Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Fréttir I>V Undirskriftir á Húsavík til styrktar nauðgara: Fórnarlamb nauðgunar hraktist úr bænum - Hæstiréttur hækkaði bætur vegna undirskriftanna í dag birtist í bæjarblaöinu Skránni á Húsavík opið bréf til bæjarbúa frá foreldrum ungrar stúlku sem var nauðgað í samkvæmi í kaupstaðnum síðast liðið vor. Eins og sjá má af bréfinu sem birt er hér til hliðar í heild, ólgar mikil reiði og beiskja undir lygnu yfirborði hins kyrrláta samfélags við Skjálfanda. í kjölfar þess að 113 Húsvíkingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við nauðgarann eftir að hérðasdómur dæmdi hann sekan í lok desember, hraktist fórnarlambið úr bænum og foreldramir íhuga hið sama. Hæstiréttur hefur nú fellt sinn dóm. Með þessu bréfl sem rætt er um er vísað tU dóms Hæstaréttar sem 13. aprU sl dæmdi Ævar Þór Æv- arsson, 18 ára Húsvíking, í 15 mán- aða fangelsi fyrir nauðgun en frestaði fullnustu dómsins um 3 ár enda haldi ákærði almennt skil- orð. Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms en bætir skUorði við. Tveir dómarar Hæstaréttar skU- uðu sératkvæði og vUdu að ákærði afplánaði þriggja mánaða fangelsi af fimmtán. í undirrétti voru fóm- arlambinu dæmdar 400 þús. krón- ur í miskabætur en Hæstiréttur hækkar þá upphæð í 500 þús. með hliðsjón af því að „framangreint brot hefur valdið henni óvenju- mikUli félagslegri röskun." „Við höfum orðið fyrir miklu óréttlæti og það er búið að eyði- leggja mannorð dóttur okkar,“ sagði Soffia G. Guðmundsdóttir, móðir fórnarlambsins, í samtali við DV. „Á þessum lista má sjá nöfn frænda okkar, fyrrverandi vinnu- veitanda, kaupmannsins á hom- inu og vinnufélaga. Þessi listi varð til í múgæsingi og lygum og var eins og hnifsstungá í bakið á okk- ur.“ Mæöur eiga líka syni Aðdragandi málsins er sá að þegar Ævar Þór var dæmdur í Héraðsdómi rétt um síðustu ára- mót var farið af stað meö undir- skriftalista honum tU stuðnings á Húsavík undir fyrirsögninni: Trú- um og treystum því að réttlætið sigri að lokum og undir voru nöfn Sinueldar: Tré skemm- ast og hest- ar í hættu Lögregla og slökkvUið í Ólafs- vík börðust við nokkra ólöglega sinuelda frá klukkan 14 á þriðju- dag til klukkan 23.30. Eldur hafði kviknað í skóg- ræktinni í Ólafsvík og drápust þar 50 tU 100 tveggja ára gamlar birkiplöntur vegna eldanna. Einnig var kveikt í sinu fyrir ofan gömlu ruslahaugana í Ólafsvík. Mikinn reyk lagði nið- ur í hesthúsin svo fjarlægja þurfti hestana. Tókst að slökkva eldana áður en skemmdir urðu á hesthúsunum. Lögreglan og slökkvUiðið á Hvolsvelli voru lika köUuð út að þremur sinueldum á þriðjudag. Mikinn reyk lagði frá eldum við Suðurlandsveg þar sem kveikt hafði verið í án leyfls. -SMK Húsavík við Skjálfanda Á Húsavík búa 2.429 manns. 113 nöfn voru birt í Skránni á Húsavík íjanúar til stuönings dæmdum nauögara. Fórn- arlambið hefur flutt úr bænum vegna aökasts. 113 Húsvíkinga og undir skjalinu stóð: Mæður eiga líka syni. Það er til þess sem vísað er í eftirskrift bréfs foreldra fórnarlambsins hér að ofan. DV hefur traustar heimildir fyrir þvi að ít- rekað var reynt að koma í veg fyrir aö listinn birtist og var einkum höfðað til þess að á hon- um birtist nafn hins ákærða fyrst opinber- lega en það var hvergi birt í málsskjölum. Skráin á Húsavík er blað með sjónvarps- dagskrá og auglýsing- um og liggur frammi á vinnustööum og verslunum í nær aUri sýslunni. Útgefendur Skrárinnar vildu ekki gefa upp við DV hver hefði greitt fyr- ir birtingu listans en hann olli miklu fjaðrafoki og flokka- dráttum á Húsavík. Nauðgunin sem málið snýst um átti sér stað á Húsavík 16. maí 1999 eftir veislu i kjölfar pró- floka í Framhalds- skólanum á Húsa- vík en árásarmað- urinn og fómar- lambið voru bekkjarsystkin í skólanum. í kjölfar þessa máls hefur stúlk- an flutt frá Húsa- vík en hún varö fyrir verulegu aðkasti vegna þessa máls. Hún stundar nám við fram- haldsskóla í Reykjavík en að sögn kunnugra var veist að henni á dansleik á Húsavik um jólin vegna þessa máls. Foreldrar hennar segjast í sam- tali við DV ekki hyggja á brott- flutning