Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
Viðskipti
I>V
Umsjón: Viðskiptablaöiö
Mikill óróleiki á innlendum gjaldeyrismarkaði og krónan hríðfellur:
Minnkandi trú á
efnahagsstefnuna
Það er óhætt að segja að veruleg-
ur skjálfti hafi verið á innlendum
gjaldeyrismarkaði í gær. í fyrsta
skipti í sögunni beittu viðskipta-
bankarnir sér fyrir því að viðskipti
á millibankamarkaði með krónur
voru stöðvuð. Það gerðist eftir mjög
ákafa veikingu krónunnar á fyrstu
45 mínútunum eftir að viðskipti
hófust í gærmorgun. Á þeim tíma
féll gengið um tæp 2% og vísitalan
fór upp í 114,55 en svo sterk hefur
krónan ekki verið lengi. Gengisvísi-
talan mælir verð erlendra gjald-
miðla á íslandi og um klukkan 10.30
í gær kostaði dollari 79,44 krónur en
svo sterkur hefur dollari aldrei ver-
ið gagnvart krónu. Evran fór í 74,43
kr., pundið í 119,34 og jenið í 0,7391
kr. Margvíslegar ástæður búa að
baki lækkuninni en óh'óst er til
hvaða aðgerða á að grípa til að
bregðast við þessari þróun.
Seðlabankinn klórar í bakkann
Viðskipti með krónur voru stöðv-
uð á millabankamarkaöi í gær að
ósk viðskiptabankana upp úr 10.
Viðskipti hófust á ný klukkan 12 og
um leið greip Seölabankinn til að-
gerða og reyndi að klóra í bakkann.
Bankinn keypti krónur fyrir um 20
milljónir dollara eða sem svarar
rúmlega 1,5 milljarði króna. Við það
styrktist krónan nokkuð eða um
0,5%. Þegar líða tók á daginn hélt
krónan áfram að veikjast og þegar
viðskiptum lauk stðð vísitalan í
114,23.
Það er ljóst að bankastjóra Seðla-
bankans bíður erfitt verkefni þegar
þeir mæta til vinnu í dag. í samtali
við helstu markaðsaðila kemur
fram að mikil óvissa ríkir um við-
brögð að hálfu Seðlabankans við
þeirra veikingu sem áttu sér stað í
viðskiptum með krónuna í gær.
Sumir telja að til að Seðlabankinn
haldi trúverðugleika sínum þurfi að
koma til minnst 100 punkta hækkun
á stýrivöxtum. Ef vextir
verða hækkaðir svo mikið í
dag er bankinn að gefa skýr
skilaboð um áframhaldandi
vörn til heiðurs sterkri
krónu, en ef allt kemur fyr-
ir ekki og krónan veikist
samt sem áður mun trú-
verðugleiki bankans bíða
mikið skipbrot.
Margvíslegar ástæöur
fyrir gengislækkuninní
Snörp gengislækkun krónunnar í
gærmorgun vekur upp spurningar
hvað valdi slíku. „Þjóðhagsspá Þjóð-
hagsstofnunar, Skýrsla Hafrann-
sóknarstofnunar og kvótaúfhlutun
auk óvissu um hlutafjárúfboð
deCode eru nokkrir af mögulegum
Birgir Isleifur
Gunnarsson.
heldur grípa til aðgerða
þegar snöggar breytingar
hafa orðið."
