Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________________________________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Af óvissu tímans dock' (klok), n. klukka. - s. 1. mæ! telja timann: taka timann á: clock a race. 2.stimpla sig inn eða út á st klukku. — Sh. s. time. Verk af sýnlngunni Tími - fresta flugi þínu sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum „Þrátt fyrir vægast sagt gloppótta hugmyndalega undirbyggingu þessarar sýningar er um að gera að berja hana augum vegna sögulegs mikilvægis einstakra verka á henni, “ segir Aðalsteinn Ingólfsson sem ekki er alls kostar ánægður með sýninguna. Tímalaus listaverk eru ekki til. í eðli sínu er öll listsköpun tilraun til að stöðva tímann, endur- taka hann eða gera hann sýnilegan með einum eða öðrum hætti, fyrir utan það að í hverjum listamanni blundar löngunin til að öðlast fram- haldslíf með verkum sínum. Þetta er óvefengjan- leg staðreynd og ekki þörf á að vekja á henni sér- staka athygli frekar en að árétta að nýir listmiðl- ar geti af sér ný listform. Hins vegar hefur um- ræðan um tímann tekið á sig verulega spennandi myndir á síðustu árum, eins og oft gerist þegar mikil tímamót eru í nánd, og hafa vísindamenn, heimspekingar og sagnfræðingar lagt mest af mörkum til hennar. Nýjar hugmyndir um upphaf og eðli tímans, margþætta skynjun okkar á hon- um og jafnvel um endalok hans hafa hrist upp í hugsandi fólki og skapandi um veröld víða. Það væri sannarlega akkur í listsýningu sem legði út af þessari umræðu með einhverjum hætti. Það gerir ekki sýningin „Tími fresta flugi þínu“ sem opnuð var að Kjarvalsstöðum um helg- ina. Þar er um að ræða alþjóðlega uppákomu með íslensku ívafi, hingað komna frá Bergen þar sem myndlistin virðist með reglulegu mUlibili mat- reidd ofan í Reykvíkinga. Sitt lítið af hverju Raunar er ekki alveg ljóst hvað sýningin á að gera, nema að klifa á því sem áður er nefnt, nefni- lega að myndlist hafi „tímann að þema“. Um leiö stendur í skrá að hér sé hvorki um að ræða heim- spekilega né vísindalega úttekt, að sýning af þessu tagi sé hvort sem er svo mikil einfoldun á tímahugtakinu í listinni og svo mótsagnakennt fyrirbæri í sjálfu sér að það þurfl legíó fræðimanna til að fylla upp í eyðumar á henni. Jafnframt er sýningin kölluð „fagurfræðileg heild“, jafn- vel þótt eldri myndlistin á henni, sextán verk eftir Avercamp, Braque, Cana- letto, Jorn, Mathieu, Munch, Picasso og fleiri, sem vissu- lega hefði verið gaman að sjá hér í Reykjavík - jafnvel þótt hlutverk þeirra í sam- henginu hafi verið umdeil- anlegt - hafi orðið eftir í Noregi. Útlistun Péturs Ár- mannssonar á tímahugtak- inu í arkitektúr í tengslum við sjálfan sýningarstaðinn, Kjarvalsstaði, er að sönnu hin ágætasta en hún kemur ekki í staðinn fyrir umrædd verk. Helst dettur manni í hug að skipuleggjendur hafi byggt sýninguna upp í kring- um dáldið listsögulega tak- markað Flúxus-safn hjón- anna Gilberts og Lilu Sil- verman frá Detroit en stór hluti sýndra verka er í þeirra eigu og tínt til sitt lítið af hverju frá Noregi og Reykjavík sem pass- aði „nokkurn veginn" inn í það samhengi. Tíminn í framhjáhlaupi Ég segi „nokkurn veginn“ því bæði er að skipu- leggjendum skýst yfir nærtæk verk norrænna listamanna sem eru á kafi í tímapælingum, t.d. Rödlands hins norska og Magnúsar Pálssonar og Steinu Vasulka frá íslandi. Um leið innlima þeir verk annarra sem fjalla einungis um tímann í framhjáhlaupi, t.d. Agams, Boltanski, Calders, Dieters Roths og Gonzalez-Torres. Og þarf virki- lega að sýna þessi ósköp af verkum þeirra Chri- stos og Jeanne Claude til að segja okkur að það sé tímafrekt að gera umhverfisverk? Þrátt fyrir væg- ast sagt gloppótta hugmyndalega