Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 Fréttir I Sonur ákærður fyrir að hafa banað föður sínum: Ákvað að fyrirfara sér við rúmstokk föður síns - lögregla segir skot ekki geta hlaupið úr þessum riffli nema með töluverðu átaki „Ég heyröi bara þetta hljóð, eins og þegar kindur eru aílífaöar, þá kemur djúpt korrandi hljóö frá þeim. Ég heyrði ekkert annað,“ sagöi Þórður Bragi Jónsson, 21 árs gamall maður frá Bláhvammi í Reykjahreppi, í vitnisburði sínum þar sem hann lýsti dauða fóður síns í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Aðalmeðferð málsins hófst í gær, en Þórður Bragi er ákærður fyrir að hafa banað foður sínum, Jóni Frímanni Jónssyni, á heimili þeirra feðga aðfaranótt laugardags- ins 18. mars síðastliðinn. Verjandi Þórðar Braga er Örlygur Hnefill Jónsson. í réttarsal kom fram að rannsókn- in var erfiðari þar sem lögreglan fór fyrst með málið sem sjálfsvig og búið var að farga mikilvægum gögn- um, svo sem rúmdýnum og kodd- um, þegar farið var að kanna dauða Jóns Frímanns nánar. Þórður Bragi var handtekinn á heimili sinu hinn 21. mars. Faðir vaknaði Vitni sögðu hinn ákærða vera in- dælan mann, duglegan til vinnu og mikinn dýravin. Þórður Bragi, snyrtilegur til fara í ljósum jakka- fótum, sat niðurlútur meö spenntar greipar í réttarsalnum, hallaði sér fram á borðið og leit sjaldan upp í réttarsal í gærdag. Hann sagði rétt- inum að hann hefði átt við þung- lyndi að stríða síöan í bamæsku. Þremur vikum fyrir atburðinn slitnaði upp úr stormasömu sam- bandi hans og unnustu hans. Þórð- ur Bragi bar vitni um að hafa kom- ið heim af skemmtun þetta kvöld þar sem hann hafði fengið sér i glas, en var ekki drukkinn. Faöir hans var farinn að sofa og Þórður Bragi hringdi í fyrrverandi unnustu sína. Eftir að samtal þeirra endaði í rifr- ildi sagðist Þórður Bragi hafa ákveðið að fyrirfara sér. Hann sótti riffil og fór inn í herbergi föður síns til þess að ná í skot sem voru geymd þar. “Ég ákvað að fyrirfara mér við rúmstokkinn hjá pabba. Ég vildi Ungur maöur úr Reykjahreppi er ákæröur fyrir aö hafa skotiö föður sinn þremur banvænum skotum í mars síðastliðn- um. Aöaimeöferö máisins hófst í gær i Héraösdómi Noröurlands eystra. Sakborningur er ekki á myndinni. vera nálægt honum,“ sagði Þórður Bragi. Hann sagðist hafa kropið eða sest á gólfið við rúm föður sins og beint hlöðnum rifflinum að höfði sér, þeg- ar faðir hans greip um byssuna. Hann útskýrði að við það hljóp skot úr rifílinum og lenti í höfði Jóns Frímanns. “Það greip mig bara einhver sturlun, ég fór hreinlega yfir um og ég hleypti af tveimur skotum til við- bótar í hann,“ sagði Þórður Bragi. Siðan sagöist hann hafa gert árang- urslausa og örvæntingarfulla til- raun til þess aö lífga Jón Frímann viö. Þórður Bragi sagðist hafa setið inni hjá föður sínum fram undir morgun, þegar honum hugkvæmd- ist að láta þetta líta út sem sjálfsvíg og hringdi á lögregluna. “Ég var bara að kaupa mér gálga- frest," sagði Þórður Bragi. „Ég ætl- aði að segja systkinum mínum þetta sjálfur áður en lögreglan myndi Sigrún María Kristinsdóttir gera það. En það er bara engin stund rétt til þess að segja systkin- um manns frá því aö maður hafi orðið valdur að dauða föður manns.“ Hann bætti því við að honum hefði dottið í hug að fyrirfara sér eftir að faðir hans lést, en hætt við það þar sem honum þótti sem ekki væri meira leggjandi á systkini hans. Pabbi er dáinn Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri á Húsavík, sagði frá því hvemig Þórður Bragi hefði hringt kjökrandi til sín á laugardagsmorguninn og sagt: „pabbi er dáinn“ í símann. Til að byrja með leit lögreglan svo á að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Vitni sögðu að Þórður Bragi hefði ekki sagt margt eftir dauða föður hans, en fólki fannst það ekki óeðlilegt miðað við aðstæður. Að sögn lögreglumanna brotnaði sak- borningurinn niður þegar hann var svo handtekinn, þremur dögum eft- ir atburðinn. Lögreglumenn sem bám vitni i gær sögðu sögu Þórðar Braga hafa breyst í yfirheyrslum. Einnig vildu lögreglumenn meina að ómögulegt hefði verið fyrir Þórð Braga að vera í þeirri stellingu við rúm föður