Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1999
_^^__.  M-_	_.
1   ll1	V  frjálst, óháð dagblað
Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við bá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Bæklaðir skylmingaþrælar
Frá heimsleikunum í Sevilla hefur það verið helzt í
fréttum, að íslenzku keppendurnir gátu ekki keppt eða
urðu að hætta keppni vegna meiðsla. Bakið gaf sig,
meiðsli í hálsi tóku sig upp og tognun varð í nára. Kepp-
endur lifðu á hnífsegg milli heilsu og bæklunar.
Svipuð saga var sögð í fréttum af boltaleikjum íslend-
inga heima og erlendis. Leicester-keppandinn var sagður
meiddur og Bolton-keppandinn að braggast. Tveir leik-
menn KRvoru sagðir hafa brotnað og tveir leikmenn
Breiðabliks slasazt, allir fjórir í sama leiknum.
Á fimmtudaginn var öll forsíða íþróttafrétta eins dag-
blaðsins lögð undir slysafréttir. íslenzkur leikmaður í
Wuppertal er með brotna hnéskel og verður frá keppni í
þrjá mánuði. Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi
kvenna var borinn af velli með meiðsli í mjóbaki.
Endalausar sjúkrasögur íþróttafrétta sýna, að eitthvað
meira en lítið er í ólagi. Meðan annað kemur ekki í ljós
verður haft fyrir satt, að álag og kröfur í frjálsum íþrótt-
um og boltaleikjum séu orðnar svo úr hófi fram, að bækl-
un sé að verða lokastigið á ferli ofuríþróttamanna.
Afreksmenn íþrótta sluppu yfirleitt vel frá ferli sínum
fyrir svo sem fjórum áratugum, misjafnlega fyrir tveim-
ur áratugum, en afreksmenn nútímans mega búast við
að verða bæklar til æviloka. Þetta hefur gerzt hægt og ör-
ugglega með vaxandi kröfum um ofurárangur.
Afreksmenn íþrótta eru í auknum mæli að minna á
gladíatora hringleikahúsanna í Rómaveldi. Þeir eru í há-
vegum hafðir, knúnir áfram af æstum pupli, en síðan
kastað fyrir róða, þegar ekki er hægt að nota þá meira.
Keppnismenn eru skylmingaþrælar nútímans.
Undir lokin snerist líf Rómverja og raunar síðar
Miklagarðsmanna um hringleikahús og paðreima. Sama
saga er að gerast nú hjá fjölmennum hópum, sem sitja
límdir fyrir framan sjónvarpið og horfa á slysin gerast, í
boltaleik, í frjálsum, í kappakstri, í hnefaleikum.
Lengi vel voru það einkum austantjaldslönd, sem
keyrðu íþróttamenn sína út á hnífsodd bæklunar með of-
urþjálfun og lyfjanotkun. Eftir hrun kommúnismans í
Evrópu hefur vítahringur ofálags og undralyfja haldið
áfram að magnast um heim allan, líka hér á landi.
Á líkamsræktarstöðvum bryðja menn stera eins og
hvert annað súkkulaði og fletta auglýsingabæklingum
um fæðubótarefni, töfradrykki og megrunarduft. Slysa-
deildir íslenzkra sjúkrahúsa meðhöndla fleiri slys af
völdum íþrótta en áfengis og er þá mikið sagt.
Pupullinn heimtar árangur og fær hann. Heilaþvegnir
afreksmenn eru lamdir áfram af þjálfurum til að ná ár-
angri, sem er betri en heimsmet voru fyrir fáum áratug-
um, en ná skammt nú á tímum. Afleiðingin er líkamleg
bæklun fólks, þegar líf þess er rétt að hefjast.
Þetta er ekkert annað en þrælahald, rétt eins og hjá
Rómerjum og Austur-Þjóðverjum. Afreksfólk er gert að
vélum, sem keyrðar eru í botn og síðan afskrifaðar, þeg-
ar bæklunina ber að höndum. Og það er múgurinn í sjón-
varpssófunum, sem ber ábyrgðina.
