergi þar sem þau komu í munn
hestsins. Snarlega voru kærublöðin tekin
fram og beðið er eftir úrskurði dómara-
nefndar sem tók málið fyrir en úrskurður
nefndarinnar var íslandi í óhag. Auðunn
missti þar af líklegum heimsmeistaratitli í
slaktaumatölti og þessi árangur hefði fleytt
honum langt í keppninni um samanlagðan
árangur.
Þriðja mótið í röð
Efstur eftir forkeppni er Reykur frá
Kringlu og Jens Fuchtenschnieder og Will
Covert (Bandaríkjunum) annar á Blæ frá
Sigluvík. Sigurður Sigurðarson er með
bestan árangur íslensku knapanna í 9. sæti.
Þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð
^sem íslenskur knapi er dæmdur úr leik.
Árið 1995 var Gisli Geir Gylfason dæmd-
ur úr leik fyrir ólöglegan beislabúnað og á
síðasta heimsmeistaramóti var Styrmir
Árnason á Boða dæmdur úr leik fyrir of
þungar hlífar en báðir voru komnir í úrslit.
Ekki bætti úr skák þegar fimi, næsta
keppnisgrein, hófst, þá kom í ijós að Olil
Amble var dæmd úr leik fyrir að hafa haft of
<margar æfingar í sýningu sinni. Knapar skila
inn lýsingum á æfingum á blaði en 0111 var
Auðunn Kristjánsson, íslenski knapinn sem var dæmdur úr leik, sá með beislið, og Sigurður Sæmundsson
landsliðsþjálfari skoða ásamt fleirum hvað orsakaði það að Auðunn var dæmdur úr leik.       DV-mynd EJ
með 16 æfingar í stað 10-14 sem eru leyfilegar.
Sigurvegari í fimi var Jolly Schrenk (Þýska-
landi) á Ófeigi, Ylva Hagander (Svíþjóð) var
önnur á Mekki frá Varmalæk og Juliet ten
Bokum (Hollandi) þriðja á Gróttu frá Litlu-
Tungu.
Þá var komið að gæðingaskeiði en þar hafa
íslendingar átt sigurvegara í átta af síðustu
níu skiptum. Vissulega voru íslendingar í
þremur efstu sætunum en þeir kepptu fyrir
þrjár þjóðir. Sigurvegarinn HöskuldurAðal-
steinsson keppti á Katli frá Glæsibæ fyrir
Austurriki en jafnir voru Sigurður
Sigurðarson (íslandi) á Prins frá
Hörgshóli og Aalsteinn Aðalsteinsson
(Noregi) á Ringó frá Ringerike. Karly
Zingsheim (Þýskalandi) var fjórði á
Fána frá Hafsteinsstöðum, Auðunn
Kristjánsson (íslandi) fimmti á Baldri
frá Bakka og Sigurbjörn Bárðarson
sjötti á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá.
Góður árangur kynbótahrossa
Árangur íslensku kynbótahross-
anna er mjög góður. Glaður frá Hóla-
baki stóð efstur stóðhesta í elsta flokki
með 8,41 eftir forkeppni og er næsti
hestur Kátur frá Stördal, sem keppir
fyrir Þýskaland, með 8,30. Knapi hans
er Jóhann G. Jóhannesson. í sex vetra
flokki stendur efstur Trur frá Wets-
inghe, sem keppir fyrir Holland, með
8,22. Trur er sonur Týs frá Rappenhof,
sem vakti mikla athygli á HM í Sví-
þjóð 1991 en er talinn föðurbetrungur.
Ögri frá Háholti og Birna Káradóttir
voru í 2. sæti í sex vetra flokknum
með 8,07 í aðaleinkunn.
íslensk gull á leiðinni
Yfirlitssýningin er enn eftir, hún
verður á laugardaginn en línur eru
mjög skýrar hvað varðar efstu sætin
og er líklegt að íslendingar fái gull i
elsta flokki hryssna og stóðhesta og
fimm vetra flokki stóðhesta en annað
sætið i hinum þremur flokkunum.
Hross í neðri sætunum eru mjög slök
og einkunnir töluvert fyrir neðan 8,00.
í dag, fimmtudag, hefst keppni í fjórgangi og
fimmgangi. Inn í liðið í fjórgang og síðar tölt
kemur Rúna Einarsdóttir-Zingsheim með
Snerpu frá Dalsmynni í stað Einars Öders
Magnússonar og Glampa en hann mun vera
haltur.                           -EJ
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22