Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1999
Kvikmyndir
Limbo
Drama á hjara veraldar
•k-k'k'k Jonn Say^es er leikstióri
sem alltaf tekur áhættu og
þótt Limbo sé hans fyrsta kvikmynd
gerð innan ramma stóru fyrirtækj-
anna í Hollywood þá hefur hann öll
völd um endalega útkomu sem sést
vel í lokin. Víst er að hefði hann
ekki haft þetta vald hefðum við
fengið annan endi sem hefði verið í
anda Hollywood. Endirinn leiðir
hugann að því að sjálfsagt er sú ein-
hæfhi og hugmyndaleysi sem ein-
kennir stóran hluta kvikmynda frá
Hollywood að hluta til kominn
vegna þess að verið er að krukka í
endanlegar útgáfur leikstjóranna af
markaðsmönnum með dollara-
glampa í augum. Hvað um það,
John Sayles tekur mikla áhættu í
Limbo, ekki bara í lokin heldur
hvernig hann breytir rómantískri
sögu um tvær manneskjur, sem
nálgast miðjan aldurinn og hafa
orðið undir i lífinu, í dramatískt
ævintýri um hvernig hægt er að
komast af í auðnum Alaska, þar
sem kuldinn er mikill að nóttu til og
veturinn nálgast. Þessi snögga
skipting í miðri kvikmynd hefði get-
að orðið akkilesarhæll myndarinn-
ar, en Sayles er varidanum vaxinn
og vinnur vel ur persónum sínum.
Hann sýnir nýjar hliðar á þeim sem
ekki var hægt að merkja áður og má
segja að Sayles neyði okkur til að
gleyma því sem persónurnar voru
áður og taka við þeim á nýjan leik.
Frábær úrvinnsla sem skilar sér i
sterku drama.
Þetta tekst Sayles með aðstoð frá-
bærra leikara. David Straitharn,
sem leikið hefur í fleiri en einni
mynda Sayles, leikur fyrrum fiski-
manninn Joe Gastineau, sem getur
ekki gleymt atriði úr fortíð sinni og
vill kenna sér um dauða tveggja sjó-
manna. Verður þessi rólyndi og yf-
irvegaði maður einkar sannfærandi
í meðforum hans. Mary Elizabeth
Mastrantonio fær litríkari persónu
til að kljást við, söngkonuna Donnu
DeAngelo sem aldrei hefur náð að
komast upp úr streðinu sem því
fylgir að syngja á börum og ekki
hefur hún verið heppnari með
kærasta. Mastrantonio sýnir snilld-
arleik og er þar að auki góð söng-
kona. Það kæmi ekki á óvart ef hún
yrði orðuð við óskarsverðlaunin á
næsta ári. Þriðja aðalhlutverkið er
dóttir Donnu, Noell, gáfuð stúlka
sem á við sálræn vandamál að
stríða, sættir sig ekki við móður
sína og þaö líf sem hún lifir. Þessum
persónum telfir John Sayles saman
á hjara veraldar þar sem hið eina
sem getur komið þeim til bjargar er
sjálfsbjargarviðleitnin.
Limbo er dýpri kvikmynd en ætla
mætti í fyrstu, raunsæið er allsráð-
andi og Sayles sleppir aldrei persón-
um sínum í einhvern vaðal um lífið
og tilveruna án þess að minna okk-
ur á að ekki er allt gull sem glóir.
Leikstjórn, klipping og handrit:
John Sayies. Kvikmyndataka:
Haskell VVexler. Tónlist: Mason
Daríng. Leikarar: Mary Elizabeth
Mastrantonio, David Straitharn,
Vanessa Martinez, Kris
Kristofersson og Casey Siema-
szko.             Hilmar Karlsson
Trick
Gamaldags
rómantík eftir
„klæðskiptingu"
irtcí, Gabriel (Christian Campbell)
er skrifstofublók sem semur
söngleiki í frístundum. Á heimleið úr
vinnu einn daginn kemur hann við á
fatafellubar þar sem Mark (John Paul
Pitoc) leikur listir sínar. Fyrir tilviljun
hittast þeir stuttu síðar í neðanjarðar-
lest og hefjast þá æði dramatisk kynni.
