Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Qupperneq 13
13 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 X>V_______________________________________________________________________________________________________________________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Sjaldgæf merki og skemmtileg Tvær frímerkjasýningar verða opnaðar á Kjar- valsstöðum i dag og standa yfir helgina. Annars veg- ar er það sýningin Nordjunex 2000, sem er norræn frímerkjasýning ungra safnara, og hins vegar Diex 2000 sem er samsýning íslenskra og þýskra frí- merkjasafnara. Sigurður R. Pétursson, formaður Félags íslenskra frimerkjasafnara, er mjög spenntur yfir öllu því áhugaverða efni sem skreytir nú veggi Kjarvalsstaða. „Við höfum alltaf verið mikið i alþjóðlegu samstarfi og á einhverju þinginu kynntist ég for- manni þýska landssam- bandsins," segir Sigurð- ur. „Hann fór að segja mér hvað hann hefði mikinn áhuga á íslandi og okkar kynni þróuðust á þennan veg að nú höldum við sýningu í sam- vinnu við Þjóðverjana á íslenskum frímerkjum eingöngu. Þetta eru því íslensk frímerki í eigu Þjóðverja og íslendinga." Skrautleg sófn unglinganna DVWNDIR EINAR ÖRN Sigurður R. Pétursson, formaöur Félags íslenskra frímerkjasafnara Hann segir þaö mikilvægt fyrir hvern safnara aö hitta aöra sína líka. „Svo lengi sem ég man höfum við ekki haldið jafn góða sýningu á íslenskum frímerkjum eingöngu," heldur Sigurður áfram stoltur. Svo er það unglinga- sýningin, en því norræna samstarfi höfum við hald- ið úti í tuttugu ár og haldið sýningar til skiptis á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Sýningin er hald- in hér í annað sinn þó að nú viiji svo skringilega til að engin íslensk ungmenni taki þátt.“ Hvað er sniðugt á unglingasýningunni? „Unglingarnir eru að sýna allt milli himins og jarðar. Mikkel Olsen frá Danmörku hefur t.d. búið sér til safn sem heitir Island. Þar kemur berlega í ljós hversu fræðandi það getur verið að safna frí- merkjum. Með því að safna merkjum með myndum af íslenskum fossum og fjöllum þá veit hann ýmis- legt um ísland og hefur raðað merkjunum sínum á kort af landinu til þess að undirstrika það.“ Sigurður segir að unglingamir safni helst þema- söfnum á borð við bíla, báta, hunda og teiknimynda- fígúrur. Hugmyndir þeirra geti verið mjög skraut- legar á að líta. Spennan snýst um æðstu verðlaunin Fyrir báðar sýningar eru skipaðar dómnefndir sem dæma söfhin. Síðan fá menn mishá verðlaun á sex mismunandi stigum, frá bronsi upp í gull. Sig- urður segir að allir fái einhver verðlaun en spenn- an snúist um það hver fái æðstu verðlaunin. Er það mikilvægt fyrir frímerkjasafnara að komast á slíkar sýningar? „Fyrst og fremst eru sýningamar gífurlega fræð- andi fyrir alla þá sem hafa áhuga á og eru að leika sér með frímerki. Á sýningum fá menn að sjá hvern- ig aðrir frímerkjasafnarar vinna sín söfn og einnig getur þar að líta hluti sem em mjög sjaldgæfir og þar af leiðandi mjög merkilegir." Hvað er það sjaldgæfasta á sýningunni? „Það er svo geysilega margt sjaldgæft að þaö er ekki hægt að gera upp á milli,“ segir Sigurður með ástríðu safnarans í röddinni. „Þó má nefna af Díex- sýningimni safíiið hans Indriða Pálssonar „Nokkur sýnishom bréfspjalda 1880-1903 sendra frá íslandi til annarra landa," þar er að fmna mjög sjaldgæfa hluti og skemmtilega." Með feimni segist Sigurður sjálfur vera með gott safn íslenskra bréfspjalda, sem hann vill þó ekki vera að gorta sig af, en nefnir einnig safn Heinrichs Schillings, „Erlendir stimplar á íslenskum pósti". Ráögátan um Ingibj'örgu Em ekki miklir peningar í þessu? „Það má nærri geta þar sem Þjóð- verjar em geysilegir