Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
ÞRIDJUDAGUR 31. AGUST 1999
Afmæli
Eggert Jóhannesson
Eggert Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Suð-
urlands um málefni fatlaðra,
Kirkjuvegi 17, Selfossi, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Eggert fæddist og ólst upp í
Helguhvammi í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Reykjaskóla í Hrútafirði, stundaði
nám í húsasmíði og lauk námi við
Meistaraskóla húsasmiða 1967.
Eggert stundaði húsasmíði, starf-
aði hjá Byggingafulltrúa Suður-
lands og hóf síðan störf hjá Svæðis-
skrifstofu Suðurlands þar sem hann
starfar í dag.
Eggert var m.a. formaður Félags
ungra framsóknarmanna í Árnes-
sýslu í nokkur ár, sat í miðstjórn
Framsóknarflokksins og í fram-
kvæmdastjórn hans, var varafor-
maður SUF 1970-74 og formaður
1974-75. Hann sat í hreppsnefnd
Selfosshrepps 1974-78, í stjórn
Landssamtakanna Þroskahjálpar
frá stofnun 1976-87 og var formaður
síðustu átta árin.
Fjölskylda
Kona Eggerts er Auður Hauks-
dóttir, f. 27.10. 1934, hjúkrunarfræð-
ingur. Hún er dóttir hjónanna
Hauks Sigurðssonar, bónda á Arn-
arsstöðum í Helgafellssveit, og Petr-
ínar Halldórsdóttur húsfreyju.
Börn Eggerts og Auðar eru Jó-
hannes, f. 27.2. 1965, húsgagnasmið-
ur á Álftanesi, kvæntur Guðbjörgu
Karlsdóttur og eiga þau
tvær dætur; Baldvin, f.
6.6. 1969, búsettur á Sel-
fossi; Kjartan Haukur, f.
12.9. 1970, alþjóðamark-
aðsfræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Fósturdóttir Eggerts er
Ólöf Lilja Sigurðardóttir,
f. 23.7. 1961, starfsmaður
hjá Seglagerðinni Ægi,
búsett í Reykjavík, í sam-
búð með Daviði Björns-
syni og eiga þau fjögur
börn.
Systkini     Eggerts:
Valdimar, f. 7.6. 1933, d. 27.5. 1997,
bóndi í Helguhvammi, en sambýlis-
kona hans var Guðrún Bjarnadóttir,
f. 25.4. 1941, og eignuðust þau tvær
dætur; Guðmundur, f. 4.6. 1934,
bóndi í Helguhvammi, en kona hans
er Helga Magnúsdóttir, f. 8.4. 1933,
og eiga þau þrjú börn.
Þá ólst upp frá fæðingu hjá for-
eldrum Eggerts Halldóra Kristins-
dóttir, f. 9.1. 1930, en maður hennar
er Ólafur Þórhallsson, f. 2.6.1924, en
þau bjuggu lengst af á Ánastöðum á
Vatnsnesi og eignuðust fimm börn.
Foreldrar Eggerts voru Jóhannes
Guðmundsson, f. 30.9. 1904, d. 23.5.
1982, bóndi í Helguhvammi, og k.h.,
Þorbjörg M. Baldvinsdóttir, f. 10.11.
1897, d. 31.7. 1980, húsfreyja.
Ætt
Jóhannes var sonur Guðmundar,
b. í Litlu-Tungu og Tjarnarkoti,
Guðmundssonar, b. á Skeggjastöð-
Eggert
Jóhannesson.
um og Dalgeirsstöðum,
Guðmundssonar, b. á
Skeggjastöðum,     Ás-
mundssonar, b. á Bjargi,
Bjarnasonar, forföður
m.a. Friðriks Sophusson-
ar, forstjóra Landsvirkj-
unnar,      Guðmundar
Gunnarssonar, formanns
Rafiðnaðarsambands ís-
lands, fóður Bjarkar, og
Kristínar Jóhannesdótt-
ur, b. og fræðimanns í
Gröf á Vatnsnesi.
Móðir Jóhannesar var
Kristveig Sigvaldadóttir,
b. í Heydal i Strandasýslu, Sigvalda-
sonar, b. í Sunnuhlið í Vatnsdal og
Litlu Hlíð í Víðidal, Haraldssonar,
b. á Bjarnarstöðum og Dalkoti i
Vatnsdal, Ólafssonar, b. á Másstöð-
um og fleiri bæjum í Vatnsdal, Egg-
ertssonar, pr. á Undirfelli í Vatns-
dal, Sæmundssonar.
