Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 55 I>V Tilvera Níræður Sigurður Þ. Tómasson fyrrv. kaupfélagsstjóri Sigurður Þ. Tómasson, fyrrv. kaupfélagsstjóri og forstjóri, Ból- staðarhlíð 45, Reykjavík, verður ní- ræður á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist á Miðhóli í Fellshreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hann var afgreiðslumaður á unglingsárunum hjá Kaupfélagi Fellshrepps og reri til Drangeyjar til fuglaveiða á ílekum þrjár vorver- tíðir. Sigurður lauk Samvinnuskóla- prófi 1930 og var í bóklegu og verk- legu námi á vegum Kooperativa Förbundet í Stokkhólmi 1931-32. Sigurður var forstjóri Kjörbúðar Siglufjarðar 1932-36, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1937-45, vann við aðalbókhald SlS í Reykjavík 1945-48 og var skrifstofu- maður hjá Skeljungi hf. í Reykjavík 1949-51. Sigurður stofnaði síðan Efnagerð Laugarness en seldi hana eftir rúm- lega tuttugu ára rekstur. Þá stofnaði hann fyrirtækið S.Þ. Tómasson hf. Sigurður starfaði mikið í Kiwahishreyfingunni og gegndi trúnaðarstörfum á vegum hennar. Fjölskylda Sigurður kvæntist 2.6. 1935 Maggý Flóventsdóttur, f. 1.9. 1910, húsmóður. Foreldrar hennar voru Flóvent Jóhannsson og k.h., Mar- grét Jósepsdóttir. Börn Sigurðar og Maggýjar: Ebba Guðrún Brynhildur, f. 5.12. 1935, húsmóðir, gift Ólafi Skúlasyni bisk- up; Tómas, f. 7.12. 1938, d. 17.1. 1975, verkfræðingur í Reykjavík. Börn Ólafs og Ebbu eru Guðrún Ebba, f. 1.2. 1956, formaður Félags grunnskólakennara, gift Stefáni Ell- ertssyni stýrimanni og eiga þau tvær dætur; Sigríður, f. 9.8. 1958, húsmóðir i Reykjavík, gift Höskuldi Ólafssyni, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, og eiga þau þrjú börn; Skúli Sigurður, f. 20.8. 1968, prestur íslendinga í Svíþjóð, kvæntur Sig- ríði Björk Guðjónsdóttur lögfræð- ingi og eiga þau tvö börn. Systkini Sigurðar: Guðrún, f. 1909, nú látin, lengst af búsett á Miö- hólum; Jónasína, f. 1913, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Anton, f. 1915, nú látinn, lengst búsettur á Hofsósi; Björg, f. 1917, nú látin, hús- móðir í Reykjavík; Hallfríður, f. 1919, nú látin, húsmóðir í Reykja- Fimmtugur Þorvaldur Gunnlaugsson stærðfræðingur í Reykjavík 80 ára_________________________________ Ásta S. Hannesdóttir, Skálagerði 13, Reykjavík. 75 ára Haraldur Þórðarson, Hólmagrund 9, Sauðárkróki. 70 ára_________________________________ Anna Egilsdóttir, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Guðmundur H. Gíslason, Meistaravöllum 31, Reykjavík. Guðrún Jóhanna Lárusdóttir, Boðagranda 7, Reykjavik. Sigurbjörg Oddsdóttir, Vesturbergi 78, Reykjavík. Sigurborg Ólafsdóttir, Háaleitisbraut 56, Reykjavík. Stefán B. Gíslason, Framnesvegi 33, Reykjavík. Vilhjálmur Stefán Guðlaugsson, Meðalbraut 4, Kópavogi. 60 ára_________________________________ Pétur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hólalax hf., Hvammi, Hjaltadal, verður sextugur mánud. 17.7. Eiginkona hans er Sigfríður L. Angantýsdóttir skólastjóri. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Grunnskólanum á Hólum laugardagskvöldið 15.7. kl. 20.00. Steinunn Sigurgeirsdóttir, Hrismóum 1, Garðabæ. 