Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 156. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
Fréttir
I>V
Erlent ferðafólk féflett við komuna til íslands:
Leigubíll á hund
rað þúsund kall
- frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur
„Við vorum fimm sem deildum
leigubll frá Keflavíkurflugvelli og
borguðum 20.000 krónur hvert," segir
Richard Bird, ferðamaður frá
Englandi. Richard og kona hans, Jan-
ice Bird, komu til landsins síðastlið-
inn fimmtudag frá Heathrow. Eins og
fram hefur komið í fréttum undan-
farið stendur nú yfir verkfall Sleipn-
is, félags rútubílstjóra. Hefur það
valdiö þónokkrum vandræðum fyrir
ferðafólk sem þarf að komast frá flug-
vellinum í Keflavík til Reykjavíkur
eða annarra áfangastaða. Sannkallað
gullæði hefur runnið á leigubílstjóra
og meðal annars hafa brotist út slags-
mál á milli reykvískra leigubílstjóra
og keflvískra, en siðarnefndir töldu
sig hafa einkarétt á akstri frá flug-
vellinum.
„Okkur hafði verið sagt það í
Englandi að hér væru rútubílstjórar
í verkfalli og að leigubílar krefðust
hærri greiðslu en eðlilegt væri. Því
tókum við því feginshendi er við
komum út úr flugstöðinni og finnsk
eða dönsk hjón sem þarna voru buðu
okkur að deila með sér leigubíl," seg-
ir Richard.
í hópinn slóst einnig níræð ensk
kona sem búsett er á Sri Lanka.
„Bíltúrinn var ekki langur, senni-
lega svona 45 mínútur. Hin hjónin
fóru út fyrst og þeim brá ansi mikið
í brún þegar þau fengu verðið upp-
gefið," heldur Richard áfram og tek-
ur fram að ekki hafi verið kveikt á
gjaldmælinum.
Allir ferðamennirnir borguðu
verðið sem leigubílstjórinn setti upp.
Richard gat ekki nefnt leigubílafyrir-
tækið en kvaðst þess fullviss að um
raunverulegan leigubfl hefði verið að
ræða.
„Þetta var 6 sæta bíll, ljósrauð-
brúnn að lit." Þau hjónin voru að
öðru leyti ánægð með dvöl sina á ís-
landi, þrátt fyrir þessa mjög svo 6á-
nægjulegu byrjun.
Venjulegt verð á leigubíl frá Kefla-
víkurflugvelli mun vera 5000 krónur
fyrir 4 saman í bíl en 8000 þegar um
er aö ræða 6 manna bíl.
-hds
DV-MYND JAK
Leigubílaokur
Hjónin Janice og Richard Bird voru
ab vonum svekkt yfir þeirri himinháu
fúlgu sem þau voru látin greiða fyrir
leigubíl fré Keflavíkurflugvelli til
borgarinnar.
Jóhannes Páll fordæmir göngu samkynhneigðra í Róm:
Fordæmir sköpunarverk Guðs
- segir Heimir Már Pétursson
„Það er sorg-
legt að æðsti
maður kaþ-
ólsku kirkjunn-
ar, sem er ein
stærsta kirkja í
heimi, skuli
hafa svo forn-
aldarlega sýn á
hlutina og í
raun og veru
fordæma hluta
sköpunarverks
þess Guðs sem
hann    segist
Jóhannes Páll
páfl:
-Vill ekki göngu
samkynhneigöra.
trúa á," segir
Heimir Már Pét-
ursson, fram-
kvæmdastjóri
Hinsegin daga
en það er nafn
hinnar íslensku
Gay Pride hátíð-
ar sem haldin
verður 1 ágúst.
Jóhannes PáU
páfi fordæmdi í
ræðu á sunnudag
göngu   samkyn-
Heimir Már Pét-
ursson:
-Sorglegt.
hneigðra 1 Róm á laugardag.
Það voru Inter Pride, alþjóða-
samtök samkynhneigðra, sem
stóðu fyrir göngunni á laugardag
en tilefni göngunnar var siðasti
dagur Gay Pride-hátíðar samtak-
anna sem staðið hafði í viku. Há-
tíðin var fyrsta alþjóðlega hátíð
homma og lesbia í Evrópu og var
þátttaka mjög góð en um 70.000
manns tóku þátt. Vegna þrýstings
frá Páfagarði drógu borgaryfirvöld
í Róm stuðning sinn við gönguna
til baka en leyfðu engu að síður að
hún færi fram. Páfi var harðorður
í ræðu sinni og lýsti fyrir hönd
kaþólsku kirkjunnar yfir leiða
vegna þess að gangan hefði verið
leyfð á hinu merka ári 2000 í borg-
inni sem er kaþólikkum um allan
heim svo kær. Hann lét einnig í
það skína að Páfagarður væri óá-
nægður með að yfirvóld í Róma-
borg hefðu leyft gönguna.
Væri Kristur elns?
Aðspurður sagðist Heimir Már
telja að viðhorf kaþólsku kirkjunn-
ar á íslandi hljóti að vera svipað
viðhorfi Páfa þar eð kaþólska
kirkjan er mjög miðstýrð.
Kaþólski biskupinn á Islandi
vildi ekki tjá sig um málið við DV.
„Það virðist skorta á að kirkjunn-
ar menn velti því fyrir sér hvort
Kristur væri eins og þeir ef hann
kæmi aftur hingað eins og boðað
er að hann muni gera," segir
Heimir Már sem er ekki heldur
fyllilega sáttur við afstöðu íslensku
þjóðkirkjunnar til samkyn-
hneigðra.
