Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 16
16 Sport |Xj) ENGLAND Enski landsliösmaóurinn í liði Tott- enham, Darren Anderton, gekkst í gær undir aðgerð á hásin á sjúkra- húsi í London. Þessi meiðsli hafa ver- ið angra leikmanninn um nokkra hríð en á síðasta tímabili var hann frá vegna þeirra í 12 vikur. Ef aögerð- in hefur gengið að óskum er vonast eftir að Anderton veröi kominn á kreik í byrjun nóvember. David Batty fékk í gær tveggja leika bann fyrir brottvikninguna í lands- leiknum gegn Pólverjum á dögunum. Eina von Englendinga um að komast í aukakeppni um laust sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins felst í því aö Svíar vinni Pólverja í lokaleik riðils- ins. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri West Ham, ætlar að reyna öðru sinni að krækja í varnarmanninn sterka, Colin Hendry, hjá skoska liðinu Glasgow Rangers. West Ham gerði til- raun að fá hann fyrir tímabilið en tókst ekki. Nú eiga fjórir vamar- mann West Ham í meiðslum og því vantar félagið tiifmnanlega mann. Mun West Ham gera tilboð upp á 2 milljónir króna í Hendry síðar í vik- unni. Southampton sigraði Manchester City. 4-3. í hörkuleik í 2. umferð deildabikarsins í gærkvöld. Deon Richards skoraði sigurmarkið í byrj- un framlengingar en þá var Sout- hampton manni færri eftir að Mark Hughes var rekinn út af. Úrslit í deildabikamum í gærkvöld, seinni leikir 2. umferðar, samanlögð úrslit i svigum: Aston Villa - Chester ....5-0 (6-0) Bolton - Gillingham......2-0 (6-1) Bournemouth - Charlton . . 0-0 (0-0) (Bournemouth vann í vítakeppni) Bristol R. - Birmingham . . 0-1 (0-3) Fulham - Norwich..........2-0 (6-0) Ipswich - Crewe ..........1-2 (2-3) L.Orient - Grimsby.......1-0 (2-4) Liverpool - Huil..........4-2 (9-3) Middlesbro - Chesterfield . 2-1 (2-1) Notts Co. - Huddersfield . . 2-2 (3-4) Preston - Sheffield Utd ... 3-0 (3-2) Southampton - Man.City . . 4-3 (4-3) Stockport - Barnsley.....3-3 (4-1) Walsall - Sunderland.....0-5 (2-8) Wigan - Watford ..........3-1 (3-3) Wimbledon - Cardiff......3-1 (4-2) Wycombe - WBA............3-A (4-5) Guðni Bergsson lék fyrri hálfleikinn með Bolton gegn Gillingham. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki með. Jóhann B. Guómundsson lék ekki með Watford sem komst í hann krappan gegn Wigan en slapp áfram á marki á útivelli. Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn á hjá Walsail eftir 37 mínútur gegn Sunderland. Bjarnólfur Lárus- son var á bekknum hjá Walsall. Lárus Orri Sigurðsson gat ekki leik- ið með WBA gegn Wycombe þar sem hann hefur þegar spilað með Stoke í keppninni. Karl Heinz Riedle skoraði tvö marka Liverpool gegn Hull. -JKS/VS Tvær breytingar á liði íslands Þórður Lárusson, landsliðs- þjálfari kvenna, hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði íslands frá leiknum í Úkraínu í síðasta mánuði. Rakel Ögmundsdóttir og Guð- rún Jóna Kristjánsdóttir koma inn í staðinn fyrir Helgu Ósk Hannesdóttur og Erlu Hendriks- dóttur. Þær Rakel og Guðrún Jóna komu báðar inn á í Úkra- ínu og Rakel skoraði fyrra mark íslands. Liðið er þannig skipað: Þóra B. Helgadóttir, Breiðabiiki Rósa J. Steinþórsdóttir, Val Auður Skúladóttir, Stjömunni Edda Garðarsdóttir, KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR Guðlaug Jónsdóttir, KR Ásthildur Helgadóttir, KR Katrín Jónsdóttir, Kolbotn Margrét R. Ólafsdóttir, Breiðabliki Rakel Ögmundsdóttir, Breiðabliki Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val -VS MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 +. