Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
Préttir
I>V
Hvalavinurinn Paul Watson hyggst stöðva grindhvaladráp Færeyinga:
Kem til íslands
- hefji íslendingar hvalveiðar aftur, sagði Watson í viðtali við DV
Forsvarsmaður Sea Shepherd-
samtakanna, hvala- og íslandsvinur-
inn Paul Watson, er staddur um
þessar mundir rétt utan viö Færeyj-
ar á skipi sínum Ocean Warrior
meö það fyrir augum að stöðva
grindhvaladráp. Þetta er sá tími árs
sem grindhvalir synda upp í fjörur í
Færeyjum þar sem þeir eru síðan
drepnir af heimamönnum og óllum
sem vettlingi geta valdið. DV hafði
samþand við Watson í gærkvöld og
spurði hvað það væri sem hann
hygðist gera.
„Ég stefni á það að stöðva grind-
hvalaslátrunina sem hefur átt sér
stað óáreitt allt of lengi hér 1 Fær-
eyjum. Til þess að koma í veg fyrir
slátrunina mun ég leita allra leiða.
Bæði munum við reyna að sigla í
veg fyrir hvalina og koma 1 veg fyr-
ir að þeir syndi upp í fjörurnar, en
náum við ekki að koma í veg fyrir
það munum við reyna að ganga á
milli þeirra sem eru að reyna að
drepa hvalina og hvalanna sjálfra.
Fram að þessu hafa Færeyingar
meinað okkur inngöngu inn í sína
landhelgi og notað ísland sem afsök-
un. Þeir segja að
það sé í gildi úr-
skurður  frá  ís-
lenskum  yfirvöld-
um sem meini mér
að koma til nokk-
urs af Norðurlónd-
unum. Ég hef farið
fram á það að þeir
sýni  mér  þennan
úrskurð og fengið
þau svör að skjalið
sé trúnaðarmál og
að  íslensk stjórn-
völd vilji ekki láta
mér í té afrit af úr-
skurðinum. Ég hef
sagt þeim að mér sé
ókunnugt um þetta
og að ég taki lítið
mark á skjali sem
enginn hefur séð -
ég veit ekki hvernig þeir ætla að
fara að því að meina mér landgöngu
með þessa afsökun."
Lögbrot íslendinga
Watson segir að hann óttist ekki
fangelsisvist sökum athæfis síns.
Ætlar tll Islands
Hvala- og íslandsvinurinn Paul
Watson, forsvarsmaður Sea
Shepherd-samtakanna, ætlar aö
láta til sín taka á íslandi hefji
íslendingar hvalveiöar aö nýju.
Hann segir að
þetta sé hugsjóna-
vinna og verið sé
að reyna að koma
i veg fyrir
fjöldamorö á ein-
stökum vitsmuna-
skepnum.
„Við     svona
kringumstæður
óttast ég fangelsis-
vist   ekki   hið
minnsta."
Watson sagði að
fyrirhugaðar hval-
veiðar íslendinga
væru hreint og
klárt löghrot.
„íslenska ríkis-
stjórnin hefur ekk-
ert að segja um
það og getur ekki
gefiö leyfi til þess að hefja hvalveið-
ar aftur. Alþjóðahvalveiðiráðið hef-
ur hannað hvalveiðar og islending-
um ber að hlíta ákvörðunum ráðs-
ins á meðan þeir eru aðilar að þvi.
Komi til þess að íslendingar hefji
hvalveiðar aftur má allt eins búast
við því að ég láti sjá mig við strend-
ur íslands. Mér er um megn að
skilja af hverju ísland þarf að drepa
hvali. ísland er ríkt land og þarf
ekkert á þessum veiðum að halda.
