Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 JLj’V Ertu sonur mömmu þinnar? - hvers vegna kennir fólk sig við móður frekar en föður? Siguröur A. Magnússon fór aö kenna sig við móöur sína .Aöalheiöi, áriö 1952. Davíö Oddsson væri Ingibjargarson ef hann kenndi sig viö móöur sína. Þegar nafn Heiöars Helgusonar fór að hljóma á öldum ljósvakans og birtast á síðum dagblaða hváðu margir og töldu að um meinlega prentvillu væri að ræða í nafni manns sem hlyti að heita Heiðar Helgason. Svo er ekki. Heiðar sem, eins og e.t.v. margir vita, leikur knattspyrnu með enska knatt- spymuliðinu Watford á Bretlandi og er metinn á hærri upphæðir en flestir íslenskir knattspymumenn. Heiðar er einn fjölmargra sem hafa látið breyta kenninafni sínu og kennir sig við móður sína í stað föð- ur sins áður þegar hann hét Heiðar Sigurjónsson. Heiðar á þetta sam- eiginlegt með fjölmörgum íslending- um sem hafa kosið að leggja niður þá aldagömlu hefð að hver maður eða kona skuli kennd við foður sinn en þessi nafnahefð er eitt þeirra sér- kenna íslensks þjóðfélags sem enn hefur ekki verið lagað að alþjóðleg- um fyrirmyndum. Á Spáni t.d. eru allir með tvö ættamöfn og er hið fyrra ættarnafn móður en hið síð- ara ættamafn foður. Nokkrir þekktir íslendingar kenna sig við mæður sínar en sum- ir kenna sig við báða foreldra sína. Þannig er um þá bræður Gauta og Dag Bergþórusyni Eggertssyni en Dagur er þekktur sem ævisöguritari Steingríms Hermannssonar. Þama mætti einnig nefna Sigurð A. Magn- ússon, rithöfund og menningarvita, en A-ið í nafni hans mun standa fyr- ir Aðalheiðarson. Ingunn Ásdísardóttir er þekkt fyrir störf sín í leikhúsheiminum og víðar á sviði menningarmála. Sif Ragnhildardóttir söng sig inn í hjörtu landsmanna i kvikmyndinni Með allt á hreinu. Jón Sæmundur Auðarson hefur getið sér gott orð meðal yngri kynslóðar listamanna þrátt fyrir ungan aldur. Lóa Aldís- ardóttir er þekktur blaðamaður. Meðal ungs fólks sem ber kenninafn móður má einnig nefna Líf Magneu- dóttur, dóttur Magneu J. Matthías- dóttur rithöfundar og Þórhildi El- ínu Elínardóttur, eiginkonu Helga Hjörvar borgarfulltrúa. Hvernig á að fara að? Samkvæmt upplýsingum starfs- fólks Hagstofunnar er algengt að fólk breyti nafnskráningu sinni með þessum hætti og fer frekar í vöxt. Sérstök eyðublöð fást til þessara hluta á Hagstofunni og getur fólk ráðið því hvort það lætur kenna sig einungis við móður eða við bæði móður og föður. Hvað varðar nýja þjóðfélagsþegna þá er fyrirkomulagið þannig að fæð- ist barn í hjónabandi er það kennt við foður sinn, eiginmann eða skráðan sambýlismann móðurinnar nema sérstaklega sé beðið um ann- að. Þegar einstæðar mæður eignast börn, þ.e. konur sem ekki eru skráð- ar í sambúð eða hjónabandi, er bamið kennt við móður sína. Síðan er fyllt út sérstök faðemisviður- kenning hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti og send til Hagstof- unnar. Þrátt fyrir vottorðið er skráningu viðkomandi barns ekki breytt nema sérstaklega sé beðið um það. Að sögn starfsfólks Hagstof- unnar og starfsmanns Sýslumanns- embættisins í Reykjavík fer í vöxt aö mæður vilji láta kenna böm sín við sig þó þau séu rétt feðruð eftir kúnstarinnar reglum og réttum pappírum um það skilað. Það er hins vegar ekki svo í öllum tilvik- um og ekki lagaskylda að feðra öll börn. Við fæðingu er fyllt út svokölluð fæðingarskýrsla og þar er ljósmóður eða lækni gert að inna móður eftir faðerni. Kjósi hún að gefa það ekki upp er látið þar við sitja, þótt flestir séu sammála um að móður sé siðferðilega skylt að feðra bam sitt. Þekktist fyrir rúmum þúsund árum Skylt er að geta að þótt það sýn- ist meðvitað og nútímalegt að kenna sig við móður sína þá er það alls ekki nýtt fyrirbæri. í Egils sögu Skallagrímssonar er sagt frá Háreki og Hræreki Hildiríðarsonum