50 ára_________________________________ Friðrik Guðbrandsson, Frostaskjóli 32, Reykjavík. Hallur Albertsson, Skógarhjalla 8, Kópavogi. Hannes A. Ragnarsson, Hamragarði 3, Keflavík. Helgi Valdimarsson, Hverfisgötu 57, Reykjavík. Sverrir Þórólfsson, Þinghólsbraut 58, Kópavogi. Valur Lýðsson, Gýgjarhóli 2, Selfossi. 40 ára_________________________________ Einar Gautur Steingrímsson, Kirkjubraut 11, Seltjarnarnesi. Guðjón Kárason, Seilugranda 7, Reykjavík. Helga Óladóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. Hilmar Þór Hilmarsson, Suðurhvammi 22, Hafnarfirði. Hjaiti Sigurjón Hauksson, Miklubraut 46, Reykjavík. Ragnar Hinrik Einarsson, Keilufelli 7, Reykjavík. Steinvör Ingibjörg Gísladóttir, Hlíðarhjalla 63, Kópavogi. Þorvaldur Hannesson, Heiöarbrún 6, Hveragerði. Smáauglýsingar Þorvaldur Gunnlaugsson stærð- fræðingur, Marargötu 3, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Þorvaldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum en dvaldi á sumrin í Skáleyjum á Breiðaflrði, í Hólmi i Vestur-Skafta- fellssýslu og á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, BS-prófi í stærðfræði og líf- fræði við HÍ 1973 og stundaði fram- haldsnám við Stokkholms Uni- veritet 1974-75. Þorvaldur hefur stundað kennslu, unnið við hugbúnaðargerð og vef- hönnun hjá skrifstofu Alþingis og við Ríkisspítalana og stundað hvala- rannsóknir á vegum Hafrannsókn- arstofnunar. Hann starfar nú hjá Halo ehf. Fjölskylda Kona Þorvalds er Ágústa Hrefna Lárusdóttir, f. 16.10. 1957, verkefna- og gæðastjóri Verðbréfaþings ís- lands. Hún er dóttir Lárusar Ágústssonar málara, sem er látinn, og Önnu Hjördísar Jónsdóttur hús- móður. Böm Þorvalds frá fyrri sambúð eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir, f. 2.10. 1974, stúdent, dóttir hennar er Gabríela Jóna Ólafsdóttir, f. 18.11. 1992, sambýlismaður Herdísar Önnu er Davíð Björnsson tannsmið- ur; Gunnlaug Þorvaldsdóttir, f. 23.4. 1976, læknaritari, sambýlismaður hennar er Guðmundur Pétursson gítarleikari; Jón Þórarinn Þorvalds- son, f. 7.12. 1977, nemi, sambýlis- kona hans er Hólmfríður Rós Rún- arsdóttir nemi; Hannes Þórður Þor- valdsson, f. 13.4. 1983, nemi. Systkini Þorvalds eru Hrafn, f. 17.6. 1948, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur í Reykjavík; Snædís, f. 14.5. 1952, sýslufulltrúi á Húsavík; Tinna, f. 18.6. 1954, leikkona í Reykjavík. Foreldrar Þovalds: dr. Gunnlaug- ur Þórðarson, f. 14.4. 1919, d. 20.5. 1998, hrl. i Reykjavík, og Herdís Þor- valdsdóttir, f. 15.10. 1923, leikkona. Ætt Gunnlaugur var sonur Þórðar, yf- irlæknis á Kleppsspítala, Sveinsson- vík; Ólöf, f. 1922, nú látin, lengst af starfsmaður við Hagstofuna í Reykjavík; Þórný, f. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Eggert, f. 1924, nú lát- inn, lengst af á Miðhóli; Margrét, f. 1926, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Tómas Jónasson, f. 5.8. 1887, d. 7.2. 1939, kaupfélagstjóri Kaupfélags Fells- hrepps, og k.h., Ólöf Þorkelsdóttir, f. 30.7. 1885, d. 26.11. 