Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 16
16 I>V MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Tryggingar og íþróttamenn í ágúst 1989 varð Karl Ottesen, fyrrum knattspyrnudóm- ari, fyrir óhappi í starfi línuvarðar i knattspyrnuleik á Valbjarnarvelli. Ellefum árum síðar og eftir átta aðgerðir er Karl ekki enn búinn að ná bata og er 75% öryrki. Eins og kom fram hér í DV á laugardag hafa síðustu ár verið þrautaganga fyrir Karl. Hann missti vinnuna og fær engar bætur frá Tryggingastofnun. Sjálfur segir hann tryggingamál sín og fleira fólks sem tengist íþróttum ekki hafa verið eins og skyldi. Hér er ekki tekið djúpt í árinni. Mál Karls er íþróttahreyfingunni allri og Knattspyrnu- sambandi íslands, sérstaklega, til skammar. Ellefu árum eftir slysið segir framkvæmdastjóri KSÍ að mál Karls sé í vinnslu - verið sé að leita að gömlum upplýsingum. Svör af þessu tagi eru út í hött og hrein móðgun við alla þá sem leggja íþróttahreyfingunni lið sitt. Það hlýtur að vera metnaður forráðamanna iþróttahreyfingarinnar að niður- staða í máli af þessu tagi liggi fyrir sem fyrst. Tryggingar íþróttamanna hafa lengi verið í ólestri, það þekkja því miður nokkrir af okkar fremstu íþróttamönn- um. En það eru ekki bara þeir sem lengst hafa náð í íþrótt sinni sem þurfa að hafa áhyggjur af tryggingamálum, heldur ekki síður þúsundir unglinga sem á hverjum degi taka þátt í starfsemi íþróttafélaga. Átján ára piltur er 15% öryrki eftir að hafa fengið bolta í auga á tennisæfingu. Eins og DV greindi frá síðastliðinn fimmtudag hefur hann stefnt fyrrum þjálfara sínum fyrir dóm og krefur hann og þau íþróttafélög sem að honum standa að greiða hátt í tvær milljónir króna í skaðabætur. Þorsteinn Einarsson, lögmaður piltsins, segir það um- hugsunarefni að mjög mörg íþróttafélög eru ekki tryggð gagnvart tjóni eða meiðslum sem mörg þúsund bama og unglinga hijóta við ýmsa íþróttaiðkun i landinu. Á undanfómum árum hefur þjálfun hér á landi fleygt gífurlega ffam. Sérfræðingar sem kunna sitt fag hafa komið til sögunn- ar og er það vel. Umgjörð og rekstur íþróttafélaganna er einnig í flestum tilfellum allt önnur og betri en áður en af einhverjum ástæðum hafa tryggingamál félaganna ekki verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. íþróttamenn og foreldrar eiga kröfu á þvi að íþróttafélögin gangi hreint til verks og komi tryggingamálum sínum í lag. 100 þúsund á kött Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, telur að aðgerðir yfirvalda gegn villiköttum hafi verið ógeðfelldar og að fjármunum hafi verið sóað. Margir hafa gert góðlátlegt grín að herferð borgaryfir- valda gegn villiköttum, enda komið á daginn að villikett- ir eru ekki eins mikið vandamál og haldið var fram. Alls var um þrjátíu köttum fargað og er kostnaður við hvern kött sagður 100 þúsund krónur. Fram til þessa hefur borgarsjóðurinn ekki verið talinn það feitur að hægt sé að leika sér með fjármuni borgarbúa með þessum hætti. Hér er ekki um mikla fjármuni að ræða en sóun af því tagi sem hér um ræðir kann að gefa vísbendingu um það hvemig fjármálum borgarinnar er stjómað í heild sinni. Óli Bjöm Kárason Bragarbót „Að minnsta kosti eitt