undirbyggingu þessarar sýningar er um að gera að berja hana augum vegna sögulegs mikilvægis einstakra verka á henni. Ég nefni helst myndröð pólska sér- vitringsins Romans Opalka frá 1965,“lifað“ verk Tehcins Hsieh frá 1981-82, sannkallað afreksverk fyrir það sem listamaðurinn lagði á sig við gerð þess, klukkuverk Josephs Kosuths (1965), eins af guðfeðrum konseptlistarinnar og „Eitt ár“ Georgs Maciunas, sjálfs Flúxuspáfans, frá 1972. Áhrifa þessara verka og annarra í líkum dúr gætti hér á landi á blómaskeiði Gallerís SÚM. Af nýrri verk- um er örugglega mestur akkur i makalausri ljósamaskínu Jenny Holzer, eitt af örfáum verk- um á sýningunni sem gert er eftir 1990. Sýningin stendur fram í október. Aðalsteinn Ingólfsson Pjass_________________________________________ Djassrölt á menningarnótt Djassaö á menningarnótt Óskar Guðjónsson og félagar léku djass á Jómfrúnni á menningarnótt. Ingvi Þór Kormáksson gagnrýnandi lagði hins vegar leiö sina í Norræna húsið og Listasafn íslands til að hlusta á djass. Forleikir að komandi Jazzhátíð Reykja- víkur fóru fram á nokkrum stöðum í borg- inni síðastliðinn laugardag. í sal Norræna hússins léku tveir úr hópi kunnustu gitar- leikara Norðurlanda, Odd-Ame Jacobson frá Noregi og Rune Gustafsson frá Sviþjóð, sem víða hefur komið við á löngum ferli og lék m.a. með Ame Domnérus og Pétri Östlund á plötunni Conversation (1983). Efnisskrá sína nefna tvímenningarnir Meðan tíminn líður eftir frægu lagi sam- nefndu. Gustafsson lék á dálítið lúinn rafmagns- gitar eingöngu meðan Jacobsen lék á raf- kassagítar, venjulegan kassagítar og tólf strengja. Þeir skiptust á aö sjá um undir- leik en eldri maðurinn, Rune, sá ívið meira um laglínur. Willow Weep for Me var aðallega í höndum Odds-Ame og flutti hann það listavel. Hann átti einnig frum- samið einleiksverk með sterkum austræn- um blæ sem var alláhrifamikið. Rune sá um eldri sveiflustandarða ásamt Wave en í þvi lagi fór Odd-Ame kynduglega með b-kaflann en hann fækkaði þar hljómunum í stað þess að fjölga þeim sem venjulega er aðferð djassleikara. Auk þessara laga fluttu þeir syrpu af skandin- avískum þjóðlögum, vals eftir Evert Taube og sænskt bossanovalag í þrískiptum takti sem er ekki eins sjaldgæf uppákoma og menn gætu hald- ið. Lagið Daniele eftir brasilíska pianistann Luiz Eca er þó líklega það fyrsta af þvi tagi og var hljóðritað af höfundinum og saxafónleikaranum Paul Winter árið 1965. Þeir eru skemmtilega ólíkir þessir tveir gítar- leikarar. Gustafsson er fulltrúi gamalla djassgít- arhefða, sándið er miðjumiðað, þurrt og tónninn hlutlaus, minnir á Bamey Kessel, Mundel Lowe og Jón Pál. Jacobsen er meira af John MacLaug- hlin-skólanum sem er allt önnur Ella, nótur eru sveigðar og beygðar, styrkleikabreytingar og ekkó notað af fullum krafti ef með þarf og önnur þau trix sem rokkkynslóð gítarista fann upp á. - Þetta var notaleg stund og nokkur verulega upp- lyftandi augnablik áttu sér stað en lengst af vom þetta bara tveir menn að spila saman á gítara. Ekki mikill hamagangur í Listasafni Islands lék þýska djas- stríóið Solea. Þar var áheyrendum boð- ið upp á að finna sér sjálfir stóla niðri í kjallara og skrönglast með þá inn í tón- leikasalinn. Aldrei ætti að gera ráð fyr- ir að gestir á tónleikum standi upp á endann ef völ er á sætum. Þjóðverjarn- ir stóðu sína pligt, flutningurinn var vandaður og vel samhæfður. Þeir léku fyrst nokkur lög eftir píanóleikarann Markus Hom sem öll voru prýðilega samin og vel flutt, sérstaklega var hið fyrsta, In Motion, athyglisverð tónsmíð. Píanótríóið var á fremur rómantískum slóðum, jafnvel bolagið Where Is It var ekki með miklum hamagangi. Gaman var að heyra útgáfu þeirra félaga á Vikivaka eftir Jón Múla