Engin ákvöroun um
vaxtahækkun
Birgir ísleifur Gunnars-
son seðlabankastjóri sagði í
fréttum útvarps í gær að
ekki lægi fyrir ákvörðun
um neina vaxtahækkun til
að stemma stigum við veik-
ingu krónunnar. Hann sagði jafn-
framt að bankinn fylgdist vel með en
það væri enn þá stefna Seðlabankans
að halda gengi krónunnar sterku en
jafnframt stöðugu. Hann sagði að
miklar sveifiur í gengi krónunnar
væri óheppilegar. Birgir Isleifur
benti á að líklega væru nýjar verð-
tíma er ljóst að 5-6% vaxtamunur
skapar fjárfestum ákveðið svigrúm,
en þó ber að hafa í huga að sveiflur
í genginu hafa aukist og þar með
áhættan. Ljóst er að einhverjar já-
kvæðar breytingar þurfa aö koma
fram til að auka tiltrú markaðsaðila
á efnahagslífinu. Slíkir þættir gætu
m.a. verið lækkandi verðbólga en 12
mánaða verðbólga hefur verið meiri
en 5% 10 mánuði í röð, fréttir um
minni viðskiptahalla en spáð hefur
verið, gott gengi deCODE á erlend-
um hlutabréfamörkuðum og einka-
væðing Landssímans eða ríkisbank-
anna.
Aðrir möguleikar
Viðskiptablaðið hefur í greiningu
sinni á aðgerðum Seðlabankans og
107
mnmiminninniiiiimmnniimnnniimiimmim nmt mmmnmmnmnuiiniimniiiimmmmiimini
Gengi krónunnar hefur veikst mikiö að undanfömu
Vísitalan mælir verö erlendra gialdmiöla í íslenskum krónum og hækkun vísitölunnar þýöir aö verö á erlendum
gjaldmiðlum fer hækkandi.
wiAfw.romeo.is
Stórglæsileg netverslun
með ótrúlegt úrval af
unaðsvörum ástarlífsins
fyrir dömur og herra.
Frábært úrval myndbanda.
Frábær verö, ótrúleg tilboö.
áhrifavöldunum sem hafa leitt til
þess að gengi krónunnar hefur
lækkað eins og raun ber vitni. í of-
análag kemur að markaðurinn með
krónur er ekki eins fljótandi og
markaður með erlenda gjaldmiðla.
Þegar markaðurinn hefur byrjað að
hlaupa í aðra áttina getur orðið
erfitt að stöðva þá þróun ef ekkert
sérstakt kemur upp á sem telur
mönnum trú um annað," segir Sig-
urgeir Jónsson, deildarstjóri af-
leiðuviðskipta hjá Kaupþingi, í sam-
tali við blaðamann Viðskiptablaðis-
ins. „Svo virðist sem sumir mark-
aðsaðilar hafi fengið sig fullsaddan
á óvissu með gengi krónunnar og
hafi fært sig úr erlendum myntum
yfir í krónur, a.m.k. til skamms
tíma. Seðlabankinn virðist hafa
markað sér þá stefnu að verja ekki
tiltekið  gildi  gengisvísitölunnar

H.
Akureyrt
Stórdansleikur
föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveit Ara Jónssonar.
Lengsti bar á landinu.
Ævintýrakráin í norðrinu opin með.
Odd-Vitinn
pub-skemmtistaður     ,vi
Strandgötu 53, Akureyri J *!_>
Sími 462 6020        V
bólgutölur ekki nema að litlu leyti
ástæðan fyrir veikingunni því hækk-
un á vísitölu neysluverðs var full-
komlega í takt við væntingar bank-
ans.
Breytt afstaða Seðlabanka?
í sérútgáfu frá FBA vegna veik-
ingar krónunnar, sem kom út í gær,
kemur fram að í sjálfu sér voru
sveiflur í gær og i fyrradag eðlileg-
ar og ekki fréttnæmar út af fyrir
sig. „Það athyglisverðasta við þróun
mála á þriðjudaginn var hversu
hratt krónan veiktist, en skoðun
fiestra var á þá leið að Seðlabank-
inn myndi grípa inn í markaðinn af
festu og viöhalda þannig styrk krón-
unnar. Inngrip bankans voru hins
vegar ekki stórvægileg í gær og
höfðu ekki mikil áhrif. Þróun gær-
dagsins hefur þau áhrif að rýra trú
markaösaðila og fjárfesta á vilja
Seðlabankans til að halda krónunni
sterkri. Ummæli Birgis ísleifs
Gunnarssonar seðlabankastjóra í
Morgunblaðinu í gær eru enn frem-
ur gjörólík því sem kom frá bankan-
um við veikingu krónunnar í júní
og virðist bankinn ekki ætla styðja
við gengi krónunnar af sömu festu
og áður."
