Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Viðskipti Petta helst: ■■■ Viðskipti á VÞÍ aðeins 336 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 193 m.kr. ... Samherji 71 m.kr., lítil hækkun ... íslandsbanki 49 m.kr. ... FBA hækkar um 5,25% í 25 m.kr. viðskiptum ... Lyfjaverslun íslands lækk- ar um 7,8% ... Básafell hækkar um 14,5% ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,425% og er nú 1.293,7 ... Betri afkoma ís- lenskra sjávarafurða Hagnaður íslenskra sjávarafurða hf. og dótturfélaga þess nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuð- um ársins samanborið við 209 millj- óna tap fyrri hluta síðasta árs. Hagn- aður af reglulegri starfsemi nam nú 46,7 milljónum en á sama tímabili á síðasta ári var tap af reglulegri starf- semi 317 milljónir. Afkoma af reglu- legri starfsemi batnar þannig um 363 milljónir króna milli tímabila. Heildarrekstrartekjur samstæð- unnar námu nú 14,9 milljörðum króna á móti 13,4 milljörðum króna á sama tímabili árið áður og jafngildir það 11% aukningu milli ára. Tölum- ar endurspegla þó ekki raunaukn- ingu á veltu félagsins þar sem um- sýsluviðskipti hafa dregist saman en aukning hefúr oröið í beinum kaup- um afúrða. Afkoma félagsins er i takt við spár fjármálasérfræðinga. Betri afkoma dótturfyrirtækja Mikil umskipti uröu á rekstri Iceland Seafood Corporation í Banda- ríkjunum frá fyrra ári og nam tap árs- ins af reglulegri starfsemi nú 20 millj- ónum króna samanborið við 388 millj- ón króna tap á sama tímabili á síðasta ári. Afkoman hjá Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi hefur einnig Skipamiðlunin Bátar & Kvóti 11‘;% Sími: 568 3330 hiip://%v\v\v.\ ortex.is/~skip/ t Faxafeni 8 */ ppið: (/ /lánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga _12 - 17 - afkoma dótturfyrirtækja batnar batnað og var félagið rekið með 10 milljóna króna tapi af reglulegri starf- semi á fyrrihluta ársins. í rekstrará- ætlun er gert ráð fyrir að báðar verk- smiðjumar verði reknar með hagnaði á síðari hluta ársins. Hagnaður var af allri annarri starfsemi samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins ef undan er skilið dótturfélagið í Þýskalandi. Verulegur söluhagnaður Umtalsverðar eignir hafa verið seldar á árinu. í júní var gengið frá sölu Vöruhúss og Þróunarseturs fyr- ir samtals 305 millj.kr. Nú í ágúst var gengið frá sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins að Sigtúni 42 og undirritað- ur var samning- ur, sem endanlega verður staðfestur um miðjan september, um sölu á gömlu verk- smiðju ISC í Pennsyl- vaníu. Þá hefur verið gengið frá sölu á umbúðalager og að stærstum hluta á rekstrarvörulager. Samtals nemur söluverðmæti þessara eigna einum milljarði króna. Á móti er áætlað að fjárfesta í nýju skrifstofu- húsnæði fýrir rúmar 100 milljónir króna. Óreglulegar tekjur samstæðunnar námu 147,8 milljónum króna en þar af nemur söluhagnaður af sölu Vöru- húss og Þróunarseturs 140,5 milljón- um króna. Óregluleg gjöld nema 134 milljónum króna og eru m.a. afskrift- ir á yfirverði hlutabréfa, áætlað tap á sölu umbúða- og rekstrarvörulagers og kostnaður vegna starfslokasamn- inga. I áætlunum er gert ráð fyrir að afkoma af reglulegri starfsemi á síð- ari hluta ársins verði ívið betri en á fyrrihluta ársins. -bmg Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS. Afkoma Bakkavarar hf. fyrstu 6 mánuði 1999: Hagnaður nam 41 milljón króna Hagnaður Bakkavarar og dótt- urfyrirtækja fyrstu 6 mánuði árs- ins 1999 nam samtals 41 milljón króna en allt árið 1998 var hagnað- urinn 20 milljónir króna Rekstrar- tekjur samstæðunnar námu 471 miUjón króna samanborið við 719 milljónir króna allt árið 1998. Veltufé frá rekstri nam 31 milljón króna en var 78 miUjónir króna allt árið 1998. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað var 85 miUjónir króna samanborið við 109 milljónir króna aUt árið 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 41 mUljón króna. Eigið fé Bakkavarar er nú 779 miUjónir króna og hefur það auk- ist um 537 miUjónir króna frá árs- byrjun 1999. Eiginfjárhlutfall er 31% en var 20% í ársbyrjun 1999. VeltufjárhlutfaU er 1,7. Aukin umsvif Fyrstu sex mánuðir ársins voru viðburðaríkir hjá Bakkavarar- samstæðunni. Á tímabilinu keypti Bakkavör sænska fyrirtækið LysekUs Havsdelikatesser AB og kemur rekstur þess inn í sam- Bakkavör hf. í Reykjanesbæ. stæðu Bakkavarar þann 1. júní. Umsvif samstæðunnar munu því aukast verulega seinni hluta árs- ins þegar rekstur LysekUs Havs- delikatesser kemur að fullu fram í samstæðuuppgjöri Bakkavarar. Bakkavör hf. efndi tU hlutafjár- útboðs í maí þar sem boðið var út nýtt hlutafé sem skilaði félaginu um 500 MKR. Hlutaféð seldist allt til forkaupsréttarhafa. Starfsemi félagsins á fyrri helm- ingi