Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Fréttir 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 -50 Davíð Oddsson Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir - samkvæmt skoöanakönnun DV 13. september 1998 - t Skoðanakönnun Boraar eru saman vin- sældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjórnmála- mannanna samkvæmt skoðanakönnun DV. Grænu súlurnar sýna niðustöðu síðustu skoðanakönnunar en hún var gerð í janúar '99 Halldór Steingrímur J. Ásgrímsson Sigfússon Geir H. Haarde Margrét Frímannsd. Jóhanna Ingibjörg Sólrún Finnur Siv Ingibjörg Sigurðard. Gísladóttir Ingólfsson Friðleifsdóttir Pálmadóttir Skoöanakönnun DV á vinsældum stjórnmálamanna: Enginn skákar Davíð - ráðherratign færir Siv Friðleifsdóttur óvinsældir Vinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niðurstööur DV- könnunar í jan. 1999 - Sæti 1. (1.) Nafn Davíð Oddsson Atkvæöl 163 % af heild % þeirra sem tóku afstööu 27.2(26.2) 45.5(37.5) 2. (2.) Halldór Ásgrimsson 44 7,3 (9,5) 12,3 (13,6) 3. (9.) Steingrímur J. Sigfússon 36 6,0 (1,5) 10,1 (2,3) 4. (8.) Geir H. Haarde 21 3,5 (1,5) 5,9 (2,1) 5. (4.) Margrét Frimannsdóttir 17 2,8 (5,3) 4,7 (7,6) 6. (3.) Jóhanna Sigurðardóttir 10 1,7 (5,7) 2,8 (8,1) 7. (10.) Ingibjörg S. Gísladóttir 8 1,3 (1,0) 2,2 (1,4) 8.-10. (13.-15.) Finnur Ingólfsson 7 1,2 (0,7) 2,0 (1,0) 8.-10. (-) Árni Mathiesen 7 1,2 (-) 2,0 (-) 8.-10. (-) Siv Friðleifsdóttir 7 1,2 (-) 2,0 (-) EsT5| Ovinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niðurstöður DV- könnunarí jan. 1999 - Sæti Nafn Atkvæði % af heild % þeirra sem tóku afstö 1.(1.) Davíö Oddsson 74 12,3 (13,3) 25 (22,0) 2. (2.) Finnur Ingólfsson 47 7,8 (8,8) 15,9 (14,6) 3. (-) Siv Friðleifsdóttir 43 7,2 (-) 14,5 (-) 4.(5.) Ingibjörg Pálmadóttir 18 3,0 (3,2) 6,1 (5,2) 5- (-) Margrét Frímannsdóttir 15 2,5 (0,2) 5,1 (0,5) 6. (9.) Árni Johnsen 12 2,0 (2,5) 4,1 (4,1) 7. (18.) Ingibjörg S. Gísladóttir 11 1,8 (0,8) 3,7 (1,1) 8.(16.) Páll Pétursson 10 1,7 (1,0) 3,4 (1,3) 9. (3.) Jóhanna Sigurðardóttir 9 1,5 (3,7) 3,0 (6,0) 10. (7.-8.) Halldór Ásgrímsson 8 1,3 (2,7) . 2,7 (4,4) IESS Engin Islenskur stjórn- málamaður er með tærn- ar þar sem Davíð Odds- son forsætisráðherra er með hælana þegar kemur að vinsældum. Davíð er langvinsælasti stjórn- málamaður landsins sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var á mánu- dagskvöld. En Davíð er líka óvin- sælastur og þar með um- deildasti stjórnmálamað- ur landsins. Halldór Ás- grímsson utanríkisráð- herra er næstvinsælasti stjómmálamaðurinn og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns fram- boðs, í þriðja sæti. Geir H. Haarde fjánnálaráðherra er í Qórða sæti vinsælda- listans en hann kom nýr inn í 9. sæti í skoðana- könnun DV í janúar. Ráð- herraembættið aflar hon- um prika meðal almenn- ings. Margrét Fri- mannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, er í flmmta sæti. Ráðherrartign sem Siv Friðleifsdóttir sótti svo fast aö fá í kjölfar alþingiskosning- anna hefur fært henni takmarkaðar vinsældir. Hún stekkur beint í 3. sæti óvinsældalistans, rétt á hæla varaformanns Framsóknar, Finns Ingólfssonar. Finnur var einnig í öðru sæti óvinsældalistans í janúar- könnun DV en óvinsælastur fyrir rúmu ári. Siv hefur ekki áður komist á blað í þessum könnunum DV en stimpl- ar sig rækilega inn eftir um íjóra mánuði sem umhverfisráðherra. Flokkssystir Sivjar, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, er í fjórða sæti óvinsældalistans en hún hefur verið í einhverju af fimm efstu sætum þess lista frá því hún kom í ráðuneytið. Siv Friðleifsdóttir er ekki bara óvinsæl. Hún deilir 8.