Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						í
ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1999
*,„„¦,»,........,,
15
Gæsaskyttiríið að hefjast
Þann20. ágústsh hófst nýtt gæsaveiði-
tímábil. Þúsundir veiðimanna hafa beðið
óþreyjufullar eftir þvt að geta farið með
byssuna upp um fjöll og firnindi að leita
sér að bráð, enda vita sumir ekkert
skemmtilegra en vera að veiðum íguðs-
grænni náttúrunni. Tilveran ræðir við
þrjár gæsaskyttur t dag.
Margrét og maðurinn hennar, Slgurður Magnússson matreiðslumaður, kynntust í gegnum gæsaveiðiáhugann og
fara mikið á veiðar saman.
Margrét Pétursdóttir hefur verið gæsaskytta í þrettán ár:
Sumir karlmenn dauðöfunda okkur
Eg hef stundað þetta í þrettán
ár og er alltaf að læra eitthvað
nýtt og nýtt," segir Margrét
Pétursdóttir. „Ég byrjaði vegna
áhrifa frá fjölskyldunni og hef verið
í þessu síðan. Yfirleitt er þetta
þannig að við förum út um nótt með
gervigæsir og bíðum eftir morgun-
flugi gæsanna og byrjum þá veið-
ina.  Þetta er mjög spennandi."
Hvernig finnst þér álit almennings
vera í garð gæsaskyttna?
„Stundum finnst mér vera nei-
kvæður tónn í umræðunni og oft er
hún mjög tilfinningatengd. Fólk
gleymir því stundum að bæði tíðar-
far og rándýr taka sinn toll af gæsa-
stofhinum, ekki siður en veiðin.
Þetta er samt allt á réttri leið," seg-
ir Margrét. „Sumir halda að þetta
sé bara óður byssuleikur en það er
algjör vitleysa. Ég hef ekki vonda
samvisku yfir því að drepa gæsirn-
ar, enda væri ég þá sennilega löngu
hætt."
Með hverjum ferðu helst á veið-
ar? „Ég fer mest með manninum
mínum og við skemmtum okkur vel
við þetta, enda eigum við þetta
áhugamál sameiginlegt. Gæsaveiðin
varð til þess að við kynntumst.
Sumum körlum finnst voðalega
asnalegt að hjón fari saman á veið-
ar og vilja helst halda þessu alveg
fyrir sig, að „fara með strákunum"
að veiða, og ég skil það alveg. Það
getur stundum verið gott að kúpla
sig frá fjölskyldunni. En okkur
finnst skemmtilegt að fara á veiðar
saman. Sumir karlmenn dauðöf-
unda okkur og langar að fá konurn-
ar sínar með sér í veiðimennskuna,
þannig að þetta skiptist i tvö horn.
Það er bara svo skemmtilegt að
vera úti í náttúrunni og kynnast
henni betur og betur með hverju ár-
inu. Það gefur manni mjög mikið,"
segir Margrét að lokum.
-HG
Ólafur Sigurgeirsson lögfræðingur:
Skemmtilegast að ná gæsinni sitjandi
E
g byrjaði að skjóta gæs árið
1966, þegar ég var átján ára,
i þannig að ég er búinn að
stunda þetta i 33 ár," segir Ólafur Sig-
urgeirsson, lögfræðingur og gæsa-
skytta. En hvað var það sem fékk
hann til að snúa sér að gápsaveiðum í
upphafi? Ólafur segist vera einn af
þeim sem hafa „veiðináttúru", eins
og hann kallar það. „Svo var frændi
minn í Borgarfirði mikil gæsaskytta
þegar ég var strákur og hann kenndi
mér grunnatriði, eins og hvernig gæs-
in hagar sér við hinar og þessar að-
stæður, hvar hún heldur sig og
hvernig maður fer að því að veiða
hana. Ef maður ætlar að endast i
þessu sporti er bráðnauðsynlegt að
vita þetta, því annars veiðir maður
ekkert og gefst fljótlega upp."
