Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 161. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						20
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000
Helgaiblað
DOV
Læknar gera líka mistök, þeir
viðurkenna þau bara ekki
Slðastliðinn þriðjudag féll dómur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Jór-
unnar Önnu Sigurðardóttur gegn ís-
lenska ríkinu en málið höfðaði Jórunn
eftir brjóstaminnkunaraðgerð sem hún
fór í árið 1991. Síðan hefur Jórunn ver-
ið óvinnufær og telur hún að ekki hafl
verið staðið að aðgerðinni með full-
nægjandi hætti. Jórunn fór fram á það
í stefnu sinni að fá 20 milljónir króna í
skaðabætur en fékk 1,5 miiljón. Jórunn
er verulega ósátt við niðurstöðu dóms-
ins og segist enn fremur vera orðin
mjög þreytt í baráttu sinni við kerfið
þar sem hún hefur rekist á veggi und-
anfarin 9 ár. Jórunn rekur hér sögu
sína og segir frá því hvernig
brjóstaminnkunaraðgerðin leiddi af sér
sjö aðrar aðgerðir.
nægjandi, að útlitslegur árangur hafi
verið óviðunandi og ekki í samræmi
við óskir né væntingar Jórunnar og
loks að skinn hafi verið tekið af röng-
um stað til igræðslu og það valdið
óþarfa lýti.
„Að morgni þess dags sem gera átti
aðgerðina kemur lýtalæknirinn og fer
með mig í herbergi og teiknar upp
hvernig lögun og stærð brjóstanna eigi
að vera. Ég treysti manninum fullkom-
lega en það var ekki minnst einu orði á
áhættuþætti eða mér sýndar ljósmynd-
ir um hvað gæti farið úrskeiðis og hvað
sé þá til ráða," segir Jórunn en um
betta atriði ber henni og lækninum,
sem framkvæmdi aðgerðina, ekki sam-
an, frekar en um margt annað í tengsl-
um við aðgerðina.
Fyrir brjóstaminnkunaraögerðina
Jórunn var með stór og þung brjóst og leitaöi lýtalæknis til þess aö minnka þau þar sem hún
þjáöist vegna brjóstanna. Hún segist ekki hafa fengiö upplýsingar um áhættuþætti aögerðarinnar metur mig 35% var-
dómnum segir að aðeins hafi verið gerð
ein aðgerð," segir Jórunn en hún hefur
verið óvinnufær eftir aðgerðina. Síðan
hefur hún barist við keríið og er að eig-
in sögn ekki á því að gefast upp.
„Ég stóð uppi eftir aðgerðina gjör-
samlega brjóstalaus og með illa unnið
verk læknanna. Þetta þurfti að lagfæra
og hefur kostað mig átta aðgerðir. í
brjóstaminnkunaraðgerðinni voru tek-
in 600 grömm af hvoru brjósti. Ég
spurði að því fyrir aðgerðina hvort til
væru staðlar á brjóstum og bað lækn-
inn um að fá að hafa alla vega miðl-
ungsstærð. Útkoman varð hins vegar
önnur. Svo virðist líka sem ég eigi að
bera ábyrgð á þvi hvernig útkoman
varð og bera ábyrgð á fylgikvillum að-
gerðarinnar. Við það get ég engan veg-
inn sætt mig. Ég er með skerta hreyfi-
getu í öxlum og
höndum og ég á
samkvæmt dómn-
um að bera ábyrgð
á því. Ég er því með
það vottað frá fjór-
um aðilum og af
Tryggmgastofnun
rikisins að ég sé
metin allt frá
20-35% öryrki. Á
þessu er ekki tekið í
dómnum því það
þótti ekki nægilega
vel sannað að um
mistök hafi verið að
rasða. Orð mín virð-
ast ekkert vægi hafa
en ég er þar að auki
með það vottað frá
Landlæknisembætt-
inu frá 9. júní í ár
að ekki hafi verið
rétt staðið að verki í
sambandi við þessa
aðgerð. Högni Ósk-
arsson    geðlæknir
né um hugsanlega fylgikvilla.
Stór og þung brjóst
„Ég var með stór brjóst sem gerðu
það að verkum að ég var með mikinn
höfuðverk og vóðvabólgu. Ég leitaði til
lýtalæknis 1 mai 1989 í von um að fá
eitthvað að gert. Læknirinn skoðaði
mig og komst að því að brjóstin mín
væru allt of stór og þung til að bera og
hann vildi framkvæma brjóstaminnk-
unaraðgerð. Fram kom að það væri að
minnsta kosti ársbið og það var ákveð-
ið að læknirinn hefði samband þegar að
því kæmi.
