Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						F
ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1999
I
I
Hollt er heima hvat
menning
11
r:   :-
Ævintýriö um ástina
er lítið leikrit fyrir
börn á öllum aldri sem
var frumsýnt í Kaffi-
leikhúsinu á sunnudag-
inn og segir okkur
þann sígilda sannleik
að ekki sé allt gull sem
glói, að fjarlægðin geri
fjöllin blá og mennina
mikla og að hollt sé
heima hvat. Prinsessan
í þessu ævintýri er
Flórens, fegursta stúlk-
an i dalnum, svína-
hirðirinn hennar er hér
bakaradrengur         en
prinsinn frægasti leik-
ari landsins og „alltaf í
blöðunum". Sjálfsálit
Flórens er hættulega
bólgið, en blaðran
springur þegar prins-
inn vill ekki líta við
henni - og þá sér hún
vitaskuld að hinn raun-
verulegi prins er eng-
inn annar en bakara-
drengurinn sem hún
hafði áður hrakið burt.
Smástund höldum við niðri í okkur andan-
um af því að Flórens liggur eins og dáin í
vonleysi sínu og minnir háskalega mikið á
aðra stúlku í öðru leikriti, en sem betur fer
hefur bakaradrengurinn ekki framkvæmd í
sér til að fylgja henni í dauðann og allt fer
vel að lokum.
Þessa sögu væri hægt að segja á ótal vegu
og Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur leik-
ritsins, og leikstjóri hans, María Reyndal,
velja ekki einföldustu eða auðveldustu leið-
ina. í fyrsta lagi er textinn mestallur í
bundnu máli, orðmargur, frjór og skemmti-
legur, fullur af setningum sem minna á leik-
rit Shakespeares ("Að bla bla eða ekki bla
bla"). Ekki barnslegur texti en aldrei svo
þungur lengi í einu að spilli fyrir skilningi.
Svo er sagan ekki sögð beint heldur er sógu-
„Þegar núiö er búið verður ekki aftur snúiö!" Marta Nordal og Dofri Hermannsson
hlutverkum Flórens og Fróða bakaradrengs. DV-mynd Teitur
maður á sviðinu, Metta sógusmetta, sem út-
skýrir (eða þannig) fyrir ungum áhorfendum
hvað sé á seyði og jafnvel hvernig persónun-
um líði. í þriðja lagi er valinn ýkjukenndur
leikstíll og óeinlægur þannig að persónurnar
segja stundum eitt en látæði þeirra annað.
Þessi flókna aðferð er í anda Þorvalds sem
áður hefur með góðum árangri leikið sér að
hefðbundnum formum.
Flórens, fulltrúi barnsins í verkinu, er
eina einlæga persónan þótt ekki sé hún bein-
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttír
línis geðug, jafhergileg
og hún er og vond við
bakaradrenginn ást-
fangna. Marta Nordal
leikur hana af innlifun
með hæfilega ýktu lát-
bragði. Hún er rauð-
klædd frá hvirfli til ilja,
eins og ævintýra-
prinsessu sæmir, en bak-
aradrengurinn er að
sjálfsögðu hvítklæddur.
Hann er fulltrúi menn-
ingarinnar, flækir sig
svo hastarlega í eigin
orðgnótt að hann skilur
ekki sjálfur hvað hann
segir og fælir frá sér ást-
ina. Dofri Hermannsson
gerir hann líka svolítið
annars hugar. Agnar Jón
Egilsson leikur bæði
púkann hennar Mettu
sögusmettu og leikarann
Belg, fulltrúa dægur-
menningar nútímans, og
býr til gjörólikar persón-
ur. Ungir áhorfendur voru
ekki hrifnir af Belg með
sitt mjaðmaskak og sína
köldu lund, ekki fremur en höfundur, en
púkinn höfðaði til þeirra í ótta sinum við
skassið Mettu. Sú er leikin af Jóhönnu Jónas
sem var tvískinnungurinn og tilgerðin holdi
klædd eins og til var ætlast.
Ævintýrið um ástina er nýstárlegt barna-
leikrit og sýningin fylgir því vel eftir, ýkir
það ef eitthvað er. Þetta er fyrsta verkefhi
Maríu Reyndal sem listræns stjórnanda
Kaffileikhússins og lofar góðu um óvenjulegt
leikhús þar í vetur.