forlag, Vaka-Helgafell, hefur tek- ið upp vinnubrögð Máls og menningar og er með tíu manna hóp sem annast ritstjórn fyrir útgáfuna. “ - Að- setur Vöku-Helgafells við Síðumúlann. „Töluð orð og tapaður meydóm- ur verða ekki aftur tekin,“ segir máltæki, en annað gerir bragarbót og segir: „Allir eiga leiðrétting orða sinna og jafnvel presturinn í stólnum." Seinna máltækið þykir mér huggulegra og hyggst líka gera bragarbót á orðum sem ég lét falla í bráðræði, en góðri trú, í blaðaviðtali við Kolbrúnu Berg- þórsdóttur í Degi fyrir allmörgum vikum. Þar staðhæfði ég að Mál og menning væri eina hérlenda út- gáfufyrirtækið sem hefði ritstjórn, flokk manna sem færi yfir hand- rit, sendi menn heim, ef þörf krefði, og bæði þá að gera betur og koma aft- ur að ári. Reyndar var sú lýsing ófullnægj- andi, með því að umrædd ritstjóm er fyrst og fremst leiðbeinandi og leitast við að betrumbæta handrit sem hún fær til umfjöliunar. Þessi mikla og vandasama (og stundum vanþakkláta) vinna hefur skilað sér í betri bókum og áreiðanlega stuðlað að vaxandi gengi og virðingu Máls og menningar. Fagmannleg vinnubrögð Nú hefur mér borist til eyma að staðhæfing mín fái ekki lengur stað- ist. Að minnsta kosti eitt forlag, Vaka- Helgafell, hefur tekið upp vinnubrögð Máls og menningar og er með tíu manna hóp sem annast ritstjóm fyrir útgáfuna. Þrjú i hópnum hófu störf fyr- ir níu árum, en siðan hefur hann smám saman stækkað frá 1993 - þrjú þau síðustu tóku til starfa á liðnu ári. Þetta eru vissu- lega gleðitíðindi og til marks um að íslensk bókaútgáfa sé að slíta bams- skónum og gerast fagmannlegri en verið hafði. Löngum var það lenska hérlendra útgefenda að taka við handritum og gefa þau út athugunarlaust eins og þau komu af kúnni. Varla þarf að gera því skóna að nýju vinnubrögðin hafi átti drjúgan þátt í gera íslenskar bókmenntir æ gjaldgengari á alþjóða- vettvangi á nýliðnum áratugum. Sumum höfundum mun lengi vel hafa verið óljúft að láta krukka í texta sína og breyta þeim til batnaðar. „Það sem ég hef skrifað, hef ég skrifað," var gjarna viðkvæðið og byggðist á rót- grónum misskilningi, sem rekja mátti til stærilætis, en var öðru fremur til vitnis um landlæga vanmetakennd. Aimælt er að betur sjá augu en auga, enda sagði HaUdór Laxness mér á góðri stund, að hann léti aldrei frá sér texta, ekki einu sinni blaðagrein, nema bera hann fyrst undir tvo aðila sem hann treysti. Hvað mega þá hin- ir minni spámenn segja? Viðtekin regla eriendis Það hefur áratugum saman verið viðtekin regla hjá virtum forlögum jafnt austanhafs sem vestan að hafa á Sigurður A. Magnússon ríthöfundur Ólíkt hafast þau að Vinstrimenn líkja stundum Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra saman við Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Það er að vísu rétt, að Ingibjörg Sólrún er sjálfsörugg, harð- skeytt og mælsk. Henni tókst eins og Davíð að vinna borgarstjómarmeiri- hlutann og halda honum. En hún er miklu tilkomuminni sfjómmálamað- ur en Davíð. Eyöslusemi Þegar Davíð tók við borgarstjóra- starfmu 1982, var illt í ári og óðaverð- bólga, þótt síðar rættist úr. Hann stjómaði borgarsjóði með skörungs- skap, svo að hagur borgarinnar