Árnason og ljóst að ekki höfðu þeir tekið mið af út- setningum Magnúsar Ingimarssonar og Eyþórs Gunnarssonar. Leið nú tíminn í átt að miðnætti. Á hafnarbakkanum lék Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragnhildi Gísladóttur. Oft hafa þeir stór- sveitarmenn notið sín betur og sama má segja um söngkonuna. Svo var skotið upp órgynni flugelda og var það mikið og guðdómlegt sjónarspil, hefði hið hálfa verið nóg og eflaust forðað mörgum frá hálsríg og sparað einhverja aura. En brauð og leikar munu víst blífa. Ingvi Þór Kormáksson Hallgrímur H. Á menningar- síðunni á fimmtu- daginn var sagt frá leiklistarhátíð- inni Á mörkunum sem haldin verður á tímabilinu 8. september til 15. október. Þegar einstaka leikrit hátíðarinnar voru tíunduð vOdi ekki betur til en svo að H-ið sem að- skilur tvö islensk leikskáld féll nið- ur, olli herfilegum misskilningi og orsakaði kolranga myndbirtingu. Trúðleikur, sem frumsýndur verður í Iðnó 22. september, er ekki eftir Hallgrím Helgason, heldur Hallgrím H. Helgason, sem er allt annar maður. Báðir eru beðnir af- sökunar á þessu og hér birtist mynd af réttum Hallgrími. Trúðleikur er að sögn grátbros- legur gleðileikur en það fjallar um trúðana Skúla og Spæla sem starfa saman. Skúli er bjartsýnn og glaður og verður allt að leik en fýlupúkan- um Spæla er í nöp við trúðsstarfið og langar að verða eitthvað merki- legra. Þetta er litrík og falleg leik- sýning fyrir alla fjölskylduna. Leik- stjóri er Örn Árnason og Skúla og Spæla leika þeir Friðrik Friðriks- son og Halldór Gylfason. Gjörningaklúbb- urinn fékk mest Þegar Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar voru veitt á fostudaginn og í ljós kom að Hjörtur Björgvin Marteinsson hafði hlotið þau fyrir skáldsöguna AM 00, var tekið til við að verðlauna ýmsa listamenn með launum. Stelpurnar í Gjömingaklúbbnum, þær Dóra ísleifsdóttir, Eirún Sig- urðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sig- rún Inga Hrólfsdóttir, fengu samtals 12 mánuði á launum. Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður fékk átta mánuði og kollegar hans Hall- dór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Jóhann L.Torfason og Magdalena Margrét Kjartansdóttir hlutu þrjá mánuði hvert. Kolbeinn Bjamason tónlistarmað- ur verður á launum í fjóra mánuði en Sigurður Halldórsson og Pétur Grétarsson, einnig tónlistarmenn, hrepptu þriggja mánaða laun. Rit- höfundurinn Didda og leikskáldið Karl Ágúst Úlfsson fengu einnig þrjá mánuði. Hjalti Rögnvaldsson leikari fékk tvo mánuði og lika Inga Bjamason leikstjóri. Til að svala eðlilegri forvitni má nefna að listamannalaunin nema 120.000 krónum á mánuði. Styrk til starfrækslu tónlistarhóps 2000 hreppti Guitar Islancio en hann skipa Jón Rafnsson, Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen. Erla og Hancox í Sigurjónssafni Þriðjudagstón- leikar Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar 22. ágúst kl. 20.30 verða ljóða- tónleikar þar sem fram koma sópransöngkonan Erla Þórólfsdóttir og píanóleikarinn William Hancox. Á efnisskrá eru verk eftir Malcolm Williamson, Francis Poulenc, Richard Strauss og Hugo Wolf. Erla Þórólfsdóttir lauk einsöngv- araprófi vorið 1993 og fór í fram- haldsnám viö Trinity College of Music í London árið 1996 og lauk þaðan prófi 1998. Erla hefur tekið þátt i þremur keppnum á námsár- um sínum í London og komist í und- anúrslit í þeim öllum. William Hancox píanóleikari var nemandi Joseph Weingarten. Hann leggur mikla rækt við að flytja nú- tímatónlist enda hefur hann frum- flutt mörg verk eftir núlifandi tón- skáld. Hann hefur komið víöa fram, bæði sem einleikari og í kamm- ermúsík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.