sem voru talsverðir kappar og sóttu rétt sinni af mikilli hörku á hendur Þórólfi Kveldúlfssyni. Þeim er lýst svo að þeir hafl verið smáir vexti en vel viti bomir og beittu fremur klókindum en aflsmun. Einnig mætti nefna Droplaugarsona sögu sem segir frá Helga og Grími Drop- laugarsonum sem ólust upp á Fljóts- dalshéraði. Þeir voru engir aukvis- ar sem sést best á því að þeir fóru tveir saman, 12 og 13 ára gamlir, að Þorgrími tordýfli og drápu hann vegna þess að hann hafði sagt eitt- hvað óviðurkvæmilegt um móður þeirra. Þannig má segja að það hafi tíðkast allt frá söguöld að menn væru kenndir við mæður sínar og sé það samkvæmt því að komast aft- ur í móð eftir tæplega 1000 ára hlé. Davíð Ingibjargarson? Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvemig nöfn þekkta ís- lendinga myndu hljóma ef þeir færu að dæmi samferðamanna sinna og kenndu sig við móður sína í stað föður. Þar er efstur á blaði Davíð Ingibjargarson forsætisráðherra en formaður Framsóknarflokksins Halldór Guðrúnarson veitir honum styrk. Aðrir ráðherrar i rikisstjóm þeirra eru t.d. Valgerður Jórlaugar- dóttir iðnaðarráðherra, Páll Huldu- son félagsmálaráðherra, Geir H. Önnuson fjármálaráðherra, Ámi Sigrúnarson sjávarútvegsráðherra og Björn Sigriðarson menntamála- ráðherra. Af öðrum valdamönnum í ís- lensku þjóðfélagi mætti nefna herra Karl Magneuson biskup, Ólaf Ragn- ar Svanhildarson, forseta Islands, Garðar Ingunnarson, forseta Hæsta- réttar og Halldór Kristjönuson, for- seta Alþingis. Af frægum listamönnum mætti nefna Hjálmar Sigríðarson, rektor Listaháskólans, Atla Heimi Kristín- arson tónskáld, Kristján Fanneyjar- son stórsöngvara, Ólaf Jóhann Önnuson, rithöfimd og Egil Mar- grétarson, söngvara og Stuðmann. Af þekktum athafnamönnum mætti hugsa sér Sigurð Gísla Jón- ínuson, eiganda Hofs, Eyjólf Auðar- son, forstjóra Frjálsrar fjölmiðlunar og Kára Sólveigarson, forstjóra ís- lenskrar erfðagreiningar, og Krist- inn Emilíuson, forstjóra Skeljungs ,svo fáeinir séu nefndir. Vildi merkja mig móður minni Sigurður Aðalheiðarson Magnús- son rithöfundur mun vera með þeim allra fyrstu sem lét breyta nafninu sínu á þann veg að hann kenndi sig við móður sína. „Forsagan er sú að ég var ungur maður suður á Grikklandi árið 1952 og skrifaði greinar um ferðalög, land og þjóð í Morgunblaðið. Al- nafni minn Sigurður Magnússon, síðar blaðafulltrúi Flugleiða, fékkst við svipuð skrif og fólk var alltaf að rugla okkur saman. Sigurður nafni minn taldi að mér bæri að breyta mínu nafni þar sem hann væri eldri. Þetta var alveg rétt og þegar ég fór að hugsa máliö og mundi að faðir minn hafði átt böm með sjö konum þá fannst mér eðlilegast að merkja mig henni móður minni. Ég held að þetta sé ekki skráð svona í þjóðskrá en þetta er löngu orðin órjúfanlegur hluti af nafninu minu,“ sagði Sigurður þegar DV bað hann að útskýra tilurð nafns- ins. Ahrif kvennabaráttunnar „Ég ólst upp hjá móður minni og þekkti föður minn ekki þó ég væri kennd við hann,“ sagði Ingunn Ás- dísardóttir í samtali við DV. „Þegar ég kynntist hugmyndum kvennabaráttu 19 ára gömul árið 1971 þá fannst mér tilvalið að sýna jafnréttishugsjónina í verki og lét breyta nafninu mínu til móður minnar. Það var í þann tíð ekki auð- velt fyrirtæki og ég man að það tók þrjá mánuði að fá nýja skráningu hjá Hagstofunni. Ég held að þá haíl þetta verið afar fátítt og gæti trúað að ég og Sif Ragnhildardóttir söng- kona hefðum verið með þeim allra fyrstu sem þetta gerðu.“ Sif Ragnhildardóttir söngkona sló í gegn í kvikmyndinni Meö allt á hreinu. Kári Stefánsson væri Sólveigarson ef hann hefði áhuga á því. Halldór Ásgrímsson gæti látiö kalla sig Guörúnarson. -PÁÁ Ingunn Ásdísardóttir breytti nafninu sínu í nafni kvennabaráttu áriö 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.