Hvað þurfa margar hvalategundir
að deyja út áður en ísland, Færeyj-
ar, Noregur og Japan átta sig á því
hversu einstakar skepnur þetta eru
og hversu mikil mistök þessar þjóð-
ir eru að gera. Þeir eru mun meira
virði heldur en að vera hakkaðir
niður í fæði á loðdýrabúum íslend-
inga. Eina sem þetta gerir er að
sverta ímynd þessara þjóða á al-
þjóðavettvangi. Restin af heiminum
elskar hvali en þessar þjóðir virðast
vera staðráðnar í því að útrýma
þeim."
Watson sagðist lítið mark taka á
þeim fiskifræðingum sem segja að
of stórir hvalastofnar geti skaðað
vistkerfi sjávar.
„Þeir vísindamenn sem vinna fyr-
ir ríkisstjórnir segja nákvæmlega
það sem ríkisstjórn þess lands vill
heyra. Ég kalla þessa vísindamenn
ákveðnu nafni - „vísindamellur","
sagði Watson að lokum.     -ÓRV
Fuglastríöið á Ránargötunni:
Páfagaukar í biöröö-
um hjá dyratemjara
- verður að kenna þeim að þegja
„Páfagaukar eiga ekki að þurfa áhugi íslendinga á stórum páfa-
að standa á orginu. Þetta er bara gaukum hafi stóraukist að undan-
tamningaratriði," sagði Guðrún förnu og réttast væri að tala um
Petersen dýratemjari um fugla- vakningu í þeim efnum. „Þetta eru
stríðið á Ránargötunni í Reykjavík dýrir fuglar og kosta frá 120 þús-
en þar hafa nágrannar kvartað yfir und krónum og allt upp í hálfa
óhljóðum í stór-1
um páfagaukum
sem verða til
þess að fólk get-
ur vart hlustað
á fréttir í út-
varpi né horft á
sjónvarp. Eig-
andi      páfa-
gaukanna af
kakadú-ætt á
Ránargötunni
segist ekki hafa
fengið neinar
kvartanir vegna
fuglanna sem
settir eru út í
garð á daginn
en nágrannarn-
ir staðhæfa að
hljóðin í þeim
yfirgnæfi sláttu-
vélar 1 notkun.
„Það er lang-
ur biðlisti hjá
mér af páfa-
gaukum sem
fólk vill koma í
tamningu því
það getur enginn
búið viö gargið í
villtum fuglum.
mér að kenna þeim að þegja á
einni viku en stundum tekur það
heilan mánuð. Ég er aðeins með
einn fugl í tamningu í einu og
alltaf lengist biðlistinn," sagði
Guðrún dýratemjari sem telur að
DV-MYND INGÓ
Dýratemjarinn
Guörún Petersen telur að vakning hafi oröiö hér á landi
varöandi áhuga á stórum páfagaukum.
Stundum  tekst

Eint og veriö sé aö pína öii
Frétt DV f fyrradag
Ótamdir páfagaukar vart í
húsum hæfir.
miUjón. En þarna er fólk að kaupa
sér ævifélaga því fuglarnir verða
60-80 ára gamlir og eru yfirleitt
heilsuhraustir ævilangt," sagði
Guðrún Petersen.
Stór sending af páfagaukum sem
þessum er væntanleg til landsins
en Guðrún hefur farið utan til að
velja fugla fyrir reykvíska gælu-
dýrasala. Er gert ráð fyrir að páfa-
gaukarnir renni út eins og heitar
lummur þegar þeir loks koma.
„Ég skil vel að páfagaukarnir á
Ránargötunni trufli nágranna ef
þeir eru ótamdir því þetta eru ekki
alltaf falleg hh'óð. Ég var með páfa-
gauk hér í tamningu fyrir
skemmstu sem gargaði aldrei á
neinn nema húsmóðurina á heim-
ilinu. Það var erfitt að fá hann til
að hætta því," sagði Guðrún Peter-
sen dýratemjari.           -EIR
^^P"
.  i
m' dk.-^»*9l
Islendlngur heldur til Brattahlí&ar  dv*iynd john rasmussen
í blíöskaparveðri í gærdag yfirgaf víkingaskipiö íslendingur Narsaq á vestur-
strönd Grænlands þar sem áhöfnin hefur hvílst í þrjá daga. Skipið hélt til
Brattahliöar í Eiríksfiröi þar sem áhöfnin mun taka þátt í hátíðarhöldunum
sem byrja á morgun.
