Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 156. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						SFRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 10. JULI 2000
Lottó:
Milljónir falla í
Árbæjarskalla
Einn var með fimm rétta í lottó-
inu á laugardaginn og hlýtur 29,8
milljónir í vinning. Lottómiðinn
var keyptur i Skalla við Hraunbæ
á föstudaginn. Að sögn afgreiðslu-
manns í Skalla hefur vinningshaf-
inn ekki gefið sig fram í söluturn-
inum. „Við höfum ekki minnsta
grun um hver vinningshafinn er
og hann hefur ekki gefið sig fram
við okkur. Okkur þætti auðvitað
gaman að vita hver var svona
heppinn en það er ekki víst að okk-
ur verði að þeirri ósk okkar,"
sagði afgreiðslumaðurinn og bætti
við að nýtt slagorð söluturnsins
væri nú: Milljónir falla í Árbæjar-
skalla.                  -aþ
Hitabylgja á
Suðurlandi
Það er búin að vera hrein hita-
I----
DV-MYND NH
Klnd í skugga
Hún naut skuggans / gær þessi kind
í Tungunum.
bylgja á Suðurlandi um helgina. Á
hitamæli fréttaritara fór hitinn
yfir 40 gráður í gærdag. Fólk og
fénaður reyndi að hafast við í hit-
anum á ólfkum stöðum. Þessi kind
í Biskupstungunum leitaði í
skugga fyrir sólinni undir vesælu
tré í vegarbrúninni og á meðan
hún naut skuggans fékk hún sér
eitt og eitt laufblað til að seðja
hungrið.               -NH
Svínahraun:
Tveir bílar höfn-
uðu utan vegar
Harður árekstur tveggja bíla varð
á fimmta tímanum í gærdag í Svína-
hrauni, skammt austan við Þrengsl-
in. Að sögn lögreglunnar á Selfossi
varð slysið með þeim hætti að önn-
ur bifreiðin hugðist taka fram úr en
hætti við þegar bíll kom á móti. Þá
vildi ekki betur til en svo að fram-
úrakstursbíUinn keyrði aftan á bíl-
inn á undan með þeim afleiðingum
að báðir höfnuðu utan vegar. Ekki
urðu alvarleg meiðsl á fólki en einn
var fluttur á Landspítalann 1 Foss-
vogi með minni háttar meiðsl.  -aþ
Á SKALLANUM MEEM
30 MILLJÓNIRiy
Skip fastaflota NATO voru í höfn í Reykjavík nú um helgina og settu aö vonum svip sinn á mannlífiö í borginni. Þó ab borgarbúar hafi aW&hWVéfflitf"*
þessum erlendu gestum vel voru ekki allirjafnsáttir viö veru þeirra hér eins og sjá má á myndinni. Þarna voru á ferðinni herstöövarandstæöingar meö
Birnu Þórðardóttur í fararbroddi en eitthvað virðist hafa fækkað í þeirra röðum undanfarið því einungis þrír létu sjá sig um helgina,
ðfugt viö fjölmennar Keflavíkurgöngur í gegnum tíðina.
Örvæntingarfull leit að smitbera vegna tíðra salmonellusýkinga á Höfn:
Opin klóaklögn og
smitaðir sjófuglar
- hver bendir á annan í leit að skýringum
Á annan tug dularfullra salmon-
ellusýkinga hafa skotið upp kollin-
um á Höfn í Hornafirði og nágrenni
frá þvl i vor og hefur verið gerð
dauðaleit að smitvaldinum en án ár-
angurs. Engin skýring hefur fundist
á salmonellusmitunum og er mikill
beygur í fólki á staðnum. Móðir
barns sem smitaðist er nú fiutt af
staðnum og segir hún fargi af sér
létt í kjölfarið.
„Það vita allir hvað er i gangi og
þeir hafa gert örvæntingarfulla leit
að smitvaldinum," segir móðirin en
barn hennar smitaðist 1 vor.
