Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 25 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur^alds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Vinnuþjálfun nýliða ábótavant Nær 60 prósent þeirra sem slösuðust í vinnuslysum á síð- asta ári voru undir fertugu. Ungt fólk sem slasast í vinnu er hlutfallslega miklu fleira en nemur fjölda þess á vinnu- markaði. Þetta kemur fram í nýútkomnu blaði Vinnueftir- litsins, Vinnuvemd. Meðal slasaðra eru karlar mim fjöl- mennari en konur og í þeim aldurshópi þar sem vinnuslys era tíðust, 21 til 30 ára, slasast þrisvar sinnum fLeiri karlar en konur. Helstu ástæður þessa eru að karlar eru fleiri í þeim atvinnugreinum þar sem slysahættan er meiri en einnig skiptir máli að konur eru taldar varfæmari. Skráð vinnuslys á síðasta ári eru 1304 og þar af sex dauðaslys. Þróunin er alvarleg, enda kom fram í árs- skýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár að vinnuslysum hefur fjölgað undanfarin ár. Árið 1997 slösuðust 1222 í vinnuslysum; þar af létust fjórir. Ári síðar voru slysin 1325; þar af tvö dauðaslys. Skráðum vinnuslysum vegna síðasta árs kann að fjölga því oft berast slysatilkynningar til Vinnueftirlitsins mörgum mánuðum eða jafnvel 1-2 árum eftir að slys verða. Því má búast við að tölur um vinnuslys geti farið yfir 1400 á liðnu ári þegar endanlegar upplýsingar liggja fyrir. Flestir slösuðust við byggingarvinnu. Fiskiðnaður og fiskvinnsla fylgja í kjölfarið og þá málmsmíði. í þessum greinum eru vinnustaðir oft fjölmennir og margir starfs- menn en hætturnar leynast víða. Það er með öllu ólíðandi að nær fjórir menn slasist, meira eða minna, í vinnuslys- um á degi hverjum. Því er forvarnarstarf, fræðsla og þjálf- un starfsmanna grundvallaratriði. í Vinnuvernd er bent á að markmið með vinnuverndar- lögunum sé að koma í veg fyrir slys við vinnu og hindra að vinna og vinnuskilyrði valdi heilsutjóni. Megináhersla Vinnueftirlitsins er þvi lögð á forvarnarstarf. Fræðslu- starfið miðar að því að auka þekkingu starfsmanna og stjórnenda á vinnustöðum á því sem valdið getur slysum. En Vinnueftirlitið bendir réttilega á að eitt og sér geti það ekki náð markmiðum sínum án aðstoðar þeirra sem for- varnarstarfið er unnið fyrir. Því riður á að starfsmennirn- ir sjálfir, verkstjórnendur og vinnuveitendur, sýni ábyrgð i verki og fari eftir settum reglum. Tölur um vinnuslys benda til þess að pottur sé viða brotinn i þjálfun nýliða á vinnustöðum. Flest slysin verða í aldurshópnum 21-30 ára og aldurshópurinn 31^40 ára fylgir í kjölfarið. Um þriðjungur þeirra sem slasast í vinnuslysum er á aldrinum 18-30 ára, fólk sem er nýlega komið á vinnumarkaðinn. Þessar tölur eru sérstakt áhyggjuefni þar sem yngstu hóparnir eru ekki fjölmenn- astir á vinnumarkaði. Fræðslu og þjálfun nýliða, einkum þar sem vinnusvæði og vinnuumhverfi bjóða upp á hætt- ur, verður því að taka fostum tökum. Ábyrgð hvers ein- staklings á sjálfum sér og aðgæsla í starfi og rétt vinnu- brögð eru forsendur árangurs. Ábyrgð vinnuveitenda og stjórnenda skiptir einnig sköpum. Vinnueftirlitið ítrekar gildi þjálfunar nýliða og bendir á að þekking á varúðarráðstöfunum, sem lög og reglur fela í sér, sé fyrsta skrefið til að draga úr slysum. í nýlegum dómi vegna vinnuslyss kom fram að vinnuveit- andinn bar mesta