síns sem hann bar vitni um. Þórður Bragi gaf þá skýringu að lögreglu- menn hefðu lagt honum orð í munn Veðrið í kvöld I Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Rigning og skýjað Vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld. NA 13 til 18 m/s og rigning sunnan og austan til í nótt en lítiö eitt hægari og skýjaö um landið norövestanvert. Sólarlag í kvöld 20.25 Sólarupprás á morgun 06.28 Síödegisflóð 24.51 Árdegisflóö á morgun 00.51 20.16 06.08 05.24 05.24 Skýringar á ve&urfáknum ^*''~V1N0ÁTT 4— HITI VINDSTYRKUR i metrum á sekúntíu -10° ■$> o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ Q RIGNING SKÚRIR O 9 ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR VfrosT HHÐSKÍRT o SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SLYDDA SNJÓKOMA SKAF- ÞOKA RENNINGUR Góð færð á landinu Þjóðvegir landsins eru greiöfærir. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum og jeppum. Vegurinn í Hrafntinnusker er lokaöur og vegur F88 í Herðubreiöarlindir er líka lokaöur vegna vatnavaxta við Lindaá. Þurrt suðvestanlands Ástand fjallvega > . jyÞnmgWaia c , fy&T rsgfcfi >.'y\' JTT 7/ æ Vofllr á riryggðum avæðum Wyrdílijöttcíl eru lokeblr þer tll annaö v«r&ur auatýst www.vegag.ls/faerd /P ■ 9 Norðlægar áttir á morgun og rigning norðaustan og austan til en þurrt aö kalla um landiö suövestanvert. Fóstuda iSl Vindur: ( 8-13 Hiti 7“-til 14" Laugardáj Vindur: 8—13 m/B ■íiu Sunnuda $ Hiti 7° til 14" Vindur: 5-10 :J Hiti 7° til 14" Noröan 8 tll 13 m/s og rignlng um landlö noröan- vert en skýjaö meö köflum sunnanlands. Hlti 7 tll 14 stig, hlýjast sunnan til. Fremur hæg norölæg eöa breytlleg átt og skúrir viö norðaustur- og suöurstróndina en víöa bjart veður vestan tll. Suövestlæg átt, 5 til 10 m/s, meö skúrum sunnan- og vestanlands, en léttskýjaö og fremur hlýtt noröaustan tll. við yfirheyrslur, en lögreglumenn neituðu því. Bjarni Bogason, rannsóknarlög- reglumaður Ríkislögreglustjóra- embættisins, sem rannsakaði riffil- inn, taldi engar líkur á að skot gæti hlaupið úr honum eins og sakborn- ingur bar vitni um. í framburði hans kom fram að töluvert átak þarf til þess að taka í gikkinn. Hafður út undan Vitni lýstu Jóni Frímanni sem manni sem gaf bömum sínum lítið af sér og hneigðist til þunglyndis. Hann gerði upp á milli barna sinna og lagði sérstaka ást á eldri bróður Þórðar Braga. „Þetta var ofar í hug- um annarra heldur en mér,“ svar- aði Þórður Bragi spurningum Sig- ríðar J. Friðjónsdóttur saksóknara um þetta. Jón Frímann var einstæður faðir, en kona hans lést úr krabbameini árið 1988. „Ég held að hann hafi í raun og veru aldrei náð sér eftir að hann missti konuna sína,“ sagði bróðir Þórðar Braga. Einnig kom fram að börnin fengu litla hjálp við að eiga við sorg sína eftir dauða móður þeirca. Fleiri áföll höfðu gengið yfir fjölskylduna, þar sem eldri bróðir Þórðar Braga hafði ný- lega greinst með krabbamein og sagði Þórður Bragi að það hefði fengið mikið á þá feðga. Einnig gekk búskapurinn miður vel og sögðu vitni að fréttin um að Jón Fri- mann hefði framið sjálfsvíg ekki hafa komið á óvart. Upphaflega var gert ráð fyrir að aðalmeðferð málsins lyki í gær, en framburður vitnanna 20 á vitnalista málsins tók lengri tíma en áætlað var. Því reyndist ekki unnt að ljúka vitnaleiðslum. Er gert ráð fyrir að ljúka þeim og málflutningi fyrir helgi. Eftir að málinu lýkur hafa dóm- stjórinn, Freyr Ófeigsson, og með- dómendur hans, Halldór Halldórs- son og Ásgeir Pétur Ásgeirsson, fjórar vikur til þess að dæma í máli Þórðar Braga. y AKUREYRI BERGSTAÐIR B0LUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI alskýjaö skýjaö alskýjaö skýjaö léttskýjaö rigning léttskýjað 11 9 9 10 10 7 10 6 BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÖ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG mistur skýjaö léttskýjaö skýjaö þoka súld súld léttskýjað skýjaö léttskýjað skýjaö léttskýjaö skýjaö heiöskírt skýjaö skýjaö skýjaö skýjað skýjaö léttskýjað léttskýjaö alskýjaö hálfskýjaö skýjaö léttskýjaö 9 10 8 12 6 9 11 8 23 13 18 11 16 13 11 12 11 5 12 10 14 6 5 16 24 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.