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 25 Sport Hermann bestur Hermann HreiðcU-sson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið valinn besti leikmaður ensku C-deildarinnar á fyrstu vikum hennar. Sérstök dómnefnd á vegum Carling, styrktaraðila neðri deildanna, skoðar myndbönd af öllum leikjum og Hermann er langstigahæstur í einkunnagjöf hennar. Lið hans, Brentford, á tvo leikmenn í úrvalsliði deildarinnar en Brentford hefur komið mjög á óvart og er taplaust til þessa eftir að hafa komið upp úr D-deildinni í vor. -VS Handknattleikslið Fylkis: Fullan hug á að vera með - í viðræðum við Guðmund Þórðarson Ríkharður til City? Ríkharður Daðason hefur undanfarna daga verið nokkuð orð- aður við enska B-deildarliðið Manchester City. Ef marka má fréttir á Teamtalk-fréttavefnum síðustu daga hafa einhverjar þreifingar verið i þá átt og A-deildarlið Watford hefur einnig sýnt Ríkharði áhuga. Á síðu Watford á vefnum í gær kom hins vegar fram að áhugi félagsins hefði beinst í aðra átt hvað varðar sóknarmenn og því væri líklegt að Manchester City kæmi á ný inn í mynd- ina með Ríkharð. í norskum fjölmiðlum hefur oft verið leitt getum að því undan- farið að Ríkharður verði seldur til að laga fjárhagsstöðuna hjá Viking. -VS Nýliðarnir í 1. deild karla í handknattleik, Fylkir, hafa á síðustu dögum verið að funda um stöðu sina og utn tíma leit út fyrir að liðið myndi draga þátttöku sína til baka á íslands- mótinu. í dag líta málin þannig út að sennilega verður liðið með í 1. deild í vetur. Að sögn Hermanns Erlings- sonar, stjórnarmanns í hand- knattleiksdeild Fylkis, er fullur hugur á því að vera með í vet- ur. Fylkir hefur átt i viðræðum við Guðmund Þórðarson að hann taki að sér þjálfun liðsins í stað Einars Þorvarðarsonar sem hætti fyrir tveimur vikum eins og fram hefur komið. Ef það gengur eftir eru miklar lík- ur á því að til liðsins komi rússneskur leikmaður og er þar um að ræða mann í skyttu- hlutverki. -JKS Ísland-Ítalía í Evrópukeppni kvennalandsliða í kvöld: Sterkir saman - ÍRB er komið áfram í Korac-bikarkeppninni í körfubolta Purnell Perry lék mjög vel í gær, rétt elns og í fyrri leiknum í Keflavfk. IRB, sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur, komst áfram í riðlakeppni Korac-bikarkeppn- inar eftir 2ja stiga tap í seinni leiknum gegn enska liðinu London Leopards, 80-78, í London í gær. ÍRB vann fyrri leikinn í síðustu viku með 36 stigum og komst því örugglega í riðla- keppnina þar sem liðið leikur 6 leiki, heima og heiman, frá 6. október til 17. nóvember. Þrátt fyrir slæma byrjun, þar sem London Leopards komust í 12-0, tókst ÍRB að ná þeim fljótlega og jafna leikinn í 24-24. London hafði 47-39 forustu í leikhléi, leikurinn var síðan í járnum það sem eftir var en skömmu fyrir leikslok komst ÍRB yfir, 76-78. En Englending- að standa sig, segir Þórður Lárusson þjálfari Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Ítalíu í 3. riöli und- ankeppni Evrópu- mótsins á Laugar- dalsvelli klukkan 20 í kvöld. íslensku stelp- umar komu saman til æfinga fyrir viku og var síðasta æfing- in á Kópavogsvelli í gær. Liðið hefur leik- ið einn leik til þessa í riðlinum gegn Úkraínu og varð jafntefli. Síðar var ís- lenska liðinu dæmd- ur sigur vegna þess að úkraínska liöið tefldi fram ólöglegum manni. Ítalía lék til úrslita á síðasta Evrópumóti Þórður Lárusson landsliðsþjálfari sagði í SEimtali við DV í gær að mik- ill hugur væri í stelpunum fyrir leikinn og þær staðráðnar í því að standa sig gegn einu af sterkasta kvennlandsliði í