Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Ættfræði__________________________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson d&jEOl 85 ára________________________________ Guömundína Vilhjálmsdóttir, Torfnesi, Hlíf 1, ísafirði. Guömundur Jónasson, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Guörún Siguröardóttir, Þúfubarði 17, Hafnarfirði. 80 ára________________________________ Guörún Árnadóttir, Miðbraut 28, Seltjarnarnesi. 75 ára________________________________ Guömundur Pálsson, Brekkuhvammi 10, Hafnarfiröi. Haraldur Sigfússon, Álfheimum 44, Reykjavík. Óli Kristján Jónsson, Laufbrekku 25, Kópavogi. 70 ára________________________________ Guöfinna Pálsdóttir, Brekkubyggð 8, Blönduósi. Hildigunnur Valdimarsdóttir, Brekkubrún 6, Egilsstööum. Ingigeröur Jónsdóttir, Ökrum, Húsavík. Jón Magnússon, Miðtúni 16, Seyðisfirði. 60 ára________________________________ Guörún Finnbogadóttir, Baldursgötu 11, Reykjavík. Haraldur Schiöth Haraldsson, Garðastræti 14, Reykjavík. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Hrauni, Akureyri. Ólafur Bergsteinn Ólafsson, Hringbraut 136c, Keflavík. Stefanía Ólöf Jónsdóttir, Hafnarbraut 43, Höfn. )0 ára________________________________ Oragi Guömundsson, Vindási, Hellu. Eriöjón Bjarnason, Miötúni 60, Reykjavík. Guömundur Birgir Aöalsteinsson, Urðarhæð 3, Garöabæ. Guömundur Gíslason, Marbakkabraut 28, Kópavogi. Guörún Toft Einarsdóttir, Starhólma 18, Kópavogi. Helga G. Aöalsteinsdóttir, Lálandi 10, Reykjavík. Þórður Georg Andersen, Eyrargötu 15, Siglufirði. 40 ára________________________________ Anna Þórðardóttir, Dunhaga 17, Reykjavlk. Friöþór Jakobsson, Austurbergi 6, Reykjavlk. Garöar Gunnar Þorgilsson, Njálsgerði 2, Hvolsvelli. Gun Carina Holmvik Þorbjörnsson, Skógarlundi 5, Garöabæ. Helgi Þór Eiríksson, Helgafelli 1, Mosfellsbæ. Hulda Björg Birgisdóttir, Heiðarbóli 8h, Keflavík. Höskuldur Stefánsson, Stapasíðu 13e, Akureyri. Kolbrún Skúladóttir, Faxabraut 28, Keflavík. Pétur Ásgeirsson, Klausturhvammi 26, Hafnarfirði. Ragnheiöur Sigurlaug Spence, Meðatholti 13, Reykjavík. Sigríöur B. Kjartansdóttir, Akurholti 8, Mosfellsbæ. Sigrún Dan Róbertsdóttir, Lyngmóum 11, Garðabæ. Sjöfn Þráinsdóttir, Hofgörðum 23, Seltjarnarnesi. Sævar Gunnarsson, Birkihvammi 21, Kópavogi. Þorgeir Jóhannesson, Dvergabakka 16, Reykjavík. Þóra Kristinsdóttir, Safamýri 81, Reykjavík. ívar Magnússon leiðrétting í afmælisgrein sem birtist í blað- inu mánudaginn 18.9. sl., um ívar Magnússon, var sagt um bræður hans að þeir væru hálfbræður hans. Þetta er ekki rétt. Bræður hans, Viðar, Reynir og Smári, eru allir al- bræður hans en ívar á engin hálf- systkini. Þetta leiðréttist hér með og við- komandi eru beönir velvirðingar á þessum rangfærslum. Andlát Fanney Hervarsdóttir, Skarösbraut 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnud. 17.9. Guöni Helgason rafveiktaki, Hlyngeröi 3, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum sunnud. 