Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 6
I I Sandkorn _________________________fgiUmsjón: Gardar Om Uifarsson netfang: sandkom@ff.ls Nýr sfjóri hjá Íslandssíma Auglýsingapési, Pétur Pétursson, fyrrum blaðamaður DV og Stöðvar 2, er ; á leið frá GSP-al- mannatengslum og verður upplýsinga- stjóri Íslandssíma. Íslandssími mun hafa hætt viðskipt- um við auglýsingadeild GSP/Gæða- miðlunar en Pétur hélt þó áfram almannatengslaráðgjöf fyrir ís- landssíma og hefur nú verið keypt- ur yfir í herbúðir Eyþórs Arnalds og félaga... LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Hvalfjarðargöng vekja athygli DV, HVALFIRDI:__________________ Fyrrverandi ríkisstjóri Alaska kom i Hvalfjarðargöng í sumar, heilsaði upp á starfsmenn Spalar og kynnti sér rekstur ganganna. Hann var hér á landi í stuttri heimsókn og óskaði sérstaklega eftir að fá að skoða Hvalfjarðargöng og að kynna sér sjálfvirka tilkynningaskyldu fiskiskipa. Áhugi rikisstjórans fyrrverandi á göngunum stafar af áformum Alaska- manna um að gera veggöng neðan- sjávar við Anchorage, syðst í þessu norðlægasta ríki Bandaríkjanna. Þá hefur Öyvind Halleraker, fram- kvæmdastjóri Sunnhordaland bru- og tunnelsskap, boðað komu sína í Hvalfjarðargöng núna í júlí. Hann er jafnframt formaður samtaka félaga í Noregi sem hafa tekjur af veggjöld- um. Halleraker á reyndar erindi að Reykholti í Borgarfírði og ekur að sjálfsögðu um göngin á leið þangað en vill nota tækifærið og kynnast starfsemi Spalar og rekstri ganganna í leiðinni. Fyrirtækið sem Hallera- ker stjómar annast um þessar mund- ir umfangsmestu samgöngufram- kvæmdir í Noregi en unnið er að því að koma eyjunum Stord, Bömlo og Fitjum í Hörðalandi á Vesturströnd Noregs í vegasamband við megin- landið. Frændur vorir kalla þessa framkvæmd „trekantsamband" og henni lýkur í apríl 2001. -DVÓ Göngin vekja athygli Útlendingar sem kíkt hafa á Hvalfjaröargöng eru gjarnan stórhrifnir. Kári og Sádar til bjargar? Eins og efnhags- vandinn sé ekki nægur út af gömlu góðu verðbólgunni sem er komin heim eins og týndi son- urinn þá virðist sjávarútvegurinn. 1 líka vera að svíkja okkur. Það má veiða minna en áður þrátt fyrir hið dýrðlega kvótakerfi og minna fæst fyrir fiskinn í útlöndum auk þess sem honum mun meira og minna vera hent jafnharðan fyrir borð þá loks hann hefur verið innbyrtur. Hugbúnaðargeirinn virðist líka hafa hægt á vextinum enda kannski ekki við öðru að búast af atvinnugrein sem getur ekki útveg- að höfuðborgarbúum rafmagns- reikninga nema á sænsku. Það er þvi bara tvennt eftir til að stóla á: deCode-lottó Kára Stefánssonar og aukna olíuframleiðsla Sádi-Araba... Óskrifandi prókúruhafi Fyrirbrigðið Lýðræðislegi jafn- aðarmannaflokk- urinn var skráður hjá hlutafélaga- skrá Hagstofunnar í maí en flokkur- inn er til heimilis i Asparfelli í Breiðholti. Þegar tíðindamaður Sandkorns átti erindi í hlutafélagaskrá fyrir nokkrum dögum voru þar einnig tveir fýrar sem tíðindamaður segir best lýst sem góðkunningjum ótOtekinnar starfsstéttar. Hafi bæði mátt sjá og dæma af lykt að mennirnir tveir höfðu mjög nýlega haft áfengi um hönd. Þeir gáfu sig á tal við ungan starfsmann hlutafélagaskrárinnar og báðu hann að útvega útprent yfir Lýðræðislega jafnaðarmannaílokk- inn. Eftir að hafa brugðið sér afsíðis stundarkom með skjalið gáfu tví- menningarnir sig fram við starfs- manninn að nýju. Þeir báðu hann að bæta nafni annars þeirra inn í skrána sem gjaldkera Lýðræðislega jafnaðarmannaflokksins. Ekki var gjaldkerinn tilvonandi í formi til að skrifa nafn sitt á pappírana sjálfur en það kom ekki að sök því starfs- maður hlutafélagaskrárinnar gerði það fyrir hann... Ýmislegt nýstárlegt hjá bændum í efnuðum Svínavatnshreppi í A-Húnavatnssýslu: Hreppurinn ákvað að láta kvikmynda íbúana Ekki hækkar aiit Nú er allt að verða vitlaust í efnahagsmálunum. Slagsíðan á við- skiptunum við út- lönd eykst enda- laust, vextir eru farnir að ógna ósonlaginu og verðbólgan hefur bitið sig fasta