heiminum í dag. Ítalía lék til úrslita gegn Þýskalandi í siðustu Evrópukeppni og tapaði, 1-0. Á síðustu heimsmeistara- keppni lenti ítalska liðið í þriðja sæti síns riðils. í ítalska liðinu leika margar af frægustu konum heims og hafa þær flestar yfir mikilli reynslu að ráða. ís- lensku stelpurnar hafa oft komið á óvart gegn bestu liðum heims á heimavelli og á góðum degi ætti það að geta tekist í kvöld. Mikill hugur í íslenska hópnum „Það er alveg klárt að það verður við ramman reip að draga í þessum leik enda andstæðingurinn í hópi þeirra bestu. Frá HM í sumar hafa átt sér stað einhverjar breytingar á liðinu og m.a. var skipt um þjálfara. Tvær af leikreyndustu stúlkum liðs- ins komu ekki með í leikinn hingað en engu að siður eru í hópnum 16 af 22 sem léku á HM í sumar. Ég tel að stelpurnar okkar mæti vel undir- búnar til leiks enda er tímabilið rétt að klárast og því allar í sínu besta leikformi. Ég verð með sömu áhersl- ur í þessum leik og gegn Úkraínu á dögunum. Fáum okkar tækifæri og þau ætlum að nýta Við fáum okkar tækifæri og þau ætlum við að nýta. Ég legg mikið upp úr varnarleiknum en við ætlum líka að sækja grimmt þegar við erum með boltann. Ef við leikum agaðan varnarleik er ansi mikið unnið. Það er mikill hugur í stelp- unum og þær vita alveg nákvæm- lega hvað þær eru að fara út i enda töluverð reynsla í hópnum. Við leggjum upp með sigur og ekkert annað,“ sagði Þórður Lárusson við DV í gær. -JKS ítalska liöiö sem leikur á Laugardalsvelli í kvöld: Hættulegt I skyndisóknum arnir skoruðu fjögur síðustu stigin og sigur- körfuna þremur sekúndum fyrir leikslok. Perry sterkur Purnell Perry, leikmaður Njarðvíkur og ÍRB, var stigahæstur og skoraði 25 stig í gær. Perry var mjög sterkur undir körfunni líkt og í Kefla- vík í síðustu viku þar sem hann gerði 26 stig. Stig ÍRB: Purnell Perry 25, Teitur Örlygsson 12, Guðjón Skúlason 11, Chianti Roberts 9, Hjörtur Harðarson 6, Fannar Ólafsson 5, Gunn- ar Einarsson 5, Friðrik Stefánsson 5. Robert Youngblod skoraði flest stig fyrir London Leopards eða 28, Kenya Capers gerði 20 og Peter Deppisch skoraði 18 en þessir þrír skoruðu 66 af 80 stigum liðsins. Capers fékk bara sekt frá FIBA fyrir brottreksturinn í fyrri leiknum og mátti því spila í gær. Það voru fleiri áhorfendur í Kefla- vík en í London Arena i gær og þeir 30 íslendingar sem mættu til að styðja við bakið á liðinu yfir- gnæfðu heimamenn með glæsi- brag. Lítur mjög vel út Sigurður Ingimundarson var ánægður með að komast áfram en svekktur yfir að ná ekki að vinna leikinn. „Við erum ekkert rosalega ánægðir með leikinn og heföum getað spilað hann betur. Við vorum reyndar að spila á úti- velli og byrjuðum illa en gerðum það sem við þurftum og erum mjög sáttir við útkomuna og spenntir fyrir framhaldinu.Við spiluðum skyn- samlega allan leikinn og vorum óheppnir með að vinna hann ekki en það í sjálfu sér var ekki aðalatriðið. Það var ekkert sem þeir gerðu sem kom okkur á óvart, við vorum undirbúnir fyr- ir allt sem þeir gerðu og spiluðum vel út úr því. Þeir voru þó mun betri hér úti en í fyrri leiknum. Við leggjum mikla áherslu á að nota alla tíu leikmennina og skiptum stíft inn á og það taka allir ábyrgð hver á öðrum og þetta kemur mjög vel út. Þessi árangur þýðir að það verður meira álag á þessum liðum í vetur en við stöndum undir því og vitum hvað þarf að gera i komandi leikjum. Þessi vetur lítur mjög vel út fyrir okkur í Reykjanesbæ," sagði Sig- urður ennfremur. -ÓÓJ Kvennalandslið Islands æfði tvívegis í gær fyrir landsleikinn í kvöld og eins og sjá