Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1999
Spurningin
Hvert fórstu í
sumarfríinu?
Helga Sigurgeirsdóttir, eldri
borgari: „Ég fór til Akureyrar með
eldri borguram og skemmti mér
mjög vel."
Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir nemi:
„Ég ferðaöist innanlands. Ég fór
norður og í Þjórsárdal og fleira. Það
var mjög gaman."
Ólafur Guðmundsson, fv. útibús-
stjóri: „Ég fór til Mallorca í maí
með frænku minni sem var í fæð-
ingarorlofi."
Stefán Örn Sturlaugsson, nemi í
Ölduselsskóla: „Ég hékk heima að
spila fótbolta í allt sumar. Þetta var
fint sumar hjá mér."
Kári Einarsson, nemi í Réttar-
holtsskóla: „Ég fór hringinn með
pabba og mömmu. Það var ekki allt
skemmtilegt, það var hundleiðinlegt
að keyra."
Kristín   Hallgrímsdóttir   ritari:
„Ég fór til Ameríku og í Eyjafjörð-
inn. Það var stórkostlegt, hvort
tveggja."
Lesendur
Utvarpslog og
tjáningarfrelsið
Gísli Jónsson skrifar:
„Þeir aðilar, einstaklingar, félög
eða stofnanir, sem telja að lögmætir
hagsmunir þeirra, einkum orðspor
og mannorð, hafi beðið tjón af því
að rangt hafi verið farið með stað-
reyndir í útvarpsdagkrá, hafa rétt
til andsvara í viðkomandi útvarps-
stöð eða til annarra jafngildra úr-
ræða." - Þetta er tekið úr kafla nr.
1, þriðju grein útvarpslaganna.
Þessi grein á áreiðanlega eftir að
hrista upp í mörgum. Það skal tekið
fram að þegar talað er um útvarps-
stöð er einnig átt við, sjónvarpsstöð.
Ég veit ekki hvaða „önnur úrræði"
er átt við en fólk á greinilega rétt á
því að tjá sig, virðist þeim hafa ver-
ið vegið að sér í miðlunum.
í 4. grein stendur: „Auglýsingar
skulu vera auðþekkjanlegar sem
slíkar og vera skýrt afmarkaðar frá
öðru dagskrárefni með myndskilti
eða hljóðmerki og skulu þær fluttar
í sérstökum almennum auglýsinga-
tímum á milli dagskrárliða". - Ég
held að í útvarpsgeiranum sé RÚV
eina stöðin sem er með einkennis-
stef á undan auglýsingum.
í' sömu grein stendur: „Heimilt er
að rjúfa einstaka dagskrárliði með
auglýsingatíma, enda leiði það ekki
til afbökunar á dagskrárefni eða
verulegrar röskunar á samfelldum
fiutningi eða skerði rétt rétthafa svo
sem hér segir: „Útsendingu dag-
skrárliða sem samsettir eru úr sjálf-
stæðum þáttum, íþróttadagskrár
eða sambærilega dagskrárliði, sem
l


„Ég held að í útvarpsgeiranum sé RÚV eina stööin sem er með einkennis-
stef á undan auglýsingum," segir Gísli m.a. í bréfi sínu.
svipaðir eru að uppbyggingu, er
heimilt að rjúfa með auglýsinga-
tíma á þann veg að auglýsingum sé
aðeins skotið inn á milli þátta eða í
hléum." - Hvernig líst Formúlu 1-
mönnum á þessa klausu?
Einnig segir: (á við um sjónvarp)
„Hlutfall auglýsinga innan tiltekins
klukkutímaskeiðs má ekki fara yfir
20%". - Þetta þýðir að ekki má aug-
lýsa lengur en 12 mínútur innan
hvers klukkutímaskeiðs sem getur
verið hvar sem er sólarhringsins,
ekki bundið við t.d. milli 12.00 og
13.00 heldur gæti það eins verið
milli 12.03 og 13.03 að mínum skiln-
ingi. Það verður gaman að skoða
hvernig stöðvunum gengur að fara
eftir þessari reglu þegar nær dregur
jólum. - Það er sannarlega margt
skondið í útvarpslögunum sem eru
frá árinu 1985 og víða er pottur brot-
inn þegar athugað er hvort farið sé
eftir þessum lögum.