1963, húsfreyja. Ætt Tómas var sonur Jónasar, b. í Beingarði, Árnasonar, b. i Þverá í Blönduhlíð, Árnasonar. Móðir Áma var Sigríður Magnúsdóttir, b. í Lýt- ar, b. á Geithömrum í Svínadal, Pét- urssonar. Móðir Þórðar var Stein- unn Þórðardóttir, b. í Ljótshólum í Svínadal, Þórðarsonar, b. á Kúfu- stöðum í Svartárdal, Þóðarsonar, b. á Kúfustöðum, Jónssonar, b. á Lækjamóti í Víðidal, Hallssonar, b. á Þóreyjarnúpi, Björnssonar, b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Þor- leifssonar sem Guðlaugsstaðaættin er kennd við. Móðir Gunnlaugs var Ellen Jo- hanne, náfrænka Ludvigs Kaabers, bankastjóra Landsbankans. Ellen Johanne var dóttir Jens Ludvigs Joachims Kaaber, framkvæmda- stjóra í Kaupamannahöfn. Herdís er dóttir Þorvalds, bóksala í Hafnarfirði, Bjamasonar, b. og for- manns á Fagurhóli í Höfnum, Tóm- assonar, frá Teigi í Fljótshlíð, og Herdísar Nikulásdóttur. Móðir Herdísar var María Jóns- dóttir Þveræings, b. á Þverá í Laxár- dal, Jónssonar, bróður Snorra á Þverá, fóður Áskels tónskálds. Ann- ar bróöir Jóns Þveræings var Bene- dikt á Auðnum, faðir Huldu skáld- konu. Jón Þveræingur var sonur Jóns, b. á Þverá, Jóakimssonar, b. á Mýlaugsstöðum, Ketilssonar, b. á Sigurðarstöðum i Bárðardal, Tóm- assonar. Meðal afkomanda Ketils á Sigurðarstöðum voru þeir bræður ingsstaðakoti, Eirikssonar, hrepp- stjóra á Lýtingsstöðum, Jónssonar, b. á Syðri-Mælifelli, Stefánssonar, b. á Lýtingsstöðum, Sigurðssonar, lrm. á Þorleifsstöðum, Eiríkssonar, lrm. i Djúpadal, Magnússonar, lrm. á Ljósavatni, Bjömssonar, officialis á Mel, Jónssonar, biskups Arason- ar. Móðir Jónasar var Sigríður Jón- asdóttir, b. á Þverá, Jónssonar, b. á Þverá, Illugasonar. Móðir Jóns var Guðrún Steingrímsdóttir, systir Jóns eldprests. Móðir Tómasar var Guðrún Tómasdóttir, b. á Ystahóli, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Tómasdóttir, b. í Hvanneyr- arkoti, Andréssonar og Hólmfríðar Guðbrandsdóttur. Móðir Guðrúnar frá Ystahóli var Anna Bjamadóttir, b. á Mannskaðahóli, Jónssonar og Guðnýjar Guðmundsdóttur. Ólöf var dóttir Þorkels, b. í Lón- koti, Dagssonar, b. á Karlsstöðum í Ólafsfirði, Bjamasonar, b. á Karls- stöðum, Sigfússonar. Móðir Bjarna var Guðný Jónsdóttir, b. í Brimnesi, Arnórssonar, Þorsteinssonar, ætt- fóður Stórubrekkuættar, Eiríksson- ar. Móðir Guðnýjar var Þóra Jóns- dóttir, b. á Auðunnarstöðum, og Ingibjargar Jónsdóttur, b. á Melum, Jónssonar, ættföður Melaættar, Oddssonar. Hallgrímur og Sigurður Kristins- synir, forstjórar SÍS, og Aðalbjörg Sigurðardóttir, móðir Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Bróðir Jóns Jóakimssonar á Þverá var Hálfdán, faðir Jakobs, stofnanda Kaupfélags Þingeyinga, fyrsta kaup- félagsins. Móðir Maríu var Halldóra Sigurð- ardóttir frá Amheiðarstöðum Gutt- ormssonar. Þorvaldur tekur á móti gestum að Elliðavatnsbletti 101 í Rauðhólum v. Helluvatn sunnud. 16.7. kl. 16.00. DV Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 Astrid Þorsteinsson hjúkrunarfræðingur, sem lést laugard. 1.7., verður jarösung- in frá Hafnarfjarðarkirkju mánud. 17.7. kl. 13.30. Guöfinna Guömundsdóttir, Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, veröurjarö- sett frá Gaulveijabæjarkirkju miðvikud. 19.7. kl. 14.00. Jóhann Kristinn Rafnsson, heiðursborg- ari Stykkishólms, veröur jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugard. 15.7. kl. 14.00. Hanna Sigurrós Hansdóttir, Klausturhól- um, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugard. 