ábyrgð á vinnuaðstæðum á vinnustað en starfsmaðurinn bar einnig sinn hluta ábyrgðarinnar. Svo fækka megi slysum við vinnu verða allir sem að koma að fylgja öryggisreglum og benda á og bæta úr því sem betur má fara. Það er uggvænlegt, og fráleitt viðun- andi, að nær fjórir menn slasist að meðaltali í vinnuslys- um á degi hverjum. Jónas Haraldsson DV Skoðun Pjóðfélag án vandamála? Mér er í fersku minni að í vor (31.05.) birti Morgunblaðið forystugrein undir ofangreindri fyrirsögn. Þar var spumingar- merkinu þó sleppt. í greininni var boðað ....að öll hin stóru vandamál, sem þjóðin hefur þurft að takast á við frá lýðveld- isstofnun, hafa verið að leysast á tiltölulega skömmum tíma frá því seint á síöasta áratug...“. Helst er að sjá að greinarhöf- undur telji að um endanlegar lausnir sé að ræða og að varan- Hjatti Hugason prófessor leg samstaða sé fundin í öllum deilu- málum þjóðarinnar. Raunar undan- skilur hann átökin um fiskveiði- stjómunarkerfið. Þó telur hann að einnig þar sé „tími friðar í nánd“. í bjartsýni sinni skipar leiðarahöfund- ur sér í flokk með heimspekingnum Altungu í Birtingi, hinni frægu háðsádeilu Voltaires. Hann hélt, sem kunnugt er, aö hann lifði í hinum besta heimi allra heima þrátt fýrir að- skiljanlegar hörmungar sem á honum og samtíð hans dundu. Afstætt vandamál Vissulega er rétt að í okkar heims- hluta er ekki við neinn þann vanda að etja er sé sambærilegur við það sem gerist þar sem ófrið- ur, þurrkar, náttúru- hamfarir eða landlæg fá- tækt stefnir lífi fólks í hættu. Fyrir það ber að þakka. Glansmynd Mbl. ber þó fyrst og fremst vott um ákveðna samfé- lagssýn og bendir auk þess til þess að Mbl. sé, þrátt fyrir allt, býsna mikið flokksmálgagn af gömlum skóla. Mergurinn málsins er að hug- takið samfélagslegt vandamál er fyrst og fremst afstætt líkt og fjöldi annarra hugtaka sem vísa til félagslegra að- stæðna eins og t.d. fátækt. Sé íslenskt samfélag skoðað raun- særri og gagnrýnni augum en heim- spekingnum Altungu og leiðarahöf- undi Mbl. eru gefin, blasa við ýmis fé- lagsleg úrlausnarefni sem vissulega verðskulda að kallast vandamál. Og þar er engin sátt í sjónmáli. Sum þess- ara vandamála hafa jafnvel skerpst á liðnu sumri. í landinu ríkir t.d. launa- og þar „Þess verður þá jafnframt skammt að bíða að hið til- tölulega einsleita velferðarsamfélag 20. aldar viki fyrir stéttskiptu markaðssamfélagi. Það er vandi sem ekki er sýnilegur frá þeim sjónarhóli sem leiðarahöfundur Mbl. og heimspekingurinn Altunga hafa valið sér. “ með lífskjaramunur langt umfram það sem ásættanlegt er. Þessi ójöfnuður bitnar ekki síst á ýmsum stéttum sem starfa á vettvangi velferðarmála. Má þar nefna ófaglærða starfmenn á öldr- unar- og umönnunarstofnunum sem dæmi. Af svipuðum ástæðum hefur heldur enn ekki tekist, við aldamótin 2000, að fullmanna íslenska grunnskóla með faglærðum kennurum. Hvemig sem á það er litið er hér um svartan ble'tt á íslensku þekkingarsamfélagi að ræða. Hillir undir viðbrögð Margt bendir einnig til að á næstu íslandssagan undir lögmál Fiflagangurinn í kringum íslend- ing, trébát sem á að vera eins og þeir bátar sem talið er að hafi verið not- aðir á landnámsöld, virðist engan endi ætla að taka. Ástæðan er góðar viötökur sem báturinn hefur fengið á austurströnd Bandaríkjanna - þar sem íslendingur