Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 Sá fótbrotni valinn fyrstur Kenyon Martin, 2,05 metra kraftframheiji, var í nótt valinn fyrstur i nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Það var New Jersey Nets sem fékk fyrsta valrétt að þessu sinni. Martin, sem er enn að ná sér eftir fótbrot f vetur, er ætlað að fylla skarð Jayson Williams sem fyrr um daginn lagði skóna á hilluna vegna þráðlátra meiðsla. Nets vonast eftir því að Martin færi þeim aftur styrk í fráköstum og vamarleik þar sem Willams var svo sterkur. Fyrstu fimm nýliðarnir voru framherjar. Vancouver Grizzlies valdi Stromile Swift frá LSU en aðeins Shaq hefur varið fleiri skot í sögu skólans þrátt fyrir að Swift hafi aðeins leikið i tvö ár. Swift er 2,05 metrar á hæð en Darius Miles, sem er aðeins 18 ára, varð aftur á móti fyrsti leikmaðurinns sem kemur inn beint úr framhaldsskóla til að vera valinn svo snemma þegar L.A. Clippers völdu hann með þriðja valrétt. Sögusagnir herma að Miles verði ekki lengi í Los Angeles heldur verð skipt til Orlando sem vilja ólmir fá hann en Miles var með 22,1 stig, 12,4 fráköst, 7,4 varin skot og 3,4 stoðsendingar hjá framhaldsskólanum sínum í vetur. Chicago Bulls átti tvo valrétti af fyrstu sjö og valdi framherjann Marcus Frazer númer fjögur og bakvörðinn Jamal Crawford númer sjö. -ÓÓJ Pétur Guðmundsson hlakkar til að takast á við nýtt verkefni: Ætla að standa Pétur Guðmundsson bregður á leik með körfuboltann f íþróttamiöstöðinni í Grafarvogi f gær. DV-mynd Teitur Pétur Guðmundsson, einn kunn- asti körfuboltamaður landsins, er kominn heim eftir langa útivist í Bandaríkjunum. Pétur hefur verið í Bandaríkjunum í um 25 ár. Að vísu dvaldist hann hér á landi árin 1990-93 og lék þá m.a. með Tinda- stóli og Breiðabliki. Pétur hélt aftur vestur um haf en nú segist hann vera alkominn og skrifaði í síðustu viku undir þjálfarasamning hjá Val/Fjölni og stýrir þeim í úrvals- deildinni á næsta tímabili. Pétur hefur náð lengst allra körfubolta- manna hér á landi en það vakti gíf- urlega athygli á sínum tíma þegar hann gekk til Portland Trailblazers í NBA-deildinni en síðan lék hann með Los Angeles Lakers og San Ant- onio Spurs. Var kominn meö mikla heim- þrá - Hvernig líst Pétri á að vera kominn heim og hvað olli þeirri ákvörðun? „Mér líst vel á það. Það var ein- faldlega kominn í mig mikil heim- þrá enda útilegan búin að vera löng. Ég var farinn að fylgjast vel með körfuboltanum hér heima á Netinu fyrir tveimur árum. Ég hef verið i góðu sambandi við þjálfara og kunningja mina hér og reyndi eins og hægt var að fylgjast með körfu- boltanum. Mér fannst einnig vera komið tækifæri til að miðla af reynslunni og þá ekki síst með meistaraflokk en það verður einnig spennandi að starfa með yngri kyn- slóðinni. Það eru í dag ein 25 ár síð- an ég fór til Bandaríkjanna og sá tími hefur verið mikil reynsla fyrir mig. Ég er bara svo mikill íslend- ingur í mér og stefnan var alltaf að koma og núna er ég kominn." - Hvemig heldur þú að íslenskur körfubolti standi í dag? „Ég held að körfuboltinn hér standi vel. Það er mikið til af ung- um og góðum einstaklingum. Mér sýnist að ungum leikmönnum hafi farið mikið fram tæknilega séð en það em autvitað hlutir sem má bæta. Þar á ég sérstaklega við lík- amlega þáttinn en leggja þarf meiri rækt viö lyftingar en gert hefur ver- ið til þessa. Menn verða að horfast í augu við það að nýta betur sumarið og hugarfarinu gagnvart því verður að breyta. Það er gaman að sjá hvað menn hafa lært og ég er viss að menn hafa lært mikið af NBA-deild- inni í sjónvarpi.