fí'ímerkjasafhar- ar og þetta eru öll bestu íslandssöfhin frá þeim. Þó að þeir eigi fleiri söfn em þetta þau merkilegustu. Þetta er úrval- ið. Það er 32 manna hópur frá Þýska- landi sem kemur gagngert vegna sýn- ingarinnar og það era ekki einungis þeir sem eiga söfnin. Þetta verður auð- vitað til þess að það myndast kunn- ingsskapur milli íslenskra og þýskra safhara." Verður ekki mikill gleðskapur í kringum sýningamar? „Eflaust mikið gaman. Það sem okk- ur þykir einnig mjög spennandi er að einn félagi okkar fann frímerki frá Búlgaríu sem vakti athygli hans vegna þess að á því er bamateikning og á hana skrifað Ingibjörg 8 ára. Þetta merki verður á sýningunni og okkur er spum: Hver er þessi Ingibjörg sem nú er að öllum líkindum 28 ára? Það er furðulegt að finna íslenska teikningu á erlendu frímerki og mjög skemmtilegt. Ef Ingi- björg gefur sig fram þá tökum við vel á móti henni,“ segir einn ástriðufyOsti frímerkjasafnari landsins, Sigurður R. Pétursson. Ingibjörg sú er telknaöl á búlgarska frimerkiö er aö öllum líklndum 28 ára í dag Þaö væri skemmtilegt krydd fyrir sýninguna efhún gæfi sig fram. Svona getur nú veriö fræöandi aö safna frímerkjum Mikkel Olsen frá Danmörku hefur búiö sér til safn íslenskra náttúruperla á frímerkjum. Tónlist Óhreinir blásarar Hópur tónlistarmanna, bæði kór og hljómsveit frá Háskólanum í Bologna, hélt tónleika i Lang- holtskirkju á þriöjudagskvöldið. Hópurinn kaOar sig CoOegium Musicum Almae Matris og hefur sérhæft sig í flutningi norður-ítalskrar tónlistar frá 16. og 17. öld. Slíka tónlist hefði mörgum þótt gaman að heyra á tónleikunum í Langholtskirkju en í staðinn fengu áheyrendur að hlýða á gamlar kempur á borð við Wagner og Rossini. Og aðal- verkið á efnisskránni var Sálumessa Duruflés sem er vinsæl tónsmíð og tO á fjölmörgum geisla- diskum. Nú er auðvitað ekkert að topp tíu tónlist- inni en stundum er ágætt að fá smátObreytingu líka. Flatneskjulega mótaö Fyrst á efhisskránni var æskuverk fyrir hljóm- sveit eftir Rossini sem nefnist Sinfonia di Bologna. Þar gætti nokkurrar ónákvæmni í leik hljómsveitarinnar, fiðlumar vom t.d. ekki aOtaf samtaka og blásaramir vom gjaman óhreinir. Hljómsveitarstjóm Barböru Manfredini var frem- ur ómarkviss og varfæmisleg og náði hún aldrei fram þeirri spennu og léttleika sem einkennir tónUst Rossinis. Ekki var betri flutningurinn á noktúmu fyrir hljómsveit opus 70 nr. 1 eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Martucci (1856-1909). Þetta er hæglát og rómantísk tónlist sem hljómsveitinni tókst engan veginn að gera viðunandi skO. Þar var helst um að kenna ójafnvægi í styrkleika; faOegar laglín- umar heyrðust ekki fyrir of sterkum undirleiks- röddum, og þegar þær loksins komu í ljós voru þær flatneskjulega mótaðar. Þess má geta að Martucci var ákafur Wagner- aðdáandi og stjómaði fyrsta Ítalíuflutningnum á Tristan og Isold í Bologna árið 1888. Það var því við hæfi að næsta verkið á efnisskránni væri eft- ir Wagner. Þetta var Siegfried-IdyO, sem er samið upp úr strengjakvartett tónskáldsins, og einnig óperunni Sigfried. Því miður var flutningurinn alveg ómögulegur og var greinOegt að verkið var aOt of erfitt fyrir hljómsveitina. Styrkleikaójafn- vægið á miOi hinna ýmsu hljóðfærahópa gerði aö verkum að lykOstaöir I tónlistinni gufuðu upp og margir einstaka hljóðfæraleikarar skemmdu fyr- ir heildinni. Fiðlumar voru óhreinar, leikur tré- blásaranna var stundum eins og hvert annað óskOjanlegt muldur og homin hljómuðu eins og bílflautur. Fagur söngur Eftir hlé steig kórinn fram á svið og undir stjóm Davids Wintons flutti hann Ave Maríu eft- ir Rossini og Sálumessu Duruflés. Ave Maria var faOega sungin og greinOegt að