var blómlegur þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir. Þegar Ingibjörg Sólrún tók við sama starfi 1994, var að hefjast lengsta hagvaxtarskeið í sögu landsins. Hún hefur þrátt fyrir það safnað skuldum, á sama tíma og Davíð og menn hans em að greiða upp skuldir ríkisins. Þegar að óstjóm hennar er fundið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Davíð Oddsson forsœtisráðherra. - „Þegar Ingibjörg Sólrún tók við sama starfi 1994, var að hefjast lengsta hag- vaxtarskeið í sögu landsins. Hún hefur þrátt fyrir það safnað skuldum, á sama tíma og Davíð og menn hans eru að greiða upp skuldir ríkisins. “ Með og á móti Brottkast óréttlætanlegt a „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um «r3<É£'A~ brottkast á fiski teljum við réttlæt- anlegt að fjölga eftirlitsmönn- um. Síðan vildum við sjá markvissari vinnubrögð og starfshópnum sem ráðherra ætlar að skipa er falið að skoða þetta í heild sinni. Við teljum mjög mikilvægt að auka samstarf miUi Fiski- stofu og Landhelgisgæslunnar og nýta bæði mannskap og skipastól Gæslunnar meira en gert hefur verið Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. til að eftirlitið verði sem markvissast og ódýrast. Við teljum mjög brýnt að fara yfir allt skipulag í þessum málaflokki. Ég vil undir- strika það að við erum mjög hlynntir því að það verði tek- ið á þessum málum. Það er algjört grundvallaratriði. Það er ólíðandi að menn stundi brottkast og það er ekki hægt að réttlæta það.“ Dr. Hannes Hóimsteinn Gissurarson prófessor svarar hún hortug, að þetta sé aðeins bókhalds- atriði. Lóðaskortur Þegar Davíð tók við borgarstjórastarfinu, lét hann verða sitt fyrsta verk að útrýma tilfmn- anlegum lóðaskorti. Ingi- björg Sólrún hefur hins vegar ekki sinnt þessu mikla hagsmunamáli, og afleiðingin hefur orðið snarhækkun fasteigna- verðs á höfuðborgar- svæðinu. Þeir, sem eiga nú í erfiðleik- um vegna uppsprengds fasteigna- verðs (og að sama skapi hárrar húsa- leigu) mega hugsa tU hennar. Hálfkák Eftir að Davíð var orðinn borgar- stjóri, lagði hann niður Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem lengi hafði verið rek- in með stórkosUegu tapi. Upp úr því og einkafyrirtækinu ísbirninum varð tU Grandi, sem greiðir stórfé i opinbera sjóði í stað þess að taka við styrkjum. I öðru lagi reisti Davíð ráðhús viö Tjömina þrátt fyrir andstöðu og úrtöl- ur, en Reykjavik var eina höfuðborg menningarlands, þar sem ekki hafði verið ráðhús. Lét nærri, að spamaður- inn af Bæjarútgerðinni í borgarstjóra- tíð Davíðs hrykki fyrir ráðhúsinu. TU smíði Perlunnar í öskjuhlið notaði Davíð hagnað af hitaveitunni, sem vinstrimenn í stjóm landsins ætiuðu eUa að gera upptækan. Er Perlan eitt myndarlegasta mannvirki borgarinnar. Þrátt fyrir andstöðu Ingibjargar Sólrúnar tryggði Davíð borgarbúum síðan nægt heitt vatn með NesjavaUavirkjun. Engar sambærUegar framkvæmdir liggja eftir Ingibjörgu Sólrúnu, aðeins hálfkák. Ómenningarieg viðhorf Davíð lét í borgarstjóratíð sinni gera Viðeyjarstofú upp með glæsibrag, og hann beitti sér fyr- ir því, að saga borgarinnar yrði rituð, og lét hann sig engu skipta, þótt tU þess verks væru fengnir yfirlýstir vinstrimenn eins