Ég varð svo ólétt og eignaðist dreng-
inn minn 1. ágúst 1990. Til stóð að ég
færi í brjóstaminnkunaraðgerðina í
maí ári seinna en af því varð ekki þar
sem fresta þurfti aðgerðinni vegna
anna á sjúkrahúsinu eftir bruna. Þann
21. ágúst '91 er hringt í mig og mér tjáð
að ég eigi að leggjast inn daginn eftir.
Þegar ég kom inn á spítalann fór ég í
ljósmyndun, blóðprufu og fór í bað um
kvöldið þegar ég lagðist inn. Kandídat
kom til min og tók af mér hefðbundna
skýrslu en læknirinn sem sjá átti um
aðgerðina kom ekki. Til mín kom þó
hjúkrunarfræðingur með bækling og
fór yfir fyrstu síður bæklingsins sem
fjölluðu um það hvernig aðgerðin gengi
fyrir sig og sagði mér frá þvi hvernig
sogrör og annað yrðu sett inn i brjóstin.
Ég fletti bæklingnum svo yfir sjálf,
reyndar frekar lauslega, því þegar mað-
ur er kominn inn á spítalann er maður
ekki með hugann við hugsanleg mistök
sem geta orðið," segir Jórunn.
Jórunn stefhir ríkinu
I stefnu Jórunnar er byggt á því að
mistök hafi verið gerð við framkvæmd
og eftirmeðferð skurðaðgerðarinnar.
Mistökin eru tilgreind í sex liðum. Því
er haldið fram í stefnunni að skort hafi
á ráðgjöf og samráð við Jórunni fyrir
aðgerðina, að ekki hafi verið beitt réttri
eða viðurkenndri aðferð við
brjóstammnkunina og/eða mistök hafi
verið gerð við framkvæmd aðgerðar-
innar, aö eftirlit með Jórunni hafi ekki
verið nægjanlegt og eftirmeðferð ófull-
Verkir eftir aðgerðina
„Þegar ég vakna eftir aðgerðina finn
ég strax fyrir þrýstingi í hægra brjósti
en mér var sagt að það væri eðlilegt. Ég
geri mér vitaskuld grein fyrir þvi að
maður er aumur eftir svona aðgerð.
Mér var sagt að þetta stafaði af sogker-
unum sem eru sett í brjóstin við aðgerð-
ina. Það blæddi mjög mikið og mér
gekk illa að sofa um nóttina og fékk
bæði svefnlyf og verkjalyf.
Aðgerðin fór fram á föstudegi og á
laugardeginum var ég orðin mjög slæm
af verkjum og kvartaði yfir þrýstingi en
ég fékk sömu svór og það var ekki kall-
að á lækni. Á sunnudagskvöld kemur
svo annar læknir til mín og það er
sprett upp nokkrum saumum til þess að
hleypa út blóði vegna þess að sogkerin
virkuðu ekki nógu vel.
Á mánudagsmorguninn kemur svo
lýtalæknirinn sem framkvæmdi aðgerð-
ina til mín og þá þarf aftur að hleypa út
blóði. Um þetta, hvernig blóðinu var
tappað úr brjóstinu, er ekkert sagt í
neinum sjúkraskýrslum heldur verð ég
að sanna að þetta atvik hafi átt sér stað.
Ég get ekki sýnt fram á að það á neinn
annan hátt en með mínum orðum en
iæknarnir neita þessu alfarið. Annar
læknanna segist aldrei hafa hitt mig,
þrátt fyrir að hafa verið vakthafandi
læknir þessa helgi," segir Jórunn sem
segist reið og svekkt út i læknana. Hún
segir lika að þeir hjúkrunarfræðingar
sem kallaðir voru til vitnis í dómnum
hafl ekki verið þeir sem meðhöndluðu
hana.
Vantar sannanir ffyrir orðum
sinum
„Ég hef ekki ímyndarafl né þekkingu
til að Ijúga svona löguðu en mig vantar
sannanir fyrir orðum mínum. Mistökin
voru gerð strax í byrjun, fyrir það
fyrsta voru brjóstin á mér sett allt of
hátt upp. Hægra brjóstið mitt lak niður
í drep og því þurfti að færa vinstra
brjóstið niður til samræmis við það
hægra. Alls hafa verið framkvæmdar
fimm aðgeröir á vinstra brjósti en í
anlegan      öryrkja.