15.7. kl. 10.30. Útför Pálínu Gísladóttur, Hrísalundi 4e, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánud. 17.7. kl. 13.30. Sextugur ■■i Guðmundur Marinósson skrifstofumaður á ísafirði Guðmundur Marinósson, skrif- stofumaður á Skattstofu Reykja- ness, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs, en var síðan í þrjú ár hjá móður- systur sinni í Álftafirði við ísa- fjarðardjúp eftir lát móður sinnar og því næst önnur þrjú ár hjá syst- ur sinni á Selfossi. Guömundur lauk prófl frá Mið- skóla Selfoss 1955. Sextán ára hóf hann störf sem sölumaður, fyrst hjá Rolf Johansen og síðar hjá ís- lensk erlenda verslunarfélaginu. Sumarið 1960 flutti Guðmundur til ísafjarðar. Þar vann hann m.a. hjá Vélsmiðjunni Þór, Skattstofu Vest- fjarða og ísafjarðarkaupstað, m.a. sem forstöðumaður skíðasvæðisins og sem bæjargjaldkeri. Hann var jafnframt umboðsmaður Stefs á Vestfjörðum, hafði umboð fyrir hljóðfæraverslanirnar Rin og Poul Bemburg og rak Sjálfstæðishúsiö ásamt hljómsveitinni B.G. og Áma. Árið 1982 varð hann fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins og Heilsugæslustöðvarinn- ar á ísafirði og gegndi því starfi í tíu ár. Þá hóf hann störf hjá Póls rafeindavörum, fyrst sem fjármála- stjóri og síðar sem framkvæmda- stjóri. í ársbyrjun 1997 gerðist hann rekstrarstjóri veitingastaðar- ins Á Eyrinni og Gallerys Pizza. Árið 1998 starfaði hann um skeið sem fjármálastjóri hjá Auglýsinga- stofu Reykjavíkur en hóf störf á Skattstofu Reykjaness í janúar 1999 og starfar þar nú. Guðmundur hefur tekið virkan þátt í félagslífi á Isafiröi og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félög þar í bæ. Hann starfaði m.a. fyrir Skíðafélag ísafjarðar og sá um Skíðavikuna í mörg ár, hann var í Lionsklúbbi ísafjarðar og gegndi þar formennsku í tvígang. Þá er hann félagi í Frímúrara- stúkunni Njálu og starfaði árum saman ötullega fyrir Sjálfstæðisfé- lögin á Isafirði, sá um fjármál full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í mörg ár og var um tíma formaður þess. Enn fremur var hann vara- bæjarfulltrúi fyrir flokkinn og sat í ýmsum nefndum og ráðum á veg- um hans fyrir bæjarfélagið. Á yngri árum starfaði Guðmundur með hljómsveitinni V.V. og Barði og var umboðsmaður hljómsveitar- innar B.G. og Ámi þegar hún var sem þekktust. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 24.12. 1960 Þorgerði S. Einarsdóttur, f. 6.1. 1940, þjónustufulltrúa hjá Lands- símanum á ísaflrði. Foreldrar hennar voru Björg A. Jónsdóttir og Einar I. Guðmundsson. Dætur Guðmundar og Þorgerðar eru Ingibjörg, f. 22.12. 1959, starfs- maður Sparisjóðs Reykjavíkur, gift Gisla Blöndal vélsmið og á hún þrjá syni, Christian Marinó Friis Nielsen, f. 8.7. 1982, Arnar Má Brynjarsson, f. 27.6. 1987, og Guð- mund Ragnar Brynjarsson, f. 18.7. 1988; Guðrún, f. 12.5. 1961, fram- kvæmdastjóra JPV forlags, gift Rúnari Helga Vignissyni rithöf- undi og eiga þau tvo syni, ísak Ein- ar, f. 20.4. 1992, og Þorra Geir, f. 24.4. 1995. Guðmundur á tvær systur. Þær eru Sigríður Ólína, f. 6.10.1932, hús- móðir á Selfossi; Ingu Randolph, f. 6.6. 1934, húsmóðir í Orlando í Bandaríkjunum, Foreldrar Guðmundar voru Mar- inó B. Valdimarsson, f. 15.4. 1906, d. 3.3.1979, farmaður, og k. h., Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 10.5. 1898, d. 16.5.1951, húsfreyja. Guðmundur verður að heiman á afmælinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.