Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
13
Staðreyndafælni
'ij _
■■
j * 'h
__
„Meö nýrri vísitölu verður bráðum unnt að bera saman verðmyndun á ís-
lenskum markaði við önnur lönd; Bónus gæti haldiö áfram að lækka í vin-
sældum.“
Öllum er kunnugt að
íslenskir stjómmála-
menn og hagsmunarek-
endur viðurkenna
næstum aldrei neitt
sem kann að vera þeim
neikvætt, jafnvel þótt
dagsatt sé og alkunn-
ugt. Pólitískt karp er
því öfgakennt og flest-
um hvimleitt; nánast er
furðulegt að nýir þing-
menn skuli flestir taka
upp siði þeirra eldri
sem misbjóða oft dóm-
greind fólks með yfir-
hylmingum og stað-
reyndafeluleik. Með
sliku er verið að gera
lítið úr skynsemi fólks.
Ekki ég!
í byrjun febrúar birtist óvenju
mikið af staðreyndafælni í fjöl-
miðlum. Jón Ásgeir Jóhannesson
(Bónus) var viðmælandi Ævars
Arnar á Rás 2 sem spurði um
ástæður þess að verð á matvörum
hefði hækkað mikið á einu ári en
Hagstofan hafði nýlega upplýst að
verð á innfluttri matvöm hefði
hækkað um 7,8% á einu ári án
sýnilegrar ástæðu. Jón talaði um
verðhækkanir landbúnarafurða og
ljóta einokun þar, því næst hækk-
anir á verði innlendra drykkjar-
vara. Stjórnandi herti tökin og
spurði um innflutt matvæli en
fékk þau svör að heildsöluverð
hefði hækkaö. „En þið flytjið sjálf-
ir inn megnið af erlendum matvör-
um ykkar!“ sagði stjórnandi án
þess að fá svar.
Með nýrri vísitölu verður bráð-
um unnt að bera saman verð-
myndun á íslensk-
um markaði við
önnur lönd; Bónus
gæti haldið áfram
að lækka í vinsæld-
um. Þetta mál vek-
ur nú mikla athygli
vegna þess að Baug-
ur (Bónus innan-
borðs) er markaðs-
ráðandi og hluthaf-
ar hafa nýverið
Qárfest milljarða í
sjávarútvegi og fjár-
málafyrirtækjum.
Og meira
Tugir manna hafa
sett fram tillögur
um beytingar á
stjómun fískveiða í
því skyni að almenningur njóti
veiðirentunnar án þess að fóma
hagkvæmni. Fólk deplar bara aug-
um og hugsar: „Enn einn beturvit-
inn“. En þegar hluthafi í Samherja
seldi sinn hlut fyrir þijá milljarða
sló á steinþögn. Skyndilega varð
ljóst að aðferð við úthlutun kvóta
er óverjandi, margir stuðnings-
menn komnir á flótta og ríkis-
stjómin er komin í hættu ef hún
hefst ekki að.
Eftir söluna var fjallað um mál-
ið í þættinum „Silfur Egils“. Full-
trúar Samfylking-
ar og Frjálslyndra
lýstu andstöðu
sinni við fram-
kvæmd kvótaút-
hlutunar en
Tómas Ingi Olrich
sagði milljarða-
söluna felast í
uppsafnaðri þekk-
ingu í fyrirtæk-
inu, fasteignum og skipum ásamt
góðum rekstri. Auðvitað sáu allir
að þingmaðurinn sneiðst fram hjá
aðalatriðinu, kvótasölunni. Tabú
má ekki minnast á!
Reyndar var einnig fjallað um
gagnagrunninn umdeilda í sama
þætti en þingmaðurinn skautaði
yfirlætislega yfir málið og taldi
grunninn ekki vera neitt sérstak-
an og minntist á gagnagrunn í
Danmörku varðandi krabbameins-
mál. Hér er um stórkostlega flókið
og viðkvæmt mál að ræða sem
enginn sér fyrir endann á. Það er
ánalegt að þeir sem minnst þekkja
til rannsóknahliðar málsins skuli
taka mest upp í sig. Þeir segja
mest af Ólafi konungi sem hvorki
hafa heyrt hann né séð!
Um lóðaskort og lýðræði
Haft var eftir fasteignasölum í
Reykjavík að lóðaskortur í borg-
inni væri nú aðalástæðan fyrir
verðhækkunum fasteigna. Ingi-
björg Sólrún borgarstjóri svaraði
því tvisvar til að enginn lóðaskort-
ur væri í borginni! Hún má hafa
þá skoðun að borgin eigi ekki að
þenjast hratt út og aðfluttir geti
fengið lóðir í öðrum sveitarfélög-
um en hún skrökvar ekki að fast-
eignasölum sem upplifa daglega
kapphlaup og yfirboð.