Hann mat það
þannig að 20% örorkunnar væru líkam-
leg en 15% vegna líðan minnar eftir að-
gerðina til dæmis vegna þess þunglynd-
is sem ég varð fyrir. Það var heldur
ekki tekið mark á öðrum sérfræðingum
sem hafa metið líkamlegan skaða minn
í dómnum."
Tók tvö ár aö fá sjúkraskýrslur
Jórunn segist ekki hafa fengið að-
gang að sjúkraskýrslum sínum fyrr en
eftir tveggja ára bið en samkvæmt
sjórnsýslu- og upplýsingalögum á hún
rétt á því að fá þær afhentar. „Allir
vissu að ég var að höfða mál og ég spyr
mig að því hvað var gert í millitíðinni.
Við Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður
minn fórum upp á spítala en fengum
ekki sjúkraskýf slurnar. Þegar við loks-
ins fengum skýrslurnar sendar eftir tvö
ár þá vantaði gögn í þær. Annaðhvort
hafa þessi gögn
týnst eða þau hafa
hreinlega verið tek-
in í burtu," segir
Jórunn og bætir við,
„AUt sem ég hef eru
mín orð. Ég get ekki
gert að því að lækn-
ar vogi sér að taka
skýrslurfrá. Atvik
eru ekki skráð, sum-
ir læknanna segjast
ekki hafa hitt mig.
Hver ber ábyrgð á
því?"
Svo virðist sem
Jórunn hafi þurft að
hafa fyrir hverju
skrefi málsins. „Það
tók mig funm ár að
fá út úr slysatrygg-
ingunni og ég þurfti
að kæra það til Um-
boðsmanns Alþingis
þar sem úrskurður
fell mér í vil. Síðan
fór úrskurðarnefnd
Almannatrygginga
yfir málið mitt aft-
ur, en Tryggingaráð
Meö dómsmálib fýrir Hæstarétt
Jórunn Anna Siguröardóttir hefur veriö óvinnufær í 9 ár. Hún ætlar aö áfrýja
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur enda hefur hún margt við dóminn að athuga.
hafði alltaf hafnað því að gera það, og
ég var dæmd 20% varanlegur öryrki út
af bijóstaminnkunaraðgerðinni."
Dómur héraðsdóms
Dómurinn fellst á að brjóst Jórunn-
ar hafi verið lítil eftir aðgerð lýtalækn-
isins, að staðsetning vinstri geir-
vörtunnar hafi verið óeðlilega há og því
misræmi á milli. Þetta olli því að aðrar
aðgerðir urðu nauðsynlegar til að leið-
rétta legu vinstri geirvörtunnar. Dóm-
urinn fellst líka á það að svæði það við
hné, sem skinn var tekið af til þess að
laga brjóstið eftir drep, geti ekki talist
eðlilegt þar sem viðtekin venja sé að
tökusvæði sé ekki á áberandi stað. Að
öðru leyti eru kröfur Jórunnar ekki
teknar til greina og henni dæmdar 1,5
milljónir króna í miskabætur. Dómur-
inn er þó þeirrar skoðunar að aueiðing-
ar skurðaðgerðarinnar hafi haft miklar
og langvarandi afleiðingar á liðan Jór-
unnar en fellst ekki á að stefndi beri
skaðabótaábyrgð á ætlaða örorku sem
varð vegna drepsins.
Hvað finnst þér um dóminn?
„Ég er ekki ánægð með dóminn ein-
göngu vegna þess að í honum kemur
sannleikurinn ekki í ljós. Þarna eru orð
gegn orði og mín orð virðast engu máli
skipta. Það var vitlaust staðið að þessu
máli frá upphafi og alveg til enda. Land-
læknir fundaði meö lögmanni minum
og vildi að það yrði samið um málið en
Mlsræmi í brjóstunum
Jórunn er ósátt viö aögerðina og útkomuna. Hún segir of mikiö hafa verið tekið af
brjóstunum, þau urðu of lítil. Brjóstin voru sett of hátt uppi og þegar reynt var að laga
brjóstið sem drep komst í var tekin húð af hnénu til þess aö setja á brjóstið. Brjóst Jórunnar
eru alsett örum en hún fékk saltpoka í brjóstin til þess að reyna skapa barm á hana aftur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64