er kynntur sem vík- ingaskip. Hundtyrkir - víkingar Þegar ég var í barnaskóla (á árun- um 1948-1954) var okkur m.a. kennt að íslendingar væru afkomendur manna sem hefðu flúið undan ofríki herkonunga í Skandinavíu - friö- samra bænda, aðallega af Sunnmæri í Noregi, sem ekki gátu sætt sig við Kjallari að sleikja tæmar á dusil- mennum sem höfðu verið dubbuð upp í að vera kóngur. Þessir „flótta- menn“ voru greinilega of miklar liðleskjur til að berja frá sér (en minni áhersla var lögð á þann ræfildóm). Innrætingunni fylgdi ávallt það viðhengi að ís- lendingar hefðu aldrei verið vikingar, héðan hefðu aldrei verið gerð út víkingaskip til að mpla, ræna og nauðga konum í öðrum löndum - það hlutverk var eftirlátið „frændum" okkar í Danmörku og Noregi (jafnvel Svíum, sem enginn virtist þekkja að ráði í þá daga). í framhaldi var okkur kennt hvílík varmenni og lýður víkingar hefðu verið - og til að undirstrika það var okkur kennt ýmislegt um heldur illa þokkaða gesti sem hingað bar að garði - nema nú hétu þeir „hundtrykir" - tyrkneskir sjóræningjar. Leó M.Jónsson tæknifræöingur „Auðvitað er lítið talað um fylgdarskipið. En hver veit nema þessir víkingar hafi haft fylgdarskip - hvem varðar um það þegar peningar, frœgð og umfjöllun fjöl- miðla er annars vegar?“ m Langtímaáætlun Nú, 50 áram síðar, sé ég að þeir sem stjórnuðu mennta- málunum og heilaþvættinu á þeim tíma unnu samkvæmt langtímaáætl- un - tyrkneskir sjóræningjar voru vondir kcillar en víkingar hins vegar eitthvað sem tengdist menningu for- feðranna en með ævintýraljóma: Víkingar voru ekki það sama og tyrknesk ómenni sem svívirtu fólk. Það var greinilega verið að búa okk- ur undir framtíðina! Og ég og fleiri ólumst upp við þá sögulegu staðreynd að Islendingar hefðu aldrei lagst svo lágt að stunda sömu iðju og hundheiðnir Tyrkjar (og vikingar) - að herja með vopnum á saklaust, varnarlaust almúgafólk í fjarlægum löndum, ræna það aleig- unni og hneppa í þrældóm. Hvað þá að nokkur sannur íslendingur myndi hreykja sér af slíkum verkum. Markaðurinn hefur áhrif Og 50 árum síðar er komin upp ný staða í málinu. Víkingar era „in“ eins og það heitir á máli nútímafólks sem aðhyllist „markaðinn" sem hiö nýja goð. Nú er áhugi erlendis fyrir víkingum - því þeir þykja „smart“; taka með krafti það sem þá langar í (en það heitir að kunna að bjarga sér á nútímamáli). Og allt í einu erum við, þessir gamlingjar, sem voru skólaðir upp á gamla úrelta mátann - en okkur var kennt að íslendingar hafi aldrei komið nálægt verkum víkinga - orðnir gamaldags og púkó. Víkingaskip er smíðað með Meta- bo-rafmagnshandverkfærum í grenj- andi hvelli, áhöfn fengin og síðan er haldið, eins og vfkingamir, yfir Atl- antshaf til Ameríku (þar sem stóri markaðurinn er) eins og víkingamir (sem nú heita íslendingar af hag- kvæmnisástæðum) héldu. Auðvitað er lítið talað um fylgdarskipið, en hver veit nema þessir víkingar hafi haft fylgdarskip - hvern varðar um það þegar peningar, frægð og um- fjöllun fjölmiðla er annars vegar? íslendingar - víkingar Og svo tala islenskir sagnfræðing- ar, með sérstakri fyrirlitningu, um ýmsar breytingar sem Sovétmönn- um hafi þótt henta að gera á mann- kynssögunni á ákveðnu tímabili vegna þess að hún hafi ekki hentað marxískum markmiðum? Hvað á að segja um nýjustu breyt- inguna