Móðir Kristveigar var Lilja Lalíla
Jóhannesdóttir, b. í Heydal, Jóns-
sonar, b. í Heydal og Kollsá, Sig-
urðssonar, b. í Stóra-Langadal á
Skógarströnd. Móðir Lilju Lalílu
var Helga Björnsdóttir, b. í Guð-
laugsvík, Björnssonar og Sigríðar
Gísladóttur.
Þorbjörg var dóttir Baldvins, b. í
Helguhvammi, Eggertssonar, hrepp-
stjóra þar, Helgasonar, bróður Þor-
bjargar í Gröf og á Marðarnúpi,
móður Guðmundar Björnssonar
landlæknis og Ingibjargar á Torfa-
læk, ömmu Ögmundar Jónassonar
alþm. Bróðir Eggerts var Sigurður,
afi Sigurðar Nordal prófessors og
Jóns Eyþórssonar veðurfræðings.
Móðir Þorbjargar var Vigdís
Jónsdóttir, hálfsystir, sammæðra,
Isólfs Sumarliðasonar, sparisjóðs-
stjóra á Hvammstanga. Móðir Vig-
dísar var Vilborg, dóttir Þorleifs
Þorkelssonar og Vigdísar Sigurðar-
dóttur sem lengst af bjuggu á Flat-
nefsstöðum á Vatnsnesi. Systkini
Vilborgar voru m.a. Una, móðir
Magnúsar Þorleifssonar, afa Þórðar
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og móðir Kristmundar, fóður Þor-
leifs, prófasts á Kolfreyjustað. Önn-
ur systir Vilborgar var María, móð-
ir Guðmundar Guðmundssonar, b.
og veiðimanns i Grafarkoti. Faðir
Vigdisar var Jón, frá Bergsstöðum á
Vatnsnesi, Jónsson, síðast b. á
Bergsstöðum, Benediktsson, b. á
Ytri-Ey, Jónssonar, á Balaskarði,
Jónssonar, harðabónda á Mörk i
Laxárdal. Fyrri kona Jóns Bene-
diktssonar var Sólveig Ólafsdóttir,
b. á Njálsstöðum, Bjarnasonar.
Kona Benedikts á Ytri-Ey var
Katrin Jónsdóttir, frá Hvammi í
Langadal, Halldórssonar.
Móðir Baldvins var Margrét Hall-
dórsdóttir frá Gröf á Vatnsnesi,
dóttir Halldórs Brynjólfssonar og
Hólmfríðar Þórðardóttur frá Svarð-
bæli í Miðfirði. Bróðir hennar var
m.a. Jóhann „skytta", siðasti land-
námsmaður Islands, en hann byggði
upp Látravík þar sem nú stendur
Hornbjargsviti.
Eggert verður að heiman.
Arngrímur Þorgrímsson
Arngrímur Þorgrímsson, sölu-
stjóri hjá Rekstrarvörum, Háaleitis-
braut 83, Reykjavik, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Arngrímur fæddist á Akureyri og
ólst þar upp til fimm ára aldurs en
síðan í Reykjavík. Hann var í Álfta-
mýrarskóla, lauk gagnfræðaprófi
frá Ármúlaskóla 1976, samvinnu-
skólaprófi frá Samvinnuskólanum
að Bifröst 1978 og stúdentsprófi
1981.
Arngrímur hefur stundað sölu-
störf allan sinn starfsferil, fyrst hjá
Hljómbæ 1981-84, hjá heildverslun
Lárusar G. Lúðvíkssonar 1984-85 og
hjá Rekstrarvörum frá 1985. Þar var
hann fyrst sölumaður og hreinlætis-
ráðgjafi en hefur verið sölustjóri
fyrirtækisins frá 1992.
Arngrímur sat í stjórn Heimdall-
ar 1979-81, var einn af stofnendum
blakdeildar Fram 1978, sat í stjórn
deildarinnar og spilaði með henni
til 1980, spilaði með blakdeild Vík-
ings 1980-87 og var formaður henn-
ar 1983-86, lék blak með íþróttafé-
lagi stúdenta frá 1987, hefur starfað
í ýmsum nefndum og ráðum Blak-
sambands íslands frá 1978, var vara-
formaður og formaður lands-
liðsnefndar i blaki 1989-91 og var
formaður Blaksambands Is-
lands 1991-94. Hann hefur
leikið tuttugu og þrjá lands-
leiki í blaki fyrir íslands
hönd. Arngrímur gekk í
Oddfellow-regluna 1988.
Fjölskylda
Kona Arngríms er Elin
Ósk Óskarsdóttir, f. 18.12.