Kaffileikhúsið sýnir: Ævintýrið um ástina
eftir Þorvald Þorsteinsson
Búningar og leikmynd: Rannveig Gylfadóttir
Ljósahönnuður: Kjartan Þórisson
Tónlistarstjórn: Kristján Eldjárn
Leikstjóri: María Reyndal
Fornar ástir
Árið 1900 kom sænska tón-
skáldið Hugo Alfvén til Kaup-
mannahafhar og settist að á
Bellevue Strandhótelinu. Meðan
hann dvaldi í borginni skoðaði
hann listasöfhin, að sjálfsögðu,
meðal annarra Ny Carlsberg
Glyptotek sem enn laðar að sér
þúsundir ferðamanna í hverri
viku. Þar sá tónskáldið Marie
Krayer í fyrsta sinn - ekki í eig-
in persónu heldur málverkið af
henni sem fylgir þessari frásögn
og eiginmaður hennar, Skagen-
málarinn P. S. Kreyer, hafði
málað af henni í hrifhingar-
vimu. Hugo Alfvén varð gagntek-
inn af myndinni. „Fegurri konu
hafði ég aldrei séð og þokki
hennar og glæsileiki tófruðu mig
gersamlega," skrifaði hann
löngu seinna í endurminningum
sínum og bætti við: „Svona kon-
ur hélt ég að væru aðeins til í
hugmyndaheimi málara, ekki i
alvörunni."
En honum var sagt að Marie
væri í raun og veru ennþá fal-
legri en málverkið sýndi og þeg-
ar þau hittust í holdinu
nokkrum mánuðum seinna á
Sikiley sannfærðist hann um
það. Þau urðu heiftarlega ást-
fangin og upphófst nú þríhyrn-
ingsdrama sem ekki lauk fyrir
fullt og allt fyrr en Marie lést
árið 1940, 73 ára.
Þessa tilfinningaríku sögu hef-
ur Tonni Arnald nú skráð og
bókin er komin út í Danmörku
undir heitinu Balladen om
Marie. Aðalsöguhetja hennar er
Marie Krayer, konan sem enn
prýðir veggi á ótal heimilum
hvarvetna - sem „konan með
Hið örlagaríka málverk P.S.
Kroyer, „Sumarkvöld á Skagen"
frá 1892 - af Marie Kroyer.
hundinn" eða á göngu í fjörunni
á Skagen með vinkonu sinni.
Það hafa meira að segja verið
framleiddir kúlupennar þar sem
þær stöllur hreyfast fram og aft-
ur á ströndinni þegar pennan-
um er hallað!
Líf Marie var ekki hamingju-
samt þó að hún væri elskuð og
dáð af tveimur vinsælum lista-
mönnum. Fyrri maður hennar,
Krayer málari, varð geðveikur,
líklega vegna meðfæddrar sára-
sóttar, og samlíf þeirra varð
ákaflega þjáningarfullt, ekki síst
eftir að samband hennar og
Hugos hófst. Krayer vildi ekki
lehgi vel gefa henni eftir skilnað
og vildi fremur taka á móti elsk-
huga hennar á heimilinu. Fræg
er myndin af Jónsmessunætur-
bálinu á Skagen þar sem hann
lætur konu sína og ástmann
hennar halla sér makindalega
upp að bát i bakgrunninum.
Seinni maður Marie, Hugo
ALfVén, var mikill kvennamaður
og engri konu trúr nema móður
sinni, eftir því sem bókarhöf-
undur túlkar hann - með því að
vera ótrúr ástmeyjum sínum og
eiginkonum var hann sem sé að
sýna móðurinni trúnað. Móðir
Hugos var ævinlega ísköld í
garð Marie, jafhvel eftir að þeim
hjónum fæddist dóttir. Hjóna-
bandið varð fljótlega afar óham-
ingjusamt og þau Hugo og Marie
skildu með miklum látum.
Málareksturinn vegna skilnað-
arins stóð i átta ár.
Hugo var ekki viðstaddur
jarðarfór Marie þó að hún fyrir
sitt leyti minntist ástar þeirra
með því að biðja um að „Elegie"
eftir hann yrði leikið við athófn-
ina. Það var hennar hinsta
kveðja til hans.
-SA
Nýr ballett eftir Katrínu Hall
f október mun íslenski dansflokkurinn
frumflytja nýtt dansverk eftir Katrínu Hall,
listrænan stjórnanda flokksins (á mynd).