má var ekkert gefið eftir á Kópavogsvellinum. DV-mynd Teitur Italía er annað tveggja liða í sjötta riðli undankeppni Evrópu- móts kvenna í knattspyrnu sem tók þátt í úrslitakeppni heimsmeistara- móts kvenna í Bandaríkjunum í sumar. ítalir tryggðu sér þátttöku- rétt þar með því að sigra í 2. riðli undankeppni heimsmeistaramóts- ins en auk þess léku ítalir til úrslita í úrslitakeppni Evrópumótsins 1997. Á HM gerði Ítalía 1-1 jafntefli við Þýskaland, vann Mexíkó 2-0 en tap- aði 0-2 fyrir Brasilíu og missti af því á markatölu að komast áfram. ítalir fara ekki leynt með að und- irbúningur þeirra fyrir Ólympíu- leikana í Sidney er löngu hafinn og sjálfsagt líta þeir á þennan leik gegn íslendingum sem skref í þeim und- irbúningi. ítalir hafa orð á sér fyrir sérlega sterkan varnarleik og stórhættuleg- ar skyndisóknir. Á fyrsta heims- meistaramótinu, í Kína 1991, lutu ítalir í lægra haldi fyrir Norðmönn- um í undanúrslitum eftir fram- lengdan leik. Líkt og karlalið Itala leikur liðið agaða og skipulagða knattspyrnu sem hefur byggt leik sinn í kringum hina hæfileikaríku Antonella Carta sem er miðvallar- leikmaður en verður reyndar ekki með í kvöld. -ih Blaðáljósmyndarafélag Islands: Mjög alvarlegt mál Blaðaljósmyndarafélag íslands sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna atburðar á leik Grindavíkur og Vals síöasta laugardag: „Blaðaljósmyndarafélag íslands harmar þann atburð þegar leikmaður Knattspymufélagsins Vals, Jón Þ. Stefánsson, veittist að Teiti Jónassyni, ljósmyndara DV, sem var við störf sín að mynda knattspyrnuleik. Eins og kunnugt er tapaði Valur og féll í 1. deild. Má vera að mönnum sé heitt í hamsi eftir svona úrslit en það að leikmaður ráðist á ljósmynd- ara sem sinnir sínum störfum á vettvangi er mjög alvarlegt mál í augum Blaðaljósmyndarafélags íslands. Ber að taka það fram að samstarf ljós- myndara við íþróttafélögin hefur ávallt verið með stökustu prýði.“ Kani til Hamars Körfuknattleikslið Hamars í Hveragerði hefur fengið til liðs við sig bandarískan leikmann. Leik- maðurinn Rodney Dean kemur frá Central Arkansas háskólanum í Bandaríkjunum sem leikur í ann- arri deild þarlendis. Hann kemur í staðinn fyrir Úkraínumanninn Oleg Krizhanovskij sem hefur leikið með Hamri síðustu árin. Dean, sem kom til landsins í morgun, var með 24 stig að meðal- tali í leik hjá liði sínu í háskólan- um. „Hann er hreinn og beinn skorari og kemur hingað til þess að skora stig fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingv- arsson, þjálfari og leikmaður Ham- ars. Einnig segir Pétur að leikmað- urinn verði líflegur fyrir áhorfend- ur og að Rodney eigi vonandi eftir að hjálpa liðinu i baráttunni um að halda sæti í úrvalsdeildinni í vetur. -kb r 4 MEISTARADEILDIN E-riðill: Real Madrid - Molde.........4-1 1-0 Morientes (27.), 2-0 Savio (60.), 3-0 Savio (69.), 3-1 Lillebæk (79.), 4-1 Gutierrez (80.) Porto - Olympiakos..........2-0 1-0 Esquerdinha (6.), 2-0 Jardel (47.) Porto 2 Real Madrid 2 Olympiakos 2 Molde 2 3-0 7-4 3-5 1-5 F-riðill: PSV Eindhoven - Valencia . . . 1-1 0-1 Lopez (4.), 1-1 van Nistelrooy (71.) Rangers - Bayern Miinchen .. 