Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 t Þeqar öllu virðist lokið Að vera kippt skyndilega út úr hinu daglegu lífi og vakna upp við þá skelfilegu hugsun að maður getur ekki lengur gert alla hluti eins og áður er eitthvað sem fæstir leiða hugann að. Slys og ýmis veikindi eru þó sá harði veruleiki sem allmörg okkar þurfum að horfast t augu við á lífsleiðinni. Þá er spumingin hvemig maður bregst við. Lífið er ekki nærri því búið - segir Bergur Þorri Benjamínsson sem féll af þaki íþróttaskemmunnar á Akureyri í sumar og lamaðist fyrir neðan mitti Bergur Þorri Benjamínsson er fæddur á Akureyri en hefur verið búsettur í foðurhúsum aö Ytri-Tjömum sem er 12 km inn- an við höfuðstað Norðurlands. Hann var að vinna uppi á þaki Íþróttaskemmunnar á Akureyri þann 23. júlí í sumar við að rífa upp þakið. Þá þurfti hann að beita fyrir sig fætinum við vixmuna og sté þá til hliðar og vissi ekki annað en þar ætti að vera traust klæðning. Þetta var án efa eitt örlagaríkasta skrefið í lffi Bergs því klæðningin reyndist ekki vera annað en fárra millímetra þykkt masonít sem gaf sig mn leið. Bergur féil aftur yfir sig, fjóra metra niður á steinsteypt góffið. „Ég hugsaði, hva... er ekkert sem heldur undir mig? Áður en ég missti meðvitund hugsaði ég með mér, þetta er ekki svo hátt fall, mað- ur hlýtur að meika þetta. Ég lenti á bakinu og tólfti brjóskliöur brotn- aði í mél og sá ellefti hliðraðist, en fyrir utan það brotnaði ég ekki mik- ið. Þetta hafði þau áhrif á mænuna að hún klipptist að öllum líkindum í sundur og nú er ég með hreina lömun frá mitti og niður. Þetta er mesta kjaftshögg sem ég hef nokkum tíma fengið. Mér dauð- brá þegar ég rankaði við mér og gat ekki hreyft fætuma. Það er eigin- lega ekki hægt að hugsa sér það verra. Samt er þetta ekkert sem drepur mann. Þetta rústar lffi manns í ákveðinn tíma, en með því að vera sæmilega sterkur getur maður unnið sig í gegnum það. Maður sættir sig þó aldrei við þetta. í upphafi var í mér mikil reiði og vonska. Nú er ég kominn yfir erfið- asta hjallann og gremjan fer óðum minnkandi. Nú, þegar maður sér að það er ýmislegt hægt að gera, fara í bíó og annað, þá áttar maður sig á því að lffið er ekki nærri því búið. - Þetta er ekki búið fyrr en maður er kominn sex fet niður í jörðina. Ég er þrátt fyrir allt með hend- 25 Bergur Þorri Benjamínsson. DV-myndir E.ÓI umar og höfuðið í lagi. Nú er ég í þjálfun sem gengið hefur vel og er að verða það sjálfbjarga að ég get farið að gista heima hjá mér um helgar. Ég mun fara norður í heimahagana 20. nóvember og stunda þjálfun á Kristnesi fimm daga í viku fram á vorið.“ Bergur átti eftir hálft ár í stúd- entspróf frá Verkmenntaskólanum og segist hann vera svo heppinn að sá skóli er langfremstur í fjar- kennslu á landinu. Sveitungar Bergs, félagar í vinnu, sauma- klúbbskonur, vinir og kunningjar keyptu fartölvu handa honum svo hann gæti haldið náminu áfram og gengur það vel. „Það hefur svo verið mér ómetan- legt að unnusta mín, Berglind * Gylfadóttir, hefur verið mér stoð og stytta í gegnum þetta ailt saman, eins og ættingar og vinir. Þá hefur líka reynst mér vel að tala við presta, sálfræðinga og hjúkrunar- fólkið," sagði Bergur Þorri Benja- mínsson. -HKr. Það sárvantar áfallahjálp fyrir aðstandendur - segja félagamir Pétur og Axel á Grensásdeild sem báðir misstu fætur eftir slys og telja að áfallahjálp sé lykilatriði í meðferð sjúklinga Þeir voru eins og samlokur, félagamir Axel Emil Gunn- laugsson og Pétur Jónsson, við æfingar í endurhæfmg- unni á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa misst hvor sinn fót af völdum slysa og