Skylmingaþrælar nútímans standa í þungamiðju víta-
hrings og sjónvarpsmúgurinn á jaðri hans. Þetta allsherj-
ar Colosseum nútímans er síðan knúið af gífurlegum
peningahagsmunum þeirra, sem fjármagna áhorfsfikn-
ina til að vekja athygli á vörum og þjónustu.
Gladíatorar nútímans eru gripnir ungir, heilaþvegnir
og ofþjálfaðir. Þeir hamast í hringleikahúsi sjónvarpsins
og gera sér ekki grein fyrir aðvífandi bæklun.
Jónas Kristjánsson
„Mikilvægt er að þjóðkirkjan byggi á framsæknari söguskilningi en réð ríkjum um aldamótin síðustu er hún set-
ur sér markmið inn í nýja öld," segir Hjalti m.a. í grein sinni. - Kristnihátíðarnefnd á fundi í Háteigskirkju.
Hefobundin saga
eða framsækin?
Kjallarínn
Hjalti Hugason
prófessor
Oft er því fleygt
að við íslendingar
séum söguþjóð. í því
felst að hér ríki mik-
ill og almennur
áhugi á sögunni, en
ekki siður hitt að
sjálfsskilningur ein-
staklinga, stofnana
og raunar samfé-
lagsins alls grund-
vallist á sögunni.
Síðarnefnda atriðið
er raunar alls ekki
séríslenskt heldur
er það áberandi ein-
kenni á vestrænni
menningu og ef til
vill sammannlegur
þáttur. Okkur hefur
a.m.k. fram til þessa
verið eiginlegt að
setja lif okkar og til-
veru í langtímasam-
hengi og túlka á
þann hátt eðli þess
og tilgang. Með
þessu móti myndar
sagan sem við telj-
um okkur þekkja
mótvægi við fram-
tíðina sem við þekkj-
um ekki.
Byggjum á sögunni
Nátengt sjálfsskilningnum er sú
viðleitni okkar til að setja starfi
okkar og striti markmið til fram-
tíðar. Einnig í því sambandi byggj-
um við oft - e.t.v. frekar ómeðvit-
að en meðvitaö - á sögunni eins og
sr. Skúli Ólafsson bendir réttilega
á hér í DV 25. ágúst sl, að þjóð-
kirkjan hljóti t.d. að gera á yfir-
standandi kristnihátíð.
I grein sinni lætur
Skúli að því liggja að
við stefnumörkun af
þessu tagi ættum við
við fyrst og fremst að
byggja á sögu sem
„hefðin helgar" og frá-
sógum sem getið hefur
verið í sögubókum,
lagt hefur verið út af í
predikunum presta,
orðið kveikja að leik-
ritum skálda og reistir
hafa verið um minnis-
varðar. Fyrir þessu
sjónarmiði færir hann
að því er séð verður
ekki önnur rök en þau
að slík meðferð sög-
unnar hafi nýst vél í
„Þad er ugglaust rétt að á sínum
tíma gegndu íslenskir sagnfræö-
ingar veigamiklu hlutverki í sjálf-
stæöisbaráttunni. Hitt orkar tví-
mælis hvort sögutúlkun þeirra
hefur enst vel."
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. -
Því virðist Skúli gera sig að tals-
manni þeirrar rómantísku og þjöð-
ernislegu söguskoðunar, sem hér
var landlæg á 19. öld og i upphafi
þessarar aldar.
Orkar tvímælis
Það er ugglaust rétt að á sinum
tíma gegndu íslenskir sagnfræð-
ingar veigamiklu hlutverki í sjálf-
stæðisbaráttunni. Hitt orkar tvi-
mælis hvort sögutúlkun þeirra
hefur enst vel. í því sambandi má
til gamans vitna í orð dr. Magnús-
ar Más Lárussonar, fyrrum há-
skólarektors, en fyrir 30 árum lét
hann þessi orð falla - þá nýhættur
að kenna kirkjusögu við guðfræði-
deild: „Sagnfræðingar 19. aldar og
aldamótaáranna tóku upp gamla
arfleifð, byggðu nánar út fram-
setningu aldanna á undan til þess
að nota hagnýtni sagnfræðinnar í
þágu stjórnmálabaráttunnar, sem
beindist að því marki, sem náð var
1918. Nú er hálf öld liðin síðan;
samt er sagnfræðin tröllriðin af
þeim viðhorfum og forsendum,
sem sú barátta byggði á. Mál er
komið til endurmats á sögunni, til
þess að nær verði komizt hinu
sanna." (Saga 1969: 130-131).