þótt Birgir ísleifur Gimnarsson seðlabankastjóri og Davíð Oddsson, ráðherra efna- hagsmála, segi verðbólguna aðeins stundarfyrirbrigði en ekki vera undirliggjandi. Seljendur vöru og þjónustu virðast hins vegar ekki . hafa áttað sig á þessu og keppast við |ið hækka sitt útsöluverð. En hafi Birgir og Davíð ekki rétt fyrir sér með verðbólguna geta þeir alltaf bent á eitt sem alis ekki hef- ur hækkað, heldur þvert á móti lækkað viðstöðulaust; nefnilega gömlu góðu nýkrónuna sem alitaf verður ódýrari. Vill einhver kaupa krónu - ódýrt?... greiðir bændum 200 þúsund krónur fyrir að mála, snyrta, gróðursetja og vegbæta Allt að 4 nýir ljósastaurar á heim- reiðum sem hreppurinn greiðir fyr- ir (8 þar sem eru tvíbýli), að auki allt að 200 þúsund króna styrkur fyrir að taka til við bóndabæina og það að aðkeyptur kvikmyndatöku- maður tekur myndir af hreppsbúum i leik og starfi er meðal annars það sem nú er uppi á teningnum hjá um 130 íbúum Svínavatnshrepps í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Jóhann Guð- mundsson í Holti, oddviti, neitar því ekki að hreppsbúar, sem eru á um 30 bæum í sveitinni, hafist ým- islegt nýstárlegt að - hreppurinn hefur líka tekjur góðar af fasteigna- gjöldum vegna Blönduvirkjunar. „Þetta hefur gengið vel og bætir ásýnd sveitarinnar. Langflestir hafa notfært sér umhverfisstyrkinn, fjar- lægt jafnvel gríðarlegt magn af brotajámi, tekið girðingadræsur og endurbætt, málað, bætt vegi og einnig er styrkt til plöntukaupa. Síðan kemur verkefnisstjóri og tek- ur verkin út. Þegar menn leggja svo fram reikninga fá þeir endurgreitt. hefði kostað rotþrær viö hvem hreppnum. Kvikmyndin verður dýr- gripur eftir 40-50 ár Kvikmyndatökmnaðurinn Viggó Jónsson frá Sauð- árkróki er að gera kvikmynd um íbúa Svína- bæ í hliðstæður - að kvikmynda og gera heimild um íbúa heils sveitarfélags. Hreppurinn ákvað á siðasta ári, í tilefni aldamótanna, að láta kvik- mynda íbúana við leik og störf - þannig verði til góð heimild um fólkið í þessari sveit. Verkefnið kostar nokkrar milljónir króna. Jóhann oddviti segir að eftir 40-50 ár verði kvik- myndin klárlega orðin ómetanlegt gagn. Mik- ið er orðið til af efhi kvikmyndina, sem verður jafn- vel í hlutum og að líkindum alls hátt í 100 mínút- ur og til- búin á næsta Hreppurinn greiddi fyrir Ijósastaura við heimreiðina Á bænum Mosfelli sést glöggt aö menn hafa tekiö til hendinni, málaö og tekiö til auk þess sem Ijósastaur- ar eru komnir á sinn staö viö húsin - rétt eins og í þéttbýlinu. DV-MYNDIR PJETUR Oddvitinn að Holti í Svínavatnshreppi „Þetta hefur gengiö vel og bætir ásýnd sveitarinnar, “ segir Jóhann Guömundsson í Holti. Varöandi kvikmyndatökuna kveöst hann viss um aö myndin verði dýrgripur eftir 40-50 ár. fært sér þetta þó aðrir þurfi að gera betur,“ sagði Jóhann oddviti. Hann upplýsti jafnframt að sveitarfélagið vatnshrepps í Húnavatnssýslu. Sennilega er þarna um að ræða verkefni sem á sér fáar ef nokkrar ■'Wv' -—. .. :—,— 1 ' "J” svmadalur nn Húnaveilir - ■■ - -. ■■ ■ - ■ - _________________________ Byggja, breyta, bæta, snyrta - og flagga líka. Myndin er tekin viö bæinn Grund viö gatnamót í Svínavatnshreppi. í kvikmyndinni verður sýnt frá umhverfinu, vélakostur, myndir af fjárhúsum og einnig leið afurðanna áleiðis til neytenda. Þannig verður sýnt frá mjöltum og mjólkurbíl verður fylgt eftir. Á menningarsviðinu má nefna kórsöng og karlakór og bömin verða sýnd á leið í skóla, frá réttum, tófuskytt- um á grenjum, starfsemi kvenfélagsins að ógleymdu starfi við sjáifa Blönduvirkj- un og ýmislegt fleira. „Það er góð samstaða um flesta hluti I hreppnum, hér er margt af duglegu fólki,“ segir Jóhann. „Við viljum varðveita mannlif á þessum tímamótum. Vonandi verður einhver sala á myndinni. Við höfum ekki boðið hana stærri aðilum. Ég skal ekkert um það segja. En þessi kvik- mynd mun örugglega þykja dýrgripur eftir 40-50 ár,“ sagði oddviti Svínavatns- hrepps. -Ótt 726
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.