-10. sæti vin- sældalistans með þeim Finni og Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Úrtakið í könnun DV var 600 manns og skiptist til helminga milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og eins milli kynja. Spurt var tveggja spurninga: Á hvaða stjórn- málamanni hefur þú mest álit um þessar mundir?" og „Á hvaða Aðrir óvinsælir Sighvatur Björgvinsson 6 Steingrímur J. Sigfússon 6 Geir H. Haarde 3 Halldór Blöndal 3 2 atkvæði hvert: Ágúst Einarsson, Árni Mathiesen, Björn Bjarnason, Guðni Ágústsson, Ólafur Örn Haraldsson, Rannveig Guð- mundsdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermannsson, Valgerður Sverrisdóttir, Ögmundur Jónas- son og Össur Skarphéðinsson. Eitt atkvæði hvert: Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Guðmundur Ámi Stefánsson, Helgi Hjörvar, Hjörleifur Guttormsson, ísólfur Gylfi Pálmason, Ólafur Ragnar Grímsson, Sólveig Pétursdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. stjórnmálamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir?“. 60% að- spurðra tóku afstöðu í vinsælda- könnuninni þar sem 31 stjórnmála- Aörir vinsælir Guðni Ágústsson 5 Ólafur Örn Haraldsson 3 2 atkvæði hvert: Björn Bjarnason, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Pétur Blöndal, Sighvatur Björg- vinsson, Sólveig Pétursdóttir, Sverrir Hermannsson og Össur Skarphéðinsson. 1 atkvæði hvert: Ágúst Einarsson, Ásgeir Gísli Einarsson, Guðmundur Ámi Stef- ánsson, Guðjón A. Kristjánsson, Hjálmar Jónsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Kristjánsson, Páll Pétursson, Tómas Ingi 01- rich, Ögmundur Jónasson. maöur var nefndur til sögunnar. 50% tóku hins vegar afstööu til spurningarinnar um óvinsælasta stjórnmálamanninn og þar voru samtals 34 stjómmála- menn nefndir. Einoka efstu sætin Þegar litið er á svör þeirra sem tóku afstöðu til vinsælasta stjórn- málamannsins, nefndu 45,5% Davíð Oddsson. Þetta er níunda skoðana- könnun DV í röð, eða frá því í nóvember 1994, þar sem Davíð er vinsælasti stjórnmálamaðurinn. Halldór Ásgrímsson kom langt á eftir, er í öðm sæti. 7,3% neftidu Halldór, mun færri en í könnun DV í janúar. Davíð og Halldór einoka tvö efstu sæti vinsælda- listans en þetta er átt- unda skipti í röð sem þeir tróna saman á vin- sældatoppnum í skoð- anakönnun DV. Jóhanna Sigúrðar- dóttir, sem oft hefur komið vel út úr könnun- um DV, lætur lítið fyrir sér fara í þessari könn- un, nær 6. sæti vin- sældalistans en hrapar mjög í óvinsældum. Margrét Frimannsdóttir, sem fer niður um eitt vinsældasæti frá síð- ustu könnun DV, er i fimmta sæti á óvinsældalistanum. Hefur hún ekki áður komist svo ofarlega á þeim lista. Óvinsælir framsóknarráðherrar Óvinsældir framsóknarráðherra vekja strax athygli þegar litið er á hvernig flokkarnir raöa sér í 10 efstu sæti yfir vinsælustu og óvin- sælustu stjórnmálamennina. Fimm framsóknarráðherrar, þ.e. allir utan Guðni