Lettnesku sjómennirnir
J.A.H. skrifar:
Ég hef fylgst með máli lettnesku
sjómannanna undanfarið og verð
að lýsa yfir undrun minni á þeirri
umfjöllun sem þar fer fram. Allur
fréttaflutningur um málið er ein-
hliða, þ.e. sjónarmið sjómannanna.
Aðeins einu sinni hef ég lesið viðtal
við báða aðila málsins og var það í
Fiskifréttum. Það viðtal gaf mér
nýja sýn á málið.
Það var hins vegar ekki fyrr en
ég átti leið um miðbæinn nú um
daginn og sá mótmæli sjómann-
anna sjálfur að mér gjörsamlega of-
bauð. Þær persónulegu árásir sem
þar eru hafðar í frammi geta vart
staðist lög. Eitt er víst að ekki eru
sjómennirnir að hjálpa sér með
þeim aðgerðum. Ég hef spurt sjálf-
an mig að því undanfarið hvort ég
léti svona svívirðingar yfir mig
ganga ef ég gæti leyst málið með
einni ávisun? Því geta allir svarað
fyrir sig sjálfa!
Ég fæ því ekki betur séð en að
eini glæpur útgerðarinnar sé að
lenda í fjárhagsörðugleikum og sé
það glæpur eru ansi margir glæpa-
menn á meðal okkar. Og í öllum lát-
unum birtast svo fyrirtæki eins og
Bónus og Café Ópera að gefa mönn-
unum mat til þess eins að fá ókeyp-
is auglýsingu.
Nýlega las ég lesendabréf um
þetta mál þar sem höfundur skamm-
aðist sín fyrir að vera íslendingur
vegna þeirrar meðferðar sem
Lettarnir hafa fengið. Ég skammast
mín fyrir að búa í landi þar sem
hægt er að eyðileggja mannorð fólks
á svona grófan hátt.
Skemmtilegt sjónvarp?
Friðrik skrifar:
Sjónvarpið sló met í skemmtileg-
heitum nýverið er það sýndi frá 50
km göngu karla i beinni útsendingu.
Þetta er enn eitt dæmið um hvernig
fyrirtækið Ríkissjónvarp er gjörsam-
lega úr tengslum við áhorfendur að
ýmsar íþróttir, sem jafnvel eru
stundaðar af miklum fjölda fólks, og
eru sannanlega vinsælar sem sjón-
varpsefni fólks um allan heim, eiga
einfaldlega ekki upp á pallborðið hjá
forráðamönnum íþróttadeildar Sjón-
varps. - Þetta á sérstaklega við um
svokallaðar jaðariþróttir.
Sem dæmi um þetta má nefna
snjóbretti. Hér á landi stunda um
það bil 3.000 börn, unglingar og full-
orðnir snjöbretti og haldnar era
margar stórar keppnir á ári í hinum
ýmsum greinum. Samt virðist sem
forráðamenii íþrótta hjá Sjónvarp-
UIiMMI®^ Þjónusta
allan sólarhrínginn
[M
sent mynd af
sfnum sem
lesendasfðu
Hér á landi stunda um þaö bil 3000 börn, ungling-
ar og fullorðnir snjóbretti og keppt er oft á ári í
hinum ýmsum greinum. - Frá keppni í snjóbretta-
stökki.
inu telji það fyrir neðan virðingu
sína að birta efni um snjóbretti.
Helst er að brettunum bregði fyrir á
meðan textinn rúllar
yfir skjáinn eftir frétt-
ir. Sama gildir um
bjólabretti, brimbretti,
fjallahjólreiðar         og
fleira í þeim dúr. Hins
vegar þykir keppnis-
ganga og skautadans
mjög spennandi, enda
magnþrungið sjón-
varpsefni. Starfsmenn
hjá ríkisstofnuninni
Sjónvarp verða að gera
sér grein fyrir því að
það gengur ekki að
sýna 90% boltaíþróttir
ásamt einhverjum
hrútleiðinlegum grein-
um sem enginn hér á
landi stundar.
En Sjónvarpi allra
landsmanna er víst
sama hvað landsmenn
vilja sjá. Allir verða að
borga fyrir fréttir, sem
þó væri hægt að gera
býsna góð skil á fimm
mínútum, Derrick-
myndir og fræðsluþætti
um gúlagið. - Það er
löngu tímabært að selja þetta „mon-
ster" og hætta vitleysunni fyrir fullt
ogallt.