og Guðjón Friðriksson. Aðeins ligg- ur eitt eftir Ingibjörgu Sólrúnu á þessum vettvangi: Hún lét taka niður málverkið fræga í Höfða af Bjama Benediktssyni, sem hafði sett svip á aUar fréttamyndir af fúndi þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Óeðlileg tengsl Fertugsafinæli Davíðs kostaði borg- arsjóð ekki krónu og fimmtugsafmæli hans ríkissjóð ekki krónu. Hann og flokkur hans bám aUan kostnað af þessu tvennu. Hann tók sér ekki sex mánaða biðlaun, þegar hann vék úr sæti borgarstjóra, eins og hann átti rétt á. Kona hans tekur sér ekki dagpen- inga, þegar hún fer með honum tU út- landa, eins og hún á rétt á. Ingibjörg Sólrún hefur hins vegar ásamt eiginmanni sinum þegið marg- víslega fjárhagslega aðstoð, beina og óbeina, frá engum öðrum en Jóni Ólafs- syni í Skífunni. Hún hefur haldið Jóni og erlendum viðskiptavinum hans veislur í Höfða og reynt að úthluta hon- um dýrmætum lóðum, þótt hún hafi orðið að hætta við það vegna háværra mótmæla. - Ólíkt hafast þau Davíð og Ingibjörg Sólrún að. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson láínfnmnuu im í fiskiskipum? Ekki fleiri handjárn ■ Y-.h „Ég er á móti | því aö reyna að í-1-. Y leysa vandann r með fleiri hand- jámum og stærri fangelsum. Lausnin felst í að vera með réttlátt og hag- kvæmt fiskveiðistjómunar- kerfi sem leiðir það af sér að menn sjái ekki þennan hvata að henda fiski. Það sem ég tel auðveldast væri að skipta um fiskveiðistjómunarkerfi, taka upp sóknardagakerfi eins og Færeyingar þar sem það er hagur sjómannsins og útgerðarinnar aö Grétar Mar Jónsson formaöur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. í hvert vera.“ koma með aUt að landi sem veitt er. Ef menn vUja ekki skipta um fiskveiðistjómun- arkerfi er hægt að taka þenn- an afla sem menn henda i dag fyrir utan kvóta. Ég sé ekki að eftirlitsmenn komi í veg fyrir brottkast. Jafnvel veiði- eftirlitsmaður um borð í veiðiskipi getur ekki einu sinni stoppað brottkast. Ein- hvern tíma þurfa veiðieftir- litsmenn að sofa. Það þyrfti þá að setja tvo menn um borð einasta skip ef vel ætti að Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að Qölga eftirlitsmönnum Rskistofu í veiðiskipum tll að reyna að koma í veg fyrir brottkast flsks. 33 Skoðun U sínum snærum ritstjóra sem fóru vandlega yfir öti handrit sem tekin voru tU útgáfu. Jafnvel stórmeistarar bókmenntanna á borð við Ernest Hemingway, WUliam Faulkner og Thomas Wolfe höfðu hver sinn sér- staka ritstjóra sem falið var að þaul- lesa handrit skjólstæðingsins, gera tU- lögur um breytingar eða lagfæringar, jafnvel skera niður textann um aUt að helmingi, ef því var að skipta. Enginn þessara sniUinga taldi höfundarheiðri sínum misboðið með þvUíku athæfi. Af langri reynslu gátu þeir treyst rit- stjórunum og vissu sem var, að blind- ur er hver í sjáifs sín sök. Þótt mér sé ekki kunnugt um, að fleiri íslensk útgáfufyrirtæki hafi tek- ið upp þennan alþjóðlega sið, er ekki ósennUegt að einhver þeirra hafi gert það eða séu með áform um fagmann- legri vinnubrögð. Eins og gefur að skUja, verður ráðning hæfra ritstjóra tU að auka útgáfukostnað, en dæmin sanna að slík fjárfesting margborgar sig þegar tU lengri