17.9. DV Sjötugur Ásvaldur Ingi Guðmundsson umsjónarmaður Héraðsskólans að Núpi Ásvaldur Ingi Guðmundsson, um- sjónarmaður Héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði, til heimilis að Núpi, varð sjötugur í gær. Starfsferill Ásvaldur fæddist í Ástúni á Ingj- aldssandi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi 1947^8, við Bændaskólann á Hvanneyri 1948-50, tók hið meira bifreiðapróf 1956, stundaði vél- virkjanám í Skipasmíðastöð Marsel- íusar Bernharðssonar á ísafirði í þrjá vetur og lauk 1. og 2. stigs véla- námskeiðum í Reykjavík 1959 og fé- lagsmálanámskeiöi hjá Ungmenna- félagi íslands 1973. Ásvaldur stundaði landbúnaðar- störf í Ástúni með námi til 1950 og starfaði siðan á jarðýtu fyrir búnað- arfélög, ræktunarsamtök og sveitar- félög til 1965. Hann gerðist síðan verktaki með eigin jarðýtur ásamt Guðna Ágústssyni frá Sæbóli. Á tímabili gerðu þeir út fjórar jarðýt- ur en þeir hafa tekið þátt í lagningu flestra vega og flugvalla sem gerðir hafa verið í Vestur-ísafjaröarsýslu meðan þeir höfðu mest umleikis, Auk þess störfuðu þeir við Mjólkár- virkjun, hafnargerð, jarðrækt hjá bændum og snjómokstur, einkum á fjallvegum vor og haust. Ásvaldur hóf búskap með föður sínum 1959, tók við jörðinni 1969 og stundaði búskap í Ástúni til 1986. Þá var hann barnakennari á Ingjalds- sandi 1970-77 og hefur verið um- sjónarmaður Héraðsskólans á Núpi frá 1986. Ásvaldur sat í hreppsnefnd Mýra- hrepps 1962-96 og var oddviti þar síðustu sex árin, var formaður skólanefndar Mýrahrepps um all- langt skeið og formaður skólanefnd- ar Héraðsskólans að Núpi 1983-93, sat í fræðslunefnd Vestfjarða í nokkur ár, var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga um árabil, í stjórn sláturfélagsins Barða hf. á Þingeyri í nokkur ár, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Mýrahrepps 1984-95 og í stjórn Sparisjóðs Þing- eyrarhrepps, sat í stjórn ungmenna- félagsins Vorblóms á Ingjaldssandi frá 1964, í stjórn Héraðssambands Vestur-Isfirðinga 1974-86, situr í stjórn Harmónikufélags Vestfjarða frá 1996 og í stjórn Framsóknarfé- lags ísafjarðarbæjar frá 1997. Fjjölskylda Ásvaldur kvæntist 14.10. 1961 Gerðu Helgu Pétursdóttur, f. 7.6. 1938, húsmóður og starfsmanni við Hótel Eddu á Núpi. Hún er dóttir Péturs Jónatanssonar og Guð- mundu Katarínusardóttur, búenda í Neðri-Engidal í Skutulsfirði. Börn Ásvalds og Gerðu Helgu eru Pétur Ingi, f. 5.3. 1957, verkstæðis- formaður hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði, en sambýliskona hans er Rebekka Pálsdóttir, forstöðumaður Vegagerðarinnar á ísafirði, og eiga þau saman tvær dætur auk þess sem Pétur á dóttur frá því áður; Guðmundur Kristinn, f. 26.10. 1962, vinnuvélastjóri á Núpi, en unnusta hans er Unnur Bjamadóttir hús- móðir og á hún fjóra syni; Sigurður Brynjar, f. 31.10. 1963, vélvirki hjá Vegagerðinni á ísafirði, en sambýl- iskona hans er Árný Einarsdóttir, leikskólastarfsmaður á Isafirði, og eiga þau þrjár dætur. Systkini Ásvalds: Finnur Haf- steinn, f. 20.7. 1926, nú látinn, húsa- smiður og tæknifræðingur i Hafnar- firði en kona hans var Sigríður Ingi- mundardóttir sem einnig er látin; Sigríður Kristín, f. 5.3. 1932, fyrrv. starfsmaður við skattstofuna í Drammen í Noregi, gift Erik Vil- helmsen, fyrrv. flugumferðarstjóra við Fomibu-flugvöll við Ósló, og eiga þau tvær dætur; Bernharður Marsellíus, f. 7.7. 1936, kennari, bú- settur í Hafnarfirði en kona hans er Guðrún Jónsdóttir sundlaugarvörð- ur og eiga þau þrjú börn; Þóra Al- berta, f. 31.3.1942, kennari í Reykja- vík en maður hennar er Bjarni Sig- hvatsson, sölustjóri hjá Vélum og þjónustu, og eiga þau tvo syni. Foreldrar Ásvalds voru Guð- mundur Bernharðsson, f. 10.11.1899, d. 18.11.1989, bóndi og kennari í Ás- túni á Ingjaldssandi, sem er nýbýli úr landi Álfadals, byggt 1930, og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 21.6. 