Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1999 er 28. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 28 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.000,60 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1999 til 10. september 1999 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnaríjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1999. Reykjavík, 31. ágúst 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS flu?fela?.is Frábær Nýro$$læsile?ur netklúbbstilboð vefur FLUGFELAG ISLANDS - fyrir fólk eins og þig! Kvikmyndir Síðustu dagarnir: Óskiljanleg grimmd *** Eftir að Steven Spielberg gerði Schindler’s List stofnaði hann Survivors of the Shoah Visual Hi- story Foundation, stofnun sem hef- ur að markmiði að skrásetja frá- sagnir þeirra sem lifðu af helforina. Þessi heimildarmynd er angi af starfsemi stofnunarinnar, og segir frá „hreinsun" Ungverjalands í gegnum reynslusögur fimm gyðinga sem lifðu hana af. Ungverjaland var eitt þeirra ríkja sem ekki voru beinlínis hemumin af Þjóðverjum heldur komust nas- istar þar til valda og gerðust banda- menn Þýskalands. Gyðingar í Ung- verjalandi voru ofsóttir en það var ekki fyrr en nálægt stríðslokum, þegar Þýskaland var augljóslega að tapa stríðinu, að farið var að flytja gyðingana í Ungverjalandi í útrým- ingarbúöir. Á aðeins tveimur mán- uðum vora 425.000 gyðingar fiuttir á brott og drepnir. Útgangspunktur þessarar heimildarmyndar er þessi: Hvað er það sem gerir það að verk- um að á tíma, þegar Þjóðverjar era umsetnir og þurfa mest á öllum sín- um hermætti að halda, skuli þeir eyða svona mikilli orku í að útrýma gyðingum meðan þeir enn hafa tækifæri til þess? Það er eins og út- rýming gyðinga sé þeim mikilvæg- ari en sjálfur stríðsreksturinn. Myndin kemst ekki að neinni nið- urstöðu, enda fer hún af stað meö illsvaranlega spurningu og hún er tæknilega séð ekkert betur gerð en hver önnur heimildarmynd. Hins vegar er viðfangsefniö slíkt að hún hlýtur að hreyfa óþyrmilega við áhorfandanum og maður gapir í vantrú yfir þeirri ótrúlegu illsku og umfangi hennar sem myndin segir frá, jafnvel þótt maður hafi vitað þetta fyrir. Það er eiginlega ekki hægt að skilja þetta, maður verður bcira að taka því að þetta hafi gerst. í hugum fimmmenninganna í mynd- inni virðist ekki sitja eftir reiði og hatur fyrst og fremst heldur skiln- ingsleysi - hvemig gat þetta gerst? Það er mjög áhrifaríkt að sjá fólkið tala blátt áfram um hryllinginn og sjá það gráta yfir einhverju sem gerðist fyrir rúmlega hálfri öld. Þeir sem ekki vikna aðeins stöku sinn- um yfir myndinni þurfa aðeins að slaka á hörkimni. Sýnd í Regnboganum. Leikstjórn og klipping James Moll. Kvik- myndataka Harris Done. Tónlist Hanz Zimmer. Bandarísk, 1998. Pétur Jónasson Kvikmynda GAGNRÝNI Taktu sumarmyndirnar þfnar á Kodak filmu og scndu okkur bcstu rnyndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þær beinttil DV. Þverholti II. I05 Reykjavlk. merktar "SUMARMYNDAKEPPNI”. Keppt verður I tveimur flokkum: A) I6 ára og yngri, B) Allir aldurshópar. ■ É Rödd Bergmans: W Kóngurinn hefur talað Þessi mynd hefði allt eins get- að heitið „Setið við fótskör meistar- ans“ því stærstur hluti hennar er einn myndrammi, sem brotinn er upp í átta kafla, þar sem Bergman tjáir sig um kvikmyndir sinar og annarra. í sjálfu sér