á sögu íslendinga, breytingu sem gerð er með fulltingi utanríkis- ráðuneytisins, þar sem beinlínis er gefið í skyn (af hagkvæmnisástæð- um), að í Bandaríkjunum sé fólki al- deilis óhætt að setja samasemmerki á milli íslendinga og víkinga? Sá grunur læðist að manni að við íslendingar séum rígmontnir og hé- gómlegir. Nú finnst mér blasa við að við séum einnig athyglissjúkir asnar sem myndu gera hvað sem er fyrir peninga. Leó M. Jónsson ÍBV í bikarúrslitunum? Óli að byggja gullaldarlið Steingrímur sér um þetta i „Það er gaman að fá leik á milli W' þessara liða, sér- "BB®* staklega vegna þess að það er góð- ur andi á milli þessara félaga og gott samstarf á milli stuðningsliðanna. Okkur var einu sinni boðið af Hafþór pá|sson IBV t okkar eigin jarðarfor formaður og var þá ÍBV búið að senda stuðningsmanna út minningagreinar áður enn félags leikurinn fór fram. Þá tapaði Skagamanna ÍBV og mun gera það aftur núna. ÍA mun vinna þennan leik og manna' fara með bikarinn upp á Skaga, það er ekki síst vegna þess að það er mikill hugur í Skagamönn- um að standa sig vel og styðja vel við bakið á Óla og strákunum. Ólafur Þórðarsson nýtur óskoraðs trausts og stuðnings allra Skagamanna sem þjálf- ari og mun færa okkur marga titla á komandi árum. Þegar litið veröur til baka á það lið sem Óli er að byggja upp núna veröur það álitið sem gullaldarlið Skaga- r„Þeir halda engu taki á okkur. Nú er mál til komið að breyta þessu gengi okkar Eyja- mann gegn Skagamönnum í bikarúrslitaleikjum. Við ætlum að taka þennan leik með glans, Eyjamenn ætla að fjölmenna á bak við liðið og styðja vel við bakið á stráknunum. Það er rosalega stemning fyrir leiknum, við fáum að vera í fyrsta sinn í andyri Laugardalshallar og þurfum ekki lengur að vera í einhverju flug- Ragnar Sigur- jónsson, helstí og litríkasti stuðningsmaður Eyjamanna. skýli. Nú getum við masserað saman niður á völl í einni skrúðgöngu og sungið okkar stráka í stuð. Eyjaliðið er bikarlið og liðið er búið að safna upp dýr- mætri reynslu á bikarúrslita- leikjunum á undanfómum áram og ég er viss um að strákamir koma fllelfdir til leiks. Þetta verður mikil bar- átta en ég treysti alltaf á Steingrím Jóhannesson, minn mann og er viss um að hann skorar og tryggir bikarinn út í Eyjar í fimmta sinn“. IA og IBV mætast í bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið báða bikarúrslitaleikina milli þessarra félaga til þessa og ÍBV sem er að leika sinn fjóröa bikarúrslitaleik á fimm árum stefnir á að bijóta þann múr niður. árum muni kjaramunurinn í samfé- laginu birtast í nýrri mynd. Margir foreldrar munu ekki sætta sig við þjónustu skóla sem ekki hafa á að skipa bestu fáanlegu kennuram. Fjöl- margir sjúklingar munu ekki sætta sig við sjúkrastofnanir sem ekki bjóða upp á bestu hugsanlegu um- önnun. Ýmsir aldraöir eða aðstand- endur þeirra munu ekki sætta sig við undirmannaðar stofnanir. I umræðunni um einkarekna val- kosti í heilbrigðisþjónustu hillir raunar þegar undir viðbrögð við þessum vanda. Þess kann því að vera skammt að bíða að einkareknir skól- ar og sjúkrastofnanir standi þeim opin sem njóta launamunarins í sam- félaginu. Hinum sem verr eru settir munu ekki standa neinir slíkir kost- ir til boða. Þess verður þá jafnframt skammt að bíða að hið tiltölulega einsleita velferðarsamfélag 20. aldar víki fyrir stéttskiptu markaðssamfélagi. Það er vandi sem ekki er sýnilegur frá þeim sjónarhóli sem leiðarahöfundur Mbl. og heimspekingurinn Altunga hafa valið sér. Hjalti Hugason Ummæli Eftirlaunafólk á eftir „Miklar verðhækk- anir hafa valdið búsifj- um, sérstaklega meðal láglaunafólks þ.