1957, bókari, en þau hófu
sambúð 1980. Elín Ósk er
dóttir Óskars Jóhanns Guð-
mundssonar vélstjóra og
Kristínar Maríu Magnús-
dóttur húsmóður.
'^
Arngrímur
Þorgrímsson.
Dóttir Arngríms og Steinunnar   skylda hans
Ingu Olafsdóttur er
Bryndís Arngrimsdótt-
ir, f. 6.12. 1979.
Börn Arngríms og El-
ínar Óskar eru Óskar
Þór Arngrímsson, f.
19.9. 1983; María Rós
Arngrímsdóttir, f. 5.9.
1990.
Foreldrar Arngríms
eru Þorgrímur E. Sig-
urðsson, f. 23.2. 1933,
vagnstjóri í Reykjavik,
og Rósa Arnaldsdóttir,
f. 22.1. 1934, ritari.
Arngrímur og fjöl-
dvelja á Benidorm.
Þorgeir Birnir Hjaltason
Þorgeir Birnir
Hjaltason.
Þorgeir      Birnir
Hjaltason sjómaður,
Nónási 5, Raufarhöfn,
er sextugur i dag.
Starfsferill
Þorgeir fæddist á
Brunnvör á Raufar-
höfn en ólst upp á
Hjaltabakka á Raufar-
höfn auk þess sem
hann var í sveit hjá
móðurbróður sínum,
Jónasi í Krossavík í
Þistilfirði. Hann var í
barna og unglingaskóla á Raufar-
höfn og stundaði auk þess nám við
MA í einn vetur.
Þorgeir fór ungur til sjós og
stundaði sjómennsku á eigin bátum,
trillum og dekkbátum, en hefur auk
þess stundað almenna verkamanna-
vinnu á Raufarhöfn og víðar.
Fjölskylda
Eiginkona Þorgeirs er Signý Ein-
ardóttir frá Sveinungsvík. Foreldrar
hennar voru Einar Einarsson, f.
23.3. 1901, d. 16.4. 1961, og Þorbjörg
Björnsdóttir, f. 18.11. 1900, d. 21.10.
1983. Þau bjuggu allan
sinn búskap í Sveinungs-
vík.
Börn Þorgeirs og Signýjar
eru Þórhildur Hrönn, f.
15.9.1961, húsmóðir og fisk-
verkakona á Raufarhöfn,
en maður hennar er Gunn-
ar Finnbogi Jónsson,
vinnslustjóri í Fiskiðju
Raufarhafnar, og eru börn
þeirra Eva Guðrún, f. 27.3.
1983, Friðgeir, f. 22.10. 1988,
og Þorgeir, f. 21.5. 1992;
Fjóla Björg, f. 16.8. 1964,
húsmóðir og fiskverkakona
á Raufarhöfn, en maður hennar er
Þorbergur Gestsson, verkamaður og
sjómaður á Raufarhöfn, og eru börn
þeirra Alma Ýr, f. 1.9. 1983, Aron
Birnir, f. 18.1. 1986, og Signý Lind, f.
15.10. 1991; Hórður Ingimar, f. 25.7.
1970, sjómaður á Raufarhöfn, en eig-
inkona hans er Kristín Þormar Páls-
dóttir og eru börn þeirra Þorgeir
Birnir, f. 31.8. 1994, og Hákon Breki,
f. 5.5.1998, auk þess sem sonur Krist-
ínar er Páll Þormar, f. 6.5.1988; Heiða
Ingunn, f. 25.7. 1970, en maður henn-
ar er Magnús Einarsson og eru börn
þeirra Elísabet, f. 6.11. 1990, Þorbjörg
Eva, f. 18.11.1993, og Einar Hafstein,
f. 23.7.1996; Hugrún Elfa, f. 1.3.1977.
Systkini Þorgeirs: Sturla, f. 10.12.
1940, sjómaður á Raufarhöfn, en
kona hans var Katrín Björnsdóttir
sem lést 1985 og eignuðust þau tvö
börn, Snorra og Sóleyju; Stefán, f.