tíma er litið. Al- mennir lesendur eru ekki skyni skroppnir. Þeir fmna furðufljótt þeg- ar vandað er tU verka og láta þá sem vanda sig njóta ávaxtanna. Sigurður A. Magnússon Ummæli Þveröfugt við Finna „Finnland var fitilvalda ríki öU eft- irstríðsárin en ætii flestum Finnum þyki ekki inntak fuUveldisins fyllra og dýpra núna en það var á dögum Stalíns? Nágrennið við Rússland gyUir ESB í augum Finna sem eðlilegt er. Innganga Finna í ESB var tU að bæta upp póli- tíska landafræði Finnlands. Hjá ís- lendingum er málum þveröfugt farið. Með inngöngu værum við að fóma þeim kostum sem landfræðUeg lega íslands gefur okkur.“ Páil Vilhjálmsson fulltrúi í Mblgrein sem hann nefnir Össur, Hoxa og ESB. Ríkisvernd á grænmeti „íslensk stjómvöld hafa vahð það að vemda innlenda framleiðslu á græn- meti. En það er þannig með sumar tegvmdir, að um leið og til er einhver inn- lend framleiðsla á okurverði, þá er bannað að flytja vör- una inn. Það er auðvitað pólitískt með- vituð ákvörðun íslenskra stjómvalda." Ari Skúlason, framkvstj. ASÍ, í Degi, 7. júlí. Sjómenn á hreyfimynd „Sjálfsagt verður erfitt að sannfæra sjómenn um að þeir eigi að faUast á að um borð í fiskiskipum verði myndavélar tU eftirlits. Hver vUl vinna við þær aðstæður að hver hreyfmg hans sé tekin upp á mynd? Á hinn bóginn er það svo, að stór hópur skipstjómarmanna hefur lýst því yflr, að þeir komi hvergi nærri brottkasti bæði fyrr og nú og mörg- um þeirra er áreiðanlega kappsmál aö sanna, að svo sé.“ Úr forystugreinum Mbl. 7. júlí. Ráðherra hefur heimildina „Þessar aðgerðir sem boðaðar eru byrja á öfugum enda. Sllk vandamál sem nú er verið að fást við verða aldrei leyst með refsingum og lögreglueftirliti. Það þarf að endur- skoða löggjöfina sem er að stóram hluta orsök vandans. Sjávarútvegs- ráðherra hefur þegar í dag heimUdir tU að leyfa löndun á afla utan kvóta- setningar. Þar með myndi koma í ljós hversu mikið meira af smærri fiski kemur að landi heldur en verið hefur í afla skipa á undanfomum árum.“ Guöjón A. Kristjánsson alþm. í Degi 7. júlí. Skýr skilaboð hrífa Foreldrar og fjölskyldan í sínum fiölbreytUeika er þungamiðjan í uppeldi bama og unglinga. Stofnan- ir gegna þýðingamiklu hlut- verki í fræðslu- og uppeldis- málum en geta aldrei tekið að sér foreldrahlutverkið. Á liðnum áratugum hefur ver- ið viss ruglingur á þessum hlutverkum. Stofnanimar hafa tekið yfir stærra hlut- verk og foreldrar hafa oft verið óöruggir í uppeldis- hlutverkinu sérstaklega þegar böm þeirra komast á unglingsárin. Snjólaug G. Stefánsdóttir verkefnisstjóri áætlurr arinnar Island án eiturlylja Viðhorfln könnuö Áætiunin ísland án eiturlyfia er tímabundið samstarfsverkefni ríkis- ins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ECAD (European Cities Against Drugs). Starfiö hófst 1997 og hefur m.a. verið lögð mikil áhersla á verkefni og áróður sem ætlað er að styðja for- eldra í uppeldishlutverkinu. Foreldr- ar hafa verið hvattir til að standa saman um útivistartíma, gegn vímu- efnaneyslu unglinga, ferðum á útihá- tíðir, eftirlitslausum partíum, um foreldraröltið o.fl. Lögð hefur verið áhersla á að skýr skilaboð og sanngjamar reglur fyrir unglinga um hvað má og hvað