Pétur Blöndal þingmaður lét svo
um mælt að stjómir lífeyrirssjóða
verkalýðsfélaganna væru ólýðræð-
islegar. Hann mætti Víglundi Þor-
steinssyni forstjóra í sjónvarpi en
hann mótmælti hástöfum og sagði
að lífeyrissjóðimir væru til komn-
ir með samningum á vinnumark-
aði - ekki orð um hversu margir
kæmu að kosningum stjórna sjóð-
anna. Það er ekki vansalaust
hvemig sumir menn geta beinlín-
is hindrað þroskandi umræðu. En
„Sannleikurinn er sjaldnast
hreinn og aldrei einfaldur"
(O.Wilde).
Dr. Jónas Bjamason
Kjallarínn
Dr. Jónas
Bjarnason
efnaverkfræðingur
„Þaö er ekki vansalaust hvernig
sumir menn geta beinlínis hindr-
að þroskandi umræðu. En „Sann-
leikurinn er sjaldnast hreinn og
aldrei einfaldur.u (O.Wilde)u
Kattafár og læti
Hið undarlegasta átak i sögu
borgarmenningar á sér stað þessa
dagana. Heimiliskettir eru hneppt-
ir í varðhald og heimtað fyrir þá
lausnargjald. Tvennum sögum fer
af tilgangi kattaránanna. Annars
vegar er verið að fækka flæk-
ingsköttum og hins vegar hafa
margir ónæði af köttum og hljóta
það að vera kettir almennt og yfir-
leitt. Flækingskettir, og þá meina
ég alvöru flækingskettir en ekki
skv. skilgreiningu borgarinnar,
eru það varir um sig og klókir að
þeir ganga ekki í svona fíflagildrur
á meðan ofdekruðum heimiliskött-
um finnst það fullkomlega eðlilegt
að verið sé að bera í þá mat. Enda
sýnir reynslan að fátt eitt er um
flækingketti uppi i Kattholti.
Tímabærar reglur um
kattahald
Það er löngu orðið tímabært að
reglur séu settar um kattahald
enda margir óhæfir til kattaeign-
ar. En ég sem ábyrgur kattaeig-
andi hlýt að mótmæla því að ég
eigi að gjalda fyrir fiflin. Köttur-
inn minn er geltur, eyrnamerktur
og ormahreinsaður reglulega. Ef
hann kúkar í sandkassa sem hann
gerir örugglega þá verður börnun-
um ekkert óskaplega meint af því
að borða sandinn.
En nú hlýt ég að spyrja: Af
hverju eiga kattaeigendur að bera
ábyrgð á bömum
borgarinnar? Er
ekki miklu nær
að foreldrar beri
ábyrgðina á börn-
um sínum? Setji
t.d. dúk yfir sand-
kassann þegar
hann er ekki í til-
ætlaðri notkun og
fylgist jafnvei
með börnum sín-
um? Hvaða vit er
í því að hefta
lausagöngu sjálf-
bjarga katta til að vemda lausa-
göngu ósjálfbjarga bama?
Hugsunarvilla
Það er einhver grundvallar
hugsunarvilla þarna á bak við.
Vitleysa sem hófst með lögum um
gæludýrahald í fjölbýlishúsum
sem hefur orðið til þess að smá-
munasamir nöldurseggir, sem lifa
innihaldslausi lífi, hafa fundið sér
tilgang. Að eyðileggja sálarró
vesalings fólksins sem hefur orðið
það á að taka ástfóstri
við gæludýrin sín. Þessi
lög brjóta klárlega á jafn-
ræðisreglunni. Allt er
þetta fóðrað með þvi að
dýr eigi ekki að hafa
sömu réttindi og fólkið
en það er jú fólk sem á
gæludýrin, það felst
strangt til tekið í orðinu.
Margir eru með of-
næmi fyrir köttum og
aðrir era hræddir við
þá. Skiljanlega vill það
fólk ekkert samneyti
eiga við dýrin þótt sumt
þeirra sé mjög elskulegt
gagnvart nágrönnum
sínum og þoli þeim
kattahald. En það eru
ekki allir jafnheppnir og
því miður er þessum lög-
um oftast beitt af illgirni í garð
eigendanna.
Heimiliskettir eru ekki hættu-
legir. Köttur klórar ekki barn
nema barnið sé að atast í kettin-
um. Enn og aftur ber enginn
ábyrgð á barninu. Flækingskettir
sækja i mat en ekki fólk. Persónu-
lega hef ég enga trú á því að flæk-
ingsköttur fari upp í barnavagn.