Vinkona Gabriels,
Katherine (Tori
Spelling), er þó
ekki með öllu sátt
við gang mála og
verður þrándur 1
götu þeirra. Það
sem kemur einna
helst á óvart við
Gabriel og Mark og
aðrar samkyn-
hneigðar persónur myndarinnar er
hversu miklar stereotýpur þær eru, en
ætli það sé ekki til gamans gert.
Hollywood hefur vissulega orðið um-
burðarlyndari í garð homma á undan-
förnum árum og mætti nefna því til
staðfestingar myndir á borð við The
Object of My Affection (1998) og Phila-
delphia (1993). (Jonathan Demme leik-
stýrði þeirri síðarnefndu en mynd hans
Beloved er að finna á kvikmyndahátíð-
inni.) Engu að síður hefur Hollywood
aldrei, svo ég viti, tekið upp sjónarhorn
homma með jafn afgerandi hætti og
Trick gerir. Þar á ég við að linsan dans-
ar eftir áhuga þeirra og löngunum í stað
„hins almenna áhorfanda". Ef marka
má kvenpersónur myndarinnar er
reyndar með ólíkindum að karlmenn
vilji almennt eitthvað með hitt kynið
hafa, þótt sú ímynd sé auðvitað sett
fram í háði.
Hvort sem það er vegna þess að
Hollywood gerir slíkar hommamyndir
eður ei virðist
ríkja sú tilhneig-
ing að telja þær
einatt til list-
rænna mynda.
Trick er aftur á
móti dæmigerð
rómantísk ástar-
saga í léttum dúr
að því fráskildu
að tveir karlar
mynda parið. Þó ber að nefna að tungu-
tak Trick er óvenju djarft. Almennt séð
er margt skemmtilega og vel gert en
myndin hefur sig vart upp úr meðal-
mennskunni. Hér er þó um að ræða ein-
stakt tækifæri fyrir samkynhneigða
áhorfendur því það er víst áreiðanlegt
að myndir af þessu tagi eru sjaldséðar í
kvikmyndahúsum hérlendis. Öðrum er
hægt að lofa forvitnilegri tilbreytingu og
ágætisskemmtun.
Leikstjóri: Jim Fall. Handrit: Jason
Schafer. Kvikmyndataka: Terry Stacey.
Aðalhlutverk: Christian Campbell, John
Paul Pitoc, Tori Spelling og Stephen
Hayes. Bandarísk, 1999.
Bjöm Æ. Norðfjörð
Dagskrá þriðjudaginn 31. ágúst
SAMWÍ
HASKOLABIO
SNORRABRAUT
16:50	The Winslow Boy	17:00	Sex-Annabel Chong
17:00	Lucky People Center		Full Metal Jacket
19:00	Ratcatcher		Beloved
	Non Stop	19:00	Sex-Annabel Chong
21:00	Black Cat White Cat	19:15	Slam
	Do You Remember Bell	21.00	Sex-Annabel Chong
23:00	Time of the Gypsies		Slam
	My Mom is a Gangster		The Big Swap
		23:00	Sex-Annabel Chong Full Metal Jacket
		23:20	The Shining
16:00	Happiness
17:00	Half a Change
	Children of Heaven
18:30	Happiness
19:00	Last Days
	Three Seasons
21:00	Happiness
	Arizona Dream
23:30	Happiness
	Trick
áAtii/s/m&si**}
•rklúbbur hafíðarinnar
vefsíða hálíðarinnar
vísir."
Bilaleiga
FLUGFÉIAG ÍSLANDS
Alt lccland
¦i
TVG-ZIMSEN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40