Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Utlönd DV Gerhard Schröder Bætur til fórnarlamba nasista. Bætur greiddar Efri deild þýska þingsins samþykkti einróma að greiða sem nemur 10 milljónum marka til ánauðugra verkamanna úr fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöld. Greiöslan er jafnframt síðasta bótagreiöslan sem þýska ríkið og iðnrekendur greiða fyrir syndir forfeðranna. Mbeki harðlega gagnrýndur fyrir að segja HIV ekki orsök alnæmis: Mandela ver ummæli Mbekis um alnæmi Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Nelson Mandela, blandaði sér í heit- ar umræður á lokadegi 13. alþjóð- legu alnæmisráðstefnunnar í Durban í Suður-Afríku um orsök og afleiðingar þessa faraldurs sem verður fleiri að fjörtjóni en nokkur annar sjúkdómur. Mandela steig í pontu eftir að arf- taki hans í embætti, Thabo Mbeki, hafði æ ofan í æ verið gagnrýndur af ráðstefnugestum fyrir ummæli sín við upphaf ráðstefnunnar um að hugsanlega væru engin tengsl á milli HIV-veirunnar og alnæmis. Sagði Mandela af þessu tilefni að menn skyldu ekki láta misklið koma niður á baráttunni gegn al- næmi. „í ljósi hinnar miklu ógnar sem okkur stafar af HlV/alnæmi verð- um við að komast yflr alla misklíð og sameina krafta okkar til að bjarga fólki,“ sagði Mandela meðal annars í ræðu sem var endapunkt- urinn á 13. alnæmisráðstefnunni sem jafnframt hefur verið lýst sem þeirri mikilvægustu frá upphafi. Mandela hélt áfram og sagði að Nelson Mandela Mandela lauk ráöstefnunni á stuöningsyflrlýsingu viö Mbeki, forseta Suöur- Afríku. Sagöi hann m.a. rétt aö efast um uppruna alnæmis. alnæmi væri harmleikur án nokk- urra takmarka sem væri að breiða úr sér yfir alla Afríku. Mandela varði ummæli Mbekis í upphafs- ræðu sinni, rétt hans til að efast um uppruna og smitleiðir sjúkdómsins en að forgangsatriðin væru eftir sem áður að lækna alnæmi og að hlúa að fórnarlömbum þess og að Mbeki hefði helgað sig baráttunni. „Hann mun, ásamt mér, vera fyrstur til að viðurkenna að það þarf að koma miklu meiru í verk,“ sagði Mandela m.a. um Mbeki og sagðist jafnframt að hann efaðist ekki um að Mbeki myndi reynast traustsins verður eins og dæmin sýndu. Meirihluti þeirra 34,3 millj- óna manna sem eru sýktir af HIV eru búsettir i Afríku. Mbeki hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi á meðan fólk deyr úr sjúkdómi sem lamar heilu efahagssvæðin. Mbeki hefur útnefnt sk. „alnæmisútlaga" í ráðgjafarnefnd um forvarnir gegn alnæmi og til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins en sumir félagsmanna neita beinlínis að trúa því að HIV sé orsök alnæmis. Bastilludagurinn haldinn hátíölegur Fyrsti Bastilludagur nýs árþúsunds fór fram með stæl um allt Frakkland í gær. Taliö er aö um 4 milljónir Frakka hafi sest aö snæöingi undir berum himni viö iangborö sem náöi frá Ermarsundi aö spænsku iandamærunum. Veitti í sjóði CDU André Taralio, fyrrum fulltrúi franska olíufyrir- tækisins Elf Aquitaine í Gabon í Frakklandi, hefur viðurkennt að fyrir- tækið hafl greitt há- ar fjárhæðir í flokk- sjóði CDU árið ‘94. Greiðslan fór fram að undirlagi franska ríkisins. Einn gislanna laus Múslímskir uppreisnarmenn sem haldið hafa 21 manni í gíslingu á Suður-Filippseyjum í rúma þrjá mánuði, slepptu einum gíslanna úr haldi í gær. Maðurinn er Malasíu- búi og sögðu uppreisnarmenn að ef til vill yrði öðrum Malasíubúa sleppt von bráðar. 