1-1 1-0 Albertz (22.), 1-1 Tarnat (89.) Valencia Bayern M. PSV Rangers 3-1 3-2 2-3 1-3 G-riðill: Bordeaux - Willem II.........3-2 1-0 sjálfsmark (16.), 2-0 Laslandes (22.), 2-1 Abdellaoui (40.), 2-2 Sanou (70.), 3-2 Feindouno (83.) Spartak Moskva - Sparta Prag 1-1 0-1 Lokvenc (16.), 1-1 Bezrodnyi (73.) Spartak M. Bordeaux Sparta P. Willem II 4-2 3-2 1-1 3-6 H-riðill: AC Milan - Gaiatasaray........2-1 1-0 Leonardo (44.), 2-0 Shevchenko (45.), 2-1 Umit (49.) Hertha Berlín - Chelsea.......2-1 1-0 Daei (2.), 2-0 Daei (70.), 2-1 Le- boeuf (86.) Hertha AC Milan Galatasaray Chelsea 4-3 2-1 34 1-2 Bland i nokca Michael Laudrup, sem lék á sínum tima 104 landsleiki fyrir Dani, var í gær ráðinn aðstoð- arþjálfari danska landsliðsins í knatt- spyrnu. Morten Ol- sen tekur við þjálf- un liðsins frá 1. júlí á næsta ári. Það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum í starfi en fyrsta stórverk- efni þeirra verður þátttaka Dana í und- ankeppni heimsmeistaramótsins. Á styrkleikalista yfir félagslið i Evrópu þessa stundina er Inter Milano komið i efsta sæti eftir að hafa verið í 12. sæti þegar listinn var síðast birtur. Lazio er i öðru sæti og Rayo Vallecano, sem komið hefur geysilega óvart það sem af er, er í þriðja sæti. I næstu sætum koma Fior- entina, Juventus, Rangers, Manchester United og Barcelona. Þess má geta að Sheffield Wednesday er í 472. sæti og skoska liðið Aberdeen er sæti neðar en liðið hefur tapað öllum sinum 7 leikjum i deildinni. Lió frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur er á leið í Evrópubikar- keppnina sem haldin verður í Austur- ríki dagana 23 - 26. september. Liðið er í riðli með Vástra Frölunda frá Svíþjóð, Olympia Ljubljana frá Slóveníu, Alfa frá Irlandi og ASKÖ, frá Austurríki. í TBR-liðinu eru Oddný Hróbjartsdótt- ir, Sara Jónsdóttir, Katrin Atladóttir, Ragna Ingólfsdóttir, Magnús Ingi Helgason, Helgi Jóhannesson, Njörður Ludvigsson og Haraldur Guómunds- son. Þjálfari er Jónas Huang. Þetta er yngsta lið sem TBRhefur teflt fram í þessari keppni en meðalaldurinn er að- eins 19 ár. Edda Blöndal úr Þórshamri vann tvö- faldan sigur í kvennaflokki á fyrsta bik- armeistaramóti vetrarins í karate sem haldið var í Hagaskóla á laugardaginn. Hún sigraði bæði í kata og kumite. Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri sigraði í kata karla og Gunnlaugur Sigurðs- son, Haukum, í kumite karla. Víkingar sigruðu á Ragnarsmótinu í handknattleik karla sem fram fór á Sel- fossi í síðustu viku. Þeir unnu Aftureld- ingu, 29-22, og Fjölni, 28-20, en gerðu jafntefli við Selfoss, 26-26, og fengu því 5 stig. Selfoss fékk einnig 5 stig, Aftureld- ing var með 2 stig en Fjölnir ekkert. Valdimar Þórsson úr Aftureldingu var kjörinn leikmaður mótsins en marka- hæstur var Þórir Ólason, Selfossi, og besti markvörðurinn var valinn Jóhann Guðmundsson, Selfossi. Guðmundur Ingi Magnússon, íslands- meistari með Víkingum 1991, er kominn með lið sitt, Tidaholm, upp í sænsku C- deildina í knattspymu en hann er þar að ljúka sínu öðru ári sem spilandi þjálfari. Guðmundur Ingi, sem er 35 ára og lék einn A-landsleik á sinum tíma, hefúr sjálfur skorað 10 mörk i ár en lið hans hefur haft talsverða yfirburði og er kom- ið upp þó tveimur leikjum sé ólokið. Arnar Hallsson úr Vikingi var í gær úr- skuröaður i 2ja leikja bann af aga- nefnd KSÍ og tekur það út næsta tíma- bil. Eins leiks bann á næsta ári taka út þeir Marcel Oer- lemans, Fram, Grétar Hjartar- son, Grindavík, Lárus Huldarsson, Víkingi, og Sigur- jón Gisli Rúnarsson, KVA. Baldur Að- alsteinsson, ÍA, verður hins vegar í banni í bikarúrslitaleiknum gegn KR á sunnudaginn. Þór frá Akureyri sigraði á móti fjög- urra úrvalsdeildarliða í körfubolta sem fram fór á Akranesi um síðustu helgi. Þór vann Hamar, 70-65, KFÍ, 76-71, og ÍA, 94-74. Hamar varð í öðru sæti, vann KFÍ, 74-63, og ÍA, 65-48, og KFÍ vann ÍA, 82-74, og varð í þriðja sæti. isafjarðarlióið KFÍ hefur skipt um bandarískan