Þetta er fyrsta verkið sem hún
semur fyrir flokkinn síðan hún
tók við því starfi. Hljómsveitin
Skárren ekkert hefur tekið að
sér að semja tónlist við verkið
en sú hljómsveit vann síðast
með íslenska dansflokknum
veturinn 1997 þegar meðlimir
hennar sömdu tónlist við verk-
ið „Ein" eftir Jochen Ulrich.
Tónlistin er væntanleg á geisladiski í byrjun
október.
Leikið fyrir Þingeyinga
Einar Kristján Einarsson gítarleikari held-
ur þrenna tónleika í Norður-Þingeyjarsýslu í
kvöld og næstu kvöld og eru þeir upphaftón-
leikaferðar hans um Norðurland. Á efhis-
skránni er tónlist úr ýmsum áttum, spönsk
og suður-amerísk, verk eftir Jóhann Sebasti-
an Bach, John Lennon og
Paul McCartney svo tekin
séu dæmi frá hvorum
enda. Fyrstu tónleikarnir
eru í kvöld á Þórshöfh, í
nývígðri Þórshafnar-
kirkju, og hefjast kl. 20.
Annað kvöld leikur hann í
Raufarhafnarkirkju og í
Grunnskólanum á Kópa-
skeri á fimmtudagskvöldið. Allir tónleikarn-
ir hefjast á sama tima, kl. 20.
Einar Krisrján hefur komið fram á fjölda
tónleika hér heima og erlendis. Hann hefur
leikið með Caput-hópnum og komið fram
sem einleikari með Kammersveit Akureyrar,
Kammersveit Reykjavíkur og Sinfónxuhljóm-
sveit íslands. Auk þess má nefna að hann er
liðsmaður hinnar geysivinsælu hljómsveitar
Rússibana og hefur hljóðritað með þeim tvo
geisladiska. Hann hefur lika gefið út geisla-
disk sjálfur með verkum fyrir einleiksgítar
og var tilnefhdur til íslensku tónlistarverð-
launanna fyrir hann.
Verðmætasköpun í tónlist-
inni
Hér á íslandi er allt of oft fjallað um hinar
„fógru listir"sem væru þær stókostlegur
baggi og þurfalingur í þjóðfélaginu. Það væri
kannski ekki úr vegi að gera ítarlega könn-
un á atvinnu- og verðmætasköpuninni sem á
sér stað í nafhi listarinnar. í Bretlandi hefur
einmitt verið birt skýrsla sem opinbert Tðn-
listarráð og ráðgjafarfyrirtæk-
ið KPMG gerðu í sameiningu
og er hún sannarlega upp-
örvandi lesning. Þar kemur
fram að þar í landi árið eyddi
almenningur hvorki meira né
minna en 3,7 billjónum sterl-
ingspunda i tónlist af ýmsu
tagi á árinu 1997 og 130.000
manns höfðu fullan starfa af
tónlistariðnaöi. Það er líka athyglisvert aö á
þessu ári eyddu Bretar 450 miiljónum sterl-
ingspunda í hljóðfærakaup.
Innlend samantekt mundi leiða í ljós hve
miklu íslendingar eyddu i tónlist, geislaplöt-
ur og tónlistarnámskeið, hve margir ynnu
við að flytja tónlist, taka hana upp, flytja
hana út, kenna hana og selja. Að auki mætti
taka saman þær upphæðir sem íslendingar
eyða í „græjur" og hljóðfæri. Heildarupp-
hæðin mundi vísast koma flatt upp á þá sem
sjá ofsjónum yfir nýju tónlistarhúsi.
Módernistinn á póstinum
Fyrir helgi var minnsthér á grein um Ein-
ar Má Guðmundsson rithöfund í Kynlegum
kvistum, afmælisriti til heiðurs Dagnýju
Kristjánsdóttur, þar sem hann er talinn upp-
hafsmaður póstmódern-
isma á íslandi. Þá rifjaðist
upp fyrir umsjónarmanni
skondin saga sem tengist
hvorutveggja.           Fyrir
nokkrum árum var Einar
Már á rithöfundasam-
komu í Svíþjóð þar sem
menn voru mjög upptekn-
ir af póstmódernismanum.
Á endanum er Einar Már inntur eftir stöðu
þessa ágæta isma uppi á íslandi og varð hon-
um þá að orði að þar væri að finna a.m.k.
einn ágætan módernista og hann ynni á póst-
inum. Og átti þá við Jóhann Hjálmarsson
ljóðskáld.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40