Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 31. AGUST 1999
Fréttir
Stuttar fréttir
ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin, Krossanes á Akureyri og Ósland á Höfn:
Viljayfirlýsing
um sameiningu
- verður eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu
„Þetta styrkir bæði fyrirtækin og
þar með atvinnulif hér í Eyjum. Ég
hefði ekki getað hugsað mér að
Vinnslustöðin færi úr byggðarlag-
inu. Það er mikilvægt að atvinnulíf-
Waves fast
í tolli
- sætuefni rannsökuð
Lyfjaeftirlit ríkisins er nú með til
ákvörðunar hvort leyfa eigi inn-
fiutning á sendingu af Wavesúða
sem komin er til landsins. Eftirlit-
inu hafa borist ný gögn frá vísinda-
nefnd Evrópusambandsins um
sætuefnið stevia. Úöinn inniheldur
það efni. Er lyfjaeftirlitið að athuga
samsetningu sendingarinnar sem
bíður nú í tollinum.
„Sendingin kom til landsins í síð-
ustu viku. Ég ætlaði að leysa hana
úr tolli fyrir helgina," sagði Einar
Vilhjálmsson, talsmaður ísalda, við
DV. „Ég var búinn að kynna lyfja-
eftirlitinu þá samsetningu á inni-
haldi Wavesvara sem ég ætlaði að
flytja til landsins. Ég hef skriflegt
leyfi þess fyrir þeim innfiutningi.
Nú vUja þeir tefja innflutninginn út
af stevia-sætuefninu. Mér finnst
þetta í hæsta máta óeðlilegt."
Um fimm þúsund einingar af úð-
anum bíða nú niðurstóðu lyfjaeftir-
litsins. Fanney Ásgeirsdóttir hjá
Lyfjaeftirliti ríkisins sagði að eftir-
litið tæki sér tíma til að athuga álit
vísindanefndar ESB varðandi um-
rætt sætuefni. í ESB-löndum væri
stevia ekki leyft I matvæli. Holl-
ustuvernd ríkisins leyfði það ekki
heldur í matvæli.          -JSS
ið sé sterkt hér," segir Sigurður
Einarsson, forstjóri ísfélags Vest-
mannaeyja, í samtali við DV.
ísfélag Vestmannaeyja hf.,
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj-
um, Krossanes hf. á Akureyri og Ós-
land ehf. á Höfh í Hornafirði hafa
undirritað viljayfirlýsingu um að
sameina félógin í eitt. Hið nýja félag
mun heita ísfélag Vestmannaeyja.
Sameining á sér stuttan aðdraganda
en stjórnendur Vinnslustöðvarinn-
ar voru þegar í sameiningarviðræð-
um við annað sjávarútvegsfyrirtæki
þegar viðræður við ísfélagið hófust.
Þær hófust um verslunarmanna-
helgina með því að fulltrúar ísfé-
lagsins höfðu samband við forsvars-
menn Vinnslustöðvarinnar með það
fyrir augum að
sameina fyrirtæk-
in.
Sigurður Einars-
son stýrði samein-
ingarviðræðunum
fyrir hönd ísfélags-
ins en fyrir Ker hf.
Jóhann Magnússon
forstjóri og Sigur- Siguröur
geir Brynjar Krist-. arsson.
geirsson fyrir Vinnslustöðina.
Hið nýja fyrirtæki mun ráða yfir
aflaheimildum upp á tæplega 30
þúsund þorsklgildistonn. Höfuð-
stöðvar fyrirtækisins verða í Vest-
mannaeyjum og verður því skipt í
tvö svið, uppsjávarsvið og bolfisks-
svið. Fyrirtækið mun ráða yfir fjór-
um fiskimjölsverksmiðjum á þrem-
ur stöðum á landinu. Hið nýja fyrir-
tæki verður stærst á landinu í
vinnslu á uppsjávarfiski.