Heimilisköttur gæti hins vegar átt
það til. Þá er engu að síður mjög
ólíklegt að hann klóri barnið
nema að honum sé komið með of-
forsi og látum.
Meö öðrum lífverum
Við erum hluti af náttúrunni,
hvort sem okkur
líkar það betur eða
verr, og deilum
jörðinni með öðr-
um lífverum. Að
rækta garðinn
sinn kallar á ána-
maðka, skordýr og
kattakúk. Þannig
er það bara. En ef
við ætlum að af-
neita náttúrunni
algjörlega og rjúfa
tengslin við hana
þá getum við ekki
látið staðar numið
við kattahreinsun.
Ég er með frjóof-
næmi og ofnæmi
fyrir alls kyns
blómum og grasi.
Ég fullyrði að
frjóofnæmi er álíka algengt og
kattaofnæmi ef ekki algengara. Ég
geri því þá skýlausu kröfu að öll
tré verði höggvin niður, öll blóm
reytt upp með rótum og malbikað
yfir allt gras. En þvi að láta staðar
numið hér? Kuldinn veldur mér
ónæði og margir versna af exemi
og öðrum húðsjúkdómum í kulda.
Því vil ég ég að reist verði gler-
kúpa yfir borgina til að hægt verði
að stjórna úrkomu og hitastigi,
svo ekki sé talað um krabbameins-
valdandi útfjólubláa geisla. Einnig
er þá hægt að loka á alla fugla og
allar flugur. Þá fyrst ættu allir að
geta orðið ánægðir.
Ásta Svavarsdóttir
„Ég er með frjóofnæmi og ofnæmi
fyrir alls kyns blómum oggrasi. Ég
fullyrði að frjóofnæmi er álíka al-
gengt og kattaofnæmi ef ekki al-
gengara. Ég geri því þá skýlausu
kröfu að öll tré verði höggvin nið-
ur, öll blóm reytt upp með rótum
og malbikað yfír allt gras.u
Kjallarínn
Ásta
Svavarsdóttir
bókmenntafræðingur
Með og
á móti
Ráðning Guðjóns Peder-
sens í starf leikhússtjóra
hjá Borgarleikhúsinu
Guðjón Pedersen var skipaður
næsti leikhússtjóri í Borgarleikhús-
inu og Þórhildur Porleifsdóttir mun
þvi vikja fyrir honum en hún haföi
dregið sína umsókn til baka þar sem
hún var ekki sátt viö vinnubrögö
stjórnar LR. Mikill styr hefur staöiö
um leikhússtjórastólinn f Borgarleik-
húsinu og menn eru ekki á einni
skoöun i Leikfélagi Reykjavíkur, nú
sem áður.
Guðjón einn
af okkar
fremstu leik-
húsmönnum
„Ég er með
ráðningunni
því Guðjón
Pedersen er
tvímælalaust
einn hæfasti
aðilinn sem
sótti um
starfið. Ég tel
hann líka
einn af okkar
fremstu leik-
húslista-
mönnum og
hef þá trú að ef einhver hér
geti búið til gott leikhús þá sé
það Guðjón. Hann hefur gert
mjög góðar sýningar og auk
þess sýndi Guðjón og sannaði
með EYú Emelíu að hann náði
aö reka leikhús án taps.“
Einokun LR
er tíma-
skekkja
„Ég þekki
Guðjón að
góðu einu og
óska honum
alls velfarnað-
ar í þessu
starfi sem
öðrum. En
því miður
Skiptir harla Jón VIBar Jónsson
litlu máli ie'khúsgagnrýn-
, , andi.
hver sa em-
staklingur er
sem gegnir starfi leikhússtjóra
LR, því að undirrótin að öllum
vandræðum félagsins eru úr-
eltir stjómarhættir. Þess
vegna fagna ég mjög afdráttar-
lausum yfirlýsingum borgar-
stjóra um að rekstur leikhúss-
ins verði stokkaður upp. Nú á
að opna Borgarleikhúsið fyrir
fleiri sjálfstæðum leikhópum
en LR og leyfa leikhúsinu
þannig að njóta þeirrar miklu
grósku sem hefur verið í þeim
geira leiklistarinnar undanfar-
in ár. LR verður auðvitað
áfram í húsinu en einokun
þess á því er tímaskekkja sem
ber að leiðrétta."
Kjallara-
höfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær berist
í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski
eða á Netinu. DV áskilur sér rétt
til að birta aðsent efni á stafrænu
formi og í gagnabönkum.
Netfang umsjónarmanns er:
gra@ff.is