leikmann. Julius Teal, sem kom til liðsins í sumar, fékk heim- þrá og hætti og í stað hans er kominn Clifton Bush, 196 sm hár framherji. Jason Harden, bandarískur körfuknatt- leiksmaður, hefur verið ráöinn þjáifari og leikmaöur hjá 1. deildar liði Hattar á Egilsstöðum. KFÍfrá ísafirði er komið inn í 1. deild kvenna í körfuknattleik á nýjan leik en liðið hafði áður hætt við þátttöku. Þar með er ljóst að liðin í deildinni verða sex talsins, KR, Keflavík, Grindavík, ÍS, Tindastóll og KFl. KR og ÍS mætast í meistarakeppni kvenna i körfuknattleik á laugardaginn kl. 16. Leikið er í hinu nýja húsi KR-inga og er þetta vígsluleikur hússins. Bæði lið hafa tekið miklum breytingum frá síð- asta ári, sérstaklega IS sem hefur fengið fjóra leikmenn úr IR. Eva Stefánsdóttir, besti leikmaður kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, er gengin til liös við Keflavík í kjölfar þess að Njarðvík verður ekki með í 1. deild- inni í vetur. Áður hafði Keflavík fengið Öldu Leif Jónsdóttur frá ÍS og Erlu Þorsteinsdóttir frá Bandaríkjunum. Gisli Sigurðsson og Birgir Sigurðsson úr Keili sigruðu á landsmóti eldri kylfinga á Grafarholtsvelli á sunnudag- inn. Þeir fengu 47 punkta, jafnmarga og Ásgeir Nikulásson úr NK og Magnús R. Jónsson úr GR sem urðu í öðru sæti. I þriðja sæti urðu Bjarni Gislason og Haukur Ottested úr GR með 46 punkta. - JKS/EH/DVÓ/VS/ÓÓ J Meistaradeildin: Hertha með góða stöðu Hertha Berlín tók í gærkvöld forystuna í H-riðli meistaradeildar Evrópu í knatt- spymu með góðum sigri á Chelsea, 2-1, frammi fyrir 57 þúsund áhorfendum í Berlín. íranski miðherjinn Ali Dai skoraði bæði mörk Chelsea en Franck Leboeuf lagaði stöð- una fyrir Chelsea úr vítaspymu rétt fyrh- leikslok. Sigur Herthu er mjög athyglisverður vegna þess hve mikil forfoll eru í liðinu um þessar mundir vegna meiðsla. Eyjólfur Sverrisson er fjarverandi eftir uppskurð og félagi hans í öftustu vörn, Kjetil Rekdal, er að jafna sig eftir fótbrot. Porto er eina liðið með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar en tvö lægst skrif- uðu liðin, Molde frá Noregi og Willem II frá Hollandi, eru án stiga. Stuðningsmenn Real Madrid vom ekki spenntir fyrir því að sjá Molde því aðeins 15 þúsund mættu til að sjá 4-1 sigur sem er lægsta áhorfendatala í sögu meistaradeildarinnar. Bayern Múnchen slapp með skrekkinn í Glasgow þegar Michael Tarnat jafnaði metin gegn Rangers á lokamínútunni með skoti í vamarmann og inn. -VS Tveir ungir til Celtic Skoska knattspyrnustórveldið Glasgow Celtic hefur boðið tveimur efnilegum piltum til sín til æfinga og fara þeir utan á morgun. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, 15 ára drengjalandsliðsmaður úr FH, og Jón Skafta- son, 16 ára KR-ingur, sem stóð sig vel með unglingaliði Wimbledon síðasta vetur. Útsendari frá Celtic hreifst af tvímenning- unum þegar hann var hér á landi á dögunum að skoða leikmenn í 2. og 3. flokki. -VS Jens Martin eftirsóttur Jens Martin Knudsen, færeyski markvörð- urinn hjá Leiftri, er eftirsóttur þessa dagana. Eins og fram hefur komið í DV vilja Ólafsfirð- ingar ólmir halda honum en það gæti oröið erfitt. í færeyskum fjölmiðlum hefur komið fram að þrjú ensk félög, úr B- og C-deildum, hafa sýnt honum áhuga, sem og þrjú færeysk lið og eitt í viðbót af Norðurlöndum. Þá hafa hér heima verið uppi vangaveltur um að Jens Martin muni fylgja Pál Guðlaugs- syni, fráfarandi þjálfara Leifturs, til Keflavík- ur en Páll verður ráðinn þjálfari Suður- nesjaliðsins í dag. -VS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.