Þessi sameining bindur enda á
miklar vangaveltur um stöðu
Vinnslustöðvarinnar því lengi leit
út fyrir að fyrirtækið færi frá
Eyjum. Gert er ráð fyrir að stjórnir
fyrirtækjana fjalli um málið á
næstu dögum og þá skýrist endan-
lega hvort af sameiningu verður.
Miðað er við að fyrirtækin samein-
ist 31. ágúst 1999 en formleg samein-
ing á að vera frágengin fyrir miðjan
október.
Sameiningin verður kynnt fyrir
starfsfólki í dag.
-HDM
Lokaspretturinn er fram undan á Skeiðarvogsbrúnni. Byrjað er að setja upp handrið, umferðarljós eru skammt und-
an og einnig er unnið að frágangi í kringum slaufur og aðalleiðir. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á brúna
þann 10. september.                                                                       DV-myndS
Krafa um endurskoöun eignarnáms Saurbæjar vegna Hvalfjarðarganganna:
Hlægilegt fyrir eyðilagða jörð
segir lögmaður húsfreyjunnar í Saurbæ
„Eg fer fram á að eignarnámsmatið
verði endurupptekið vegna þess að
1200 þúsund krónur eru hlægilegt
verð fyrir að eyðileggja jörð," sagði
Páll Arnór Pálsson, lögmaður Önnu
Sigurðardóttur, húsfreyju í Saurbæ á
Kjalarnesi, sem telur sig hafa orðið
fyrir miklum fjárhagsskaða vegna
framkvæmdanna við Hvalfjarðar-
göngin og sitji á óseljanlegri jörð eft-
ir að tún hennar voru skorin í tvennt
með hraðbraut við gangaop Hval-
Saurbær á Kjalamesi þar sem hraðbrautin hverfur ofan i mitt túnið.
fjarðarganganna.
Anna Sigurðardóttir, húsfreyja í
Saurbæ, krafðist þess upphaflega við
eignarnám að jörðin yrði keypt í
heilu lagi vegna þess að hún myndi
ekki gagnast henni neitt eftir fram-
kvæmdirnar. Því var ekki sinnt og
Önnu dæmdar 1200 þúsund krónur í
bætur: „Þeir sögðu mér reyndar að ég
ætti ekki að þurfa neinar bætur því
jörðin yrði verðmeiri eftir breyting-
arnar; ég gæti opnað sjoppu við veg-
inn," sagði Anna sem reynt hefur að
setja jörðina á sölu en ekki fengið eitt
einasta tilboð. „Það vill enginn búa
við hraðbraut sem hverfur ofan í
jörðina í miðju túninu heima," sagði
Anna.
Krafa lögmanns Önnu á hendur
Speli, rekstraraðila Hvalfjaðargang-
anna, er að malarfjall í hestagirðing-
unni í Saurbæ verði fjarlægt svo og
byggingar sem skildar voru eftir á
jörðinni þegar framkvæmdum lauk.
„Spölur átti að skila landinu í
sama ástandi og það
var innan þriggja
ára frá því að fram-
kvæmdir hófust og
sá tími er liðinn.
Krafa okkar er að
þetta verði gert hið
fyrsta og leiga
greidd fyrir þann
Páll Arnór tíma sem fram yfir
Pálsson.      er," sagði Páll Arn-
ór Pálsson lögmaður
sem i framhaldinu mun skoða kröfu
vegna skemmda sem talið er að fram
hafl komið á Saurbæjarkirkju á með-
an á sprengingum stóð í Hvalfjarðar-
göngunum. Verktakar þvertaka fyrir
að tengsl séu þar á milli en Anna Sig-
urðardóttir, kirkjuhaldari í Saurbæ,
er viss i sinni sök og er studd af Ósk-
ari Alfreðssyni, sóknarnefndarfor-
manni í Útkoti, og séra Gunnari
Kristjánssyni, sóknarpresti á Reyni-
völlum, þegar hún segir: „Þeir
sprengdu kirkjuna lika."      -Effi
Feluleikur
Feluleikur, spákaupmennska,
stundarhagsmunir og eftirlitsaðilar
hundsaðir, segir
Hreinn Loftsson,
formaður Einka-
væðingarnemd-
ar, um kaup
Orca SA. á hluta-
bréfum Scandin-
avian Holding í
FBA, hlutafélagi
Kaupþings og sparisjóðanna. Hann
telur enn fremur að Orca hafi feng-
ið bréfin keypt út á krít hjá seljend-
um. Vísir.is segir frá.