ekki, skipti máli. Samstarf hefur verið við fiölmarga aðila, bæði sveitarfélög, samtök og fyrirtæki um verkefhi á þessu sviði. Til að vita hug fullorðinna til mála er varða unglingsaldurinn hefur Gallup, að beiðni áætlunar- innar ísland án eiturlyfia, Samstarfsnefndar Reykja- víkur um afbrota- og fíkni- efnavamir og Tóbaksvarn- amefndar kannað viðhorf fólks á aldrinum 23 til 55 ára til ýmissa unglinga- mála. Hefur slík könnun verið framkvæmd þrívegis fyrir þessa aðila, fyrst í júni 1997, í júni 1998 og maí 2000. Meðal þess sem spurt hefur verið um er afstaða til útivistartíma, ferða ung- linga á útihátiðir, vímu- efnaneyslu og reykinga og forvama- starfs. Niðurstöður hafa síðan verið notaðar í forvamastarfi. Meðal þess sem fram kom í síð- ustu könnun er að nær allir foreldra segja bam sitt alltaf eða oftast fara að reglum um útivistartíma. Flestir eru sammála um að takmarka eigi aðgang unglinga að útihátíðum, 46% telur að takmarka eigi aðgang við 16 ára aldur og um 50% við 17 til 18 ára aldur. Unglingum á grunnskólaaldri sem farið hafa eftirlitslausir á útihá- tíðir á þessu tímabili hefur fækkað. í könnuninni ‘97 sögðu um 7% for- eldra að barn þeirra á grunnskól- aldri hefði farið árið áður á útihátíð án fylgdar fullorðinna, 1998 vora þeir 6%, í mai 2000 voru þeir 0,2%. UnglingadrykKJa Unglingadrykkja og langlundargeð gagnvart henni hefur lengi verið áhyggjuefni. Unglingakönnun frá 1995 sýndi að íslenskir unglingar lenda oftar í alvarlegum vanda vegna eigin áfengisneyslu en jafn- aldrar þeirra í Evrópu. Upplýsingar frá vori 1999 benda þó til að heldur sé að draga úr ölvunardrykkju ung- linga í efsta bekk grunnskólans og um leið þeim vanda sem tengist henni og eru það góðar fréttir. Sam- kvæmt Gallupkönnuninni telja þó aðeins um 60% aðspurðra það mjög ^ alvarlegt að ríflega helmingur 15 ára unglinga á íslandi hafi orðið ölvaðir. Líta konur þessi mál alvarlegri aug- um en karlar og telja um 70% kvenna það mjög alvarlegt. Um þriðj- ungur aðspurðra telja ölvun ung- linga fremur alvarlegt mál og um 10% hana ekki alvarlegt. Heldur fleiri líta ölvunardrykkju unglinga alvarlegum augum nú en 1998. Eru þessar niðurstöður umhugsunareftii. í könnuninni nú var einnig spurt um áætiunina tsland án eiturlyfia og kom fram að 78% þekkja til áætlun- arinnar og 62% þeirra telja hana styðja vel eða frekar vel við forvam- ir gegn eiturlyfium. Margar aðrar at- hyglisverðar upplýsingar má lesa í i_ könnuninni sem hægt er að skoða nánar á www.islandaneiturlyfia.is íslenskir unglingar era flestir í góðum málum en margir lenda í al- varlegum vanda vegna eigin áfengis- og vímuefitaneyslu. Útilegur og útihá- tíðir era oft vettvangur vímuefna- neyslu og er ánægjulegt til þess að vita að eftirlitslausum unglingum fer fækkandi á slíkum hátíðum. Ég vil undirstrika að skýr skilboð foreldra til bama sinna - um að öll fikniefna- neysla þar með talin áfengisneysla sé þeim hættuleg - skiptir miklu máli. Snjólaug G. Stefánsdóttir ,Útilegur og útihátíðir eru oft vettvangur vímuefnaneyslu og er ánœgjulegt til þess að vita að eftirlitslausum unglingum ferfœkkandi á slíkum hátíðum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.