frá Húsavík að svo stöddu en þau eru bæði innfæddir Hús- víkingar. m msmsuwu *•»» _____ Kí »• - vm nsi ^ •*. ;ariBní nnuðgara tis!dui' víijuifis wndirajjrift 5 sssr noggorms ungum verri. PS ar VirðingarfyJist Lii,! og Soffia. E anð mem «* w r,ð“ía Bréf foreldranna Lygavegur spunninn um fórnarlamb nauögara og ekkert dæmi til um aöra eins framkomu. Dómstóll götunnar undir nafni Þegar listinn með nöfnun 113 Húsvíkinga er skoðaður kemur í Ijós að umtalsverð fjölskyldutengsl eru milli margra smáhópa á listan- um. Á hann skrifa heilar fjölskyldur sem tengjast meö ýmsum hætti, bæði gegnum at- vinnu og ættar- tengsl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir hefur enginn þeirra sem ritaði nafn sitt á listann viljað tjá sig um ástæður þess að málið fór í þennan farveg. DV ræddi við Sigurð Olgeirs- son, skipstjóra og útgerðarmann á Húsavík, sem ritaði nafn sitt á listann ásamt fóður sínum, bróður og syni, en hann vildi ekki segja neitt um ástæðurnar annað en að hann sæi ekki eftir neinu. Heimildarmenn DV á Húsavik fullyrða að margir sem rituðu nöfn sin á listann sjái mjög eftir því og finn- ist að múgæsing hafl gripið um sig. Mörgmn fmnst sem ímynd bæj- arins hafl beðið hnekki viö það að málið komst í hámæli og þess vegna ólgi mjög undir ennþá þó dómur Hæstaréttar hafi fallið. „Þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll götunnar kemur fram undir nafni,“ sagði Húsvíkingur í sam- tali við DV. „Mörgum finnst miður að það skyldi gerast hér.“- PÁÁ til Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Igi á pólnum Umfjallaðasti göngutúr ís- landssögunnar heldur áfram og hættir væntan- lega ekki fyrr en pólnum verður náð. Margir hafa velt fyrir sér hvað dregur menn út í slikar gönguferðir þegar mun þægilegra er að ferðast þetta með flugvélum. Sumir vilja tala um ævintýraþrá og þess háttar en aðrir eru efms um hvað það var sem dró Harald örn Ólafsson á snjóþotuna. Tvennt segja menn koma til greina, annars vegar að hann leiti að fylgi Framsóknarflokks foður sins úti á ísbreiðunni og hins vegar að það sé óbilandi trú hans á jólasveininn... Versta veöur Það vakti at- hygli lands- manna er Trausti Jóns- son veðurfræð- ingur birtist á sjónvarpsskján- um í fyrrakvöld i glampandi sól- skini, að hann var með hettu yfír hausnum. Dúðaður þykkri vetrarúlpu lýsti hann sólarmeti í Reykjavík sem var um þaö bil að falla. Enn meiri athygli vakti er fréttamaður impraði á klæðnaði Trausta í blíðúnni, þá sagði hann að lengsta samfellda sólskinstíma- bil í sögu mælinga væri bara hið versta veður. Gárungarnir velta því vöngum yfir því hvað þurfi til að Trausti telji veðrið gott og fari úr úlpunni... Vígt piss Ásatrúarmenn i íslandi hugðust lialda sína árlegu hátið í sumar og var stefnan sett á Þingvelli. Ætlun- in var að halda hátíðina 8 dögum fyrir kristnitöku- hátíð sem þar verður haldin um mánaðamótin júní/júlí. Þótti mönnum þetta vel til fundið, þar sem Þingvellir eru ekki síður „Mekka“ ásatrúarmanna en krist- inna. Jörmundi Inga allsherjargoða varð hins vegar ekki skemmt þegar söfnuður hans var krafmn um eina og hálfa milljón króna fyrir afnot af klósettum og tjaldstæöum sem ríkið mun alfarið greiða fyrir hina kristnu. Heimildarmenn telja víst að ástæðan hljóti aö vera sú að kló- settin geti afhelgast af notkun heið- inna manna. Varla dugi minna en vígt piss til að bæta þar úr... Gaflarar í víking Magnús Gunnarsson bæjarstjóri 1 Hafnarfirði, greip á lofti hug- mynd Garðbæ- inga og Bessa- staðahreppsbúa að sameinast í eitt sveitarfélag. Býður Magnús nú upp á þau einstæðu kjör að nærsveitungar stofni næststærstu borg á íslandi og gerist Gaflarar. íbúatalan yrði um 40 þúsund manns og með innlimun Kópavogs yrði íbúafjöldi hins nýja Gaflara- bæjar yfir 55 þúsund sálir. Ekki er talið ólíklegt að í herbragði Magn- úsar felist lika hemám Seltjarnar- ness og Mosfellsbæjar. Þar með yrði búið að umkringja gömlu höf- uðborgina. Spumingin er því hversu lengi Ingibjörg Sólrún þyldi slíkt umsátur áður en hún gæfist upp fyrir Göflurum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.