Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 39
JL>V LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 ^mennmgn Ragna Róbertsdóttir vinnur með efni úr náttúru íslands: Fjölmargar sýningar fram undan - Hefurðu selt mikið af verkum? „Ég hef selt bæði hér heima og er- lendis en aðallega til safna. Þó nokkur verk hafa verið seld í heimahús, þá minni verk, en það er ekki algengt vegna eðlis verkanna." - Hvað tekur við eftir þessa sýn- ingu? „Ég verð með fjölmargar sýningar bæði á næsta ári og eins árið 2001, en allar sýningar sem þegar hafa verið ráðgerðar eru erlendis." Ragna Róbertsdóttir er á meðal at- hyglisverðustu listamanna okkar ís- lendinga og hafa viðamiklar og frum- legar veggmyndir hennar úr efnum úr náttúru íslands, hraungrýti og vikri, vakið verðskuldaða athygli. í stað þess að mála myndir af hrauni eins og margir okkar þekktustu málarar hafa gert notar hún hraunið sjálft í mynd- verk sín. Hún „hefur kosið eldfjallið sem sinn miðil,“ segir Gregory Voik í sýningarskrá, „ferðast um með eld- fjall í bakpokanum til að setja upp verk sín.“ Myndverk Rögnu eru eftirsótt víða um heim og undanfarin ár hefur hún átt verk á sýningum á öllum Norður- löndum, í Rússlandi, Japan og Banda- ríkjunum auk fjölda Evrópulanda. Nýjasta sýning hennar ber nafn eld- fjaUsins Kötlu og var opnuð á Kjar- valsstöðum í gær. Ort inn í rýmið í miðrými og utandyra við Kjar- valsstaði hefur Ragna unnið gifurlega stórt verk þar sem hún skapar einfóld en kraftmikil tengsl á milli þess efni- viðar sem hún notar og rýmisins. Verkið miðast við þetta ákveðna rými en vísar sterkt til landsins þaðan sem efniviðurinn er sóttur. Ragna hefur flutt umtalsverðan hluta Mýrdals- sands (sem kom upprunalega úr Kötlu) að sýningarrými Kjarvalsstaða en innandyra „teiknar" hún með vikri og „málar“ með gleri. Vikur og gler eiga sameiginlegt að hafa ummyndast við hita en hafa þó ólíkt eðli, útlit og uppruna. Glerið er tær massi andstætt við loftkennda eig- inleika vikursins sem þeytist upp úr iðrum jarðar við ógurleg átök náttúr- unnar. Efnin skapa í senn minni þess landslags sem efnið er fengið úr og óhlutbundin myndverk. Sterk viðbrögð Það er við hæfi að byrja á því að spyrja hvenær ferill Rögnu hófst? „Ég var í Myndlista- og handíða- skólanum árin 1963-1967 og aftur 1968-70,“ segir Ragna. „Eftir það stundaði ég nám við Konstfack lista- skólann í Stokkhólmi 1970-71. Það er líklega um 1980 eða laust fyrir það sem ég byrja að vinna eitthvað að ráði við þá myndlist sem ég fæst við enn.“ - Þú hefur komið víða við á þessu ári. Ragna Róbertsdóttir - frumlegur og kraftmikill listamaður. „Já, ég hef tekið þátt í fjórtán sýn- ingum á þessu ári. Þrjá mánuði á ár- inu var ég í boði Stuttgart borgar í Þýskalandi með vinnustofu og á laun- um en síðan hef ég sýnt víða, til dæm- is í New York og Köln. Mér hefur ver- ið tekið mjög vel og ég hef fengið sterk viðbrögð." DV-myndir Hilmar Þór Verkin unnin á staðnum - Vinna við svona stór verk hlýtur að vera tímafrek. Hvað hefur þetta ákveðna verk tekið langan tíma? „Ég vinn verkin alltaf á staðnum og það hefur tekið nokkra daga með góðri hjálp að koma upp þessu stóra verki hérna. Ég er náttúrlega búin að vinna svona verk mjög víða og er komin í góða þjálfun. Það er um það bil ár síðan mér var boðið að sýna hérna en hugmyndin að verkinu kviknaði þegar ég var á ferð á Mýr- dalssandi í surnar." - Hvernig er vinnu þinni og ferðum háttað? „Ég hef unnið talsvert með galleríi 18,“ segir Ragna, „og hef ferðast mikið með Eddu Jónsdóttur sem rekur það gallerí. Við höfum sótt listamessur og sýningar erlendis í félagi við Finn- boga Pétursson myndlistarmann, en hann er einmitt aðstoðarmaður minn hér.“ Einföld en kraftmikil tengsl milli efniviðar og rýmis - hefur komið víða við og sýnir nú á Kjarvalsstöðum * V v ■r Veggverk Rögnu á Kjarvalsstöðum. -hdm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.