21 ferst í rútuslysi Að minnsta kosti 21 ungmenni lét lifið í hörðum árekstri fjögurra rútubifreiða skammt frá Seoul í Kóreu í gær. Vagnamir voru þétt- setnir af menntaskólanemendum þegar atvikið átti sér stað á hrað- hraut suður af borginni. Við árekst- urinn kviknaði i þremur rútnanna en sú fjórða fór út af veginum. ÍW Madelelne Albright Bandaríkjamenn vilja halda öðrum hópum utan viö friöarviöræöurnar. Madeleine Al- bright ræðir við PLO-samtökin Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Madeleine Albright, mun halda áleiðis frá Camp David, þar sem hún hefur tekið þátt í friðarvið- ræðum ísraela og Palestinumanna, til að hitta ráðamenn frá Palestínu sem komnir eru til Bandaríkjanna til að taka þátt í friðarviðræðunum að ósk Arafats. „Albright mun hitta meðlimi úr PLO,“ sagði ónefndur heimildarmaður. Yfirvöld hafa neit- að að staðfesta að af fundi PLO og Albright verði. Ný dauðsföll af völdum kúariðu í Bretlandi Svangur? Fjórir til viöbótar hafa látist eftir aö hafa boröaö kjöt sýkt af kúariöu. Bresk yfirvöld gáfu frá sér yflrlýsingu í gær þar sem þau sögðust hafa sett í gang rannsókn á uppruna og út- breiðslu kúariðu í þorpinu Queniborough á Englandi. Svo virðist sem mikill ótti hafl gripið um sig í Evrópu vegna málsins. Upphaflð má rekja til þess er fjórir einstaklingar létust af völdum nýrrar tegimdar af Kreutzfeld Jakob-sjúk- dóminum 1 síðasta mánuði en sjúkdómurinn er bein afleið- ing af kúariðusmiti 1 mannslíkam- anum og ræðst á heilastarfsemina. Þrjú fórnarlambanna sem létust með viku millibil áttu öll heima í nálægð hvert við annað. „Það er mjög ólíklegt að þetta sé tilviljun," sagði talsmaður heil- brigðisráðuneytisins þar í landi, Allison Langley. Langley sagði að rannsóknin myndi að öllum líkind- um taka einhverja mánuði í fram- kvæmd en myndi auka skilning manna á kúariðu sem lamaði nauta- kjötsútflutning Breta fyrir nokkrum misserum og vakti harðvít- ugar pólitískar deilur um alla Evrópu um hvaða kjöts væri óhætt að neyta. Fréttir af þessari nýju rannsókn koma einu ári eft- ir að EB aflétti útflutnings- banni á nautakjöti frá Evr- ópu vegna tilfella af Kreutz- feld Jakob-sjúkdóminum sem rekja mátti til kúariðu í nautgripum. Kúariða var fyrst greind árið 1986 og segja yfirvöld líklegt að tilfellin sem nú eru I rannsókn hafi öll verið frá fólki sem sýktist á níunda áratugn- um. Dr. Philip Monk sem leiðir rann- sóknina hefur beðið fólk um að halda að sér höndum enda er rann- sóknin enn á frumstigi. Gift hundi Fjögurra ára indversk stúlka gekk nýlega í það heilaga með hundi að Hindu-sið. Það var stjömufræðingur sem sagði fóður hennar að hjónabandið með hundin- um myndi lækna öll hennar mein og forða frá ólukku. Ætla að kafa að Estoniu Sænsk yfirvöld hafa beðið Banda- ríkjastjóm um að setja lögbann á áætlanir bandarísks kafarafyrirtæk- is sem ætlar að kafa niður að flaki ferjunnar Estoniu og kanna þar að- stæður. Kjarnorkuflotanum breytt Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyndi í gær að stúla til friðar milli helstu ráðamanna rússneska hersins en fram undan er uppstokkun og end- urskipulagning á þessum stærsta her Evrópu. í fyrstu var talið að vamarmálaráðherra Rússlands, ígor Sergejev, hefði hót- að að segja af sér vegna málsins. Gaf soninn á Netinu 29 ára gömul kona í Kalifomíu í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ættleitt 10 ára gamlan son sinn í gegnum Netið. Að sögn kon- unnar var hún orðin hundleið á frekjunni í honum. Vei heppnuð gönguvertíð Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, og írski forsætisráðherr- ann, Bertie Ahem, hafa lýst yfir ánægju sinni með vel heppnaða og til- tölulega friðsama „gönguvertíð" á N- írlandi í ár. Þá virt- ust þeir vera ánægðir með lögæslu á göngusvæðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.