Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
11
jyíjr
Utlönd
Hrikaleg spá um afleiðingar alnæmis í þróunarríkjunum næstu 10 ár:
Allt að 30 milljónir
barna munaðarlausar
Rúmlega 30 milljónir bama í þró-
unarríkjunum munu alast upp án
annars foreldris áður en áratugur-
inn er á enda að því er fram kom á
ráðstefnu um alnæmi sem fram fer
í Durban í Suður-Afríku.
Alnæmi og aðrir faraldrar munu
alls gera 44 milljónir barna að mun-
aðarleysingjum í 34 ríkjum í Afríku,
Asíu, Suður-Ameríku og við Karíba-
hafið, að þvi er fram kom í skýrslu
USATD og lögð var fram á 13. alþjóð-
legu alnæmisráðstefnunni í Durban
sem nú stendur yfir. Þetta er rúm-
lega helmings aukning munaðar-
leysingja miðað við hlutfallið und-
anfarin 15 ár.
Bandaríska manntalsskrifstofan
segir að 15,6 milljónir barna í heim-
inum undir 15 ára aldri hafi misst
móður sína eða báða foreldra vegna
eyðnifaraldursins eða annarra far-
aldra. Styður skýrsla manntals-
skrifstofunnar bandarisku skýrslu
Carol Bellamy
Framkvæmdastjórí UNICEF er meöal þáttakenda á ráðstefnunni um
alnæmi í Durban í Suöur-Afríku.
SÞ frá miðvikudeginum sem fer var-
lega í sakirnar og spáir því að um 20
milljónir barna verði munaðarleys-
ingjar að sama tíma liðnum.
Mikið hefur verið um það rætt
undanfarna daga á ráðstefnunni í
Durban aö ólíkt öðrum faröldrum
hverfi eyðni ekki eftir ákveðinn
tíma heldur taki sinn toll hægt og
bítandi og færist í aukana með
hverju árinu.
í Sambíu einni hefur 61 prósent
barna misst annað eða báða for-
eldra af völdum eyðni. í Tansaníu
er hlutfallið 41%, 57,8 í Simbabve og
40 prósent í Kenýa.
Sérfræðingum ráðstefnunnar hef-
ur verið mikið í mun um að eyða
fölskum orðrómi um að hugsanlega
sé HlV-veiran ekki orsök alnæmis
en eins og kunnugt er viðraði
Mbeki, forseti Suður Afríku, skoð-
anir sínar á því máli ekki alls fyrir
löngu.
Lofar Svartfellingum
meiri fjárstuðningi
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem stjórnar
nú friðarviðræðum ísraeLa og
Palestínumanna í Camp David,
hringdi þaðan í gær til forseta
Svartfjallalands til að bjóða honum
meira fé til að koma á lýðræði. Al-
bright og forsetinn, Milo Djuka-
novic, ræddu ástand mála, þar á
meðal srjórnarskrárbreytinguna í
Serbiu sem tryggir Slobodan Milos-
evic áframhaldandi völd. Svartfell-
ingar, sem eru í ríkjasambandi með
Serbiu, hafa hafnað breytingunni.
Forsætisráðherra Júgóslavíu,
Momir Bulatovic, vísaði í gær á
bug fréttum um að herinn hygöist
ráðast á Svartfjallaland lýsti það
yfir sjálfstæði. Sagði ráðherrann
herinn ekki tengjast stjórnmálum.
Madelelne Albright
Ráðherrann hringdi í forseta
Svartfjallalands frá
Camp David ígær.
Erfiöir tímar
Tony Blair forsætisráðherra á í vök
að verjast.
Forysta Tonys
Blairs minnkar
um helming
Forysta Verkamannaflokksins í
Bretlandi yfir Ihaldsflokkinn hefur
hrunið úr 19 prósentustigum í 10
síðastliðinn mánuð samkvæmt
skoðanakönnun Gallup sem birt var
í morgun. Verkamannaflokkurinn
nýtur nú fylgis 45 prósenta kjósenda
en íhaldsflokkurinn 35 prósenta.
Skoðanakönnunin kemur í
kjölfar erfiðra tima hjá Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands. Fyrir
fimm vikum var hann hrópaður
niður er hann flutti ræðu hjá
samtökum kvenna. 16 ára sonur
Blairs fannst nýlega sauðdrukkinn
á almannafæri, stuttu eftir að Blair
hafði boðað hertar aðgerðir gegn
drukknum ribböldum.
Fýrsti hýri bisk-
upinn í Noregí
Norska ríkið skipaði á fimmtudag
fyrsta samkynhneigða prestinn í
embætti þrátt fyrir mótmæli bisk-
upsdæmisins í Ósló. Kirkjumálaráð-
herra landsins, Trond Giske, hafn-
aði beiðni biskupdæmisins um að
ráða ekki Jens Torstein Olsen, sam-
kynhneigðan guðfræðing, sem prest
yfir Majorstuen-kirkjunni í Ósló.
Jens, sem er i sambúð með öðrum
karlmanni, er fyrsti samkynheigði
presturinn sem er formlega ráðinn
til starfa hjá lúthersku kirkjunni
eftir að hafa opinberað kynhneigð
sina. t fyrra tilnefndu Norömenn
fyrsta kvenbiskupinn þar í landi.
Á flótta frá skógareldum
Þúsundir hektara skóga og ræktaðs land hafa orðið skógareldum að bráð
undanfarna daga í Grikklandi. Á myndinni sést ibúi í Ag Theodorí flýja eldana.
Gíslarnir farnir
að örvænta
Andleg líðan gíslanna, sem eru í
haldi múslímskra uppreisnarmanna
á Filippseyjum, fer versnandi. Búast
má við að einhver þeirra svipti sig
lífi áður en langt um líður.
Þetta kemur fram í bréfi, sem ut-
anríkisráðherra Finnlands, Erkki
Tuomioja, sýndi í morgun. Tuomioja
hafði verið i tveggja daga heimsókn í
Manila ásamt utanríkisráðherrum
Þýskalands og Frakklands til að
reyna aö finna lausn á gísladeilunni.
Bréfið er frá Finna meðal gíslanna
sem verið hafa í haldi uppreisnar-
manna síðan á páskadag.
Ráðherrarnir neita að greina frá
smáatriðum í viðræðum sínum í
Manila við aðalsamningamann Fil-
ippseyja í deilunni, utanríkisráð-
herra Filippseyja og forseta landsins.
Filippseyingar lofa að beita ekki
valdi gegn uppreisnarmönnum.
Utanríklsráðherra Flnnlands
Erkki Tuomioja kynnti bréf frá einum
gíslanna á Filippseyjum.
Notaðar vinnuvélar
á kostakjörum
Mikil verðlækkun
Mikið úrval
Ingvar
Helgason hf.
Véladeild - Sœvarhöfda 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is - E-mail: veladeild@ih.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32