Ágústsson, eru á óvinsælda- listanum. Framsókn á 2., 3., 4„ 8., og 10. sæti listans. Davíð Oddsson er eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins á lista óvin- sælda. Eyjamaðurinn Árni Johnsen sér þó um að halda Davíð félagsskap á þeim lista. Árni er í 6. sæti, færir sig upp um þrjú sæti. Á vinsældalistanum eiga stjórn- arflokkarnir þrjá ráðherra hvor. Samfylking á tvo fulltrúa þar en þrjá ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er talin með. -hlh Stuttar fréttir i>v. Gissur vildi úttekt Útvarpsráð hefur komist að því að fréttastofa Sjónvarps hafi verið hlutlæg í frétt- um af virkjun- um á Austur- landi. Einn út- varpsráösmað- ur, Gissur Pét- ursson fram- sóknarmaður, bókaði að hann vildi samt láta fara fram óhlut- dræga úttekt á fréttum Ómars Ragnarssonar af málinu. Kafaö að El Grillo Undirritaður hefur verið verk- samningur viö Köfunarþjónustu Árna Kópssonar og Kjartans J. Haukssonar um að stöðva olíuleka úr flaki E1 Grillo á botni Seyðis- fjarðar. Verkið hefst í næstu viku. Meiri peningur Borgarráð samþykkti í gær 20 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til leikskóla Reykjavíkur. Um er að ræða viðbót við þær 30 milljónir sem samþykkt var sl. vor að verja til eflingar starfs í skólunum. Efla á foreldrastarf og innra starf leikskól- anna í borginni. * Friðarmenning Sameinuðu þjóðimar hafa ákveð- ið að halda „Alþjóðaár friðarmenn- ingar“ á næsta ári til að efla vitund almennings um gildi friðar og hlut- verk Sameinuðu þjóðanna á þeim vettvangi. Mbl. greindi frá. Stjórnarslit hugsanleg Finnur Ingólfsson sagði á fundi með framsókn- armönnum í Reykjavík að deilur eins og þær sem eru um FBA milli stjórnarflokk- anna geti hæg- lega leitt til stjómarslita. Dagur greindi frá. Hærri styrk Framkvæmdastjóm Sjálfsbjargar skorar á stjórnvöld að hækka bens- ínstyrk til hreyfihamlaðra til móts við hækkanir á bensínverði og bíla- tryggingum. Dagur greindi frá. Slök laxveiði Veiðin í Elliðaánum hefur ekki gengiö vel í sumar. 442 laxar eru komnir á land en i fyrra 492 sem var heldur ekki gott. Tilboð í umönnun Securitas ehf. og Verkafl hf. buðu lægst í 25 ár, rúma átta milljarða, í íjármögnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Nóatún. Til- boðiö hlaut jafnframt hæstu ein- kunn fyrir þjónustu og aöstöðu. Morgunblaðið greindi frá. Aukinn réttur Ríkisstjórnin hefur samþykkt heimild til að leggja fram fmmvarp til nýrra ættleiðingarlaga. Sam- kvæmt frumvarpinu geta karl og kona í óvígðri sambúð ættleitt bam hafi þau búið saman í a.m.k. fimm ár. í frumvarpinu er réttur ætt- leiddra barna einnig aukinn til muna. Morgunblaðið greindi frá. Innifótboltavöllur Bygging fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ er vel á veg komin en gert er ráð fyrir að afhenda það til- búið til notkunar um miðjan febrú- ar, að sögn Kristins Baldurssonar byggingarstjóra við Morgunblaðið. Hækkanir Davíö Oddsson forsætisráðherra ítrekar áhyggjm' sínar vegna þeirra hækkana sem orðið hafa á mat- vörumarkaði á liönu ári sem rekja megi til meiri fákeppni. Könnun Hagstof- unnar sýnir að hærra verð á matvöru á mestan þátt í hækkun neysluvísitölunnar, meiri en bens- ínhækkanir undanfarinna mánaða. RÚV greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.