1901, d. 15.11. 1969, húsfreyja. Eftir lát konu sinnar flutti Guð- mundur tO Reykjavíkur og varð þar húsvörður hjá Öryrkjabandalaginu í Hátúni en þar bjó hann með sam- býliskonu sinni, Önnu Sigmundsdóttur frá Siglufirði sem nú er látin. Sjotugur Sjotufí Jón Marinó Kristinsson fyrrv. prófdómari ökuprófa Jón Marinó Kristinsson, fyrrv. prófdómari ökuprófa, Sólvallagötu 14, Keflavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann starfaði í frystihúsum, við uppskipun og til sjós á unglings- árum, var bifreiðarstjóri hjá SBK 1958-64, verkstjóri hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkurflugvelli 1965-74, kennari og prófdómari hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins í Keflavík 1974-89, afgreiðslumaður hjá Bifreiðaskoðun Islands 1989-97 og stundaði öku- kennslu í aukavinnu í tíu ár. Jón var gjaldkeri í Félagi bif- reiðaeftirlitsmanna 1982-87, félagi í Lionsklúbbi Keflavfkur í tólf ár, söng með Kirkjukór Keflavíkur 1946-80, með Karlakór Keflavíkur 1953-93 og með Keflavíkurkvartett- inum 1963-73. F]ölskylda Jón kvæntist 19.4. 1952 Sonju Ingibjörgu Kristensen, f. 9.3. 1931, húsmóður. Hún er dóttir Ame Kristensen, fyrrv. bílstjóra í Reykja- vík, og Ingibjargar Þórðardóttur húsmóður. Böm Jóns og Sonju Ingibjargar: Kamilla, f. 8.8. 1950, gift J. Williams og eiga þau tvo syni; Ame Ingi- bjöm, f. 15.8. 1953, í sam- búð með Sofííu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn og hann þrjú frá þvi áður; Ingibjörg Jóna, f. 14.1. 1958, í sambúð með Bjarna Guðmundssyni og á hún eitt barn; María, f. 22.9. 1960, gift J. Anninos og eiga þau tvö böm; Kristín Valgerður, f. 11.8.1962, gift Böðvari Snorrasyni og eiga þau tvö böm; Jón Marinó, f. 11.1. 1964, kvæntur Jónu Björk Guðnadóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Jóns: Jóhanna, f. 11.10. 1929, húsmóðir í Keflavík; Július Friðrik, f. 26.9. 1932, d. 7.4. 1986, hleðslusjóri í Lúxemborg; Sigurður Birgir, f. 28.11.1939; Eggert Valur, f. 7.8. 1942; Sólveig María, f. 28.5. 1947, skrifstofumaður í Bandarikjunum; Ingibergur Þór, f. 18.12.1949, smiður i Keflavík. Foreldrar Jóns voru Kristinn Jónsson, f. 3.3. 1897, d. 11.10. 1981, innheimtumaður hjá Rafveitu Kefla- víkur, og kh., Kamilla Jónsdóttir, f. 11.10. 1904, d. 18.10. 1958, húsmóðir. Tekið verður á móti á móti gestum í sal Karlakórs Keflavíkur laugard. 23.9. kl. 15.00-19.00. Sigurbjörg Gísladóttir húsmóöir í Kópavogi Sigurbjörg Gísladóttir húsmóðir, Birkihvammi 12, Kópavogi, verður sjö- tug á morgun. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Þóreyjarnúpi i Vestur- Húnavatnssýslu og ólst þar upp við almenn sveitastörf. Hún stundaði nám við Kvennaskóla Blönduóss. Sigurbjörg flutti til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn og stundaði verslunarstörf uns hún gifti sig. Hún hefur síðan lengst af verið heimavinnandi húsmóðir. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 6.2. 1960 Þorkeli Jónssyni, f. 7.5. 1928, húsasmíða- meistara. Hann er sonur Jóns Þor- kelssonar og Kristínar Vigfúsdótt- ur, bænda að Smjördölum í Sand- víkurhreppi. Böm Sigurbjargar og Þorkels eru Kristín, f. 17.11. 