allt í lagi því maðurinn hefur frá ýmsu athyglis- verðu að segja. Hins vegar hentar hún illa sem einhvers konar inn- gangur að manninum fyrir þá sem litt þekkja til hans því í hana vantar brot úr myndunum og ýmislegt fleira sem gott er að sjá til að fá skýra mynd af þessum meistara kvikmyndanna. Fyrir þá sem vilja sökkva sér ofan í Bergman skal bent á Töfralampann, hina sérdeilis góðu sjálfsævisögu hans sem kom út í ís- lenskri þýðingu árið 1992 hjá bóka- útgáfunni Fjölva. Myndin er sýnd sem nokkurs kon- ar inngangur að lítilli yfirlitssýn- ingu á verkum Bergmans og fara sýningar fram í Bæjarbíói, hinu verðandi „bíóteki" Kvikmyndasafhs íslands í Hafnarfirði. Bæjarbíó var forðum daga mikið menningarbíó og meðal annars samastaður mynda Bergmans á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Sýndar eru þrjár myndir, tvær frá því tímabili þegar leikstjór- inn var á hápunkti ferils síns og sköpunarkrafts (Persóna og Hróp og hvísl) og sjálfur endapunkturinn, Fanny og Alexander, sem einnig var gerð sem sjónvarpssería og virkar því miður miklu betur þannig en er jafnframt mun lengri. Nokkuð hefur farist fyrir að auglýsa þessar sýning- ar sem vora sl. sunnudag og verða aðeins endurteknar næsta sunnu- dag. Á síðari áram hefur ímynd Berg- mans svolítið verið spyrt saman við þá sænsku tilhneigingu að kryfja alla hluti til mergjar með aðferðum félagsvísinda. Víst var Bergman krufningsmaöur mikill en umfram Kvikmynda GAGNRÝNI allt á afar tilfinningalegan og þar af leiðandi persónulegan máta. Hið blessunarlega áhugaleysi hans á vís- indalegri greiningu kemur t.d. skýrt fram í myndinni þegar hann talar um upplifun sína af kvikmyndum og segist vera ófær um að nefna sér- stakar ástæður fyrir því af hverju honum líkar vel við tiltekna mynd og síður við aðra, eða hvers vegna sumar myndir era í uppáhaldi lengi vel en falla svo fyrirvaralaust í ónáð. Hann talar jafnframt um hina „tón- listarlegu" nálgun við gerð mynda sinna, tónlistin hafi alltaf fylgt hon- um og veitt honum huggun gegn lifs- ins óáran og myndimar hafi verið gerðar líkt og tónverk; með skynfær- unum en án rökrænnar hugsunar. Tónlist sé ekki hægt að skilja, segir hann, aðeins skynja. Sama máli gegni um kvikmyndir. Heyr, heyr. Athyglisvert er einnig að heyra hann tala um aðra sænska leik- stjóra, sem og amerískar stórmynd- ir, bæði gamlar og nýjar, sem hann segist oft falla í stafi yfir. Hins vegar liggur honum ekkert sérstaklega gott orö til kollega sinna í sænskri leikstjórastétt; meðan hann dregur ekki fæmi þeirra í efa og hæfileika gagnvart myndmáli og allri fram- setningu kvartar hann jafnframt yfir því að þeir þori ekki inn að kvik- unni og hafi þar af leiðandi ekkert ffarn að færa. Að auki notar hann tækifærið og talar illa um hinn danska Carl Th. Dreyer. Þó er einn landi hans í náðinni og það er Jan Troell sem hann segir engu skeyta um áhorfendur og sölumöguleika heldur aðeins um þá sögu sem þurfi að segja. Þegar haft er í huga að Bergman er álíka mikill ægishjálm- ur í sænsku menningarlífi og Lax- ness náði að verða í hinu íslenska sér maður fyrir sér hnípna Svía í vanda; kóngurinn hefur talað og þegnamir taka bljúgir við því sem að þeim er rétt. Heimildarmynd um Ingmar Berg- man. Umsjónarmaður Gunnar Bergdahl. Ásgrímur Sverrisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.