á m. margra eldri borgara og öryrkja, og skerða viðnámsþrótt og lífs- gleðina. Tími er kom- inn til að þessir hópar sameinist til baráttu gegn frekari skerðingu lífs- kjara og hefji aðgerðir gegn augljósu samráði stærstu fyrirtækja um verð- lagningu á vörum og þjónustu. Að öllu samanlögðu virðist launafólk á íslandi, og ekki síst þeir er búa við lægstu tekjumar, búa við lakari kost af hendi hins opinbera en félagar þeirra á hinum Norðurlöndunum." Ólafur Ólafsson fyrrv. landlæknir I Mbl. 20. sept. Eki aka sofandi „Stundum verða umferðarslys beinlínis af því að ökumenn sofna..Það er vítavert ef menn leggja vansvefta í ferð eða svo þreyttir að viðbúið megi telja að þeim líði í brjóst við værðarlegt vélarhljóð í hlýju og góðu ökumannssætinu..Því miður er það svo að lögleyfður há- markshraði íslenskrar umferðar getur virkað svæfandi. Margir bílar nú til dags era hannaðir fyrir 110 km jafnan hraða og sumir meira og þjóðvega- hraði langt undir því marki er þreyt- andi og svæfandi." Siguröur Hreiöar ritstjóri í 4. tbl. Úrvals. Krónan leitar jafnvægis „Krónan hefur verið mjög viðkvæm síðustu daga og hefúr hún veikst verulega í tiltölulega litlum viðskipt- um. Krónan virðist vera að leita jafn- vægis miðað við breyttar efnahagsfor- sendur, hagvöxtur á næsta ári verður umtalsvert minni en á síðustu árum og viðskiptahalli er veruleg- ur....Áhyggjuefhi er hversu þunnur markaður er með íslensku krónuna." Marinó Freyr Sigurjónsson forstööum. Fjárstýringar Búnaöarbankans, í Viöskiptabl. 20. sept. Áskorun dagsins „Aflamenn vita að einkavæðing sem lend- ir í íjárfestingasóun, okri og fáokun er öll- um til tjóns.Að nýta nýju upplýsingatækn- ina í þágu jöfnuðar er áskorun dagsins. Skyndigróði rikisins í uppboðskvóta gæti snúist í harmleik hjá þjóðarfjöl- skyldunni ef illa tekst til. Sem allt stefnir í að verði.“ Stefán Jón Hafstein blm. í Degi. 20. sept. Karlar í dómarasætum Enn gerist það að dómar- ar Hæstaréttar vekja hörð viðbrögð almennings og fjöl- miðla í úrskurði sem tengist kynferðisbrotamáli. Að þessu sinni þegar þeir stað- festa dóm Helga I. Jónssonar héraðsdómara sem synjar réttargæslumanni og for- eldrum 6 ára stúlku í slíku máli um að skýrslutaka fari fram í Bamahúsi. Það er ekkert óeðlilegt þótt almenn- ingur og fjölmiðlar staldri við þegar slíkt gerist, dómar Hæstaréttar eiga helst ekki að særa réttlætiskennd almennings. Og þegar það gerist með skömmu millibili einmitt í kynferðisbrota- málum þá er ekki nema eðlilegt að fólk finni þörf til að tjá sig. Hæsti- réttur hefur undanfariö bæði mildað dóma héraðsdóms yfir kynferðis- brotamönnum og jafnvel sýknað menn sem héraðsdómur hefur þegar dæmt (sbr. dómur Hæstaréttar nr. 286/1999) Lögin gegn almenningsálitinu? í því máli sem nú er til umfjöllun- ar synjar héraðsdómari beiðni rétt- argæslumanns barnsins um skýrslu- töku í Bamahúsi, réttargæslumaður áfrýjar til Hæstaréttar en Hæstirétt- ur staðfestir niðurstöðu héraðsdóm- ara. Hæstaréttardómararnir kveða upp sinn úrskurð í samræmi