"Þjóðkirkjan setti sig þó alla
vega ekki upp á móti staðfestri
samvist samkynhneigðra. Hins
vegar hefur eitthvað vafist fyrir
kirkjunni að blessa samvist sam-
kynhneigðra," sagði Heimir Már.
Herra Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up íslands, vildi hvorki tjá sig um
skoðanir sinar á orðum páfa né
heldur viðhorf þjóðkirkjunnar er
DV hafði samband við hann. -hds
Húsavík:
Erlendir ferða-
menn í bílveltu
Sparkaði í gegnum rúðu
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluö aö veitingahúsinu Kaffi Austurstræti abfara-
nótt sunnudagsins. Þar hafbi ungur maburgert sér Iftib fyrir og sparkab afal-
efli ígegnum rúbu á hurb. Maburinn lét sér ekki ab nægja ab sparka heldur
notabi einnig hendurnar meb þeim afleibingum ab hann skarst illa bæbi á
höndum og fótum. Ekki er Ijóst hvab manninum gekk til meb háttalagi sínu
en hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til abhlynningar.
Tveir erlendir ferðamenn
sluppu með skrekkinn þegar bíla-
leigubíll þeirra valt út af þjóðveg-
inum um Hólssand, skammt neð-
an Grímsstaða á Fjöllum, á föstu-
dagskvöldið. Að sögn lögreglunn-
ar á Húsavík virðist bílstjórinn
hafa misst stjórn á bflnum, sem
ekið var eftir malarvegi, með
þeim afleiðingum að hann enda-
sentist út af og valt. Bílstjóri og
farþegi voru báðir fluttir á sjúkra-
húsið á Húsavík en meiðsl þeirra
reyndust minni háttar. Bílaleigu-
bíllinn er hins vegar mikið
skemmdur.                -aþ
Stuttar fréttir
Ogeöfelld aögerö
Júlíus Víflll Ingv-
arsson,     fulltrúi |
minnihluta Sjálfstæð-
isflokks í borgar-
stjórn Reykjavíkur,
segir aðgerðir yfir-
valda gegn villikött-
um vera ógeðfellda I
og fjármunum sem '
fór í átakið Ola varið. Þrjátiu köttum
var fargað eftir aðgerðir yfirvalda til
að fækka villikóttum í borginni og var
kostnaður við hvern kött um 100.000
krónur.
Vitnar um brottkast
íslenskur sjómaður segist tilbúinn
að vitna um að hafa tekið þátt í veiði-
þjófnaði og brottkasti á tveimur togur-
um sem stunduðu veiðar í landhelgi Is-
lands. Skipin tilheyra tveimur af
stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins.
Sjónvarpið greindi frá.
endurspegli hátt
Ofrískar flugf reyjur
Óvenju margar flugfreyjur hjá Flug-
leiðum eru ófrískar um þessar mundir
og hefur félagið orðið að bregðast sér-
staklega við þeim kringumstæðum.
Alls eru 50 flugfreyjur með barni eða í
barneignarleyfi þessa dagana en það
lætur nærri að vera um 10% af flug-
þjónaflota Flugleiða. Hefur félagið orð-
ið að bæta við starfsfólki vegna þessa.
Dagur sagði frá.
Aukin afföll
Afföll á nýjasta
flokki húsbréfa
hafa aukist úr
9,04% í 14,34% það
sem af er mánuð-
inum. Guðmund-
ur Bjarnason,
framkvæmda-
stjóri íbúðalána-
sjóðs, segir að
þessi miklu aflbll
vaxtastig í landinu. Mbl. greindi frá.
Gagnrýnir öryggisgæslu
Formaður Landssambands lögreglu-
manna gagnrýnir hvernig staðið var
að mönnun í öryggisgæslu á Kristnihá-
tíðinni á Þingvöllum um síðustu helgi.
Þar voru björgunarsveitarmenn í vest-
um merktum lögreglu og ekkert gert til
að greina þá að frá lögreglumönnum.
Sjónvarpið greindi frá.
88% vilja lækkun
Stór hluti þjóðarinnar er á því að
ríkið eigi að draga úr sköttum sínum á
bensíni, ef marka má niðurstöður í
spurningaleik Dags á Vísi.is. 88%
þeirra 1.300 netverja sem þátt tóku
svöruðu spurningunni játandi en 12%
vildu engin ríkisafskipti í bensínmál-
um.
Gagnagrunnur um hesta
Bændasamtök íslands og FEIF hafa
tekið upp samstarf um að móta alþjóð-
legan gagnagrunn um íslenska hest-
inn. Talið er að þessi gagnagrunnur
verði sá fyrsti sinnar tegundar i heim-
inum og endurspeglar verkefnið þann
mikla áhuga sem ríkir um íslenska
hestinn í fjölmörgum löndum og glöggt
kemur fram á landsmóti 2000.
Landbúnaðarvörur verstar
„Það er í landbún-
aðarvörunum sem
skórinn kreppir
mest. Varðandi iðn-
aðarvörur frá Evrópu
bætist við fragtin til
íslands og ekki síst
smæð markaðarins
sem að sjálfsögðu
þýðir hærra innkaupsverð. Þetta eru
höfuðástæðurnar því álagning í smá-
sölu hér á landi er sambærileg eða
jafnvel lægri, í prósentum talið, miöað
viö þau lönd sem verðkönnunin nær
til," sagði Jóhannes í Bónusi í samtali
við Dag um hátt verðlag hérlendis.
-hdm

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48