“ Ómetanleg reynsla hjá Lakers - Heldur þú að reynslan sem þú býrð yfir frá NBA komi til með að nýtast þér í þjálfuninni hér heima? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég lék með toppleikmönnum í Bandaríkjunum undir stjórn frá- bærra þjálfara og þetta var besti skóli sem hugsast gat. Pat Riley hjá LA Lakers og Jack Ramsey eru mjög færir á sínu sviði og þangað getur maður sótt hafsjó af fróðleik. Þegar ég lít til baka öðlaðist ég ómetanlega reynslu hjá LA Lakers. Það að vera bæði leikmaður og í ná- lægð í kringum fyrirtækið og leik- menn á borð við Magic er í raun einstakt. Magic var meðvitaður um það hversu gífurlega mikilvægt það var að æfa vel enda sagði hann oft að það þýddi ekki bara að mæta í leiki. Hann sagði enn fremur oft að til að verða betri yrði að gefa sér tíma til æfinga, þær skiptu öllu máli í uppbyggingu allra körfubolta- manna.“ - Hvaða væntingar gerir þú til starfsins hjá Val/Fjölni? „Þetta er fyrst og fremst uppbygg- ingarstarf. Ég er með ungt lið í höndunum en meistaraflokkurinn verður að mestu byggður upp af Valsliðinu. Ég veit það hins vegar að bama- og unglingastarfið hjá Fjölni í Grafarvoginum hefur verið í góðum höndum. Þar er mikið af góðum efnum að koma upp svo óhætt er að segja að framtíðin sé björt í Grafarvoginum. Markmið mitt er þó fyrst og fremst að standa mig og láta gott af mér leiða.“ Mikilvægur þáttur í uppeldi barna - Hvað er hægt að gera til að styrkja körfuboltann svo hann verði betri og öflugri? „Það þarf að fræða almenning betur um körfuboltann. í haust fer KKl með átak af stað um allt land að kenna krökkum og samhliða því er meiningin að fara enn fremur beint til foreldra. Það er ekki síst mikil- vægt að auka skilning þeirra á því hvað íþróttir almennt eru mikilvæg- ur þáttur í uppeldi bama. íþróttir kenna bömum aga sem þau svo nýta í skóla og þegar út í lífið er komið. Iþróttir gera börnin að sterkari einstaklingi og betri þjóðfé- lagsþegn. Iþróttir eru engin barnapössun heldur hluti af því að alast upp. Með fræðslu og áfram- haldandi framförum leikmanna er hægt aö gera góða hluti en um fram allt verður að sýna þessu þolin- mæði. Þetta gerist ekki á einni nóttu. Ég held að strákar héðan hafi lært mikið af því að fara til Banda- ríkjanna og til baka koma þeir reynslunni ríkari. Mitt hlutverk verður m.a. að finna stóru strákana og koma þeim út á gólfið." Samkeppnin mun meiri en áöur - Eins og allir vita komst þú að í NBA. Er erfiðara fyrir leikmenn að gera samninga við liðin þar en áður? „Já, samkeppnin er mun meiri en fyrir 10-15 árum. Liðin í NBA sækja í miklu meira mæli en áður á Evr- ópumarkaðinn. Liðin leita ekki ein- göngu bara i háskólunum enda er stöðugur straumur evrópskra leik- manna inn i deildina. Framboðið er mikið og því geysilega erfitt að kom- ast að. Ef leikmenn á annað borð vilja sækja í atvinnumennsku er Evrópa alls ekki slæmur kostur. Þar hefur átt sér stað mikil framþróun, boltinn er betri og launin hafa batn- að mikið. Fyrir íslendinga er snið- ugt að fara í skóla í Bandaríkjun- um, læra körfuboltann og reyna síð- an að komast að hjá liðum í Evrópu. Við eigum að styðja vel við bakið á efnilegum leikmönnum og reyna að koma þeim í skóla vestra. Þegar þeir snúa til baka enn sterkari mun landsliðið um leið njóta þess og gera það sterkara," sagði Pétur Guð- mundsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.