Það endurmat sem Magnús Már
kallaði eftir hefur fyrir löngu
farið fram innan sagnfræðinnar.
Sú saga sem lögð er til grund-
vallar við sjálfsmyndarsmíð ein-
staklinga og stofnana þróast þó
eðlilega miklum mun hægar en
söguskilningur fræðasamfélags-
ins.
í „kyrrstæðum" samfélögum
fyrri tíma var jafnvel öldum
saman byggt á föstu kerfl goð-
sagna er tóku litlum breytingum í
tímans rás. Hitt orkar tvímælis
hvort sú hefðarfesta sem Skúli
Ólafsson boðar muni reynast vel í
hraðfara og kröfuhörðu þekking-
ar- og upplýsingasamfélagi 21. ald-
ar. Þar mun hver ný kynslóð túlka
söguna á sinn hátt. Þvj er mikil-
vægt að þjóðkirkjan byggi á fram-
sæknari söguskilningi en réö ríkj-
um um aldmótin síðustu er hún
setur sér markmið inn í nýja öld.
Hjalti Hugason
Skoðanir annarra
Samþjöppun í bankastarfsemi
„Ef menn óttast að „ein lúka"eða samþjöppun
áhrifa sé sérstaklega hættuleg í bankastarfsemi ættu
menn að einbeita sér að þvi að styrkja ýmis ákvæði
gildandi laga til þess að tryggja það að bankarnir
verði ekki misnotaðir af eigendunum sem farvegur
fyrir lánveitingar til þeirra sjálfra eða fyrirtækja í
þeirra eign...Forsætisráðherra sjálfur hefur lagt á
þetta áherslu í umræðu um viðskipti með verð-
bréf...Þá hefur forsætisráðherra í nýlegri ræðu var-
að við eiturlyfjabarónum, glæpahyski og mönnum
sem ekki fara eftir leikreglum. Það eru vissulega orð
í tíma töluð."
Þórður Ólafsson í Morgunblaðsgrein 29. ágúst.
Firring vegna Fljótsdalsvirkjunar
„Það hefur verið einhuga skoðun stjórnar Lands-
virkjunar að það væri ekki hennar að ákveða í
hvaða farveg þetta ætti að fara, heldur ríkisstjórnar
og Alþingis...Málið er hins vegar mjög viðkvæmt
hvernig sem það fer...Úti á landi snýst dæmið dálít-
ið mikið við. Þar heyrir maður mikið það sjónarmið
að það heyrðust engar raddir á meðan uppbyggingin
á Suður- og Suðvesturlandi stóð yfir. Þegar svo er
komið að landsbyggðinni þá á helst að stoppa allt.
Mér finnst þetta vera dæmi um ákveðna firringu.
Hluti þjóðarinnar áttar sig ekki lengur á því á
hverju við lifum."
Jóhannes Geir Sigurgeirsson í viðtali i Oegi 28. ágúst.
Kvikan undir fótunum
„Erum við ef til vill andvaralaus og jafnvel kæru-
laus gagnvart þeirri ógn sem upp getur komið í svo
eldvirku landi?...Er ekki bara æsilegt og spennandi
að búa með glóandi kvikuna undir þunnri skurn
jarðskorpunnar? Svo gæti virst á stundum. Við höf-
um fengið af því lifandi myndir beint heim í stofu
hvernig Surtsey fæddist, hvernig eldfjall stakk koll-
inum upp úr tröllaukinni sprangu í Grímsvötnum
og hvernig jökullinn lagðist yfir það að nýju. Við
höfum horft á Heklu gjósa og tölum um túristagos.
Allt er það jákvætt. En við vitum líka hvað gerðist í
Skaftáreldum og að Hekla hefur stundum spúð kol-
svartri ösku yfir stóran hluta landsins. Það vora
engin túristagos."
Gísli Sigurðsson í Lesbók Mbl. 28. ágúst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40