Stuttar f réttir
Davíö hefur ekki áhyggjur
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að gengislækkun islensku krón-
unnar siðastliðinn sólarhringinn valdi
sér ekki áhyggjum. Einnig segir hann
að ríkisstjórnin muni ekki grípa til
sérstakra aðgerða vegna þessa. RÚV
sagði frá.
Óréttmæt gagnrýni
Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkis-
ins, vísar fullyrðing-
um Gísla Más Gísla-
sonar, stjórnarfor-
manns Náttúrurann-
sóknarstöðvarinnar
við Mývatn, á bug.
Gisli Már hefur gagn-
rýnt Skipulagsstofnun harðlega vegna
úrskurðar stofnunarinnar um mat á
umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr
Mývatni. Dagur sagði frá.
Vill þjóoarsamstöou
Ágúst Einarsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar,
segir stöðuna í efnahagsmálunum al-
varlegri en hún hafi verið síðustu 10
árin. Hann vill þjóðarsamstöðu gegn
verðbólgunni. Dagur sagði frá.
Geysir gaus hjálparlaust
Geysir gaus fullu gosi hjálparlaust í
gær og er það í fyrsta sinn frá 1919. Frá
þvi ári hefur Geysir einungis gosið
fullu gosi ef sápa er notuð. Sjónvarpið
sagði frá.
Ðúnalogn í dúntekju
Dúntekja hefur minnkað jafnt og
þétt síðustu þrjú árin og verðmætið
með, samkvæmt upplýsingum í Hagtöl-
um landbúnaðarins. Dagur sagði frá.
Stjórnvöld klúöra styrkjum
Allir  20  byggða-
styrkirnir     sem
Byggðastofnun hefur
veitt á þessu ári eru
ólöglegir að mati Eft-
irhtsstofnunar
EFTA. íslensk stjórn-
völd hafa algerlega
trassað að senda
stofnuninni nauðsynlegar upplýsingar
vegna lánanna og eiga nú yfir höfði sér
sérstaka rannsókn.
Valtari valt
Valtari skemmdist mikið þegar
hann féll ofan af vörubíl í gær. Þetta
gerðist þegar ökumaður vörubílsins
hemlaði á mótum Njarðargötu og
Hringbrautar. Valtarinn var mannlaus
og engin slys urðu á fólki.
Afföll hafa ekki lækkaö
Afföll húsbréfa, sem mest viðskipti
eru með, hafa hækkað og eru nú
15,26%. Meðalaffóll eru hins vegar um
14%. Mbl. sagði frá.
Hent út úr flugvélinni
Spænskum systkinum er hugðust
ferðast til íslands á vegum Heimsferða
frá Barcelona var hent út úr flugvél-
inni á flugvellinum þar sem áhöíhin
hélt því statt og stöðugt fram að einn
bróðirinn væri annar en hann er og
þyrfti að leggja fram læknisvottorð til
að mega ferðast með vélinni. Mbl.
sagði frá.
Brottkastio ekki svo mikio
Jóhann Sigurjóns-
son, forsrjóri Haf-
rannsóknastofnunar,
segir mjög ólíklegt að
verið sé að henda
tugum þúsunda
tonna af þorski ár-
lega. Sé hins vegar
brottkast af öllum
fiskitegundum tekið inn í dæmið gæti
brottkastið ef til vill verið svo mikið.
Kaupmáttur rýrnaöi um 2,3%
Laun hækkuðu að meðaltali um
3,4% frá 1. ársfjórðungi 1999 til 1. árs-
fjórðungs 2000. Á sama tíma hækkaði
vísitala neysluverðs um 5,8%. Sam-
kvæmt því rýrnaði kaupmáttur dag-
vinnulauna um 2,3%.        -GAR
¦i Hl

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32