Winton kunni vel tO verka. Bendingar hans vom nákvæmar og var auðheyrt að kórinn er vel þjálfaður. í Sálumessu Duruflés söng hann af öryggi og kom á óvart að hljómsveitin lék hér ágætlega undir, kannski vegna þess að nú var annar viö stjómvölinn. Þráðurinn slitnaði aldrei og var stemningin oft magnþrungin. Sérstaklega áhrifamiklir voru hæglátu hlutar verksins en nokkrir dramatískir hápunktar komu líka prýðOega út. SkOur maður því ekki af hverju hljómsveitin var ein að belgja sig fyrir hlé, kórinn hefði átt að koma fram fyrr. Það hefði bjargað tónleikunum. Jónas Sen Rómönsu- tónleikar Næstu tónleikar í sumartónleikaröð Norræna hússins Bjartar sumamæt- ur verða kl. 22.00 í kvöld. Þá flytja sænski baritón- söngvarinn Björn Thulin og landi hans Love Derwinger píanóleikari (á mynd) rómönsutónleika með þeirri frægu yfirskrift úr ljóði Shakespeares, „Þann samanburð viö sumardag þú átt“. Á dagskránni verða söngvasveig- ar eftir Poulenc, Finzi og Rautavaari - lög hinna tveggja síðamefndu við Shakespeare-texta - og söngvar eftir Sibelius, Grieg og Stenhammar. Hin ljóðræna stemning heldur áfram efitir tónleikana þar sem dansverkið Vatna- meyjar eftir finnska danshöfundinn Reijo Kela verður flutt á litlu tjöm- inni við Norræna húsið. Ólöf Ingólfs- dóttir er i hlutverki vatnameyjarinn- ar sem svífur á yfirborði vatnsins og mun Bjöm Thulin syngja lag við flutning hennar. DEmssýningin er á dagskrá Reykjavíkur menningarborg Evrópu árið 2000. Frá kl. 20.30 gefst gestum Norræna hússins Oka kostur á því að snæða léttan sænskan kvöld- verð í kaffistofunni. Verk Hróðmars í Skálholti 4 Á Sumartónleik- um í Skálholts- kirkju verður minnst 250 ára ár- tíðar Jóhanns Sebastíans Bachs með kvöldstund í kirkjunni á dánar- dægri hans á morg- un kl. 21. Margir tónlistarmenn koma þar fram, séra Guðmundur Óli Ólafs- son flytur hugleiðingu um Bach og sr. Egiil Hallgrímsson staðarprestur fer með ritningarlestur dagsins. Á laugardaginn hefst dagskráin kl. 14 með því að séra Kristján Valur Ing- ólfsson flytur erindi í Skálholtsskóla: „Gamalt vín á nýjum belgjum, fomir textar og nýr söngur". Erindið tengist frumflutningi á Skálholtsmessu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (á mynd), sem er annað staðartónskálda Sumartónleikanna í ár, en flutningur þeirrar messu hefst kl. 15 í Skálholts- kirkju. Byggir Hróðmar messu sína að hluta á fomum söngvum Skálholts sveina. Kammerhópurinn Caput flyt ur verk Hróðmars ásamt einsöngvur- unum Mörtu G. Halldórsdóttur, Finni Bjarnasyni og Benedikt Ingólfssyni, Stjómandi er Gunnsteinn Ólafsson. Kl. 17 á laugardag leikur Sigurður Halldórsson svítur nr. in, IV og V fyr- ir barokkselló eftir Jóhann Sebastían Bach og hefur hann þar með lokið flutningi á þeim öllum á þessu hátíða- ári Bachs og 25 ára afmælisári Sumar- tónleikanna. Bach í sólarhring Á morgun verður efnt til hátíðardagskrár tilefni af áður- nefndri 250 ára ártíð J.S. Bachs, þar sem heimskunnir listamenn, fremstu túlk- endur verka meistarans flytja verk hans í dag- skrá sem fram fer um víða veröld og stendur í sólarhring. Búast má við að 100 milljónir áhorfenda fylgist með dagskránni í 40 löndum. Inn á milli tónleika er skotiö fréttum á heila tímanum þar sem sjónvarps- stöðvar gera merkum viöburðum í ævi Bachs skil. Ríkissjónvarpið sendir út drýgst- an hluta dagskrárinnar og hefst út- sending kl. 5 árdegis. Annað kvöld kl. 20.50 hefst bein útsending frá tónleikum undir bemm himni í Leipzig þar sem tónlist Bachs er flutt á óhefðbundinn hátt. Meðal flytjenda eru Bobby McFerrin, djasstríó Jacques Loussier, Turtle Island strengjakvartettinn og Gil Shaham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.