við lög um meðferð opinberra mála sem heimila héraðsdómara að úrskurða eins og hann gerði og þannig er það. Samkvæmt 74. grein laganna er skýrslutakan á forræði dómara og um það er ekki deilt, heldur hitt að dómari fer ekki eftir óskum þeirra sem gæta eiga hagsmuna bamsins, þ.e. réttargæslu- manns og foreldra. Og síð- an hitt að dómarar Hæsta- réttar sjá ekki ástæðu til að hnekkja úrskurði hér- aðsdómarans. Spurningin er þessi: Hvers vegna er ekki farið eftir óskum réttargæslu- manns og foreldra barns- ins? Sérstaklega í ljósi þess að kunnáttumenn, sem borið hafa saman aðstöð- una i Bamahúsi og dóms- húsi héraðsdóms, hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðstaðan í Barnahúsinu sé fullkomnari en sú í dómshúsinu. Það er þetta sem venju- legt fólk skilur ekki og lítur á sem óbilgirni dómaranna og jafnvel merki um einhvers konar valdabar- áttu. Og það er almenningi ekki að skapi ef dómarar Hæstaréttar láta valdabaráttu og óbilgimi flækjast fyrir sér í úrskurðum sínum. Það fer jafnvel enn frekar fyrir brjóstið á hinum almenna borgara þegar um er að ræða mál sem tengjast einhverri viðbjóðslegustu tegund glæpa sem hægt er að fremja. Verum þess minnug að fórnarlömb kynferðis- glæpa gegn bömum líkja þeim við sálarmorð. Karlar gegn konum? Það er staðreynd að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála kemur fyr- ir dóm. Mörg mál era ekki kærð og þó mál séu kærð er ekki tryggt að þau endi fyrir dómi. Þó er ákveðin krafa uppi í samfélaginu um aö fá mál af þessu tagi upp á yfirborðið. Framganga dómaranna í þessu til- tekna máli hjálpar því miður ekki til við það. Því erfiðara sem fólki er gert aö sækja mál af þessu tagi, því oftar veigrar það sér við að leita rétt- ar sins. Það getur leitt til áframhald- andi fjölgunar glæpa og um leij) fjölgar þeim brotamönnum sem ganga lausir. Ég trúi því ekki að dómarar vilji hafa það á samviskunni að úrskurð- ir þeirra dragi kjarkinn úr aðstand- endum barna, sem orðið hafa þolend- ur kynferðisofbeldis, við það að sækja sjálfsagðan rétt bamsins. Þess vegna er svo erfitt að skilja það að óskir aðstandenda skuli hundsaðar. Maður kemst heldur ekki hjá því að leiða hugann að kynjamisréttinu í Hæstarétti sem fjölmiðlar hafa ný- verið íjallað um af kappi. Kemur sú staöreynd málinu við að dómarar Hæstaréttar eru allir karlar utan einn? Það er alkunna að yfirgnæf- andi meirihluti þolenda í kynferðis- brotamálum eru konur og gerendur eru í yfirgnæfandi meirihluta mála karlar. Atferlisrannsóknir sýna líka ólík viðbrögð kvenna og karla við frá- sögnum af kynferðisglæpum. Körl- um er gjamt að kenna í þeim ásak- anir á sig þar sem konur aftur á móti samsama sig fórnarlambinu og bregðast við samkvæmt því. Það er j mitt mat að þessar staðreyndir renni i í sjálfu sér stoðum undir kröfur 1 þeirra sem berjast fyrir jöfnum rétti karla og kvenna og sýni fram á nauð- ; syn þess að dómar séu upp kveðnir af konum til jafns við karla. Fyrr 1 endurspeglar Hæstiréttur ekki sam- | félagið á sanngjaman hátt. Kolbrún Halldórsdóttk- j „Maður kemst heldur ekki hjá því að leiða hugann að kynjamisréttinu í Hæstarétti sem fjölmiðlar hafa nýverið fjallað um af kappi. Kemur sú staðreynd málinu við afr dómarar Hæstaréttar eru allir karlar utan einn?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.