Hins vegar voru inngrip Seðla-
bankans í gær miklu sterkari eins
og fram kom hér á undan.
Líkur á frekari veikingu
Greiningardeild FBA segir að þeg-
ar framhaldið er metið er h'óst að
viðbrögð Seðlabankans skipta miklu
máli, en þó má búast við að þau hafi
minni áhrif en áður. Mikið út-
streymi gjaldeyris virðist vera stað-
reynd og er ljóst að fjárfestar hafa
minnkandi trú á efnahagslífinu og
þar með á gengi krónunnar. Fátt
virðist koma í veg fyrir töluverða
veikingu krónunnar til skemmri
tíma litið. Að mati FBA mun vísi-
tala krónunnar því fara hækkandi á
næstunni og gæti hún sveifiast á bil-
inu 113,5 til 116 á næstu vikum.
Hvað varðar framhaldið til lengri
orðum ráðamanna ítrekað bent á að
verulegur þrýstingur væri til veik-
ingar krónunnar. Seðlabankinn hef-
ur til þessa eingöngu hækkað vexti
og keypt krónur á millibankamark-
aði. Sífelldar vaxtahækkanir eru
farnar að hafa slæm áhrif víða og
margar rannsóknir sýna að full
áhrif vaxtahækkana eru lengi að
koma fram, stundum allt að heilt ár.
Þannig geta frekari vaxtahækkanir
farið að vinna á móti langtímahags-
munum þjóðarbúsins þó svo að það
geti styrkt gengi krónunnar til
skamms tíma. Jafnframt eru mögu-
leikar Seðlabanks til að grípa inn í á
millabanka að einhverju leyti tak-
markaður, m.a. vegna gjaldeyris-
varaforða. Bankinn getur þó gengið
lengra en forðinn leyfir vegna samn-
inga við ýmsar erlendar lánastofn-
anir. Það er því vandséð til hvaða
aðgerða bankinn getur gripið til að
auka á trúverðugleika krónunnar.
í leiðara Viðskiptablaðsins hefur
undanfarið verið bent á þá leið að
leyfa gengi krónunnar að veikjast.
Þannig myndi hagur útflutnings-
greina, t.d. alls sjávarútvegs, batna
verulega en þar myndast stærstur
hluti þjóðartekna. Um leið myndi
veiking vinna gegn viðskiptahalla
en sterk króna hefur ýtt enn frekar
undir sívaxandi viðskiptahalla. Á
móti myndi innflutningsverðlag
hækka og vegna þess hversu Island
er háð innfiutningi myndi verðbólga
aukast. Hins vegar er hægt að vinna
á móti þeim áhrifum meö kerfis-
breytingum. Hægt er að lækka tolla
og gjöld sem leggjast á innflutning,
einkum matvæli og nauðsynjavör-
ur. Með því móti væri hægt að
stemma stigu við aukinni verð-
bólgu. Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði í Kastíjósi í vikunni að
sér litist ekki á þessa hugmynd og
færði ekki nánari rök fyrir því
hvers vegna. Hann benti hins vegar
á að tollar væru ekki miklir. Það má
hins vegar höst vera að talsvert
langt má ganga til að milda áhrif
veikingar krónunnar á verðlag.
Tal komiö til
Egilsstaöa
GSM-sendir Tals var tekinn í
nofkun á Egilsstöðum í dag. Þar
með er fyrri áfanga þessa árs við
stækkun þjónustusvæðis Tals lokið.