„Þetta er yndislegur staður og frá-
bært að búa þarna en maður fann
til gifurlegs óöryggis að vita ekki
hvaðan þetta kemur," segir hún.
Opin klóaklögn liggur út í fjöruna
nærri þáverandi heimili móðurinn-
ar og segir hún allar líkur benda til
þess að smitin megi rekja þangaö.
„Þegar það er fjara er klóaklögn-
in opin og það eru alltaf einhverjir
fuglar í kring að leita sér að æti. Oft
er mávaskarinn svo mikill að það
lítur út fyrir að það sé skip að veiö-
um þar sem klóakið liggur. Fólk er
á nálum yfir þvi að börn fari að
leika sér þarna í kring og smitist,"
segir móðirin.
Tugir hrafna og máva hafa verið
skotnir og rannsakaðir og greindust
nánast allir með kampylobacter en
ekki var um salmonellusýkingu að
ræða þar.
„Þetta er mjög erfitt mál því það
er langt á milli salmonellutilfell-
anna og ég held þetta sé eitthvað
sem allir eru að borða. Við höfum
litil afskipti af málinu núna og mér
þykir nærtækara að horfa til mat-
vælanna," segir Kjartan Hreinsson,
héraðsdýralæknir á Höfn.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands
stóð fyrir umfangsmikilli leit að
salmonellu í matvælum í vor en án
árangurs.
„Við leituðum meðal annars í
kryddstaukum, sælgæti og vatnsból-
um en höfum ekkert fundið. Við
erum lítið með þetta mál hjá okkur
því það virðist vera mjög erfitt að
tengja þetta matvælum," segir
Helga Hreinsdóttir hjá Heilbrigðis-
eftirliti Austurlands á Egilsstöðum.
Mikil umræða hefur skapast um
fjölda campylobactersýkinga frá
Reykjavík til Hafnar i Hornafirði
sem rekja má til fugla en talsvert
hefur verið um þær á Höfn. Svo
langt hefur þetta gengið að maður í
nágrenni Hafnar greindist með
campylobacter og salmonellusýk-
ingu á sama tíma en allt er enn á
huldu með uppruna salmonellusýk-
inganna.                -jtr
Gróf líkamsárás:
Svíi barinn til óbóta í Laugardal
Gróf líkamsárás var gerð á
Reykjavegi við Laugardalslaugina
um hálfsjöleytið á sunnudagsmorg-
un. Hópur pilta mun hafa umkringt
vegfaranda, sænskan mann á miðj-
um aldri, og látið höggin dynja á
honum. Lögreglu barst tilkynning
um árásina frá rútubílstjóra sem
ók hjá en hann kvaðst ekki geta
numið staðar vegna vinnu sinnar.
Rútubílstjórinn sagði að í hópnum
hefðu líklega verið um átta manns,
þar af fjórir piltar, klæddir stutt-
ermabolum, sem gengu fram fyrir
skjöldu í barsmíðunum.
Þegar lögregla kom á staðinn lá
maðurinn á jörðunni og gat sig
Vettvangur árásarinnar.
hvergi hrært. Árásarmennirnir
voru á bak og burt. Hann hlaut
mikla áverka og var fluttur á slysa-
deildina í Fossvogi þar sem gert
var að sárum hans. Að sögn læknis
á slysadeild var maðurinn töluvert
slasaður, blár og marinn auk þess
sem hann hlaut nokkra djúpa
skurði. Talið er liklegt að piltarnir
hafa ekki látið hnefana duga held-
ur notast við einhvers konar bar-
efli. Maðurinn var útskrifaður síð-
degis í gær og gaf þá lögreglu
skýrslu. Árásarmennirnir voru
enn ófundnir í gærkvöld og að sögn
lögreglu stendur rannsókn málsins
yfir.                   -aþ
Pantið i tima
25
da^ar i Þjóðhátið
FLUGFÉiAG ÍSLANDS
570 3030

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48