Bólusetningar
gegn lungna-
bólgu
Höskuldur hringdi:
Senn kemur að þeim árstíma
að inflúensa og hvers kyns um-
gangspestar halda innreið sína í
þetta þjóðfélag eins og við höfum
átt að venjast undanfarin ár. In-
flúensur geta verið skæðar og það
sem þeim fylgir síðar fari menn
ekki varlega með sig. Lungna-
bólga er að mínu viti hættulegust,
einkum fyrir þá sem komnir eru
á miðjan aldur og meir. Ég hef
slæma reynslu af flensufaraldri
og fékk í kjölfarið skæða lungna-
bólgu. Náði mér þó upp vegna
samviskusemi lungnasérfræðings
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Hann ráðlagði mér svo sprautu
sem dygði í allt að fimm ár gegn
lungnabólgu. Ég sá ekki eftir því
að fá þessa sprautu sem hefur vel
dugað enn sem komið er. Farið
því varlega í haust og látið
sprauta ykkur gegn flensunni eða
öðrum fylgikvillum.
Reykingafasismi
Nemi í MH skrifar:
Ég er einn þeirra sem telja aö
herferðin gegn reykingamönnum
se farin að keyra úr hófi fram. í
skóla mínum voru reykingar
bannaðar á tilteknum svæðum
fyrir um þremur árum. Sættu sig
flestir við það og púuðu sitt tóbak
við inngang á norðurenda skólans
þar sem ekki sést til reykinga
nemenda. Kennaramir reyktu þá
á svölurn kennarastofunnar. En
nú hefur ný reglugerð tekið gildi
og bannar allar reykingar, bæði
nemenda og kennara, á allri
skólalóðinni! Verður það til þess
að nemendur fara út á gangstétt
við Hamrahlið og blása reyk þar á
almannafæri. Og kennarnir sem
stunda þessa „glæpsamlegu iðju"
gegn siðferði Þorgríms Þráinsson-
ar, þeir fara út á bílastæði.
Huggulegt það! Finnst fólki nú
ekki þessi reykingaáróðursfas-
ismi ekki farinn að verða öfga-
kenndur?
Atvinnuleysingjar
til Reykjavíkur
J.M.G. skrifar:
í viðtali við blaðið Dag 19.
ágúst sl. segir Gissur Pétursson
að atvinnulaust fólk úti á landi
flýi til Reykjavikur, því vinnu-
miðlanirnar láti það ekki í friði.
Orðatiltækið „að láta einhvern
ekki i friði" þýðir að ofsækja,
svekkja eða pirra fólk. - Og nú
hótar Gissur að láta kanna hve
margir slíkir væru látnir í friði
hérna á höfuðborgarsvæðinu. í
sama tölublaði Dags segir Signý
Jóhannesdóttir, form. Vöku á
Siglufirði, að vinnustaðir Þor-
móðs ramma - Sæbergs séu
þrælabúðir. Er þá furða þótt fólk
vilji heldur vera atvinnulaust í
Reykjavík en þrælar í þrælabúð-
um byggðááþjánarinnar. Vinmj-
málastofnunin tryggir svo áfram-
hald á fólksflótta frá landinu til
Svíþjóðar og Danmerkur. - Brott
frá góðæri ríkisstjórnarinnar.
Áhættukort
vegna jaröskjálta
Hannes Jónsson hringdi:
Manni bregður við að lesa um-
mæli Júlíusar Sólness, sem hefur
sérþekkingu í burðarþolsmæling-
um bygginga vegna jarðskjálfta,
en hann segir að sárlega vanti
áhættukort fyrir höfuborgarsvæð-
ið vegna jarðskjálfta þar. En það
sem verra er að heyra er að menn
hafi ekki viljað ljá máls á gerð
sliks korts. Hann hlýtur að eiga
við ráðamenn í borginni, úr því að
svona kort er tiltækt á landsvísu.
Eram við islendingar annars
nokkuð í stakk búnir til að mæta
svipaðri ógn og blasir við 1 Tyrk-
landi í dag? Ég held ekki. Ég skora
á Júlíus eða aðra sérfræðinga á
þessu sviði að ýta úr vör fræðslu-
átaki fyrir almenning vegna nátt-
úrhamfara af þessu tagi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40