Undanfarið hafa nýir GSM-sendar
Tals verið teknir í notkun á ísafirði,
Sauðárkróki, Húsavík, Hornafirði
og í Hrísey. Með opnuninni á Egils-
stöðum nær þjónustusvæði Tals nú
til landsvæða þar sem 90% lands-
manna búa. Sendir Tals á Egilsstöð-
um er fimmtugasti GSM-sendirinn
sem fyrirtækið setur upp.
uifliiiwrrinii	síbastllöna 30 daga
| 0 Baugur	279.590 1
: 0 Búnaðarbanki	232.774 ;
: © Íslandsbanki-FBA	230.400 1
: 0 Össur	205.528 !
10 Landsbanki	194.829 i
	
IMiW.IílirMNllílö	síöastllöna 30 daga
0 Vinnslustöðin	14%
0 Fiskiöjus. Húsavíkur       13 % '	
0 Fóðurblandan	13% ;
; 0 Búnaðarbanki	11% ;
! 0 Tangi	7% ;
	
pu&iiidHuijmj	sibastllöna 30 daga
(«£ Hraðf. Þórshafnar	-14% ;
:0lsl.járnblendifélagiö       -11%	
0 Grandi	-9 %
o	
0	
WorldCom og Sprint
hætta við samruna
Fjarskiptasamsteypurnar
WorldCom og Sprint hafa hætt við
fyrirhugaða sameiningu. Ákvörðun-
in kemur ekki á óvart í ljósi þess
hversu mikilli andstöðu fyrirhuguð
sameining mætti hjá samkeppnisyf-
irvöldum bæði í Bandarikjunum og
í Evrópu.
Þetta helst	^
	3L_
l^:!»UJiJJ|aiíH!.II*d	
I HEILDARVIÐSKIPTI	3.107 m.kr.
Hlutabréf	127 m.kr.
Ríkisvíxlar	836 m.kr. '¦
MEST VIÐSKIPTI	
@ Baugur	51,4 m.kr.
Í00ssur	20,9 m.kr. ;    æ
0 Rugleiöir	19,7 m.kr.
i MESTA HÆKKUN	
; 0 Pharmaco	2,34%
; 0 Eimskipafélag íslands	2,16% ]
0lslenski hugbúnaðarsj	0,36% ;
; MESTA LÆKKUN	
0 Landsbanki íslands 0 íslenskir aðalverktaka	3,41% : 3,23% !
0 Tryggingamiöstööin	2,88%
j URVALSVISITALAN	1.510 stig
; - Breyting	O 0,925 % ;
	:rt4Ws1U	TFf	
'  DOW JONES	10800,73	O 0,16%	1
Onikkei	17036,90 1495,21	O 1.76%	
'¦ is&p		O 0,15% O 1.72% O 0.66%	
SJNASDAQ íLIfTSE	4170,27 6475,70		
**|dax JDÍCAC40	7167,63 6570,36	O 1.44% O 0,52%	
	14.07.2000 U. 9.1S		
¦^JUlj			
	KAUP	SALA 79,390 119,270 53,620 9,9750	
SSlDoHar	78,990		
s£Í§Pund	118,660 53,290 9,9210		
líjKan. dollar Ej£JDönskkr.			
SNorakkr	9,0770	9,1270	
!™5saH»kkr.	8,8550	8,9040	
IhKnFI. mark	12,4424	12,5172	
i H|Fra.frankl	11,2780	11,3458 1,8449 48,0400	
QBelfr frankj 3 SvUs. frankl	1,8339 47,7800		
asatJHoH. gyllinl "JÞýsktmark ít. líra	33,5702 37,8249 0,03821	33,7720 38,0522 0,03844	
QAustseh.	5,3763	5,4086	
B)Port.escudc	0,3690	0,3712	
Ospá. peseti	0,4446	0,4473	
| • |jap.yen	0,73110	0,73550	
nirsktpund	93,934	94,498	
SDR	104,3300	104,9600	
i  HEC0	73,9791	74,4236	
			á

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32