26 vilja byggðakvóta
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hef-
ur ekki komist að niðurstöðu um
hvernig skipta eigi tæplega 205
tonna byggðakvóta sem stjórn
Byggðastofnunar úthlutaði til bæj-
arins í sumar.
Gefur sig illa
Kolmunnaveiði Islendinga á
Hvalbaksgrunni gengur afar illa.
Þær væntingar sem útgerðarmenn
höfðu til góðrar veiði á þessu sumri
ganga alls ekki eftir þrátt fyrir að
sett hafi verið öflugri vél í allmörg
skip til þess að draga flotvörpuna
nógu hratt á eins miklu dýpi og
kolmunninn yfirleitt heldur sig.
Dagur greinir frá.
Börn úr hernaði
I lok haustfundar utanríkisráð-
herra Norðurlandanna, þar sem ut-
anríkisráðherrar Eystrasaltsland-
annaíog Kanada voru viðstaddir,
undiriituðu ráðherrarnir yfirlýs-
ingu þar sem hvatt er til þess að
banna að börn undir 18 ára aldri
gerist hermenn.
Sprengir í tætlur
Álbræðsla í Reyðarfirði mun
menga með einni milljón tonna af
gróðurhúsaloft-
tegundum á ári
og sprengja með
því í tætlur þann
ramma sem Is-
landi er ætlaður
samkvæmt lofts-
lagssamningi
Sameinuðu þjóð-
anna og Kyoto-bókuninni, segir í
ályktun aðalfundar Náttúruverndar-
samtaka Austurlands sem haldinn
var i gær. Morgunblaðið greinir frá.
Eldur í kjallara
Eldur kom upp í rafmagns-
inntaki i kjallara húss við Lang-
holtsveg í nótt. Ekki urðu slys á
fólki en nokkrar skemmdir á hús-
inu. RÚV sagði frá.
Meðferðarheimili
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að bráðlega verði til-
kynnt um hvar nýtt meðferðar-
heimili fyrir unglinga i eiturlyfja-
vandamálum skuli rísa. Hann segir
orð Davíðs Bergmanns Davíðsson-
ar unglingaráðgjafa vera út í blá-
inn. Davíð hefur skorað á Pál að að-
hafast í málefnum þessa fólks og
sakar hann um að láta srjórnast af
fyrirgreiðslupólitík. Morgunblaðið
greinir frá.
Snýr út úr
Davíð Bergmann Davíðsson ung-
lingaráðgjafi segir að Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra snúi út úr
orðum sínum og reyni að draga at-
hyglina frá eiturlyfjavanda ung-
linga þegar Páll segist ekkert vilja
við hann tala um stofhun nýs með-
ferðarheimilis fyrir ungt fólk á
villigötum og best væri fyrir Davíð
að tala við lögreglu hefði hann vit-
neskju um fíkniefhasala. Morgun-
blaðið greinir frá.
Of mikil fræði
Uppeldis- og kennslufræði hefur
of mikið vægi í kennaranámi á ís-
landi og hefur
jafnvægi milli
hennar og val-
greina, eins og
islensku og
stærðfræði, ekkí
enn náðst^ að
mati Björns
Bjarnasonar
menntamálaráðherra. Hann telur
augljóst að kennaranámið taki
breytingum í kjölfar nýrrar aðal-
námskrár. Morgunblaðið greinir
frá.                    -SÁ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40