1959, tölvunarfræö- ingur hjá Þróun hf., býr í Kópavogi en maður hennar er Helgi Óskar Óskarsson framkvæmdastjóri og eiga þau þrjár dætur; Jón Gísli, f. 1961, húsasmíðameistari á Vatns- Mcrkir Islcuílmp.ar Emil Bjömsson, prestur Óháða safnaðar- ins og dagskrárstjóri Sjónvarpsins fæddist á Felli í Breiðdal 21. september 1915. Foreldrar hans voru Ámi Björn Guðmundsson, bóndi á Felli í Breiðdal, og Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir hús- freyja. Emil lauk stúdentsprófi frá MA 1939, stundaði nám við viðskiptadeild HÍ 1939-41, lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1946, dvaldi síðan við nám á Norður- löndunum 1953 og i Lundúnum og Kantaraborg 1960-61, var á útvarpsnám- skeiði hjá BBC og síðar sjónvarpsnám- skeiðum í Bandaríkjunum 1965. Emil stundaði skrifstofustörf í Reykjavík 1941-44, var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu Emil Björnsson 1944-65 og varafréttastjóri, fréttamaður við Vísi, vann að undirbúningi Sjónvarpsins og var dagskrárstjóri frétta- og fræðslu- deildar þess frá upphafi, 1965-1985. Emil var kappsfullur fréttamaður, léttur í lund og vinsæll yfirmaður. Hann tók þátt í frægiun prestskosning- um Fríkirkjunnar í Reykjavík 1950 og beið þar lægri hlut fyrir Þorsteini Bjömssyni. I kjölfarið varð til Óháði söfnuðurinn í Reykjavík þar sem Emil var prestur fi'á stofinm, 1950-1984. Eftir Emil hafa komið út ritin Minni og kynni, frásagnir og viðtöl, 1985; Á mis- jöfnu þrífast börnin best, I. bindi æviminn- inga, 1986, og Litríkt fólk, H. bindi, 1987. Emil lést 17. júní 1991. enda en kona hans er María Höskuldsdóttir og eiga þau tvo syni; Guðjón f. 1962, iðnaðartæknifræð- ingur I Kópavogi, rekur tölvufyrirtækið Logic ehf., en kona hans er Kristín Sigurðardóttir og eiga þau eina dóttur og hann kjördóttur frá fyrra hjónabandi Kristínar; Árni, f. 1963, málarameistari að Vatnsenda, en kona hans er Jak- obina Jónsdóttir. Systir Sigurbjargar er Margrét Gisladóttir, f. 19.7. 1928, húsmóðir í Kópavogi, gift Hauki Sigurjónssyni. Hálfsystir Sigurbjargar var Lára Hólmfreðsdóttir, f. 29.10. 1920, d. 15.5. 2000. Foreldrar Sigurbjargar: Gísli Jak- obsson frá Neðri-Þverá, f. 1.12. 1900, d. 25.12. 1988, bóndi að Þóreyjamúpi og síðar á Hvammstanga, og Jónina Ólafsdóttir, f. 7.5. 1904, d. 18.5. 1988, húsfreyja. Sigurbjörg býður til afmælisfagn- aðar í félagsheimili hestamannafé- lagsins Gusts að Álalind 2, Kópa- vogi, fostudaginn 22.9. kl. 20.00. Jarðarfarir Þórður Pétursson, Tómasarhaga 51, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstud. 22.9. kl. 15.00. Bergur Tómasson, fyrrv. borgarendur- skoðandi, Álfheimum 70, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni fimmtud. 21.9. kl. 10.30. Sigríður Sigmundsdóttir, Hringbraut 50, áður Lönguhlið 23, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 27.9. kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum, Klausturhvammi 20, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Rladelfíukirkjunni í Reykjavík fimmtud. 21.9. kl. 15.00. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum 22.9. Siguijón Guöfinnsson, Reykási 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæj- arkirkju fimmtud. 21.9. kl. 14.00. Jón Þ.Jónsson verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtud. 21.9. kl. 10.30. : trV&ÍÍf , i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.