ársins einkennist jafnan af hráefnisvinnslu en þá fer hráefnis- öUun félagsins og undirbúningur þess fram en sú vinnsla skUar að jafnaði verri afkomu en fuUvinnsla afurðanna sem fer að mestu fram seinni hluta ársins. Mikil vinna hefur verið unnin við skipulagningu samstæðunnar á undanförnum mánuðum en Bakkavör keypti nýlega franska fyrirtækið Comptoir Du Caviar og mun sameina starfsemi þess rekstri Bakkavarar France frá og með 1. september. Stjómendur fé- lagsins hafa undanfarið unnið að framtíðarskipiUagningu samstæð- unnar með það að markmiði að fullnýta samlegðarmöguleika félag- anna og ná fram þeirri hagræð- ingu sem samvinna þeirra á milli getur skUað. -bmg Aukinn munur inn- og útflutnings Inn- og útflutningur í milljörðum króna - fyrstu sex mánuði ársins Utflutt vara alls 64,0 58,0 fjj A W Innflutt vara alls 65'° 61,0 64>5 80,5 1996 Heimild: ÞjóOhagsstofnun 1997 1998 72,5 83,0 mm 1999 rsra Síðastliðin tvö ár hefur vöruskiptajöfn- uður verið óhagstæður fyrstu sex mánuði árs- ins eða um 16 milljarða í fyrra. Á þessu ári er því spáð að haUinn minnki í 10,7 milljarða. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofn- un. Heildarverðmæti innflutnings jókst um 3,6% mUli árshelminga 1998 og 1999 en verð- mæti útflutnings óx heldur hraðar eða um 12,5% á sama tímabUi. Munar þar mest um veröhækkanir á sjó- frystum sjávarafurðum og afurðiun í saltfisk- verkun. Þrátt fyrir verðlækkanir á afurð- um álvinnslunnar jókst heildar- verðmæti miUi fyrri árshelminga áranna 1998 og 1999 um 9% sem helgast af mikUli magnaukningu í framleiöslu en hún var rúmlega 30%. Á öUu árinu 1998 var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 25,5 miUjarða en viðskiptahaUinn í heild var 33,5 miUjarður. Á grafínu sést hvemig vöxtur útflutnings hefur verið meiri en vöxtur inn- flutnings. Það hefur skUað sér í auknum mun á inn- og útflutningi. -bmg Samruni skilar árangri Eins og kynnt var fyrir skömmu munu Stálsmiðjan og Slippfélagið á Akureyri sameinast þann 31. ágúst. Þeirri sameiningu er ætiað að skUa verulegum ár- angri í rekstri en þó gera félögin ekki ráð fyrir neinum sýnUegum árangri fyrr en á næsta ári. Aukin velta SH Velta SH-samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins 1998 var 19,3 millj- arðar króna á móti 17,3 milljörðum króna sama tímabU árið á undan og er veltuaukningin um 11,5%. Þetta er hins vegar ekki raunaukning á umsvifum félagsins þar sem aukn- ing hefúr orðið í beinum kaupum af- urða í stað umsýsluviðskipta sem ekki teljast tU eigin veltu. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta jókst um 13% og nam 156 mUljónum króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi eftir skatta nam 72 mUljónum króna sem er liðlega tvöfóldun mið- að við sama tímabU árið 1998. Er þessi niðurstaða svipuð því sem bú- ist var við. Hlutabréfamarkaðurinn hf. Rekstur Hlutabréfamarkaðarins hf., Hmarks, gekk vel fyrstu sex mánuði ársins 1999 en arðsemi eig- in Qár var 20%. Hagnaður tímabUs- ins var 38 mUljónir fyrfr skatta og 25 milljónir eftir skatta. HeUdar- eignir Hmarks voru í júnUok 374 mUljónir. Hlutafé félagsins nam 86 mUljónum og eigið fé alls var 316 mUljónir. TUgangur Hmarks er að opna einstaklingum, stoöianafjár- festum og öðrum aðUum greiða og hagkvæma leið tU að verða þátttak- endur á hlutabréfamarkaði. Nú fylgja tveir þriðju hlutar verðbréfa- eignar Hmarks MSCI-heimsvísitöl- unni sem Morgan Stanley gefur út, en sú vísitala mælir ávöxtun í iðn- ríkjum. Stálsmiðjan með tap Á fostudaginn birti Stálsmiðjan mUliuppgjör. Tap af reglulegri starfsemi félagsins var 9,3 mUljónir króna. HeUdartap var hins vegar 22 mUljónir og er mismunurinn vegna sölutaps hlutabréfa í Landssmiðj- unni. Þetta er nokkru verri afkoma en reiknað hafði verið með en félag- ið sendi þó frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Olíuverð enn hátt Líklegt er að olíuverð lækki ekki í bráð eftir að þrír af stærstu olíu- framleiðendum í heiminum, Sádi- Arabia, Mexíkó og Venesúela, ákváðu að viðhalda framleiðslutak- mörkunum fram í mars á næsta ári. í kjölfar þessarar yfirlýsingar hækkaði verð lítUlega á olíu. Launahækkanir íTékklandi MikUl uppgangur hefur verið í mörgum austantjaldslöndum und- anfarin ár. í Tékklandi hafa nafn- laun hækkað um 8,6% á einu ári en raunlaunahækkun er 5,5%. Hag- vöxtur hefur verið nokkuð góður þar í landi sem endurspeglar þess- ar hækkanir. Einkaneysla hefur aukist í kjölfarið. Verðlagsstöðugleiki í Evrópu Klaus Liebscher, stjómarmaður í Seðlabanka Evrópu, sagði í gær að vöxtur peningamagns í Evrópu ógnaði ekki verðlagsstöðugleika. Vöxtur peningamagns í víðum skilningi jókst um 5,6% í júlí. Að mati bankans mun þessi aukning ekki auka verðbólguþrýsting. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.