25.8. 1942, sjómaður á Raufarhöfn,
en kona hans er Björg Guðrún Ein-
arsdóttir og er dóttir þeirra Þor-
björg; Ragnheiður, f. 5.9. 1943, skrif-
stofumaður í Reykjavík, en börn
hennar eru Kristinn, Tómas .og
Friðný; Guðný, f. 24.12. 1944, hús-
móðir i Reykjavík, en maður henn-
ar er dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur og eru börn þeirra
Hákon, Máni og Svanhildur;
Sverrir, f. 25.5.1946, sjómaður í Nes-
kaupstað, en kona hans er Jakobína
Stefánsdóttir sjúkraliði og eru synir
þeirra Alexander, Egill og Hjalti;
Friðgeir, f. 4.9. 1947, sjómaður og
iðnverkamaður í Reykjavík; Hjalti,
f. 7.2. 1949, sjómaður og' verslunar-
maður í Reykjavík, en kona hans er
Herdís Óskarsdóttir verslunarmað-
ur; Trausti, f. 16.12. 1950, sjómaður;
Þórunn, f. 8.6.1953, skrifstofumaður
í Reykjavík, en maður hennar er
Gestur Ásólfsson rafvirki og eru
börn þeirra Ragnheiður, Hjalti og
Haukur Már; Konráð, f. 13.2. 1956,
verslunarmaður í Reykjavík, en
kona hans er Gréta Pálsdóttir og
eru dætur þeirra Þyrí og Helena.
Foreldrar Þorgeirs voru Hjalti
Friðgeirsson, f. 10.12. 1911, d. 30.6.
1981, frá Hóli á Sléttu, og Þórhildur
Kristjánsdóttir, f. 29.1. 1913, frá
Garðstungu í Þistilfirði. Þau bjuggu
á Raufarhöfn til 1968 er þau fluttu
til Reykjavíkur.
Þorgeir verður heima á afmælis-
daginn.
Til hamingju
með afmælið
31. ágúst
90ára
Ólafur Guðjónsson,
Kirkjuhvoli, Hvolhreppi.
80ára
Jón Strandberg,
Stekkjarkinn 13, Hafnarfirði.
Margrét Einarsdóttir,
Einigrund 28, Akranesi.
75 ára________________
Hjörleifur Guðnason,
Gullsmára 9, Kópavogi.
Sigurður Níels Elíasson,
Garðabraut 8, Akranesi.
70ára
Aðalheiður
Bergsteinsdóttir,
Ugluhólum 2, Reykjavik.
Halldóra Guðmundsdóttir,
Hverfisgötu 100 B, Reykjavik.
Leifur Eiríksson,
Laugavegi 43 B, Reykjavík.
60 ára________________
Ágúst Sörlason,
Hátúni 10 B, Reykjavik.
Erla Jónsdóttir,
Blöndubakka 3, Reykjavík.
Erla Sigurgeirsdóttir,
Engihjalla 17, Kópavogi.
Hólmfríður K.
Guðjónsdóttir,
Búlandi 17, Reykjavík.
Ólafía Magnúsdóttir,
Þverholti 24, Reykjavík.
Þorfinnur Óli Tryggvason,
Laufskógum 1, Hveragerði.
50 ára________________
Einar Björgvinsson,
Hjaltabakka 24, Reykjavík.
Eygló Björk Sigurðardóttir,
Bræðraborgarstíg 20,
Reykjavík.
Guðmundur Egilsson,
Álfheimum 46, Reykjavík.
Guðrún Sigmarsdóttir,
Smárarima 106, Reykjavík.
Jón Valur Jensson,
Eskihlíð 14 A, Reykjavík.
Margrét Valsdóttir,
Hávegi 9, Siglufirði.
Sigríður Friðriksdóttir,
Álfabergi 22, Hafnarfirði.
40 ára________________
Elísabet A.
Ingimundardóttir,
Norðurbyggð 2, Þorlákshöfn.
Hildur Halldóra
Karlsdóttir,
Suðurmýri 4, Seltjarnarnesi.
Hulda Gúðbjörg
Guðlaugsdóttir,
Víðihvammi 1, Hafnarfirði.
Jóhanna S. Gunnarsdóttir,
Ásbúð 19, Garðabæ.
Ragnar Ingvar Sveinsson,
Skúlagötu 54, Reykjavík.
Stefán Scheving Arnason,
Hrauntungu 18, Hamarfirði.
Steinunn Gestsdóttir,
Dalbraut 5, Grindavik.
Þórólfur Örn Helgason,
Sunnuvegi 7, Reykjavík.
•'J!/ri'.Jii:a ií'.tí jmrz/ollfíz'JÍJí.
Höldum þelm frá vegunum.
Mtp/*w« umfrrd u    |J RAO
Vessvæöi er ekki heppiiegt beitaríand!
¦ [UWFERMR 'r
http ,>ww jirtfndii      Urað
nasstum nvar sem er.
Minnumstþessíetlidasslns.  .  *j_^
http.WWwwrtírdrt    UlUfi^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40