Hvernig stendur á því að þú ert bú- •
inn að endast í þessu í rúma þrjá ára-
tugi? „Kannski er það bara vegna
þess að ég er orðinn svo gamall," seg-
ir Ólafur og hlær. „Nei, það er bara
svo skemmtilegt að vera að veiðum í
Olafur hefur stundað gæsaveiðar í
33 ár.
íslenskri náttúru. Það alskemmtileg-
asta er það þegar maður er búinn að
skríða í túnum í ef til vill tvo tíma að
leita að gæs og getur svo skotið þá
fyrstu í hópnum sitjandi. Það er miik-
ill sigur, því gæsin er svo stygg að
maður getur sjaldan komist upp að
henni. En hinar skýtur maður á
lofti."
Hefur gæsaskyttum á íslandi fjölg-
að mikið síðan þú byrjaðir? „Já, mjög
mikið. Það er aðallega af tveimur
ástæðum, held ég. Fólk ferðast svo
miklu meira en áður. Það hefur líka í
för með sér meiri útivist, og þar með
veiðar. Svo var Skotveiðifélagið með
námskeið fyrir nokkrum árum þar
sem kennd voru réttu handbrögðin
við gæsaveiðar og þá varð mikil
sprenging í fjölda veiðimanna því þá
gátu fleiri haldið á veiðar með góðum
árangri en áður."           -HG
fnámskeiðl
ÁutoCA
Byssudella breyttist í lífsstíl
Eg hef verið við veiðar frá 1980
og varla sleppt úr helgi síðan ég
byrjaði. Vandinn við gæsaveiði
er sá að finna sér veiðistað þar sem
fuglarnir hafa verið í friði. Það er
ekki nóg að finna bara fuglinn, held-
ur verður hann að vera öruggur um
sig á þessum stað; Annars næst eng-
inn árangur. Þegar fuglinn hefur
dvalist við beit á túni í nokkra daga
ótrufiaður er hægt að leggja til at-
lögu. Gallinn er bara sá að núna er
orðin svo ofboðsleg ásókn í veiðarnar
að fuglinn er orðinn mjög styggur.
Þetta á t.d. við á Suðurlandi og viðar
á landinu."
Víglundur segir að með aukinni
ásókn í veiðina hafi stofninn ekki
minnkað. „Þegar ásóknin eykst, verj-
ast fuglarnir betur en áður og þannig
ver náttúran stominn. Það er bara
verst að veiðitímabilin eru á snarvit-
lausum tíma. Það ýtir undir alls kon-
ar vitleysu í sambandi við veiðarnar
sem hægt væri að komast hjá með
skynsamlegri veiðistjórnun. Ég fer
t.d. ekki að veiða gæs fyrr en um
miðjan september, nuna er hún
grindhoruð og með blóðfjaðrir."
En hvað veiðir Víglundur marga
fugla á ári? „Ég veiði 20-40 gæsir á ári
en ég hef veitt miklu meira. En ég skýt
margt fleira en gæs. Þar má fyrst og
fremst nefna rjúpu, svo hef ég veitt
svartbak, lunda, endur, skarfa og seli.
Áhuginn hefur breyst í gegnum árin.
Fyrst var þetta byssudella og maður
fékk alveg rosalegt adrenalínkikk út
úr þessu, spennan var svo mikil. Núna
er þetta frekar orðið lífsstíll. Mér
fmnst svo gaman að vera á fjöllum.
Það er rólegt og þægilegt. Strákurinn
minn, tíu ára, er hins vegar kominn
með veiðidellu. Stundum höfum við
konan fariö saman að veiða og stund-
um kemur sonur minn með. En oft fer
fjölskyldan í berjamó eða dundar sér á
meðan ég er að veiðum."      -HG
AutoCAD2ooof Grunnur
1I AutoCAD 20001 ? Framhal
f[AutoCAD2oooþ Nýjungar
[AutbCAD20oo]> 3D
ESAutodesk.
Authorised Training Centre
O SnCRTILL
Víglundur er margreynd skytta,
enda hefur hann verið vlð veiðar
nærfellt hverja helgi síðan 1980.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40