kynntust íyrst á sjúkrahúsinu. Pétur, 31 árs, er giftur og tveggja bama faðir. Hann var með eigin rekstur í innflutningi og sölu á vinnupöllum er hann lenti í bílslysi þann 15. janúar sl. Hann stóð fyr- ir aftan kyrrstæðan bíl er annar bíll, sem Pétur sneri baki í, kom aðvífandi og ók á kyrrstæða bílinn og lenti Pétrn- þar á milli. Hann brotnaði á báðum fótum og fór sá vinstri al- veg af rétt fyrir ofan ökkla en á sama fæti var annað brot á miðjum kálfa. Ákveðið var að taka stubbinn af við brot- ið á kálfanum. „Þetta var bara slys og maður bjóst auðvitað ekki við þessu. Ég gæti samt sagt að ég hafi verið heppinn miðað við það sem hefði getað Axel Emil Gunnlaugsson. gerst ef ég hefði t.d. beygt mig niður. Mesta áfallið kom svo þrem mánuðum eftir slysið þegar ég áttaði mig á því að ég gæti ekki unnið allt eins og áður,“ segir Pétur. Axel, 39 ára, er giftur og þriggja bama faðir og vann sem flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hann var að vinna að viögerð á fótboltamarki þann 16. nóvember 1998. Markið féll yfir Axel og lenti á síðu hans, hné og hægri rist. Hann leitaði ekki lækninga fyrr en eftir tvo eða þrjá daga. í röntgenmyndatöku kom fram að hann væri með brotna rist og mar á síðu. Hann var sendur í sjúkraþjálfun og náði þar þokkalegum bata. Þann 30. desember vaknaði Axel upp með ískaldan fót og var þá sendur beint í gjörgæslu. Þar lá hann fram til 8 janúar eftir að hafa fariö i fjórar aðgerðir. Þá héldu læknar að búið væri að komast fyrir vandann. Axel var þó aftur lagður inn um mánaðamótin janúar/febrúar út af sama vanda sem var blóðsegi í æðum hægri fótar sem stöðv- aði blóðrennsli. Eftir þrettán aðgerðir, auk blóðtappa í lung- um, kom í ljós að ekki var hægt að bjarga fætinum og var hann tekinn af við hné þann 9. ágúst. „Þetta var mikið sjokk Pétur Jónsson (vinstra megin) og Axel Emil Gunnlaugsson á þrekhjólum á Grensás- deild. Þeir gantast gjarnan með vandamál sln og Pétur hefur meira að segja látið út- búa svarta Batman-hulsu á gervifótinn af þvi aö honum þótti það flottara. DV myndir E.ÓL fyrir mig og ég er enn ekki búinn að jafha mig á því,“ segir Axel. Félagamir eru sammála um að starfsfólkið á Grensásdeild sé að gera kraftaverk á hverjum degi fyrir sjúklingana við þröngar aðstæður og lítinn tækjabúnað. „Slysið hefur breytt sjónarhomi manns á tilverunni,“ segir Pétur. „Veraldlegu hlutimir em ekki alveg eins mik- ilvægir og áður. Það er skrýtið að vera kippt út úr daglega starfmu inn í samfélag sem maður vissi ekk- ert um.“ „Það er mikill biturleiki hjá mér,“ segir Axel. „Ég flnn mikið fyrir þunglyndi og það hafa verið mjög miklar geð- sveiflur hjá mér. Maður hefði átt að leita eftir áfallahjálp strax. Ég taldi mig ekki þurfa þess en var kominn mjög langt niður þegar ég loks kallaði á Rudolf R. Adolfsson geðhjúkrunar- fræðing. Hann hefur hjálpað mér mikið.“ Pétur Jónsson. Félagamir em sammála um að áfallahjálp sé lyk- ilatriði í meðferð sjúklinga, jafnvel þó sjúklingamir afþakki hana í upphafi. Þeir þakka einnig önnu Kristínu Hreinsdóttur sjúkraþjálfara fyrir hennar þátt, ekki síst þann andlega stuðning sem hún veitir, eins og annað starfsfólk á Grensásdeild. Þá segja þeir félagsskap hvor annars hafa gefið þeim mjög mikið. Eitt telja þeir þó að sárvanti inn í meðferð þeirra sem lenda í svona slysum. Það er áfallahjálp fyrir að- standendur. Þeim líði yfirleitt illa og taki jafhvel meira út en sjúklingurinn sjálfur. „Þetta sárvantar,“ segja Pétur og Axel einum rómi og leggja áherslu á að lffið sé alls ekkert búið þó menn lendi í svona slysum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.